Morgunblaðið - 16.06.1989, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.06.1989, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1989 Það hefiir alltaf heill- að mig að fylgja á frá upptökum til ósa - segir Hjálmar R. Bárðarson 126 milljónir ekki ýkja hátt hlutfall - segja fj ármálaráðherra og menntamálaráðherra um fyrirhugað- an sparnað í grunnskólum HJÁLMAR R. Bárðarson, fyrrum siglingamálastjóri, hefur sent frá sér sína sjöttu bók og heitir hún, Hvítá frá upptökum til ósa. Hún fjallar um Hvítá í Árnessýslu frá efstu drögum og allt til sjávar. Bókin er 440 blaðsíður, prýdd 749 myndum, kortum og teikningum, flestum eftir Hjálmar sjálfan. 622 myndanna eru í lit. Hjálmar vann í fjögur ár að bókinni. „Eg var búinn að ganga með svona bók í maganum árum saman, það hefur alltaf heillað mig að fylgja á svona frá upphafi til enda, en ég RÁÐHERRAFUNDUR um Eureka áætlunina, samstarfsverkefni Evrópuríkja á sviði tækniþróunar, mun fara fram í Vínarborg dagana 18. og 19. júní. Tæplega 100 verk- eftii verða lögð fram á fúndinum til samþykktar og er það nærri þvi tvöfalt fleiri en á fyrri ráð- herrafúndum. Meðal þessara verk- efha er íslenskt-portúgalskt þró- unarverkefni, sem snýst um hrað- eldi á laxi i hlýjum sjó eða við jarðhita. Ráðherrafundir um Eureka áætl- unina eru haldnir árlega og mun Svavar Gestsson, menntamálaráð- verð að segja að þó að ég hafi talið mig vera vel undir verkið búinn þá kom mér geysilega á óvart hversu umfangsmikið þetta reyndist. Þetta var eins og snjóbolti sem hlóð utan á sig og nú þegar bókin er komin út, þá er óhætt að segja að gífurlega mikið efni varð útundan," sagði Hjálmar í samtali við Morgunblaðið. En hvers vegna Hvítá eystri? „Hún var eiginlega sjálfvalin, ég vildi fylgja á þar sem hægt væri að taka inn sérkafla um sögufræga- og að öðru leyti merkilega staði. Eg gat t.d. fjall- að sérstaklega um Kjöl, Kerlingar- herra, sitja fundinn í Vín fyrir ís- lands hönd, ásamt Vilhjálmi Lúðvíks- syni, framkvæmdastjóra Rannsókn- arráðs ríkisins. Fimm íslensk fyrirtæki eiga nú aðild að svokölluðu HALIOS-verk- efni ásamt spænskum og frönskum fyrirtækjum og miðar það að þróun á fiskiskipum. Enn fremur er nýlega lokið verkefninu COSINE, sem fjall- aði um samhæfingu á tölvutengdum gagna- og samskiptanetum milli rannsóknarstofnana í Evrópu. Af hálfu Islands tóku flestar ríkisreknar rannsóknarstofur og ýmsar mennta- stofnanir þátt því verkefni. — Morgunblaðið/Júlíus Hjálmar R. Bárðarson með bók- ina Hvítá frá upptökum til ósa. fjöll, Skálholt og Þingvelli svo eitt- hvað sé nefnt samhliða því að flalla um Hvítá og hliðarár hennar. En þetta var mikil vinna, ég talaði við tugi manna og las tugi greina um þessi svæði, fór mikið um þau sjálfur að sjálfsögðu, enda er hér um svæði að ræða sem spannar 6.100 ferkíló- metra, frá toppi Langjökuls og til sjávar, nær frá 940 metra hæð yfir sjávarmáli og til þess. Sjálf er Hvítá- in 185 kílómetra löng og þá eru hlið- arárnar ekki taldar með. Af þessari lengd er Ölfusá 25 kílómetrar. Hjálmar er inntur eftir því hvort hér sé um að ræða byijun á rit- safni. „Það eru allir að spyija mig að þessu, en ég held ekki. Ég vildi prófa þetta og nú er verkinu lokið. Ef ég skil þennan virðisaukaskatt rétt, þá tekur hvort eð er fyrir þessa útgáfu mína af sjálfu sér.