Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989 Þegar Sendibílastöðin var i Ingólfsstræti 11. Sendibílastöðin hf. 40 ára Punktar úr sögu félagsins Blaðinu hefur borist eftirfar- andi frá Sendibílastöðinni hf. í tileftii af 40 ára afinæli stöðv- •-1 arinnar: Sendibíiastöðin hf. var formlega stofnuð 29. júní árið 1949. En stofn- un stöðvarinnar átti sér nokkum aðdraganda. Eftir að heimsstyijöld- inni lauk fóru eiginlegir sendibílar að tíðkast. Eigendur þessara bíla stunduðu þennan rekstur sjálfstætt hver í sínu lagi. Ekki voru þessar bifreiðar stór farartæki, flestar voru af gerðunum Bradford og Fordson. Ætla má að burðargetan hafi verið - um eitt og hálft tonn en nú bera ^stærstu bifreiðar Sendibílastöðvar- innar sex og hálft tonn. Aður en sendiferðabifreiðamar komu til sögunnar fóm svo til allir flutningar fram á opnum vörubifreið- um. Mörgum þótti það ekki vansa- laust að flytja jarðneskar eigur sínar á opnum palli, útsettum fyrir veðri og vindum, ryki og óþrifnaði. Sendi- ferðabílamir vom því nýung sem margir fögnuðu. Sumir vömbílstjórar litu þó þessa samkeppni óhýru auga og sendibílastjórar fengu ekki inn- göngu í félagsskap vömbílstjóra. Sumarið 1948 hóf athafnamaður- inn Kristján Fr. Guðmundsson skipu- lega sendibílaþjónustu. Sendibílastöð TOSHIBA örbylgjuofnarnir 10GERÐIR Verð við allra hæfí Einar Farestveit&Co.hf. •OMAimm M, UMARl (*1) INN OO IIIMO - HAQ NÍLAITNX Leið 4 stoppar viö dymar Bílar og bílstjórar íyrir framan húsakynni Sendibílastöðvarinnar í Borgartúni 21. Kristjáns var í fyrstu staðsett í Skóla- vörðuholtinu ekki Ijarri Leifsstytt- unni. Þá sáu aðrir sem þessa atvinnu' stunduðu að ekki gengi það lengur að hver væri að pukrast í sínu horni. Eftir ýmsar bollaleggingar og samtöl manna í millum var stofnfundur Sendibílastöðvarinnar hf. haldinn í Breiðfirðingabúð miðvikudaginn 29. júní 1949. Hlutafélagið keypti sendi- bílastöð Kristjáns með gögnum henn- ar og gæðum — og síðast en ekki síst símanúmeri, 5113. Hluthafar vom í upphafi 20, hver skráður fyrir 200-króna hlutabréfi. í byijun voru stöðvargjöld 206 krónur á mánuði. En það vom fleiri sendibílastjórar í Reykjavík. Svo til frá upphafi hafa fleiri en hluthafar keyrt eða haft pláss á stöðinni. Aðrar sendibíla- stöðvar komu fljótlega til sögunnar. Nýja sendibílastöðin var stofnuð nokkru síðar og enn seinna tók sendi- bílastöðin Þór, sem síðar varð sendi- bílastöðin Þröstur, til starfa. Samein- ing þessara sendibíiastöðva kom nokkmm sinnum til umræðu en ekki varð af framkvæmdum í þeim efnum. Sendibílastöðip hf. var í upphafi staðsett í Ingólfsstræti 11 þar sem nú er Iðnaðarmannahúsið svonefnda. Almenningur kunni vel áð meta þjón- ustu Sendibílastöðvarinnar, einkum var til þess tekið að sendibílstjórárn- ir stóðu við'kjörorð sitt og auglýs- ingaslagorð: „Bílstjórarnir aðstoða." Frá öndverðu og fram á þennan dag hefur það tíðkast að sendiferðabíl- stjórar hafi sína föstu viðskiptavini. Að mati bílstjóranna em mannleg samskipti og persónuleg þjónusta það sem gefur starfinu hvað mest gildi. Frá fyrstu tíð hafa sendi- ferðabílstjórar ógjarnan vísað frá sér viðskiptamönnum en fljótlega fór að bera á nokkurri sérhæfingu, sumir bílstjórar urðu t.d. öðram fremri í flutningi peningaskápa, flygla og þungra hljóðfæra. Úr starfínu Erfiðleikar voru margvíslegir á fyrstu ámm stöðvarinnar. Innfiutn- ingur bíla og varahluta var háður leyfum stjórnvalda og mat ráða- og valdsmanna á bílarekstri var iðulega ekki í samræmi við raunveruleikann. Menn vom að keyra úr sér gengna skijóða og það var „eilíft basl og reddingar" að útvega varahluti. Eftir því