Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 144. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Breta boð- ið í Mir- geimstöðina BRESKA dagblaðið Daily Tel- egraph skýrir frá því í dag að Sovétmenn ætli að bjóða bresk- um geimfara um borð í Mir-geim- stöðina sovésku árið 1991. Blaðið segir að geimfarinn verði að vera vinveittur Sovétríkjunum en ekki endilega kommúnisti. Hann verði einnig að vera vel á sig kom- inn líkamlega og þurfi að búa sig undir erfiða þjálfun. Mir-geimstöðin er mun minni en Alþjóðageimstöðin, sem Bandaríkjamenn, Evrópumenn og Kanadamenn hyggjast koma fyrir í geimnum um miðjan næsta áratug. Morgunblaðið/RAX Sumarblíða íBláa lóninu Ítalía: Ræningiá hjólastól Róm. Daily Telegraph. FÓTBROTINN maður, sem lagður var inn á sjúkrahús í Napólí á Ítalíu, laumaðist á hveijum degi út á stolnum hjólastól og rændi fólk á göt- um borgarinnar. Hann braust einnig inn í bifreiðar til að stela hljómtækjum og öðrum verðmætum. Var hann dæmd- ur í sex mánaða fangelsisvist. Fram kom við réttarhöldin yfir manninum að hann hefði einkum ráðist aftan að fólki við strætisvagnabiðskýli. „Hanp komst upp með þetta mánuðum saman vegna þess að enginn hélt að fatlaður maður á hjóla- stól gæti rænt fólk,“ sagði lög- reglumaður, sem handtók mann- inn. Maðurinn fór á hveijum degi eftir morgunverð niður í mið- borgina í hjólastól, sem hann stal á sjúkrahúsinu. Hann var ekki handtekinn fyrr en lögregl- an stóð hann að því að bijóta framrúðu bifreiðar. I fórum hans fannst ljöldi veskja, armbands- úra og annarra verðmæta. Opinber persónudýrk- un á Deng hafín í Kína Políinn- Rmitor Peking. Reuter. KÍNVERSK sljórnvöld efla enn áróðursherferð sína til réttlæting- ar fjöldamorðunum á Torgi hins himneska friðar í byijun mánaðar- ins. Athygli vekur að hafín er persónudýrkun á Deng Xiaoping, en fram að þessu hefúr persónu- dýrkun verið litin hornauga i Kína — allt frá því að Maó Zedong var tekinn úr guðatölu. Þrátt fyrir að þrjár vikur séu liðnar frá fjölda- er friður enn ekki í Peking. Að minnsta morðunum kominn á kosti tveir hermenn hafa verið drepnir á undanförnum dögum og fregnir hafa borist um að almenn- ir borgarar hafi vopnbúist. Hafa allir kínverskir sendiherrar er- lendis verið kallaðir heim til að taka þátt í ráðstefnu um ástandið í Kína og viðbrögð erlendra ríkja. Fyrsta frétt kínverska sjónvarps- ins í gær var ræða Dengs, sem hann flutti 9. júní, fimm dögum eftir að alþýðuherinn myrti þúsundir kínver- skra ungmenna á Torgi hins him- neska friðar. Myndir voru sýndar af Deng í fullu fjöri og tók sú sýning rúman stundarfjórðung. Helstu dagblöð í Kína höfðu ræðu Dengs á forsíðum sínum og hún var hvað eftir annað lesin upp í útvarpi og sjónvarpi. Félagar í kommúnista- Kynlífshneykslið í Japan: Uno lá við taugaáfalli af áhyggjum Tókíó. Reuter. NÝJAR sögur um kvennamál Sosukes Unos, forsætisráðherra Jap- ans, hafa fengið svo á hann, að síðastliðið þriðjudagskvöld urðu frammámenn í stjórnarflokknum, Frjálslynda lýðræðisflokknum, sjálfir að sjá um að koma honum i rúmið. Var það haft eftir