Morgunblaðið - 16.06.1989, Síða 27

Morgunblaðið - 16.06.1989, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1989 27 Þorlákur R. Haldorsen listmálari - Minning Fæddur 13. apríl 1929 Dáinn 4. júní 1989 Fyrir hartnær 40 árum fór að kveða sér hljóðs á listabrautinni Þorlákur Haldorsen. Hann var einn af stofnendum Þjóðleikhússkórsinis og söng með þeim kór um árabil, jafnframt því sem hann lærði söng hjá Sigurði Birkis og Kristni Halls- syni. Samhliða söngnámi teiknaði Þorlákur í frístundum. Það fór síðar svo að málaralistin tók huga hans allan og helgaði hann þeirri list alla starfskrafta sína. Þorlákur nam hjá Eggert Guðmundssyni listmálara um nokkurt skeið en fór síðan til Noregs 33 ára gamall og stundaði nám í Statens Kunstakademi í Ósló. Þorlákur markaði sér braut í naturalistiskri listmálun, urðu kyrralífsmyndir en þó einkum mál- verk af landslagi hans aðalsmerki. Á þeim tímum sem Þorlákur var að hefja sinn listaferil voru ýmsar stefnur uppi ' málaralist sem ekk: áttu við hann. Þorlákur hélt sínu striki sem listamaður og málaði þær myndir sem hugur hans sjálfs stefndi til. Skömmu eftir heimkomuna frá Noregi setti Þorlákur á stofn versl- un í húsi frænda síns Ragnars Haldorsen að Laugavegi 21 í Reykjavík og nefndi hana Listmál- arann. Þar seldi hann myndir sínar og málverk annarra listamanna. í sama húsi var Þorlákur einnig með vinnustofu sína. Ekki held ég að hér hafi verið um rífandi verslun að ræða, þótt Þorlákur hafi haldið versluninni opinni í rösk 15 ár. Hins vegar komu margir til að skoða þær myndir sem þama vom sýndar og heilsa upp á listamanninn á vinnu- stofu hans. Um síðir fór þó svo að Þorlákur þurfti nauðbeygður að yfírgefa vinnustofu sína á Lauga- veginum eftir lát frænda síns. Þau mál öll tók Þorlakur mjög nærri sér. Þorlákur R. Haldorsen var fædd- ur í Reykjavík 13. apríl 1929. For- eldrar hans vom hjónin Guðrún Þorláksdóttir og maður hennar, Haldor Haldorsen, sem var norskur að ætt og uppruna. Þau hjón bjuggu lengst af á Urðarstíg 3 í Reykjavík og bjó Þorlákur þar alla sína ævi ef frá er talin dvöl hans í Noregi sem áður hefur verið nefnd. Þorlák- ur kvæntist 1962 Iðunni Ingibjörgu Sigurðardóttur og eignuðust þau eitt bam, Haldor Gunnar, sem nú er kennari að Varmalandi í Borgar- firði. Iðunn missti fljótlega heilsuna eftir að hún fékk svonefndan MS sjúkdóm. Hún dvaldist að mestu leyti á sjúkrastofnunum í fjölda- mörg ár þar til hún lést 1. janúar síðastliðinn. Þorlákur hélt lengst af heimili með móður sinni, eftir að faðir hans lést, og voru þau mæðginin sérstak- lega samrýmd. Þorlákur var orðinn 25 ára gam- all þegar hann bragðaði vín í fyrsta skipti. Hann reyndist ekki eiga gott með það að fara og skerti það starfsþrek hans umtalsvert. Varð Þórunn Símonardótt- ir,Akranesi—Miniiing í dag fer fram frá Akraneskirkju jarðarför Þómnnar Símonardóttur, Suðurgötu 65. Hún andaðist á 87. aldursári. Þómnn hafði átt við vanheilsu að stríða um nokkurt skeið, en gat dvalið heima lengst af og hafði fóta- vist fram á síðasta dag. Okkur hjón- um, sem höfðum verið í nábýli við þau Þómnni og Einar Helgason í um 30 ára skeið langar til að minn- ast þessarar mætu konu með nokkr- um linum. Þórann fæddist 8. janúar 1903 á Bámstöðum í Andakíl. Foreldrar hennar vom Símon Símonarson, bóndi þar, og kona hans, Herdís Jónsdóttir. Tvítug að aldri tók Þór- unn kennarapróf frá Kennaraskóla íslands og var kennari í Borgarfírði og í Mýrarasýslu á ámnum 1923 til 1934. Síðast kenndi hún á heim- ili foreldra minna að Leirá í 2 vetur 1932-34. Kennsla fór þá fram á heimilum (farkennsla) og var skipt niður á nokkra bæi í hveiju fræðslu- héraði. Þórann var vinsæll og góður kennari og aufúsugestur hvar sem hún dvaldi, hún var greind kona