Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989 Bílaverkstæði Badda: Síðasta sýning' á Akranesi LEIKFÖR Þjóðleikhússins með leikrit Ólafs Hauks Símonarson- ar, Bílaverkstæði Badda, lýkur á Akranesi í dag fimmtudag. Þar verður 118. sýning á verkinu í Bíóhöllinni og hefst hún klukkan 21. Þessi sýning bættist við upp- haflega áætlun vegna beiðni Skagamanna. Jass í Djúpinu JASS verður í Djúpinu í kvöid, fimmtudagskvöld og hefst klukkan 21.30. Fram koma; Friðrik Karlsson, gítar, Reynir Sigurðsson, víbra- fónn, Richard Kom, kontrabassi og Maarten van der Valk, trommur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Garðabær: Garðar Jökuls- son sýnir í Kirkjuhvoli GARÐAR Jökuisson opnar mál- verkasýningu í Kirkjuhvoli, Garðabæ, laugardaginn 1. júlí klukkan 20. Garðar sýnir um 90 landslags- myndir að þessu sinni, vatnslita- myndir og olíumálverk. Þetta er fjórða einkasýning hans og stendur til 10. júlí. Opið er virka daga klukkan 18-22 en klukkan 14-22 um helgar. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. (Fréttatilkynning) Helgina 30. júní til 2. júlí verður hin árlega flölskylduhátíð haldin að Staðarfelli i Dölum. Staðarfells- hátíð 89 HIN árlega ijölskylduliátíð verð- ur haldin helgina 30. júní til 2. júlí að Staðarfelli í Dölum. Fjölbreytt dagskrá verður alla helgina, m.a. dansleikur með hljómsveit Rúnars Júlíussonar, bamaleikir og barnaball, blústón- leikar, íþróttakeppni, varðeldur og margt fleira. Styrktarfélag Staðarfells heldur þessa hátíð, en félagið hefur nú starfað í 5 ár og hefur það mark- mið að styrkja starfsemi meðferð- arheimilisins að Staðarfelli ásamt því að viðhalda og efla tengsl fé- lagsmanna. Ragnheiðar- staðahátíð Ragnheiðarstaðahátíð hesta- mannafélagsins Fáks verður laugardaginn 1. júlí. Félagið keypti Ragnheiðarstaði fyrir 10 ámm og verður því þessi hátíð nú 10. árið í röð. Hópferð verður farin á hestum frá Efri-Fáki föstudaginn 30. júní klukkan 14. Slegið verður upp grilli og haldin hófleg átveisla, ásamt ýmsum skemmtiatriðum og að sjálfsögðu verður haldinn dansleikur á laugar- dagskvöldið. (Fréttatilkynning;) Upplyfting í Glæsibæ Hljómsveitin Upplyfting verð- ur í Danshúsinu Glæsibæ helgina 30. júní og 1. júlí. Hljómsveitina skipa Kristján Snorrason sem leikur á hljómborð og harmoniku, Már Elíasson sem leikur á trommur og síðast en ekki síst Sigurður Dagbjartsson, sem leikur á gítar og hljómborð. (Fréttatilkynning) Myndlistarsýn- ing í Hveragerði í EDEN í Hveragerði stendur nú yfir myndlistarsýning Guð- mundar Sigurðssonar skóla- sljóra í Borgamesi. Þetta er 6. einkasýning Guð- mundar, auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Myndirnar em aðallega olíu- og krítarmyndir gerðar á síðustu árum. Sýningunni lýkur 10. júlí en verður síðan opnuð aftur á Höfn í Hornafirði 14. júlí. - TKÞ Morgunblaðið/Theódór Kr. Þórðarson. Guðmundur Sigurðsson skóla- sljóri og listamaður í Borgarnesi Bókakynning hjá Bókrúnu Bókaútgáfan Bókrún efiidi nýlega til menningardaga í Listasalnum Nýhöfii í Reykjavík og var þar lesið upp úr nýút- komnum