Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 21
•MORGUNBLAÐIÐ: FlMMTUt>AGUR 29-.'4ÚNLjt98? Yfírverkstjóri Hagvirkis við Blönduvirkjun: Hættuástand hefði getað skapast við vatnavexti í bréfinu til fjármálaráðherra sagðist forstjóri Landsvirkjunar telja, að stöðvun vinnuvéla við Blönduvirkjun biyti í bága við lög- mæta hagsmuni Landsvirkjunar. Röskun á framkvæmdum væri til þess fallin að valda beinni hættu við Blöndu vegna bráðabirgðastíflu sem búið væri að gera og þyrfti að vakta og Landsvirkjun yrði fyrir meiriháttar tjóni vegna tafa á fram- kvæmdum. Rennsli Blöndu nú í lágmarki vegna kulda á hálendinu „EF TÆKIN væru innsigluð gæti vissulega skapast hér hættuástand við bráðabirgðastífluna. Það eru afkastamestu tækin sem vinna við hana og ef mikið hækkar í ánni, sem gæti hæglega orðið ef hlýnar snögglega, þá eru þessi mannvirki í hættu,“ sagði Árni Baldursson yfirverkstjóri Hagvirkis við gerð Blöndu- og Kolkustíflu í samtali við Morgunblaðið. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar hafði lýst því yfir í bréfi til fjármálaráðherra og Hagvirkis að mjög alvar- legt væri fyrir Landsvirkjun ef starfsemi fyrirtækisins yrði stöðvuð og röskun á framkvæmdum við Blöndu væri til þess fallin að valda beinni hættu vegna bráðabirgðastíflu sem þyrfti að vakta og tjóni vegna tafa við framkvæmdirnar. Á framkvæmdasvæðinu við Blöndustíflu var vinna í fullum gangi þegar Morgunblaðsmenn komu þangað á þriðjudag og 45 manns komnir til starfa. Aðrir 40 munu síðar bætast við, þannig að um 80 manns munu starfa hjá Hagvirki við stíflugerðina í sumar, þar af um helmingur úr héraði. Vinna hófst við stíflugerðina í byij- un maí og fór seinna af stað en ráðgert hafði verið, vegna snjóa og kulda. Árni Baldursson segir að tækin í eigu Hagvirkis, sem hefðu verið innsigluð, væru fimm stórir gijót- flutningatrukkar og stærsta hjóla- skóflan á svæðinu. Þessi tæki eru notuð við að flytja efni í stífluna á Blöndu. Hann segir að hættan, sem staf- aði af stöðvun þessara tækja, liggi í því, að þegar hlýnar aftur á há- lendinu, vex í ánni og þá brýst hún út úr þeim farvegi sem hún fellur nú í og getur rutt frá sér jarðvegsst- íflu, sem beinir henni nú um loku- virki, sem reist var í fyrra. Litið er nú í ánni, rennslið um 40 rúm- metrar á sekúndu, en fyrir um tveimur vikum komst rennslið í um 500 rúmmetra. „Hér fyrir ofan er allt fullt af snjó alla leið að Hveravöllum,“ sagði Árni. „Þegar hlýnar þá vex í ánni og ef hlýindin koma skart, þá má ekkert út af bera.“ Árni Baldursson er jafnframt formaður Starfsmannafélags Hag- virkis og sagði hann engan vafa leika á því, að aðgerðir félagsins hefðu haft sín áhrif til að forða Hagvirki frá stöðvun. „Við vorum að skipuleggja þetta í gærkvöldi, ég var allt kvöldið í símanum. Svo þegar við fréttum það í morgun að ríkisstjórnarfundi var frest-að, þá ákváðum við að stilla fólkinu í stað- inn upp fyrir framan ráðherrabú- staðinn þar sem ráðherrarnir ræddu við finnska forsætisráðherrann. Það var örugglega miklu sterkari að- gerð heldur en að standa framan við stjórnarráðið," sagði Ámi Bald- ursson. Verkefni