Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989 HeUdarútgáfa á verkum Jónasar Hallgrímssonar; Fyrstu eintökin komin úr prentun FYRSTU eintök af heildarutgafu ntverka Jónasar Hallgnmssonar komu úr prentun í gær. Ritsafnið er í 4 bindum, gefið út af Svörtu á hvítú og prentað í prentsmiðjunni Odda. Ritstjórar eru Páll Valsson, Haukur Hannesson og Sveinn Yngvi Egilsson. Titlar bindanna fjögurra eru Ljóð og lausamál, Bréf og dagbækur, Náttúran og landið og Skýringar og skrár. Um hálf öld er síðan fyrsta og eina heildarútgáfa af verkum Jónas- ar Hallgrímssonar kom út en Matt- hías Þórðarson, fyrrverandi þjóð- minjavörður, hafði umsjón með þeirri útgáfu. Sú útgáfa er löngu orðin ófáanleg. Að sögn Páls Valssonar, eins af ritstjórum nýju útgáfunnar, er þar margt að finna sem nú sést í fyrsta skipti á prenti hér á landi. Nú eru ljóð Jónasar prentuð eins og hann skildi við þau, þ.e.a.s. eftir eigin- handarritum hans og frumprentun- um. Einnig hefur miklu efni verið bætt við svo sem bréfum sem Jónas skrifaði og dagbókum hans. Haukur Hannesson hefur þýtt ferðadag- bækur skáldsins úr dönsku og er þetta í fyrsta sinn sem þær birtast á íslensku. í útgáfunni er einnig þýðing Jón- asar Hallgrímssonar á Stjömufræði Ursins. Hún hefur einu sinni áður verið prentuð á íslensku en það var árið 1842. Þýðing Jónasar á stjömu- fræðinni er m.a. merkileg fyrir þær sakir að í henni em mörg nýyrði, t.d. ljósvaki, sem síðan hafa fest í sessi í íslensku máli. í fjórða og síðasta bindi útgáfunn- ar eru ítarlegar textaskýringar auk margs konar upplýsinga um skáldið og gagna sem snerta hann. Fyrstu eintökum af heildarút- gáfii verka Jónasar Hallgríms- sonar staflað upp í prentsmiðj- unni Odda í gær. A innfelldu myndinni sjást bindin 4 í ritsafiii Jónasar Hallgrimssonar. Morgunblaðið/Þorkell VEÐURHORFUR í DAG, 29. JÚNÍ YFIRLIT í GÆR: Norðlæg eða breytileg átt, víðast gola. Bjart veð- ur um mestallt land, þó ef til vill síðdegisskúrir sunnanlands. Frem- ur svait verður áfram, þó ætti hiti víða að komast í 10—15 stig um hádaginn. SPÁ: Við vesturströnd Noregs er 986 mb lægð sem dýpkar og þokast norðvestur, en 1017 mb hæð yfir Grænlandshafi. Áfram verður fremur svalt í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Fer að þykkna upp suðvestan tll á landinu með suðlægri átt, bjart veður austan til á landinu. Heldur hlýnandi. HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnan- og síðar vestan-strekkingsvind- ur. Þurrt sums staðar norðaustanlands, en rigning eða skúrir ann- ars staðar. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað 4 Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * # * * * * * Snjókoma * * * 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir I*1 V B — Þoka = Þokumóða ’, ’ Suld OO Mistur —J- Skafrenningur |? Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hiti veður Akureyri 9 skýjað Reykjavík 11 léttskýjað Bergen 12 skúr Helsinki 26 léttskýjað Kaupmannah. 20 skýjað Narssarssuaq 7 skýjað Nuuk 1 þoka Ósló 18 skýjað Stokkhólmur 21 skýjað Þórshöfn B skýjað Algarve vantar Amsterdam 16 skýjað Barcelona 27 léttskýjað Berlín 18 skýjað Chicago 17 léttskýjað Feneyjar 25 skruggur Frankfurt 20 hátfskýjað Glasgow 11 rigning Hamborg 18 úrkoma Las Palmas vantar London 16 skýjað Los Angeles 16 léttskýjað Lúxemborg 14 skýjað Madríd 28 heiðskirt Malaga vantar Mallorca 28 skýjað Montreal 21 alskýjað New York 26 mistur Orlando 24 hálfskýjað París vantar Róm 27 léttskýjað Vín 16 skúr Washington 24 