Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 40
40 MÓRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGL'R 16. JÚNÍ 1989 nmnmn „Hún erekki heima ...3'iddu eftir KLióýrnerkinu ... seghu svo ók!ila.boðln." Virðum friðarfrumkvæði forsætisráðherra íslands Til Velvakanda. Við íslendingar erum vopnlaus smá- þjóð og erum stoltir af því. Rödd okkar, sem er rödd friðarins, hefur hljómað á alþjóðavettvangi og það er sérlega ánægjulegt að erlendar stórþjóðir og andlegir menn skuli hafa veitt frumkvæði okkar at- hygli. Hér á landi var nýlega staddur útlenskur maður, Chimney að nafni, og átti ég ásamt fjölmörgum öðrum með honum ánægjulega stund á Lækjartorgi. Chimney er margt til til lista lagt en hann er fyrst og fremst maður andans og friðarins. Á Lækjartorgi lyfti hann forsætis- ráðherra íslendinga, Steingrími Hermannsssyni, með einni hendi í nafni friðarins og var ógleymanlegt að sjá leiðtoga þjóðarinnar bera kyndil friðarins við þetta tækifæri. Að lyftunni lokinni kom hópur fólks og lýsti andlitssvipur þess mikilli rósemd og frið. Var þar kom- Til Velvakanda. Síðan fjármálaráðherrann upp- lýsti fjölmiðla um brennivínskaup hæstaréttardómarans hefir mikið blautviðri geisað og fleiri frammá- menn legið undir ágjöf. Misjafnlega heilum virðast menn ætla að aka vagni sínum heim frá þessum hild- arleik. Einstaka þó auðveldlega eins t.d. fyrrv. forseti sameinaðs þings, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sem sór og sárt við lagði að hann hefði aldrei laumast í Ríkið að fá sé ódýrt brennivínstár nema þegar forseti íslands var erlendis! Þetta var tekið gilt og firrt Þorvald frekari vand- ræðum, enda áfengisausturinn staðið áratugum saman til æðstu embættismanna og eins þótt forseti lýðveldisins væri heima hjá sér. Það er alveg makalaust hvað forsætisráðherrann okkar er sein- heppinn í þessu máli. Við yfirheyrsl- ur var hann búinn að gleyma því að áfengi hefði nokkru sinni verið inn kór Chimneys en hann ferðast víða um heim til að lyfta fyrirmenn- um í nafni friðarins. Kórinn söng einstaklega fallegt lag sem var óður til forsætisráðherra, þakkargjörð fyrir starf hans í nafni friðarins. Mér er það ekkert launungarmál að bæði lag og ljóð, sem flutt var á ensku, hreif mig mjög. Mér þótti umfjöllun fjölmiðla um þennan at- burð ófullnægjandi og því bað ég ekið heim til hans í Mávanesið. Hingað til hefir því verið vel tekið þegar hann gleymir einhveiju — og jafnvel mörgu — og menn ekkert að rexa í því. Fara þá ekki ein- hveijir minnisbetri að riija upp að einum eitthundrað og áttatíu flösk- um hafi verið ekið heim til forsætis- ráðherrans! En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Morgun- blaðið komst að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi notað kjallara for- sætisráðherra fyrir lager. Þar með hefði þetta mál verið leyst, ef Steingrím hefi ekki allt í einu farið að ráma í að hann hafði gefið mönn- um að éta heima hjá sér og vín með. Sem sagt gengið í lagerinn í heimildarleysi. Forsætisráðherrann þar að gæta sín betur í framtíðinni og muna eftir minnisleysinu, þegar mikið liggur við. Melamaður tengdason minn sem er mennta- maður að snara ljóðinu á íslensku. Fer það hér á eftir: Steingrímur Hermannsson, Numero Uno Æðsti leiðsögumaður elds og ísa, íslands Að innan sem utan ert þú vísdómstum Þú stýrir landi þínu með hönd samúðar Þitt er landið sem þarfnast ekki hers, ekki hermanna Ást, gleði, góðvild, kærleikur og eining andans Við íslendingar, höfum, getum