og auk kennaramenntunar var hún víðlesin og sjálfmenntuð, ræðin og skemmtileg. Árið 1935 giftist Þór- unn eftirlifandi eiginmanni sínum Einari Helgasyni húsasmíðameist- ara frá Hlíðarfæti og síðar á Súlu- nesi, fæddur 24. nóvember 1901. Þau Þómnn og Einar hófu búskap á Akranesi 1935 og hafa átt hér heima alla tíð síðan. Einar sem er byggingameistari varð brátt mikil- virkur athafnamaður og byggði margar reisulegar byggingar sem setja svip á bæinn enn í dag og um langa framtíð. Á þessum fyrstu ámm þeirra hér var mikil sam- keppni í byggingariðnaði og lítið um pening og þótt vinnudagurinn væri langur voru launin lág, en með dugnaði, ráðdeild ogjákvæðu líferni eignuðust þau gott heimili. Þau hjónin eignuðust 3 börn, elstur er Eiður, viðskiptafræðingur hjá Seðlabanka íslands, þá Óttar, starfsmaður Sementsverksmiðju ríkisins, kvæntur Hrönn Hákonar- dóttur, þau eiga 5 börn, og Herdís, kennari, gift séra Birgi Ásgeirs- syni, presti í Mosfellsbæ, þau eiga 3 böm. Einar byggði stórhýsi 1957 á félagi við annan að Suðurgötu 65 og tókum við á leigu neðstu hæðina fyrir verslun og verkstæði en þau Einar höfðu íbúðina á hæð- inni fyrir ofan. Það var mikið gæfu- spor þegar við fluttum í þetta hús- næði því betra sambýlisfólk gátum við ekki fengið. Það var oft farið upp í kaffí til Þómnnar og spjallað um þjóðmálin, því hún fylgdist ávallt vel með þeim. Ættfræðin var henni hugleikin og ég held að hún hafí vitað um ættir allra Borgfirðinga og Mýra- manna og gat hún rakið ættir manna langt aftur. Þómnn var góð kona, það leið öllum vel í návist hennar, hún var glaðlynd og jákvæð í hugsun og öllu líferni. Hún annað- ist sjúkan föður sinn háaldraðan um margra ára skeið, hann andað- ist á 100. aldursári. Þegar Þómnn og Einar vom komin á efri ár byggði Einar sumarhús við Vestur- hópsvatn í Minniborgarlandi í Húnavatnssýslu, hlýlegt lítið hús á fögmm stað við vatnið. Þegar vor- aði, eða um svipað leyti og farfugl- arnir komu, fóm þau norður og dvöldu þar sumarlangt, þau áttu þar bát og veiddu silung og lax, plöntuðu tijám og nutu lífsins í faðmi íslenskrar náttúm. Þangað komu venslafólk þeirra og kunn- ingjar, því þar var gott að koma og gott að vera. Þegar haustaði komu þau suður eða um svipað leyti og fuglarnir fóru aftur. Enda þótt Þórann hefði fótavist fram á síðasta dag var heilsa henn- ar ekki góð síðustu árin, einnig hafði sjóninni hrakað. Einar las fyrir hana og annaðist hana eins og best var hægt að gera. Við kveðjum Þómnni Símonar- dóttur og þökkum henni samfylgd- ina. Blessuð sé minning hennar. Við vottum Einari, börnum þeirra, barnabörnum og venslafólki inni- lega samúð. Hulda og Helgi Júlíusson Bakkus, og kröfur hans, Þorláki erfíður félagi, sem varð honum að endingu um megn. Þorlákur umgekkst ekki marga hin síðari ár, heldur hélt sig mikið til heima við enda kominn með vinnustofuna á heimili sitt. Hafði hann látið byggja útbyggingu við litla húsið á Urðarstíg og notaði fyrir vinnustofu. Hann hélt fáar sýningar hin síðari ár og málaði ekki mikið. Sjálfur hafði hann þó áform uppi um að halda yfirlitssýn- ingu á verkum sínum á því ári sem hann yrði sextugur. Skömmu fyrir sextugsafmælið sitt keypti hann efni til að mála frekar. Stuttu síðar þurfti hann að fara á sjúkrahús en ætlaði sér að koma fljótlega koma heim aftur til að ljuka undirbúning sýningarinnar. Af því varð ekki, Þorlákur andaðist í Borgarspítalan- um aðfaranótt 4. júní eftir erfíð veikindi. Þorlákur var hreinskiptinn mað- ur að eðlisfari. Hann kom sér vel hjá þeim sem hann átti samskipti við. Hann var ekki vinmargur en einlægur vinur vina sinna. Frænd- rækinn var hann og tryggur ætt- ingjum sínum. Glaðværðinni tapaði hann ekki þrátt fyrir erfiðleika. Ég votta syni hans, Haldori