Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989 49 SKOTFIMI / ÍSLANDSMÓT í RIFFIL- OG SKAMMBYSSUGREINUM Morgunblaðið/Bjami Carl J. Eiríksson hefur haft mikla yfirburði í riffil- og skammbyssugreinum í meira en áratug og unnið fjölda verðlauna bæði hér heima og erlendis. Hér er Carl við hið glæsilega verðlaunasafn sitt. Á minni myndinni er elsti og yngsti verðlaunapeninginn í safninu. Fyrsta verðlaunapeninginn fékk hann 1952 er hann sigraði í þríþraut á skólamóti í Boston, en hinn (t.v) er frá því á Isiandsmótinu í enskri keppni um síðustu helgi. Carl J. Eiríksson fjórfaldur meistarí annað áríð í röð CARL J. Eiríksson úr Skot- félagi Reykjavíkur sýndi mikla yfirburði á Islandsmótinu í riffil- og skammbyssugrein- um sem fram fór í Baldurs- haga um helgina. Hann varð fjórfaldur íslandsmeistari eins og reyndar á síðasta ári. Carl, sem er 59 ára, hefur haft mikla yfírburði í riffil- og skammbyssugreinunum í meira en áratug. Hann byijaði að BBHi stunda skotfimi ValurB. 1950 er hann var Jónatansson við nám í raf- sknfar magnsverkfræði í Boston. Hann keppti þar með liði skólans sem afrekaði m.a. að hafna í fjórða sæti háskólaliða í Bandaríkjunum. Carl lagði byssurnar á hilluna í nokkur ár eftir að hann lauk verkfræðináminu, en 1970 gekk hann í Skotfélag Reykjavíkur og vann fyrsta íslandsmeistaratitil sinn sama ár. „Ég hef verið í þessu meira og minna síðan og alltaf í fremstu röð,“ sagði Carl. Carl sigraði með yfirburðum í enskri keppni á laugardaginn, hlaut 590 stig af 600 mögulegum sem jafngildir ólympíulágmarki í- greininni. Carl setti íslandsmet á gömlu skífumar 1973 er hann hlaut 596 stig og stendur það met enn. Árangur Carls 1973 var alveg við heimsmetið í greininni á þeim tíma. ísfirsku bræðurnir, Kristmundur og Gissur Skarphéð- inssynir, urðu í öðru og þriðja sæti báðir með 571 stig. Ensk keppni felst í því að skotmaður fær 60 skot í liggjandi stöðu með fríriffli. í loftskammbyssukeppninni hafði Carl sömu yfirburði og jafn- aði íslandsmet Björns Birgisson- ar, 561 stig. Björn varð annar með 538 stig og Ólafur V. Birgis- son þriðji með 515 stig. í staðlaðri skammbyssu voru Carl og Björn í fyrsta og öðm sæti. Carl fékk 547 stig og Bjöm 537 stig. Eiríkur Bjömsson varð þriðji með 521 stig. Skotfélag Reykjavíkur sigraði ömgglega í sveitakeppninni, hlaut 1.595 stig. Skotfélag Kópavogs varð í öðra sæti með 1.478 stig. Ekki var keppt í þríþraut þar sem ekki var næg þátttaka. ÍPRÚWR FOLK' m nrismm Arnarsson hefur verið ráðinn íþróttaþjálfari til Suðureyrar á vegum íþróttafélags- ins Stefiiis og Suðureyrarhrepps. ---------- Orn Kristinn er nýútskrifaður frá íþróttakennaraskó- lanum á_ Laugar- vatni. Örn mun fijálsar íþróttir og- Unnusta hans Jó- hanna Björk Guðjónsdóttir verð- ur með létta kvennaleikfimi og mættu um 20 í fyrsta tímann og fór hann fram undir bem lofti við Suðureyrarkirkju og þóttist takast vel til í alla staði. Frá Róbert Schmidt á Suöureyri. kenna sund, knattspymu. UKARÓLÍNA Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri knattspymudeildar KR, og er hún vafalaust fyrsta konan sem tekst slíkt starf á hendur hérlendis. Ka- rólína sagði í samtali við Morgun- blaðið að þetta væri mjög spenn- andi starf sem fyrir sig væri metn- aðarmál að komast í. Karólína tekur við starfinu af Bimi Bjömssyni en hún hefur starfað að knattspyrnumálum hjá bæði KR og KSÍ. GOLF Opna GR-mótið um helgina - Opna