Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 32
< .WOtáíUftBÍikÐllÖ 'BögWJDAtíÖRl 16< JÚNfíl 9S9 132 Sverrir Jóhannsson, Grindavík — Minning Fæddur 18. janúar 1928 Dáinn 7. júní 1989 Sverrir Jóhannsson, Ránargötu 8, Grindavík, lést í St. Jósefsspítal- anum, Hafnarfirði, 7. júní eftir stutta legu. Þessi kraftmikli og hrausti mað- ur fann fyrst fyrir þeim sjúkdómi sem leiddi hann til dauða rétt fyrir síðastliðna páska. Þá kom úrskurð- urinn — krabbamein. Sverrir var fæddur á Hauganesi við Eyjafjörð þann 18. janúar 1928 sonur hjónanna Jóhanns Guð- mundssonar útvegsbónda þar og Sigurlínu Sigurðardóttur. Þar ólst hann upp en fluttist til Grindavíkur árið 1956 og hóf þar búskap með eftirlifandi konu sinni, Sæunni Kristjánsdóttur. Sjómaður var hann frá unga aldri allt til ársins 1971, þar af lengst sem vélstjóri með hinum ágætustu aflamönnum því hann var mjög eft- irsóttur tii starfa vegna dugnaðar síns og hreysti. Eftir að hann hætti til sjós gerðist hann umboðsmaður fyrir Olís í Grindavík og starfaði við það til dauðadags. Sverrir var mjög félagslyndur og tók virkan þátt í hinum ýmsu fé- lagasamtökum. Félagsmál sjó- manna voru honum mjög hugleikin og tók hann að sér mörg ábyrgðar- störf á þeim vettvangi. Um árabil var hann formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur og full- trúi á Sjómannasambandsþingum. Einnig starfaði hann í ýmsum nefndum á vegum félagsins, allt til dauðadags. Lionsfélagi varð hann fljótlega eftir að Lionsklúbbur Grindavíkur var stofnaður og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum frá því að vera formaður klúbbsins, svo og starf- andi í fjölda nefnda á vegum hans. GuðmundurJ. Magnús- son - Kveðjuorð Fæddur 4. október 1925 Dáinn 13. apríl 1989 Síminn hringir, í símanum er systurdóttir mín. „Sæl frænka, ég þarf að segja þér slæmar fréttir. “ „Ekki sorgarfréttir?" „Jú, hann Gummi bróðir þinn er dáinn." Mér fannst blóðið fijósa í æðum mínum og ég verð öll máttlaus. Hvernig mátti þetta gerast. Guðmundur, sem var svo frískur og glaður síðast þegar ég hitti hann, góður Guð, nú I er höggvið nóg á þremur árum. Mig langar með nokkrum orðum að minnast elskulegs bróður og þakka samverustundimar, er við áttum sem börn og unglingar á Suðureyri. Við yngstu systkinin voru svo samiýnd, Gummi, ég og Lilja. Mikið var gaman þegar Gummi fór að spila á harmonikuna sína. Þá komu allir vinir hans til að hlusta á hann taka lagið. Þá var fjör í Bakaríinu. Þetta voru yndisleg ár, engar áhyggjur, við ung og horfðum björtum augum á lífið. Mig langar til að þakka elskulegum broður mínum svo margt, fyrir syni mína, sem voru með honum á sjón- um og var hann ætíð reiðubúinn ♦ að leggja þeim lífsreglurnar og leið- Fædd 17. maíl921 Dáin 9. júní 1989 Þegar Maja vinkona er kvödd, hrannast upp minningar frá löngu liðnum árum. Hugurinn leitar til Seyðisfjarðar, æskuheimilis míns, og þeirra góðu daga, sem við áttum < *þar. Vorið 1929 flutt foreldrar mínir ásamt stórum barnahópi í hús það á Búðareyrinni, sem jafnan er kall- að Múli. Við elstu systkinin vorum svo lánsöm, að í tveimur næstu húsum bjuggu jafnaldrar okkar, sem urðu leikfélagar og síðan lífstíðar vinir. Vinkonumar voru tvær, og var Maja önnur þeirra. Brátt tókst einnig góð vinátta með heimilum okkar allra, vinátta, sem entjst og aldrei bar skugga á. Á þessum ámm hófst skóla- skylda barna ekki fyrr en við tíu .