Ijóðabókum Bókrúnar, flutt tónlist og bækur kynntar. Bókrún gaf út þijár ljóðabækur í tilefni 5 ára afmælis síns rúnar,. Þær em Bar ég orð saman eftir Oddnýju Kristjánsdóttur í Feijunesi í Flóa og Stjömurnar í hendi Maríu eftir Ragnhildi Ófeigsdóttur og Elegy to my son, sem er ensk þýð- ing Karls Guðmundssonar og Ragnhildar Ófeigsdóttur á bókinni Utan vegar eftir Steinunni Eyjólfs- dóttur. Reynir Sigurðsson, Friðrik Karlsson, Richard Korn og Maarten van der Valk. Morgunblaðið/Einar Falur Karl Gúðmundsson les ljóð úr Elegy to my son, sem er þýðing hans og Ragnhildar Ófeigsdóttur á Íjóðabók Steinunnar Eyjólfs- dóttur, Bókin utan vegar. -í . r Fiskverð á uppboðsmörkuðum 28. júní. FISKMARKAÐUR hf í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 59,50 52,00 57,28 34,887 1.998.396 Ýsa 77,00 45,00 71,89 27,546 1.980.336 Karfi 31,00 26,00 27,76 12,266 340.491 Ufsi 29,00 20,00 27,29 71,632 1.954.561 Steinbítur 44,00 41,00 43,15 5,152 222.307 Langa 20,00 20,00 20,00 0,506 10.123 Lúða 310,00 105,00 200,59 0,454 91.047 Skata 60,00 60,00 60,00 0,037 2.208 Skötuselur 120,00 110,00 116,14 1,027 119.265 Skötuselssk. 290,00 290,00 290,00 0,060 17.400 Samtals 43,86 153,566 6.736.134 Selt var úr Hoffelli SU og bátum. í dag verða meðal annars seld 40 tonn af þorski, 5 tonn af ýsu, 50 tonn af karfa, 100 tonn af ufsa og óákveðið magn af fleiri tegundum úr Stapavík Sl, Gjafari VE og fleirum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 59,50 31,00 57,38 16,680 957.168 Þorskur(smár) 31,00 31,00 31,00 0,113 3.503 Ýsa 82,00 42,00 77,29 4,944 382.135 Karfi 32,00 28,00 29,31 36,628 1.079.567 Ufsi 29,00 14,00 25,73 7,175 184.612 Hlýri+steinb. 29,00 15,00 25,51 1,994 50.874 Langa 24,00 20,00 22,72 0,338 7.680 Blálanga 15,00 15,00 15,00 2,597 38.955 Lúða 165,00 125,00 149,19 0,994 148.295 Grálúða 50,50 30,00 47,75 66,680 3.183.943 Sólkoli 49,00 44,00 48,60 0,338 16.427 Skarkoli 55,00 8,00 51,72 1,260 65.161 Rauðmagi 40,00 21,00 28,11 0,283 7.955 Samtals 43,68 140,416 6.133.270 Selt var úr Sigurey BA og bátum í dag verða m.a. seld 20 tonn af þorski, 30 tonn af ýsu, 30 tonn af karfa og 60 tonn af ufsa úr Haraldi Böðvarssyni AK, Ásbirni RE, Jóni Vídalin ÁR og bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 59,50 51,50 55,92 17,933 1.002.846 Ýsa 82,00 10,00 49,26 16,793 827.276 Karfi 32,50 20,00 26,28 9,326 245.129 Ufsi 32,50 15,00 24,75 13,573 335.913 Steinbítur 34,00 31,50 33,43 ,0,944 31.557 Hlýri+steinb. 30,50 21,00 29,42 0,836 24.596 Langa 31,50 29,50 30,89 1,686 52.088 Lúða 195,00 35,00 150,02 0,464 69.533 Sólkoli 46,00 35,00 38,19 0,455 17.377 Keila 18,50 12,00 16,44 0,498 8.186 Skötuselur 300,00 96,00 250,59 0,128 32.076 Öfugkjafta 25,50 25,50 25,50 0,747 19.049 Samtals 42,05 63,562 2.672.807 Selt var úr Búrfelli KE, Hrafni Sveinbjarnarsyni GK og færabát- um. i dag verður m.a. selt óákveöið magn af færafiski og ýsu, karfa, ufsa og fleiri tegundum úr Hrafni Sveinbjarnarsyni GK. Kannt þú nýja símanúmerid? ^3x67 Steindór Sendibílar á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.