GR-mótið í golfi fer fram í Grafarholti um næstu helgi. Þetta er í 12. skiptið sem mótið og em þátttakendur liðlega 200. Fyrirkomulag mótsins er sem fyrr punktakeppni, Stableford, þar sem tveir leika saman og betri bolt- inn á hverri holu telur. Hámarks- gefin forgjöf er 18. Ræst verður út frá kl. 08.00 bæði laugardag og sunnudag. Ellefu ferðavinningar em í boði, auk fjölda nytsamlegra muna. Veitt verða verðlaun í allt að 20. sæti. Glæsilegur vinningur er fyrir þann sem nær því að fara holu í höggi á 17 braut, en þar er um að ræða SAA.B 900 i. GOLF Hannes efstur Fimm kylfingar hafa tryggt sér einkatíma hjá Jacobs Hannes Fannar varð efstur í flokki með forgjöf frá 24-36 í punktakeppninni sem fram hefur farið á golfvelli Laxalóns í Hvammsvík í Hvalfirði undanfarnar vikur. Fimm efstu kylfingarnir í hveijum flokki vinna sér rétt til að mæta í einkatíma hjá hinum þekkta golfkennara, Englendingnum John Jacobs. Hannes hlaut samtals 43 punkta. Síðan komu Morten Ottesen (40), Ásgeir Ingvason (37), Guðmundur K. Jónsson (36 og Árni Pétursson (36). Þessir fimm fá allir einkatíma hjá Jacobs 13. júlí. Keppni í flokki með forgjöf 0-12 og 12-24 hefur verið framlengd um eina viku og lýkur á þriðjudagskvöld. John Jacobs á og rekur golfskóla bæði í Bandaríkjunum og Evrópu og hefur oft verið nefndur „doktor golf“. Hann hefur m.a. þjálfað landslið Spánar, Englands, Skot- lands, Frakklands, V-Þýskalands, Svíþjóðar og Ítalíu. Jakobs kemur hingað til lands í boði Laxalóns og dvelur hér frá 8. til 16. júlí. Aðalástæða komu hans John Jacobs, einn frægasti go!f- kennari heims, kemur hingað til lands í næstu viku. hingað er laxveiði, en hann hefur einnig fallist á að leiðbeina íslensk- um kylfingum í tvö daga. Annan daginn verður um að ræða hóp- kennslu í Grafarholti, þar sem allir geta komið og hlustað á fyrirlestur hans og fylgst með sýnikennslu. Hinn daginn verður Jacobs síðan með einkakennslu fyrir 15 efstu kylfingana í punktakeppninni í Hvamsvik. GOLF / EVRÓPUMÓT LANDSLIÐA íslendingar í 11. sæti Islenska landsliðið í golfi er í 11. sæti af 20 þátttökuþjóðum eftir fyrri dag höggleiksins á Evr- ópumóti landsliða sem hófst í Wales í gær. Englendingar hafa forystu, léku á 396 höggum. írar eru í öðm sæti með 397 og Frakk- ar í þriðja með 399 högg. íslend- ingar léku á 418 höggum. Úlfar Jónsson lék best íslend- inganna, kom inn á 79 höggum sem var 10. besta skorið. Ragnar Ólafsson kom næstur með 83, Hannes Eyvindsson og Sigurður Sigurðsson léku á 85, Siguijón Amarsson á 86 og Guðmundur Siguijónsson á 88. Fimm bestu skorin te(ja. Veður var mjög slæmt til golf- iðkunnar í Wales í gær, rok og rigning og setti það mark sitt á skor keppenda. Spáð er betra veðri í dag, en þá ráðst úrslit i höggleiknum. Átta efstu þjóðirnar eftir höggleikinn i dag leika i A-riðli um.l. til 8. sætið í mótinu, næstu sjö þjóðir leika um 9. til 15. sæti og í C-riðli leika þær þjóðir sem verða 116-20. sæti. Röðin í gær var þannig: England (396), írland (397), Frakkland (399), Svíþjóð (402), Walcs (403), Spánn (412), Noregur (413), V-Þýska!and (415), Skot- land (416), Holland (417), ísland (418), ítalla (419), Danmörk (422), Sviss (424), Portúgal (431), Belgia (440), Finnland (440), Tókkóslóvakla (441), Grikkland (443) og Austurríki (443). ÍSLANDSMÓTIÐ HÖRPUDEILD FYLKISVÖLLUR FYLKIR - KA volvo I kvöld kl. 20.00 daihatsu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.