Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JUNI 1989 23 Skóla- hald í stríðs- hrjáðri borg Skólahald í Beirut í Líbanon liggur að mestu leyti niðri vegna hinna geysi- hörðu átaka, sem staðið hafa svo til linnulaust í borginni undanfarna tvo til þijá mánuði. Einstöku skóli hefur þó haldið starfseminni gang- andi, eins og sjá má á þessari mynd, sem tekin var fyrir skömmu í múha- meðska hlutanum í Vestur-Beirut. Meirihluti írskra þingmanna snýst gegn Charles Haughey Dublin. Reuter. NÝKJÖRIÐ þing írlands kom saman í fyrsta sinn í gær. Allt benti til þess að Charles Haughey, leiðtogi Fianna Fail flokksins, yrði ekki endurkjörinn forsætisráðherra landsins. Enginn stjórnarandstöðuflokk- anna ætlar að styðja Haughéy til embættis forsætisráðherra. Flokk- ur hans fékk 77 þingmenn kjörna en alls sitja 165 menn á írska þing- inu. Haughey vantar því sex þing- sæti til þess að hafa meirihluta á þingi. Annar stærsti flokkur þingsins er Fine Gael sem hefur 55 þingsæti. Þeir neita að styðja stjórn Haugheys nema á jafnréttisgrund- velli. Þeir vilja fá jafn marga ráð- herra og Fianna Fail og skiptast á um forsætisráðherraembættið. Það getur Haughey ekki sætt sig við. Vinstri flokkarnir hafa hafnað hvers konar stjómarsam- starfi en sameiginlega hafa þeir 22 þingmenn. Framfarasinnaðir demókratar, sem hafa sex þingsæti, ákváðu á þriðjudag að greiða atkvæði gegn Haughey þegar kjósa ætti nýjan forsætisráðherra á írska þinginu. Leiðtogi þeirra, Desmond O’Malley er höfuðandstæðingur Haughey, en flokkurinn varð til með klofningi úr Fianna Fail fyrir þremur ámm, eftir að þeir deildu harkalega. írska þingið virðist því ekki geta komið sér saman um forsæt- isráðherra, en slíkt hefur ekki áður gerst í 68 ára sögu lýðveldisins. Nýjar kosningar gætu leyst þennan vanda en flestir stjórn- málamenn vilja ekki heyja aðra kosningabaráttu í sumar. Því er búist við að næstu viku verði langar og strangar samn- ingaviðræður á bak við tjöldin til að leysa þessa stjórnarkreppu. ERLENT Á qrillið, - Túböð 599.- kg ' í3KM)PS» AWskonar skór. Útbúnaðunnnusar Tjalddýnor, kæ'ibox OO sahdleMöngunum börnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.