mistur Winnipeg vantar Prestastefiian: Uppbygging safiiaða verður meginverkið Prestastefiian hélt áfram í dag og var samþykkt einróma ályktun um safhaðaruppbyggingu. „Þetta er hin merkasta ályktun og felur í sér að safiiaðaruppbygging verði meginverkefiii íslensku þjóðkirkjunn- ar næsta áratuginn og yfirskrift alls starfs hennar," sagði Bemharður Guðmundsson fréttafúlltrúi Þjóðkirkjunnar í samtali við Morgunblaðið. í ályktun prestastefnunnar segir m.a., „prestastefnan leggur til að sem fle'stir þættir kirkjulegs starfs verði endurskoðaðir í ljósi safnaðar- uppbyggingar. Bendir hún þar á helgihald safnaðarins, líknarþjón- ustu, fræðslumál, samstarf við aðrar kirkjudeildir, byggingu nýrra kirkna og safnaðarheimila og nýtingu þeirra. Prestastefnan telur brýnt að efla menntun og þjálfun starfsfólks safnaðanna og komið verði á ráðgjöf í safnaðaruppbyggingu. Prestastefn- an bendir á samþykkt kirkjuþings 1986, að efling kirkjulegs starfs skuli vera meginmarkmið hátíðahalda vegna þúsund ára kristnitökunnar árið 2.000. Sömuleiðis vísar presta- stefnan til ályktunar Alþingis vorið 1986 um að kristnitökuafmælisins skuli minnst af hálfu Alþingis. Prestastefnan telur að safnaðarupp- bygging sé verðugt viðfangsefni næsta áratugar sem aðdraganda hátíðarhaldanna árið 2000. Halldór Ásgrímsson á prestastefiiu: Vill huga að fjárhags- lega sjálfetæðari kirkju Halldór Ásgrimsson kirkjumálaráðherra telur að ekki beri að raska í meginatriðum þeim samskiptaháttum sem mótast hafa milli rikis og kirkju á undanfornum árum og áratugum. Það kom fram í ræðu sem hann flutti við setningu prestastefiiunar sem nú stendur yfir í Garðabæ. Umrætt álit ráðherrans bar á en nú er. Fjárhagslegt sjálfstæði góma í kjölfarið á hugleiðingum hans kirkjunnar má auka með þvi að um gagnkvæman stuðning rikis og kirkju. Hann hélt síðan áfram og sagði: „Hins vegar er ávallt nauðsyn- legt að íhuga hvort ekki sé rétt að breyta skipan mála. Auknu sjálf- stæði kirkjunnar verður að fylgja að hún verði fjárhagslega óháðari ríkinu hækka eigin tekjustofna hennar og draga úr fjárveitingum frá ríki. Jafn vel má hugsa sér að ganga svo langt að þjónar kiijunnar verði ekki lengur á launaskrá ríkisins heldur kirkjunn- ar. Hvort rétt sé að ganga svo langt krefst vandlegrar íhugunar." Safnaðarstjórn Fríkirkjunnar: Oskað úrskurðar um útburð sr. Gunnars Safiiaðarstjórn Fríkirlgunnar í Reykjavík hefur óskað eftir úrskurði borgarfógeta um útburð sr. Gunnars Bjömssonar, fyrrverandi saftiaðar- prests, úr prestsbústaðnum við Garðastræti. Sr. Gunnar, sem sagt var upp störfum i júlí á síðasta ári, hefur neitað að flytjast úr bústaðnum. Bústaðurinn fylgir prestsstarfinu, en þrátt fyrir uppsögnina hefur sr. Gunnar ekki viljað fara úr húsinu. Hann hefur heldur ekki greitt leigu, að sögn Einars Kristins Jónssonar, formanns safnaðarstjómarinnar. Einar Kristinn sagði að safnaðar- stjórninni þætti afar leitt að þurfa að grípa til þessara aðgerða, en til- raunir sínar, Þorsteins Þorsteinsson- ar formanns Safnaðarfélags Fríkirkj- unnar og lögmanns Prestafélagsins til að ná sáttum hefðu ekki borið árangur. Sr. Gunnar sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki verið beðinn að fara úr húsinu nema í ólöglegu uppsagnarbréfi. Jón Odds- son, lögmaður sr. Gunnars, segir að enn standi deilur um lögmæti upp- sagnar sr. Gunnars. Hann voni ennþá að viðræður um sættir í málinu geti borið árangur, og krafa um útburð komi sér á óvart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.