Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JUNI1989 ciccece SÍMI 11384 - SNORRABRAUT 37 Frumsýnir: UNDRASTEINNINN 2/ENDURKOMAN Aflfcur til framhaldsins Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Undrasteinninn 2: Endur- koman(„Cocoon: The Re- turn“). Sýnd í Bíóborginni. Leikstjóri: Daniel Petrie. Helstu hlutverk: Steve Guttenberg, Don Ameche, Hume Cronyn. Það virðist eins og allar myndir fái framhaldsmynd af sér þessa dagana svo það þarf engan að undra þótt Undrasteinninn fengi eina líka. Fyrri myndin gekk bærilega og Don Ameche fékk Óskarinn fyrir leik sinn. Framhaldsmyndir hafa orðið til af minna tilefni. En eins og oft vill verða trampar framhaldið , mis- kunnarlaust á frummyndinni þangað til minnsta ánægju- leg minning hverfur og í staðinn kemur óþægilegur tilbúningur sem betra hefði verið að sleppa og hefur raunar engan sýnilegan til- gang annan en að græða aðeins meira á sæmilegri hugmynd. Þú þarft að vita allt um fyrri myndina til að geta skilið eitthvað í þessari sem segir frá endurkomu gamal- mennanna sem fóru með vin- samlegu geimverunum til stjarnanna í 1. hluta. Það vekur enga athygli að liðið er allt í einu komið aftur eftir fimm ára fjarveru og lætur eins og 15 ára ungling- ar; kallarnir leika sér við bik- inistelpurnar á ströndinni, konurnar máta nýjustu fat- atískuna. Allir eru skælbros- andi og hlæja og dilla sér þar til mann sundlar en þess á milli hryllilega sorgmæddir og þungbúnir. Þannig geng- ur myndin upp og niður í hlátri og gráti í gleði og í sorg og óteljandi faðmlögum þar til kemur að Kveðjustund II að fiðlurnar komast í veru- legt stuð. Undrasteinninn fer létt með að vera þriggja klúta mynd. Leikaramir hafa sýnilega skemmt sér dægilega en væmnin og tilgerðin í lap- þunnu handritinu og óraun- veruleg og yfirborðsleg leik- gleðin í leikstjórninni og þrúgandi tilfinningasemin er slík að það snerti mann ekk- ert þótt heila liðið yrði undir geimfari. Eini kosturinn við mynd- ina er að sjá gömlu stjörn- urnar koma saman; Don Ameche, Hume Cronyn, eig- inkonu hans Jessica Tandy, Elaine Stritch og Jack Gil- ford. En Undrasteinninn ger- ir skammarlega lítið úr þeirra hæfileikum. Stykkishólmur; GIFTMAFÍUNNI „...fersk og ærslafull gamanmynd full af bráðfyndnum uppákomum frá upphafi til enda. Leikhópurinn er skotheldur, tónlist Burne hress- andi að vanda, leikstjórnin hug- myndarík og lauflétt." ★ ★★ SV.Mbl. MYND FYRIR PÁ SEM VILJA HRAÐA OG SKEMMTILEGA AT- BURÐARÁS. *** CHICAGO TRIBUNE. *** CHICAGO SUN TIMES. Sýnd kl. 7,9 og 11. Veröld efiiir til ljós- myndasamkeppni Ferðamiðstöðin Veröld efiiir til samkeppni um „Sumarmyndina 1990“ meðal Veraldarfarþega í ferðum til Benidorm og Costa del Sol. Skilyrði er að myndin tengist sumar- leyfinu með einhverju móti. I fréttatilkynningu Ver- aldar segir, að ferðaverðlaun að vermæti rúmlega 100 þúsund séu í boði fyrir þá, sem taka bestu myndirnar að mati dómnefndar. Morgunblaðið/Silli Ungir sem aldnir tilbúnir að vígja laugina. Ný sundlaug í Reykiahverfí Hi'iRavík. Húsavík. NÝJA sundlaug vígðu Reykhverfíngar hinn 17. júní í sambandi við hátí- ðahöld, sem þeir nú höfðu í fyrsta skipti þennan dag heima í sveit sinni. Hátiðahöldin hófiist með ávarpi oddvitans, Þorgríms Sigurðssonar, Skógum, en hátíðaræðuna flutti Óskar Sigtryggsson, bóndi, Reykjahóli, og