var gengið að menn hefðu bíla sína í góðu ástandi og á hluthafa- fundi hinn 13. mars 1952 var sam- þykkt að kjósa þriggja manna nefnd til að: Sjá um það að bifreiðar stöðvar- innar séu ætíð í sem bestu lagi og líti vel út. Vanræki bifreiðareigandi að halda sinni bifreið í forsvaranlegu lagi er eftirlitsnefnd heimilt að banna að sú bifreið sé send í lengri túra og jafnvel víkja þeim frá akstri á stöðinni. Sambönd og kunningsskapur vom nauðsynleg á þessum ámm. Einn af stoffélögum Sendibílastöðvarinnar minnist þess að hafa keypt sendi- ferðabíl sinn notaðan á tvöföldu verði sem hann kostaði nýr í innkaupi, þ.e.a.s. hefði innflutningsleyfi feng- ist. Arið 1954 vom veitt leyfi fyrir átta nýjum bifreiðum sem var deilt milli þriggja sendibílastöðva. Þessi leyfi fengust eftir heimsókn til tveggja ráðherra. Þtjú þessara leyfa féllu í hlut Sendibílastöðvarinnar hf. og var þeim útdeilt til þeirra sem elstir voru og lengstan starfsaldur höfðu. Þegar margir sjálfstæðir einstakl- ingar em saman í félagi fer ekki hjá því að nokkur ágreiningur komi stundum upp manna á meðal, fund- argerðarbækur félagsins bera þessu vitni. „Pijónamálið" var stundum á dagskrá. Hver bílstjóri hafði sitt númer og þeim var raðað á pijón og réð röðin þar hveijir fæm í næsta túr. Aftur á móti var það túlkunar- og ágreiningsefni ef einhver fór af stöðinni í einkaerindum og grunur lék á að viðkomandi færi í túr „utan við pijóninn“: % 1952 ... Rætt um aðgerðir í sambandi við mál N.N. er Haukur Guðmundsson sagðist hafa séð í túr og taldi hann líklega hafa ekki farið fyrir ekkert í túrinn. Ákveðið að kalla N.N. fyrir ... Ya... N.N. var kallaður fyrir stjórnina og borinn sökum en hann varði sig það besta og eftir nokkuð málþóf og þar sem stjórnin hafði ekki getu til að sanna brotið á N.N. (gegn hans umsögn að engin greiðsla væri tekin fyrir túrinn) þá var honum veitt áminning. Málið athugist betur. Þess má geta að nú er „pijónninn" tölvuvæddur og er þó enn umdeildur. Ástæður fyrir þessari árvekni lágu meðal annars í því að ekki var alltaf mikið að gera í sendibílaakstrinum. Þessi rekstur hefur alltaf verið mjög háður drift og umsetningu í þjóð- félaginu almennt. Eldri sendibílstjór- ar segja að janúar og febrúar hafi alla tíð verið frekar daufir en aftur á móti var það áberandi hér fyrr á tímum að búferlaflutningar voru á vorin og snemma sumars í kringum hina fornu vinnuhjúaskildaga og far- daga og svo á haustin. Áður fyrr var desembermánuður jafnvel meiri ann- atími en á síðari tímum. Vegna inn- flutningshafta voru margir í ýmis konar jólavömframleiðslu, einn af stofnfélögum Sendibílastöðvarinnar minnist glöggt gervijólatráa og margvíslegs ,jólaglingurs“. Hinn 4. mars 1955 vom fjörugar umræður á almennum fundi um aug- lýsingamál stöðvarinnar. Ýmsar hug- myndir vom til umræðu, s.s að tekn- ir yrðu upp fánar til að hafa á stöng hvers bíls, sérstakar hurðamerking- ar, sameiginlegur litur á allar bifreið- ar, gildi útvarpsauglýsinga kom einn- ig til tals: Er hér var komið fundi hafði hann artað sig t;l einskonar einvígis og hatrammra deilna ... Þá stóð upp Marinó Sólbergsson og lýsti því yfir, að þar sem fyrirsjáanlegt væri að vissir menn ætluðu sér að gagnrýna stjórn félagsins fyrir hvaðeina, og fyrir þau ósanngjörnu orð, er hún hefði nú þegar fengið í eyra, þá segði hann hér með af sér störfum fyrir félagið. Niðurstaða fékkst ekki í auglýs- ingamálin en á næsta stjórnarfundi var samþykkt að fella þegar niður útvarpsauglýsingarnar. Stærð bifreiða og burðargeta hafa alltaf skipt sendibílastjóra vemlegu máli. Á aðalfundi í maí 1967 kom fram eftirfarandi