Morgunblaðið - 29.06.1989, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 29.06.1989, Qupperneq 35
1......... .....................— ------------MORGUNái^ttá^ESsííÍÍfitílKM^ÍúÆí^fe^í 35 Arni Johnsen „Á annan tug fiskibáta með Olsenbúnaði hefur farist á þessum tíma án þess að búnaðurinn hafi virkað eins og til var ætlast og í engu tilviki hefur sjálfvirki búnað- urinn bjargað mannslíf- og falsa staðreyndir. Skoðunarmenn sjálfvirks sleppibúnaðar Sigmunds í Vestmannaeyjaflotanum staðfesta að um langt skeið hafí búnaðurinn virkað við hvetja prófun, enda hafa menn þar þróað eftirlit og fylgjast með þar sem um hættustig er að ræða, svo sem við málun báta, gal- vaniseringu eða annað. Á smíðastigi í upphafí var vírabúnaður úr hand- fangi í stýrishúsi og í sjálfan sleppi- búnaðinn sem vildi mótast og herð- ast í beygjum og olli því að vírinn vildi festast, en það vandamál var leyst strax á fyrsta stigi með því að skipta um vírtegund og í öll þessi ár hefur þetta aldrei verið vandamál svo fremi að tryggð hafí verið rétt uppsetning búnaðarins.Á því hefur þó víða verið misbrestur vegna skorts á aðhaldi af hálfu Siglingamálastofn- unar.í dag er Sigmunds-búnaðurinn eini sjálfvirki sleppibúnaðurinn sem stenst reglugerð og hvað hefur því dvalið orminn langa, Siglingamála- stofnun, að benda á staðreyndir málsins í ljósi reynslu siðustu ára.- Siglingamálastjóri víkur máli sínu að fyrstu reglugerðinni um sjálf- virkan sleppibúnað björgunarbáta og lætur liggja að því að hún hafí fallið af himnum ofan, en stofnuninni hafí síðan verið falið að hafa eftirlit með framkvæmd hennar. Auðvitað samdi Siglingamálastofnun sjálf reglugerð- ina þótt hún gerði því miður mun minni kröfur til öryggis og möguleika í sjálfvirkni en Sigmund Johannsson gerði í sínum búnaði. Þetta mál hef- ur því miður verið eitt allsheijar klúð- ur hjá Siglingamálastofnun og nú hafa íslenskir útgerðarmenn greitt á annað hundrað milljónir króna fyrir Olsen-búnað í bátaflotann í flestum tilvikum samkvæmt ábendingum siglingamálastofnunarmanna, búnað sem nýjasta reglugerð Siglingamála- stofnunar hefur dæmt úr leik á grundvallaratriðum. Siglingamála- stofnun hefur því miður verið að þjóna tveimur herrum í þessu máli, annars vegar öryggi sjómanna sem stofnunin staðfestir að hafí aukist með tilkomu búnaðanna þótt bilana- tíðni hafí verið of há, hins vegar kerfisþijóskunni og geðleysinu í stað þess að taka af skarið og velja besta búnaðinn að þeirra mati. Hvenær hrukku erabætt- ismenn fyrst við? Skoðunarmaður Sigmunds-búnað- arins í Vestmannaeyjum, Ævar Þór- isson, segir í viðtali í blaðinu Fréttum í Vestmannaeyjum 3. nóv. sl. að um langan tíma hafí Sigmunds-búnaður- inn virkað í öllum tilvikum þegar hann hafi verið prófaður, en slíkt tóku Eyjamenn upp sjálfír eftir að Siglingamálastofnun hafði trassað um árabil að taka upp mannsæm- andi vinnubrögð við tæki sem sjó- menn geta átt líf sitt undir. Siglinga- málastofnunarmenn og aðrir land- krabbar sem um þetta mál hafa fjall- að hafa fast land undir fæti þótt deilur hafi verið uppi i málinu, en það hafa sjómenn ekki á hafi úti ef þeir búa við öryggisbúnað sem virkar ekki. Fyrsta slysið tengt Olsen- búnaði sem ýtti óþyrmilega við emb- ættismönnum átti sér stað í ísafjarð- ardjúpi í kyrrum sjó og neðansjávar- myndatökur bentu til þess að gúmm- íbátarnir hefðu opnast alltof seint. Það er viðkvæmt að fjalla um slík mál þar sem menn farast, en hins vegar kominn tími