ára aldur, en þeim jafnan kenndur lestur, skrift og undirstöðuatriði í reikningi heima. Fyrsta veturinn á Búðareyrinni vorum við elstu syst- urnar tvær ásamt Maju í reiknings- tímum hjá „fósturafa" Maju, Jóni Sigurðssýni, kennara, er hafði alið móður hennar upp. Þessar kennslu- stundir em mér enn í fersku minhi, kennslan var svo lifandi og skemmtileg að námið var leikur beina út í lífið. Ég þakka fyrir umhyggjuna og kærleikann, sem hann ávallt sýndi mér, systur sinni. Finna mín, Anna og afabörn, þið hafíð misst svo mikið, ég bið góðan guð að styrkja ykkur öll. Blessuð sé minning um góðan dreng. Hansína Magnúsdóttir einn, og reyndist okkur gott vega- nesti, þegar skólanám hófst. Við sátum alltaf við borðstofuborðið og iðulega bar húsfreyjan, Elísabet, okkur veitingar að kennslu iokinni. Þama bundust við systurnar og Maja vináttuböndum, sem enst hafa í sextíu ár. Maja hét fullu nafni Kristín María Elísabet og var dóttir heið- urshjónanna Ingibjargar og Niels Nielsens, kaupmanns á Seyðisfírði. Þar ólst hún upp ásamt tveimur bræðrum, Gunnmari heildsala og Carii, sem látinn. Heimili þeirra var annálað fyrir góðvild og gestrisni, og móðir þeirra forkur dugleg og svo hjálpsöm og rausnarleg að ein- stakt var. Þrívegis minnist ég þess að hún tæki einstæðar, óvanda- bundnar sængurkonur inn á heimili sitt og gerði hjónaherbergið og fæðingarstofu. Æsku- og unglingsárin dvaldi Maja á Seyðisfirði og aðstoðaði föð- ur sinn í versluninni. Þaðan lá leið- in til Reykjavíkur og þar kynntist hún mannsefni sínu og síðar eigin- manni, Atla Þormari, öðlingsmanni sem lengst af starfaði hjá Pósti og síma. Þau eignuðust tvær dætur, Ingibjörgu, sem gift er Ómari S. Jónssyni, þau eiga þijú börn, og Ef mikið þurfti við var alltaf hægt að treysta á Sverri, hann lá aldrei á liði sínu. Hann var félagi okkar í Alþýðu- flokksfélagi Grindavíkur og þar sem annarstaðar var alltaf hægt að treysta á hann og konu hans, Sæ- unni. Þeirra stuðningur var oft ómetanlegur þegar mikið lá við. Aðaláhugamál hans hvað varðaði bæjarmálefni voru hafnarmálin, enda sat hann í hafnarnefnd til dauðadags, þar af eitt kjörtímabil formaður. Atvinnumálin lét hann einnig mjög til sín taka. Fyrir þessi og önnur störf í þágu Alþýðuflokksfélags Grindavíkur vil ég fyrir hönd okkar félaga þakka honum sérstaklega. Þegar áhugi vaknaði hér í byggð fýrir byggingu á dvalarheimili fýrir aldraða var hann einn af frum- heijunum. Síðastliðin tvö ár var hann formaður byggingarnefndar. Hann var óragur við að bera þungar byrðar fyrir samfélagið og gekk að hveiju því verki sem hann tók að sér, með sama krafti og dugnaði. Okkar samstarf lá víða og fyrir það allt vil ég þakka honum að lok- um. „Eigi má sköpum renna“ og biðj- um við góðan Guð að gefa eiginkon- unni, Sæunni Kristjánsdóttur, syni, tengdadóttur og sonarsonunum tveim styrk til að standast þá raun, sem nú er á þau lögð. Jón Hólmgeirsson Hann Sverrir Jóhannsson vél- stjóri í Grindavík er látinn. Ekki var nann gamall maður þegar kall- ið kom, aðeins iiðlega sextugur að aldri. Sigríði, sem á eina dóttur. Maja og Atli komu sér upp þægi- legu húsi á Miðbraut á Seltjarnar- nesi og undu hag sínum vel. I lok sjöunda áratugarins fór heilsu Maju að hraka og hún var langdvölum á sjúkrahúsi. Ekki löngu síðar kom í ljós að Atli var haldinn illkynja sjúk- dómi og lést hann árið 1972. Hann var öllum harmdauði og er óhætt að segja, að Maja hafi ekki boríð sitt barr eftir lát hans. Hann var einstaklega ljúfur eiginmaður og faðir og bar