Hagvirkis við Blöndu er gerð aðalstíflu Blönduvirkjunar við Refstjamarbungu auk annarra stlflna. Þessu verki á að ljúka að mestu fyrir árslok 1990, að fullu 1991, og heildarverkalaun vom 885 milljónir króna á verðlagi í desem- ber 1988. Morgunblaðið/RAX Efst á myndinni trónir turninn, sem verður í Blöndustíflu miðri, í honum eru lokur til að hleypa úr lóninu sem verður ofan stíflunnar. Nú rennur Blanda um lokuvirkið og í stokknum á myndinni. Rennsl- ið er nú í lágmarki, 40 rúmmetrar á sekúndu og er líklegt til að vaxa í hlýindum. Skurðurinn og lokurnar geta tekið við 180 rúmmetra rennsli. Vinstra megin við turninn má sjá í jarðvegshauga, sem mynda bráðabirgðastífluna. Lítið eitt neðan við lokuvirkið er gijótnámið, þar sem efni í Blöndustíflu er tekið. I flóðunum fyrir tveim- ur vikum fór þetta vinnusvæði á kaf, þá var vatnsborð Blöndu þarna um tveimur metrum hærra en nú. Á myndinni sjást grjótflutningabí Reykj avíkurborg: Hugmyndasamkeppni um skipu- lag byggðar á Geldinganesi Hugmyndasamkeppni um skipulag á Geldinganesi verður kynnt formlega á næstu dögum og auglýst eftir tillögum. Um er að ræða 220 hektara svæði þar sem gert er ráð fyrir íbúðabyggð auk at- vinnu- og þjónustuaðstöðu. Svæðið er svipað að stærð og lögun og gamli bærinn innan Hringbrautar og Snorrabrautar. Borgarráð samþykkti í fyrra til- lögu skipulagsnefndar Reykjavíkur- borgar um að efna til hugmynda- samkeppninnar. Fimm manna dóm- nefnd sem skipuð var á síðasta ári hefur að undanförnu unnið að und- irbúningi samkeppninnar. Öllum er frjálst að taka þátt, en Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðumaður borgarskipulags, kveðst þó gera ráð fyrir að vegna umfangs verkefnis- ins komi tillögur aðallega frá arki- tektum. Þorvaldur segir að ekki verði leit- að eftir fullunnum tillögum til að byggja eftir, miklu frekar nýjum hugmyndum um skipulag. Til greina gæti komið að nýta hluta af tillögum eða fleiri en eina. Dæmt verði í samkeppninni í byijun næsta árs og í framhaldi af því tekin ákvörðun um hvemig tillögurnar verði notaðar. I dómnefnd sitja arkitektarnir Guðlaugur Gauti Jónsson, Finnur Björgvinsson og Ingimundur Sveinsson, en auk þeirra Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ingibjörg Sólrún Gísládóttir. Dómnefndinni til ráðu- neytis em Þorvaldur S. Þorvaldsson og Þórður Þ. Þorbjarnarson, borg- arverkfræðingur. Steinakrýl Fyrir þá sem vilja mála sjaldan en gera það vel Þú vandar til verksins, þegar þú málar húsið með Steinakrýli frá Málningu hf. Stein- akrýl veitir stcininum ágæta vatns- vöm og möguleika á að að „anda“ betur en hefðbundin plastmálning. Viðloðun Steinakrýls er gulltrygg og því getur þú einnig notað það senr grunn undir Kópal-Steintex. Þú gctur málað mcð þessari úrvalsmálningu við lágt hitastig, jafnvel í frosti. Hún þolir vætu eftir um eina klst., hylur fullkomlega í tveimur umferðum, veðr- unarþol er frábært og litaval gott. Næst þegar þú sérð fallcga málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er mmálninghlf - það segir sig sjdlft -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.