tillaga: Sé beðið um bíl í matarflutninga og eins að flytja lík, skal senda lítinn bíl, nema beðið sé um annað. Nokkrar umræður urðu um þessa tillögu en að þeim loknum var hún felld með jöfnum atkvæðum. Hlutabréf og deiluefíii Hluthöfum og hlutabréfum í Sendibílastöðinni hefur smám saman farið ljölgandi. í upphafi vora þau 20. Hinn 221 janúar 1956 vora 14 nýir hluthafar samþykktir og í apríl árið 1966 var frjöldi hlutabréfa auk- inn í 60 og í maí sama ár var enn fjölgað um 40 hluti. í dag em hluta- bréfin hundrað en um 180 bílar em í akstri á stöðinni. Af stofnfélögunum 20 er einungis einn enn starfandi, Hilmar Bjarnason. Fyrstu ártugina í starfi stöðvarinnar var starf sendi- ferðabílstjóra gjarnan hálfgerð ígripavinna og mannaskipti tíð í stéttinni en á síðari tímum hafa menn ílengst lengur í starfinu. Fastir starfmenn í öndverðu vom tvær afgreiðslustúþkur við símann og skiptust þær á. í dag em starfs- menn ijóHr við afgreiðslu, einn gjald- keri og tveir í mötuneyti. Störf fram- kvæmdastjóra voru í upphafi unnin í hjáverkum en þróuðust er tímar liðu í fullt starf. Sala hlutabréfa í stöðinni var ein- staka sinnum ágreiningsefni. Verð þeirra og forkaupsréttur eldri félaga og stjómarinnar. T.d. var átakafund- ur í Breiðfirðingabúð 18. desember 1951: Skarphéðinn Pálsson, fyrir hönd stjórnarinnar, bað um að fá þá keypta fyrir löglegt verð. Tók þá Jón Guðmundsson boð sitt aftur, og seg- ist muni leigja hlutina til 99 ára ef hann fái þá ekki selda þeim sem hann óskar... upplýsir Kristján Guðmundsson að Hans hafi þegar keypt hlutina fyrir kr: 6000 og hefur Jón þar framið brot á lögum félags- ins. Upplýst hefur verið að Jón Guð- mundsson sé að stofna nýja stöð, þá þriðju í röðinni. Afsakar Jón sig með því að ef hann hefði ekki farið í að stofna nýja stöð hefði bara einhver annar gert það. Hinn 7. júlí 1952 var forkaupsrétt- urinn enn til umræðu: Sigurður telur afstöðu stjórnarinn- ar í málinu mjög einkennilega og alveg nýtilkomna. Héðinn kveður þá upp úr með það að skýringin á því muni vera sú að undanfarið hafi ein- ungis komið til greina sala til góðra manna í starfið en nú sé ekki því að fagna. Húsbyggingar og tæknimál Aðstaðan í Ingólfsstræti 11 var með nokkru bráðabirgðasniði og að- búnaður afgreiðslustúlku og bílstjó- ranna ekki upp á marga fiska. Fyrir afgreiðslustúlku var smáklefi í horni og afþiljað herbergi var fyrir bílstjór- ana. Árið 1956 fluttist Sendibílastöð- in hf. í Borgartún 21 þar sem hún er enn til húsa. í byijun var aðeins byggð timburskemma og Sendibíla- stöðin nýtti einungis hluta þess hús- næðis en leigði vömflutningabifreið- um aðstöðu. í dag er Sendibílastöðin hf. í sambýji við Vöruflutningamið- stöðina hf. Á þessum ámm var síma- númer stöðvarinnar 24113. Árið 1969 fékk stöðin núverandi sima- númer 25050. Fljótlega eftir flutninginn í Borg- artún var byggð viðbygging við skemmuna og var þar skrifstofa og aðstaða fyrir bílstjóra. Árið 1968 var nýtt húsnæði tekið í notkun í Borg- artúninu, „loksins almennilegur bílstjórasalur og skrifstofa,“ sagði einn af eldri bílstjómm stöðvarinnar. Þetta húsnæði hefur síðar verið end- urbætt og stækkað. Árið 1982 komst loks þjónustuhús í gagnið, þar sem bílstjórar geta sinnt viðhaldi bifreiða. Mörgum bílstjórum þótti sem þessi aðstaða hefði mátt koma vonum fyrr. Hinn 7. september 1954 var sam- þykkt að eftir 1. desember sama ár eða svo fljótt sem auðið yrði skyldu allar bifreiðar á stöðinni vera út- búnar gjaldmælum. Áður hafði greiðsla verið ákvörðuð eftir tíma- mælingu. Talstöðvar komu í bifreið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.