Maju á höndum sér. Sverrir var kvæntur föðursystur minni, Sæunni Kristjánsdóttur. Hann var lengi vélstjóri á bátum frá Grindavík en síðan umboðsmað- ur Olís í Grindavík og gegndi hann því starfi til dauðadags. Einnig starfaði hann mikið að félagsmálum fyrir sína heimabyggð. Mig skortir þekkingu til að greina frá þeim hluta af ævistarfi hans, mín kynni af Sverri voru fyrst og fremst gegn- um fjölskylduna. Sæja og Sverrir voru tíðir gestir á heimili foreldra minna allt frá því ég man fyrst eftir mér. Var þá gjarnan rætt um menn og málefni eins og gengur og oft bar Grindavík sjósókn og sjómennsku á góma. Gaman þótti mef þá að hlusta á Sverri tala á sinn yfirlætislausa hátt um' sjóinn og fiskveiðar. Fyrir lítinn strák var hafið heillandi undraheimur og Sverrir var sjómað- urinn sem þar var öllum hnútum kunnugur. Sverrir var maður vörpulegur og þrekinn, handtakið þétt og svipur- inn festulegur. Oftast var þó stutt í glettnina hjá honum og hann gaf sér tíma til að tala við okkur krakk- ana í léttum dúr. Varð ég snemma hændur að Sverri og hann var líka óspar á að fara með okkur í bíltúr niður á höfn, ferðir sem ég kunni að meta. Minnisstæð er dvölin hjá þeim Sæju og Sverri í Grindavík part úr sumri þegar ég var 12 ára. Heilu dagana leyfði Sverrir mér að vera með sér við vinnu sína. Við fórum með olíu í bátana og í húsin og til Reykjavíkur ýmissa erinda. Og aldrei þreyttist Sverrir á að svara spumingum mínum og svala for- vitni minni um allt sem varðaði sjó- inn og lífið í sjávarþorpinu. Öllu svaraði hann glettinn í bragði en af einlægni. Sú vinátta sem Sverrir sýndi mér var dýrmæt fyrir ungan dreng. Eftir að ég flutti úr föðurhúsum bar fundum sjaldnar saman eins og verða vill, en alltaf fann ég fyrir hlýju og áhuga á velferð minni þeg- ar við hittumst. Síðast sá ég Sverri fyrir þremur mánuðum í kaffi hjá Sigríði ömmu minni á Hrafnistu. Hann var hress að vanda og það var spjallað um heima og geima. Ekki grunaði mig þá að þessi hrausti maður myndi lúta í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi svo skömmu síðar. Engin orð fá eytt þeim harmi sem nú er kveðinn að Sæju og Valda og öðrum aðstandendum. En þegar frá líður mun minningin um þann trausta og góða mann, sem Sverrir var, hjálpa til að lækna sárin. Magnús Tumi Guðmundsson Maja bjó áfram á Miðbrautinni í mörg ár ásamt dætrum sínum, en síðar kom að því, þegar dætumar voru fluttar að heiman, að henni þótti húsið of stórt fyrir sig eina og lét hún dóttur sinni og fjölskyldu það eftir, en fluttist í litla íbúð skammt frá. Þar fór vel um hana. Hún hafði píanóið sér tii dægra- styttingar og hlýddi mikið á tónlist, en einverunni kunni hún alltaf illa. Maja var fríð kona og snyrtileg, einlæg og hispurslaus í framkomu og lausari við hégóma og sýndar- mennsku en flestir sem ég hefi kynnst. Hún var jafnan hress og kát að góðra vina fundi og kom vel fyrir sig orði. Hún var vinsæl strax sem barn, og er ég hugsa til baka finnst mér sem æskuárin okkar á Seyðisfirði hafi verið samfelldur gleðileikur, þótt við hefðum nokkr- um skyldum að gegna. Svo komu unglingsárin. Ég var fjarverandi í skóla á veturna en alltaf heima á sumrin. Árin liðu, við stofnuðum heimili og samfund- um fækkaði meðan börn okkar voru ung. Árið 1958 stofnuðu nokkrar vinkonur að austan saumaklúbb — ég var þá búsett erlendis en var sjálfsögð í hópinn þegar heim kom. Þá var þráðurinn tekinn upp á ný og hefur ekki rofnað fyrr en við fráfall