Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989 33 Margrét Ö. Sigurðar dóttir, Miðfelli Kveðja frá Noregi Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson). Núna er amma í Miðfelli loksins búin að fá hvíldina sem hún hafði þráð svo lengi. Það mun verða tóm- legt án ömmu. Það var einn liður í því að koma austur að fara upp í hús til ömmu í heimsókn. Okkur skorti aldrei umræðuefni og vildu því heimsóknir mínar oft dragast á langinn. Margar gleðistundir er amma búin að gefa mér í gegnum lífsleiðina, og margt hefur hún kennt mér sem ég mun ætíð búa að. Það er efitt að vera langt í burtu frá fjölskyldunni núna og geta ekki fylgt ömmu síðasta spöl- inn. En ég hef allar góðu minning- arnar og þær gefa mér styrk á þessari stundu. Fyrir sex árum, þegar ég eignað- ist Birgi, eldra bamið mitt, fékk ég sérstaka viðurkenningu frá ömmu vegna þess að hann var 40. afkomandinn hennar. Sú gjöf mun ætíð vera mér mikils virði, því amma var svo stolt af afkomendum sínum. Amma sat aldrei aðgerðalaus og er mikið til af allskyns handavinnu og föndri eftir hana. Við afkomend- umir fengum því oft að njóta þessa dugnaðar hennar og eigum útsaum- aðar myndir og margt fleira sem hún hefur gefið frá sér. Það veitti mér sérstaka gleði að hún skyldi geta verið viðstödd brúð- kaup okkar Steinars í fyrrasumar. Við vomm svo oft búnar að gant- ast með það hvernig ég ætti að fá hann til að bíta á krókinn. Þetta var líka í síðasta skipti sem hún var með allri fjölskyldunni í Mið- felli 5, þar sem við voram öll heima í fyrrasumar. Við vonuðúmst öll til þess að hún gæti einnig verið með okkur í sumar, þegar Hrefna og Þröstur gifta sig. Amma trúði á líf eftir dauðann og við getum því haft það í huga að hún sé samt sem áður nálægt okkur þó að við sjáum hana ekki. Hún trúði því að afi myndi taka á móti henni á hvítum hesti þegar þessu jarðlífi væri lokið og vona ég að sú ósk hennar hafi ræst. Ég og fjölskylda mín eigum ömmu mikið að þakka, allar góðu stundirnar, öll skemmtilegu bréfín sem veittu okkur svo mikla gleði og aliar fallegu gjafirnar sem hún hefur fært okkur hjónunum og litlu bömunum okkar. Amma v'ar sérlega bamgóð og því var það mér mikil huggun í sorg minni þegar ég tilkynnti Birgi litla að nú væri langamma í sveit- inni dáin, að hann sagði: „Mamma, það er leiðinlegt að við hittum ekki langömmu í sumar þegar við kom- um til íslands, en við vitum að henni þótti svo vænt um okkur.“ Ég sendi innilegar samúðar- kveðjur til allra heinja, og kveð elskulega ömmu mína. Hafdís og íjölskylda, Sandeflord. + SIGRÚN SIGFINNSDÓTTIR, Norðurbrún 1, lést aðfaranótt 28. júní í Landspítalanum. Fyrir hönd systra hinnar látnu og annarra vandamanna, Laila Michaelsdóttir. K t Moðir min, SOFFÍA E. INGÓLFSDÓTTIR, Hringbraut 65, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítala aðfaranótt þriðjudagsins 27. júnf. Fyrir mína hönda og annarra vandamanna, Sigvaldi Friðgeirsson. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA Ó. GUÐMUNDSDÓTTIR, Skipholti 28, Reykjavík, andaðist á Spáni 17. júní. Útförin ferfram fré Fossvogskirkju föstudaginn 30. júní kl. 15.00. Sigurður G. Jónsson, Dfana Garðarsdóttir, Þórir Ágúst Jónsson, Margrét Jónsdóttir, Friðjón Alfreðsson og barnabörn. TILKYNNINGAR FJÖLBRAUTASKÚUNN BRE1ÐH0UI Frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti Útskrift stúdenta verður laugardaginn 1. júlí nk. kl. 11.00 í Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88, Reykjavík. Skólameistari. Verslunarhúsnæði við Laugaveg Til leigu 40 fm verslunarhúsnæði á götuhæð við Laugaveg 178. Upplýsingar á Rakarastofunni, Laugavegi 178, (ekki í síma). Iðnskolinn í Reykjavík Orðsending til nemenda Þeim nemendum sem hyggja stunda nám é haustönn 1989 er bent á að staðfestingar- gjöld þurfa að hafa borist skólanum í síðasta lagi 4. júlí. Eftir þann tíma verður tekið inn af biðlistum. iðnskóiinn í Reykjavík. Húsmæðraorlof í Gull- bringu- og Kjósarsýlsu verður dagana 10.