“ Hvítá frá upptökum til ósa skiptist í 30 kafla ef inngangur, lokaorð, rit- skrá og örnefnaskrá eru meðtalin. Bókin er væntanleg á næstu dögum á þýsku og ensku. SVAVAR Gestsson, mennta- málaráðherra, og Olafur Ragnar Grímsson, Qármálaráðherra, segja báðir að 126 milljóna sparn- aður geti ekki talist ýkja hátt hlut- fall af þeim 4800 milljónum sem varið er til grunnskólanna. Eins og fram kom í blaðinu á þriðjudag eru skólamenn afar svartsýnir á að unnt sé að spara 126 milljónir á haustmisserinu. Fjármálaráð- herra segir að skólamönnum sé eins og öðrum í þjóðfélaginu gagn- legt að skoða hvar þeir geti spar- að. Svavar Gestsson segir að honum þyki ekkert skrítið að menn kveinki sér undan því að þurfa að spara. „En hlutföllin í sparnaði gt-unnskólanna eru svipuð og hjá manni sem á 5.000 krónur og þarf að spara af þeim 126 krónur," segir hann. „Þá held ég að öllum sé afar hollt að temja sér sparnað, ekki síst opinberum aðilum. Til að mynda svigrúm fyrir fram- farir í skólamálum er ekki nóg að auka skatta, það verður líka að spara í því sem fyrir er.“ Ólafur Ragnar Grímsson tekur í sama streng og segir ljóst að ekki sé hljómgrunnur fyrir frekari skatt- lagningu. Að sama skapi sé minna svigrúm til útgjaldaauka, til þess að fjármagna nýjungar og breytingar á skólastarfi. Þvl sé eini möguleikinn að athuga hvort ekki megi spara í núverandi fyrirkomulagi. Svavar Gestsson bendir á að eng- inn þingmaður hafi mótmælt þessum sparnaði þegar fjárlögin voru sam- þykkt í vetur. Hann kveðst hafa stungið upp á leiðum við fræðslu- stjóra til að ná sparnaðinum, en hafi þeir önnur ráð sé ekkert því til fyrir- stöðu að nota þau. Svavar segist telja að vandinn við sparnaðinn sem nú hefur verið boð- aður sé hve fyrirvarinn er lítill. Skyn- samlegra hefði verið að gera áætlan- ir til langs tíma. Slíkt hefði getað leitt til minni skattahækkana og þess, að unnt hefði verið að nota eitthvað af sparnaðinum til að bæta skólakerfið eða heilbrigðiskerfið. Ráðherrann kveðst ekki sjá mót- sögn í að kanna hvað fólk vill að gert sé í skólamáium og raða því í forgangsröð, á sama tíma og skera þurfi niður. Hugsanlegt sé einmitt að hluti sparnaðarins nýtist í fram- tíðinni til að bæta skólakerfið. Þrír stórmeist- arar á svæðamót SKÁKÞING Norðurlanda og svæðamót Norðurlanda fara fram samtímis í borginni Espoo í Finnland, og heflast 19. júlí. Island á rétt á þremur keppend- um í opna flokk svæðamótsins, en Jóhann Hjartarson kemst beint á millisvæðamót. í frétt frá Skáksambandi íslands segir,að vonir standi til að Margeir Pétursson, Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson verði fulltrúar íslands á svæðamótinu auk Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, sem tekur þátt í svæðamóti kvenna. Ráðherrafundur um Eureka áætlunina: Tæplegci eitthundrað mál verða lögð fram Hanóhalar^ vegie9ao evuhepP^'Pv'V vinnW; áW.A5«'°kunar ssíféw*. áklst. 'I d®9 AGINN í ^Kla9arð' /I1IKLIG4RDUR MARKAÐUR VIÐ SUND i « e m f«a« » Li| 1 L(.M .II.UJ.Í l.|i l,.ll i K X 111 111 3 I t l tt i « « S S MUí f I l'H i I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.