Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAWÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1089 25 Sovétríkin: Kafbátur- inn kom- inn til haftiar Moskvu. Reuter. SOVÉSKI kjarnorkukafbátur- inn sem kviknaði í við Noregs- strendur aðfaranótt mánudags kom til hafnar í Severomorsk norður af Múrmansk á Kóla- skaga um miðjan dag í gær. Kafbáturinn var dreginn af björgunarskipinu Karabakh síðasta spölinn, að sögn TASS-fréttastofunnar. Sov- éskir embættismenn héldu því enn fram í gær að engin hætta væri á geislamengun vegna slyssins. Bilun varð í kælikerfi annars kjarnakljúfs bátsins. Við rannsóknir norskra aðila hefur óeðlileg geislavirkni ekki mælst á þeim slóðum sem bil- unin varð eða í kjölfari bátsins. Bandaríkin: Bush vill vernda þjóð- fánann Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandarílq'a- forseti hefur lýst því yfir að hann ætli að mælast til breyt- inga á stjórnarskránni í þá veru að bannað verði að sýna bandaríska_ þjóðfánanum óvirðingu. í síðustu viku kvað hæstiréttur í Bandaríkjunum upp þann úrskurð að réttur manna til að brenna fánann í mótmælaskyni væri tryggður með stjórnarskrárlögum um tjáningarfrelsi. Bandaríkin: Kókaínneysla á meðal van- færrakvenna Detroit. Reuter. Heilbrigðisfulltrúar í Detro- it sögðu í gær að æ fleiri van- færar konur neyttu kókaíns við upphaf fæðingarhríða í því skyni að flýta fyrir fæðing- unni. Vanfærar konur neyta lyfsins vegna þess að það veld- ur tíðum vöðvasamdrætti í legi og flýtir þar með fyrir fæð- ingu. Læknar segja að neysla kókaíns við fæðingu geti leitt til alvarlegra fæðingargalla. Lockerbie-slysið: Læsing úr sprengju- tösku fiindin Edinborg. Daily Telegraph. LÆSING töskunnar, sem hafði að geyma sprengjuna er grandaði breiðþotu Pan Am- flugfélagsins yfir Lockerbie í Skotlandi skömmu fyrir síðustu jól, fannst í gær í skógi í 32 km fjarlægð frá skoska landamærabænum. Að sögn George Essons, sem stjórnar alþjóðlegri lögreglurannsókn á tildrögum slyssins, er vonast til að fundur læsingarinnar leiði í ljós hvar taskan var framleidd og jafnvel hvar hún var seld. Að sögn Essons hafa að jafnaði 15 lögreglumenn leitað í Newcastleton-skógin- um. Hafa þeir skriðið daglangt á hnjánum í leit að braki úr þotunni. Sá með eigin augum náms- menn skotna í gegnum höfiiðið - segir landflótta kínverskur stódentaleiðtogi Hong Kong. Reuter. KÍNVERSKUR stúdentaleiðtogi, sem er sá sem kommúnistastjórn- in í Peking vill hvað mest hafa hendur í hári á, hefúr tekist að flýja land og hefúr hann meðal annars gefið magnaða lýsingu á Qöldamorðunum á Torgi hins himneska friðar hinn 4. júní síðast- liðinn. Wuerkaixi varð frægur um víða veröld á svipstundu þegar sýndar voru myndir af honum þar sem hann las yfir harðlínumann- inum Li Peng, forsætisráðherra Kína, á fundi skömmu áður en kínverski alþýðuherinn framdi fjöldamorðin á torginu. Wuerkaixi, sem þykir orðsnjall leikanum á þessu fasíska ofbeldi. og gæddur miklum persónutöfr- um, kom fram á myndbandi, sem hann tók upp fyrir þá, sem aðstoð- uðu hann við flóttann. Þar sagði hann meðal annars: „I slátruninni sá ég marga drepna með byssum og kylfum. Ég sá með eigin augum stúdenta skotna í gegnum höfuðið og í kvið- inn, höfuð þeirra brotin í mél og blóð leggja frá líkömum þeirra. Námsmennirnir sáu lík skóla- bræðra sinna sett í plastpoka, staflað upp og brennd," sagði Wuerkaixi, sem er 21 árs gamall. „Við vorum friðsamir og heiðar- legir í viðleitni okkar ... við höfðum aldrei gert ráð fyrir mögu- í upphafi gerðum við aldrei ráð fyrir að þetta myndi ganga svo langt ... að samstúdentar okkar yrðu troðnir undir af skriðdrek- um.“ Wuerkaixi er nú farinn frá Hong Kong, en fer enn huldu höfði. Leynileg samtök í Hong Kong aðstoðuðu Wuerkaixi við flóttann og munu þau hafa hjálpað fleirum, sem ei-u á lista kínverskra stjórnvalda yfir eftirlýsta „gagn- byltingarseggi“ í hópi stúdenta- leiðtoga. Þau hafa einnig stutt lýðræðis- hreyfinguna innan alþýðulýðveld- isins. Reuter Wuerkaixi sést hér á mynd, sem tekin var á Tiorgi hins himneska firiðar í maímánuði, réttum mánuði áður en fiöldamorðin voru fram- in þar. Aðeins 35 kr.stk Stjúpurnar eru án efa vinsælustu sumar- blómin á íslandi; þær eru í senn fallegar og harógerðar og henta bæói í garóinn og útikerin. Nú bjóóum vió úrvals stjúpur á aóeins 35 kr. stk. Komió i Blómaval og geríó góó kaup. Landsbyggdarþjónusta - Sendum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.