ung- menni skemmtu með leik- þætti og keppni í sund- lauginni. Laugin er sambyggð fé- lagsheimilinu Heiðarbæ, með rúmgóðum búningsklefum og öðru, sem slíku mannvirki tilheyrir. Mannvirkið hefur verið alllengi í byggingu, því forð- ast hefur verið að á því hvíldu miklar skuldir, þá það yrði tekið til afnota. Mikiil áhugi hefur verið fyrir þessari byggingu í sveitinni og hefur mikil sjálf- boðaliðsvinna við hana verið af hendi leyst og þá sérstak- lega við lokaáfangann. Þorgrímur oddviti færði hjónunum að Rein, Aðal- björgu Gunnlaugsdóttur og Stefáni Óskarssyni, sérstak- ar þakkir fyrir þeirra áhuga og framlag til byggingarinn- ar. Að þessari framkvæmd standa sameiginlega ung- mennafélagið, kvenfélagið og sveitarfélagið, sem telur aðeins 115 íbúa, svo sjá má að þetta er ekki lítið átak fyrir svo fámennt sveitarfé- lag. Að vígsluhátíð lokinni var öllum viðstöddum boðið til kaffidrykkju. - Fréttaritari Gömul hús fiarlægð Stykkishólmi. UM ÞESSAR mundir er gert verulegt átak í Stykkishólmi til að fegra og hreinsa lóðir og svæði í bænum. Við höíhina er verið að íjarlægja léleg og gömul hús og var jarðýta að bijóta niður tvö hús á sjávarbakkanum þegar fréttaritara bar þar að. Síðan var brakinu skóflað upp á vörubifreið sem flutti það út fyrir bæinn til brennslu uppi á öskuhaugum. Þessi hús sem nú hverfa eru sér eftir 30-40 ára þjónustu. Um gamalt slátur- og geymsluhús og svo „Tehúsið" sem var hér í notk- un um skeið, byggt upp af léttum viði sem var farinn að ganga úr skeið var þama bækistöð raf- virkja og hét þá Rafhúsið. Það breytist mikið með þessu við höfnina og sérstaklega eins og einn vegfarandi orðaði það: „Þama fær maður gott útsýni frá Aðalgötunni yfir höfnina og sjóinn og fram í eyjar.“ Það er alltaf verið að breyta, en ekki breyting- anna vegna en ef breytt er til batnaðar sér maður ekki eftir því sem fer. En er ekki allt breyting- um undirorpið? - Arni Morgunblaðið/Ámi Helgason Gömul hús sem stóðu á hafharbakkanum fjarlægð í Stykkishólmi. SÍMI 18936 LAUGAVEGI 94 STJÚPA MÍIM GEIMVERAN „Efþú tckurhana ekki ofalvarlega ættirðu aðgeta skcmmtþér dægilega á þessari fuðrulegu, hugmyndaríku og oft sprenghlægilegu gamanmynd. .."*** AI. Mbl. HVAÐ ER TIL RÁÐA ÞEGAR STJÚPA MANNS ER GEIMVERA? KIM BASINGER (Nadine, Blind Date) og DAN AYKROYD (Ghostbusters, Trading Plaees) í glænýrri, óviðjafnanlegri og sjúklega fyndinni dellumynd. Leikstj.: RICHARD BENJAMIN. Sýndkl.5,7,9og11. ★ ★★ SV.MBL. Frábær íslensk kvikmynd með Sigurði Sigurjónssyni o.fl Sýnd kl. 7. HARRY...HVAÐ? They're her family... Whether she likes it or not. 5, 9og 11. R MUNA EFTIR HINNI FRÁBÆRU ÚRVALS- D „COCOON" SEM SÝND VAR FYRIR KRU. NÚNA ER FRAMHALDIÐ KOMIÐ „COCOON-THE RETURN". LEIKARARNIR DON AMECHE, STEVE GUTT- ;rg og wilford brimley eru komnir AFTUR í ÞESSU STÓRGÓÐA FRAMHALDI. ÍÁÐU „COCOON - THE RETURN"! utverk: Don Ameche, Steve Guttenberg, Wilford imley, Barret Oliver. Leikstj.: Daniel Petrie. Framl.: R. Zanuck/D. Brown (Jaws 1 &. 2). Sýnd kl. 5,7.05,9.05 og 11.15. BIG BLUE" ER EIN AF AÐSÓKNARMESTU MYNDUNUM 1 EVRÓPU OG í FRAKKLANDI SLÓ HÚN ÖLL MET. Sýnd kl. 5,7.05,9.10 og 11.15. REGNMAÐURINN HÆTTULEG SAMBÖND ★ ★★★ AI.MBL Sýnd kl. 5 og 7.30. Bönnuð innan 14 ára. ★ ★★★ SV.MBL. Sýnd kl. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.