Maju. Við vinkonurnar kveðjum Maju með þökk fyrir ára- tuga vináttu og tryggð og færum dætrum hennar, bróður og öðru venslafólki hlýjar samúðarkveðjur. Guðrún Gestsdóttir í dag er jarðsunginn í Grindavík Sverrir Jóhannsson, fyrrverandi vélstjóri. Sverrir var rétt rúmlega sextugur þegar hánn lést. Það er mikill harmur þegar góðir menn eins og Sverrir deyja langt fyrir aldur fram. Það er þó huggun harmi gegn, þegar ævistarfið hefur verið farsælt og sporin sjást, Þegar ég nú rifja upp kynni mín af Sverri kemur fyrst upp í hug- ann, þegar hann kom heim frá út- iöndum með fiskiskipið Þorbjörn annan, sem hann var vélstjóri á frá upphafi. Mér skilst að það hafi ver- ið 1963 eða 1964. Ég var þá ungur gutti í sveit hjá Heiðu og Bjarti í Þórkötlustaðahverfinu í Grindavík. Ég fékk að skoða skipið og það vakti þá hjá mér þá tilfinningu að Sverrir væri sérstaklega traustur maður. Það átti síðar eftir að koma í ljós, að sú tilfinning átti sér sterka raunverulega stoð. Sverrir var kvæntur föðursystur minni, Sæunni Kristjánsdóttur, en þau hafa alla sína búskapartíð búið í Grindavík. Á mínum yngri árum og síðar voru nöfn þeirra órfjúfan- lega tengd Grindavík. Þau voru ein- faldlega Sæja og Sverrir í Grindavík. Það var hins vegar ekki fyrr en á síðustu árum, sem mér var ljóst að Sverrir hefur í mörg ár leikið mikilvægt hlutverk í bæjar- lífínu í Grindavík. Hann var virkur í bæjarmálum og starfaði mikið að félagsmálum. Sverrir sat meðal annars í hafnamefnd bæjarins og í atvinnumálanefnd. Það sem átti þó hug hans síðustu tvö árin var bygging elliheimilis í Grindavík, en hann var formaður í byggingar- nefnd þess. Ég minnist þess þegar við hittumst í kringum síðustu ára- mót, að hann færði elliheimilis- byggingu í tal við mig, en honum var mikið í mun að hún gæti orðið tilbúin sem fyrst og gæti þjónað sem öldrunarheimili fyrir öll Suður- nesin. Margt bendir nú til að honum hafi fyrir andlátið tekist að koma því máli í höfn. Aldraðir Grindvík- ingar munu vonandi minnast lengi þess starfs sem Sverrir vann fyrir þá. Sverrir hafði töluverðan stjórn- málaáhuga, enda virkur meðlimur í Alþýðuflokknum. Við ræddum oft stjórnmál og stundum deildum við, eins og verða vill. Minna fór þó fyrir þvi síðustu árin, enda fann ég að stjórnmálaskoðanir okkar voru nær hvor annarri en áður. Hins vegar var sama hvort ég var ósam- mála eða sammála Sverri, alltaf mátti treysta því að hann hefði hagnýtt sjónarhorn á hlutina. Hann ræddi alltaf landsins gagn og nauð- synjar en karpaði ekki, og sjónar- mið hans skiptu því alltaf máli. Sverrir var einn af þessum mönn- um, sem eru svo mikilvægir á ís- landi, af því þeir eru máttarstólpar í sínu byggðarlagi, bæði vegna þátt- töku sinnar í atvinnulífinu og vegna starfs að velferðar- og félagsmál- um. Þá sögu þekkja hins vegar aðrir mun betur en ég í tilfelli Sverr- is. Mér er hins vegar hugstæðast nú, hversu mikill styrkur hann og Sæja voru móður minni, ömmu og fjölskyldunni allri, þegar faðir minn lést, langt fyrir aldur fram, fyrir tveim árum. Þá sannfærðist ég endanlega um að tilfinningin sem ég fékk þegar ég var lítill gutti í Grindavík átti við sterk rök að styðj- ast. Ég vona að þeir sem nú syrgja Sverri, sérstaklega Sæja og Valdi, megi finna huggun í merkilegu lífsstarfi hans og því góða sem hann lét af sér leiða. Már Guðmundsson /3x67 Steindór Sendibflar María Þormar frá Seyðisfírði—Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.