Gunnari, fjölskyldu hans og öðru frændfólki mína innilegustu samúð. Skúli Eggert Þórðarson Kristín Sigurðar- dóttir - Kveðjuorð Fædd 30. desember 1928 Dáin 19. maí 1989 Mig langar til þess að kveðja Stínu frænku með nokkram orðum. í mínum huga var Stína sú sem sameinaði og styrkti; traust eins og klettur og ósjaldan urðum við vör við hennar traustu vináttu og hlýhug. Við eigum eftir að sakna Stinu frænku sem við héldum að yrði hjá okkur svo miklu lengur. Við kveðjum þessa mikilhæfu konu með þakklæti og með góðar minn- ingar í huga. Guð styrki fjölskyldu hennar í sorg sinni. Guðrún S. Kristjánsdóttir t Bróðir minn og frændi, GUÐJÓN SIGURÐSSON, Núpi, Vestur-Eyjafjöllum, lést í sjúkrahúsi Suðurlands miðvikudaginn 14. júni. Ólafía Sigurðardóttir, Guðmundur Guðmundsson. Birting afmælis- og minningargreina, Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tek- in til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í Ijóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11796 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins Laugardaginn 17. júni - kl. 10.00 - Selvogsgatan. Gengið frá Bláfjallavegi vestari um Grindaskörð, Hvalaskarð, vestan Urðarfells, um Katla- brekkur að Hlíðarvatni í Selvogi. Verð kr. 1.000,- Sunnudaginn 18. júní - ki. 13.00. Eldvörp (gömul hlaðin byrgi) - Staðarhverfi. Ekið að Svartsengi og gengið sem leið liggur að Eldvörpunum og síðan áfram um Sundvörðu- hraun i Staðarhverfi vestan Grindavíkur. Verð kr. 1.000. Miðvikudaginn 21. júní - kl. 20.00. ESJA - sólstöðuferð. Gengið frá Esjubergi á Kerhóla- kamb (856 m). Fólk á eigin bílum velkomið með. Verð kr. 600.- Föstudaginn 23. júní - kl. 20.00. - Jónsmessunæturganga. ATH.: Ferðafélagið hefur áhuga á að festa kaup á jeppakerru í sæmilegu ástandi. Má þarfnast smávegis viðgerðar. Þeir sem vilja selja eina slika fyrir lítið verð, hringi í síma 19533 og 11798. ATH: Dagsferð til Þórsmerkur miðvikudaginn 21. júní, kl. 08.00. Verð kr. 2000,- Ferðafélag íslands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTu 3 SÍMAR 11798og 19533. Helgarferðir Ferðafélags- ins 16. - 18. júní: 1) Þórsmörk. Gönguferöir við allra hæfi með fararstjóra. Gist i Skagfjörðsskála/Langadal. Fyrsta dagsferö sumarsins til Þórsmerkur verður farinn mið- vikudaginn 21. júní kl. 08.00. Sumarleyfi hjá Ferðafélaginu i Þórsmörk er skemmtileg til- breyting og ódýrt. Öll aðstaða i Skagfjörðsskála er su besta sem völ er á i óbyggðum. Við skipuleggjum ferðir sem henta. Leitið upplýsinga á skrifstofu F.í. 2) Mýrdalur - Heiðardalur - Dyrhólaey - Reynishverfi. Gist í svefnpokaplássi á Reynis- brekku. Möguleiki á bátsferð frá Vík i Dyrhólaós. Brottför í helgarferðirnar er kl. 20.00 föstudag. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. IkJj Útivist Helgarferðir 16.-18. júní: 1. -17. júni ferð í Þórsmörk. Gistiaðstaðan er eins og best gerist í óbyggöum. Tilvalið fyrir fjölskyldufólk og aðra að halda upp á þjóöhátiðardaginn í Mörk- inni. Gönguferöir við allra hæfi. Munið sumarleyfi á Goðalandi, Þórsmörk. Ódýrasta sumarleyf- iö. Fjöldi sumarleyfisdaga aö eigin vali. Brottför föstudags- kvöld, sunnudagsmorgna og miðvikudaga. 2. Vestmannaeyjar. 3. Langavatn - Hftardalur. Bakpokaferð. Sunnudagur 18. júní: 1. Kl. 8. Þórsmörk - Goðaland. Verð 1.500 kr. 2. Kl. 8. Hítardalur - Leirár- sveit. Verð 1.500 kr. 3. Kl. 13. Fjallahringurinn 3. ferð: Stóribolli - Grindarskörð. Verð 900 kr. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Miðvikudagur 21. júní kl. 20. Sólstöðuferð i Viðey. Leiðsögu- maður Lýður Björnsson, sagn- fræðingur. Föstudagur 23. júní kl. 20. Jóns- messunæturganga: Langistígur - Þingvellir. Sjáumst! Útivist, ferðafélag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.