-17. júlí í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Þær konur, er ætla sér að sækja um pláss og ekki hafa þegar gert það, hafi samband sem fyrst við orlofsnefnd- arkonu í heimabyggð. Upplýsingar um Orlofsheimilið í Gufudal, sem leigt er út viku í senn fyrir fjölskyldur, gefur Guðrún Árnadóttir í síma 92-12393. Nefndin. SJÁLFSTÆDISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Sjálfstæðisfólk í Norður- landskjördæmi eystra í tilefni 60 ára afmœlis Sjálfstæðisflokksins verður kjördæmishátíð í Ólafsfirði laugardaginn 1. júli. Hátiðin hefst með gróöursetningu trjáplantna kl. 14.00-17.00. Um kvöldiö verður útigrill og kvöldvaka, spilað, sungið og dansað. Barnagæsla verður á staðnum. Einnig góð tjaldsvæöi, svefnpokapláss og hótel. Upplögð fjölskylduhátíð um leið og við styðjum Ólafsfirðinga í gróðursetningarátaki eftir ham- farirnar í fyrra. Kjördæmisráð og sjálfstæðisfélögin i Ólafsfirði. ísf irðingar og nágrannar Eru kosningar nauðsyn? Býður Sjálfstæðisfiokkurinn betri valkost? Þorsteinn Pálsson, alþingismaður, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, er ræðumaður á almennum stjórnmálafundi á Hótel ísafirði fimmtudaginn 29. juni nk. kl. 20.30. Umræðuefnið er: Eru kosningar nauðsyn? Hvaða valkost hefur Sjálfstæðisflokkurinn upp á að bjóða? Allir velkomnir. L Sjálfstæðisfélag Isafjarðar. National ofnaviðgerðir og þjónusta. National gaseldavélar með grilli fyrirliggjandi. RAFBORG SF., Rauðarárstíg 1, s. 622130. WélAGSLÍF Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 20.30: Almenn sam- koma. Ofursti/lautinant Guð- finna Jóhannesdóttir talar. Allir velkomnir. Skipholti 50b, 2. hæð Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR117N og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins: Laugardagur 1. júlí kl. 10.00 - Gengið yfir Esju. Gengið upp fjallið að sunnan og komið niður í Kjósinni. Verð kr. 1.000,-. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. Sunnudagur 2. júlí kl. 13.00 - Selatangar/fjölskylduferð. Þessi ferð er sérstaklega skipu- lögð fyrir fjölskyldufólk með börn. Ekið verður um Grindavík áleiðis að Selatöngum, sem er gömul verstöð miðja vegu milli Grindavikur og Krýsuvikur. Margt forvitnilegt er þar að sjá, s.s. verbúðarústir, tófugildrur o.fl. Fararstjóri: Höskuldur Jónsson. Verð kr. 1.000,-. Kl. 08. Þórsmörk - dagsferð. Sumarleyfi í Þórsmörk er ódýrt og eftirminnilegt. Afsláttur ef gist er fleiri nætur en þrjár. Miðvikudagur 5. júlí: Kl. 08 Þórsmörk - dagsferð. Kl. 20.00 Gélgahraun - kvöldferð. Létt rölt um Gálgahraun á Álfta- nesi. Verð kr. 400,-. Brottför i ferðirnar er frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin. Far- miðar við bil. Fritt fyrir börn. Ferðafólag íslands. iöij Útivist Hekluferð, sem álætluð var laugard. 1. júlí, er frestað til 15. júli. Á sunnudag 2. júlí kl. 8 er dags- ferð í Þórsmörk. Kl. 13 er 15. ferð i landnámsgöngunni: Hestagjá - Heiöarbær. Sumarleyfisferðir Útivistar: 1. 5.-11. júlí Hornstrandir - Hornvík. Brottför miðvikudags- kvöld og heimkoma þriðjudags- morgun. Siglt í Hornvik á fimmtudagsmorgni og dvalið til mánudags. Fjölbreyttar göngu- ferðir um þessa paradís á norð- urhjara. Nú eru fuglabjörgin ið- andi af fulgalifi. Tjöld. 2. 6.-14. júlí Hesteyri - Aðalvfk - Hornvík. Gönguferð. 3. 5.-11. júlí Hoffellsdalur - Goðaborg. 4. 13.-16. júlí Sprengisandur - Drangey - Kjölur. Gist i húsum. Uppl. og farm. á skrifst., Gróf- inni 1, simar: 14606 og 23732. Tilboðsverð á sumardvöl f Bós- um, Þórsmörk. Sjáumstl Útivist, ferðafélag. M Útivist Símar: 14606 og 23732 Helgarferðir 30. júní-2. júlí 1) Þórsmörk - Goðaland. Skipulagðar gönguferðir við allra hæfi. Góð gisting í Útivistarskál- unum Básum. Nú er Mörkin komin í sannkallaðan sumar- skrúða. 2) Eiríksjökull - Surtshellir. Missið ekki af þessari síðustu jökulgöngu ársins. Tjaldað i Torfabæli. 3) Hellaskoðunarferð - Húsa- fell. Tjaldað i Húsafelli. Stærstu hraunhellar landsins, Surtshellir og Stefánshellir, skoðaðir. Þrjár spennandi helgarferðir. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. í kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þribúðum, Hverfisgötu 42. Mikill söngur. Vitnisburðir. Sam- hjálparkórinn tekur lagið. Ræðu- maður er Kristinn Ólafsson. Allir velkomnir. Munið opið hús á laugardag. Samhjálp. FERÐAFELAG'* ’ ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 oq 19533. Helgarferðir Ferðafélagsins: 30. júnf-2. júlf: Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Nú er rétti tíminn til þess að njóta sumarleyfisins i Þórsmörk. Af- sláttur ef gist er lengur en þrjár nætur. Kannið verð og tilhögun. Fararstjóri: Leifur Þorsteinsson. 30. júní-2. júlí: Dalir - gengin gömul þjóðleið frá Hvammi í Fagradal. Gist i svefnplássi á Laugum, Sælingsdal. Farar- stjóri: Einar Gunnar Pétursson. 30. júni-2. júlí: Öræfajökull. Gist í tjöldum viö þjónustumið- stöðina i Skaftafelli. Brottför föstudag kl. 08.00. Fararstjórar: Magnús Guðlaugsson og Sigur- jón Hjartarson. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.