og eigum að skapa okkur sérstöðu á alþjóðavettvangi sem þjóð friðar- ins. Betri landkynning er ekki hugs- anleg. Ég vil einnig minna á orð trúarleiðtoga kaþólskra manna, Jó- hannesar Páls páfa , er hann lét falla við komu sína til íslands á dögunum. Páfi sagði að við íslend- ingar hefðum mikilvægan boðskap að færa heimsbyggðinni sem þráði réttlæti og frið. Hlýðum á orð hins smurða frá Kraká. Vil ég gera það að tillögu minni að þegar verði haf- in bygging alþjóðlegs friðarmuster- is á Þingvöllum, helst á Efri Völlum þar sem hin samkirkjulega guðs- þjónusta fór fram. Minnumst þess jafnframt að frið- arfrumkvæði forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar, er haf- ið yfir pólitík og dægurþras. Sem gamall bóndi er ég t.a.m. ekki sam- mála stefnu hans í málefnum sauðkindarinnar, þessa harðgera ferfætlings sem haldið hefur lífi í þessari þjóð í 1100 ár. En boðbera friðar, sannleika og samhygðar ber ávallt að virða. Njáll Arason Áfengislagerinn HÖGNI HREKKVlSI „HAMN ÁKVAÐ/P BÍÐA H/NUM A1E6IN VIÐ QÖTONA.'’ Víkverji skrifar Isjónvarpinu í fyrrakvöld var okkur sýnd ær, sem var sérstak- lega fijósöm. Hún var fjórlembd og sagði fréttamaðurinn að lömbin fjögur hefðu fæðst í vor. I ungdæmi Víkveija voru lömb borin, en þau fæddust ekki, enda heitir sú tíð, er lömb „fæðast“, sauðburður. XXX Atölvuöld ættu fyrirtæki að eiga auðvelt með að auka þjón- ustuna, unnt er að láta tölvuna gera ýmislegt, sem áður kostaði mikla fyrirhöfn, en kemur nú fram sem aukin þjónusta við viðskipta- vini. Þrátt fyrir aukna tölvunotkun hefur þjónusta banka við þá sem þurfa að innleysa ávísanir stórum minnkað. Nú eru þess dæmi að fólk sé gert afturreka með ávísanir, ef ávísunin er ekki gefin út á viðkom- andi banka. Þetta er í senn óþol- andi og eitt er víst að slík framkoma banka hrindir frá viðskiptavinum. Kunningi Víkveija lenti í þessu í Útvegsbankanum við Hlemm nú á dögunum og var gerður afturreka og sagt að fara í annan banka. Sízt ætti nú Útvegsbankinn að ýta frá sér viðskiptavinum. XXX Bein útsending í sjónvarpi er einhver fullkomnasta frétta- miðlunarleið, sem unnt er að hugsa sér, sem færir almenning nær at- burðunum, sem eru að gerast. Á stundum hefur þetta hins vegar valdið erfiðleikum og nægir að minna á, er heil þjóð verður vitni að illvirkjum, sem framin eru fram- an við sjónvarpstökuvélar. Má þar t.d. nefna morðið Lee Harvey Os- wald á sínum tíma. Erfiðleikum var þá bundið að velja kviðdóm, fólk, sem ekki hafði orðið vitni að morð- inu í sjónvarpi. En þegar stórviðburðir gerast eða atburðir, sem almenningur hef- ur mikinn áhuga á, ætti það að vera skylda þeirra, sem sjá um ijöl- miðlun í sjónvarpi að sýna beint. Víkverji hefur áður gagnrýnt það að ekki skyldi sýnt frá komu páfa til Islands og í fyrrakvöld fór fram mikilsverður landsleikur við Aust- urríkismenn, sem hvorug sjónvarps- stöðin sýndi beint. Sjónvarpið er orðið það dýrt, að almenningur á heimtingu á að fá beina útsendingu af slíkum knattleik — það er ekki sama ánægjan að sjá slíkan leik eftirá, þegar allir vita hver úrslit eru. Hver nennir þá að glápa á leik- inn, aðeins hörðustu áhugamenn- irnir. xxx Amorgun er 17. júní, þjóðhá- tíðardagur íslendinga. Daginn í dag þyrftu því allir að nota til þess að hreinsa í kringum sig. Tak- markið hlýtur að vera að umhverfi okkar sé sem snyrtilegast, þegar hátfðin gengur í garð. Lýðveldið er alla vega hálffimmtugt, 45 ára gamalt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.