einum starfsmanna 'flokksins í gær. Starfsmaður stjórnarfiokksins sagði, að Uno og aðrir forystumenn flokksins hefðu komið saman í for- sætisráðherrabústaðnum til að ræða ástandið og hefði Uno þá verið svo illa haldinn, að félagar hans óttuðust, að hann fengi taugaáfall. „Það, sem veldur honum mestu hugarangri, er, að hann á að fara á leiðtogafund iðnríkjanna í París í næsta mánuði og hann óttast, að aðrir þjóðarleiðtogar muni ekki virða hann viðlits, að þeir vilji ekki einu sinni taka í hönd honum,“ sagði flokksstarfsmaðurinn. Blöð og fjölmiðlar í Japan sögðu í fyrradag, að Uno hefði boðist til að segja af sér á þriðjudag þegar hann heyrði, að slúðurtímarit ætl- aði að birta nýja sögu um kynlífs- ævintýri hans, en Uno sagði í gær, að þessar fréttir væru tilhæfu- lausar. í tímaritsgreininni, sem birtist á morgun, er sagt, að Uno hafi verið í tygjum við 16 ára gamla „geishu“ og einnig, að náinn sam- starfsmaður hans sé félagi í vænd- isklúbbi. Þá sagði kvennatímarit á þriðjudag, að Uno hefði á árum áður haldið við barstúlku, gert hana ófríska og beðið hana um að eyða fóstrinu. Fyrir nokkrum vikum sagði í öðru tímariti, að Uno hefði notið félagsskapar fertugrar gleði- konu í fjóra mánuði og greitt fyrir um 1,2 milljónir ísl. kr. Japanskir fjölmiðiar segja, að forystumenn í stjórnarflokknum hafi fengið Uno til að hætta við að segja af sér og beitt þeim rök- um, að ella stefndi í pólitíska upp- lausn innanlands og álitshnekki erlendis. 23. júlí nk. verður kosið til efri deildar japanska þingsins og er búist við, að stjórnarflokkur- inn tapi mikiu fylgi. Kemur þar til mikil óánægja með nýjan sölu- skatt, Recruit-mútuhneykslið og loks kynlífsævintýri Unos. Reuter Sosuke Uno, forsætisráðherra Japans. flokknum hafa verið hvattir til þess að lesa ræðuna og meðtaka boðskap hennar og í sjónvarpi hafa verið sýndar myndir af kommúnistum nið- ursokknum í ræðuna. Vestrænir sérfræðingar segjast ekki hafa séð annað eins frá þvi að Maó var lyft á guðastall í menningar- byltingunni, sem stóð frá 1966 til dauða hans tíu árum síðar. „Deng hefur ávailt látið svona nokkuð eiga sig,“ sagði einn þeirra. „Þetta minnir mig á dýrkunina á Kim II Sung alræðisherra Norður- Kóreu,“ bætti hann við. Fréttaskýrendur telja að með þessu vilji stjórnvöld koma almenn- ingi í fullan skilning um að enginn vafi leiki á um að Deng sitji sem fastast í stjómarsessi og hafi að auki verið aðalhugmyndafræðingur- inn á bak við fjöldamorðin aðfara- nótt hins 4. júní. Lík tveggja hermanna hafa fund- ist í skipaskurðum á undanförnum tveimur dögum og báru bæði líkin þess merki að hermennirnir höfðu verið kyrktir. Þá hafa heyrst óstað- festar fregnir af því að almennir borgarar hafi gengið til liðs við vopn- aðar sveitir ungra stuðningsmanna lýðræðishreyfingar stúdenta í hópi verkamanna. Vitað er að fjöldi vopna hersins hefur „týnst“ og stúdentar hafa sagt fréttaritara Daily Tel- egraph að hægðarleikur sé að kom- ast yfir skotvopn. Sjá ennfremur: „Sá með eigin augum ...“ á síðu 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.