til að mistökunum linni. Hrapalleg mistök Siglinga- málastofiiunar Siglingamálastjóri víkur í grein sinni að tengingu flöskulínu á Sig- munds-búnaði og hangir þar á ótrú- legum smáatriðum í framkvæmd málsins þótt hann hafí lýst því yfír að hann harmi að ákvörðun um breytingu á Sigmunds-búnaðinum hafí verið tekin án samráðs við höf- und búnaðarins, þrátt fyrir það að hann hafi lýst því yfír að Siglinga- málastofnun sjái ekkert því til fyrir- stöðu að taka þegar upp aftur þá tengingu sem Sigmund miðaði við og skiptir sköpum í notkun búnaðar- ins og þrátt fyrir það að hann hafi fengið bréf til staðfestingar því frá langstærsta umboðsmanni gúmmí- björgunarbáta á íslandi í júli sl. um það að engar athugasemdir væru gerðar við hugmyndir Sigmunds og að síðustu þrátt fyrir það að siglinga- málastjóri hafi staðfest við undirrit- aðan við afhendingu fyrrgreinds bréfs 27. júlí 1988, að strax næsta dag myndi hann senda öllum skipa- skoðunarmönnum landsins bréf þess efnis að breyta ætti tengingu flösk- ulínunnar aftur eins og Sigmund hefði ætlast til. Siglingamálastjóri hlýtur að hafa staðið við orð sín, en það skyldi þó ekki hafa hlaupið maðkur í mysuna á viðskiptalegum grunni á síðustu stundu, Páll Guð- mundsson yfírskoðunarmaður? Meðfylgjandi þessari grein er bréf máli mínu til staðfestingar. Siglinga- málastjóri gerði því skóna í grein sinni 1. nóvember sl., að framleiðend- ur Sigmunds-búnaðarins hefðu ekki gert athugasemdir við breytingu á tengingu flöskulínunnar. Þeir voru hins vegar aldrei spurðir, Siglinga- málastofnun gaf einfaldlega út fyrir- skipun sem siglingamálastjóri hefur síðan harmað. í því sjóslysi sem allt bendir til að Sigmunds-búnaður hafi ekki skil- að bát frá sér, Hvítingsslysinu, þar sem tveir menri fórust, var tenging flöskulínunnar röng samkvæmt boði Siglingamálastofnunar og miðað við tilraunir sem harðskeyttir baráttu- menn fyrir öryggi sjómanna hafa gert í Vestmannaeyjum í haust er Ijóst að litlir möguleikar voru á því að gúmmíbáturinn næði nokkum tíma að blásast upp með þeirri teng- ingu sem var á bátnum. Sigmar Þór Sveinbjörnsson stýrimaður var for- göngumaður um þessar tilraunir, enda er hann einn af hörðustu, dug- mestu og rökföstustu baráttumönn- um landsins í öryggismálum sjó- manna. Þessar tilraunir, sem byggð- ust á því að sökkva gúmmíbjörgunar- bátum og kanna opnunarmöguleika þeirra, sýndu að bátur sem byijar að blásast upp eftir að hann er kom- inn í kaf fastur við öryggislínu á litla möguleika á því að komast upp á yfirborðið vegna þrýstingsins og enga þegar hann er kominn niður á ákveðið dýpi þar sem loftið ræður ekki við þrýstinginn. Ef björgunar- bátar losna á 30-50 metra dýpi koma þeir alls ekki upp á yfírborðið.Breyt- ing Siglingamálastofnunar á teng- ingu flöskulínunnar var því hrapalleg mistök og siglingamálastjóri hefði orðið maður að meiri ef hann hefði viðurkennt það til dæmis í grein sinni eins og hann hefur gert bréflega til hönnuðar búnaðarins í stað þess að ráðast í rauninni sýknt og heilagt á starf þess uppfindingamanns í ör- yggismálum sjómanna á íslandi, Sig- munds Johannssonar, sem mestu starfí og mestum árangri hefur skil- að, en endalaust í óþökk Siglinga- málastofnunar. Skyldi það ekki vera göfugra hlutverk Siglingamálastofn- unar að hvetja slíka menn og reyna að virkja vilja þeirra og hæfni, í stað þess að lítillækka þá og gera þá tor- tryggilega. Ótrúlegustu mistök Sigl- ingamálastofnunar í þessu máli öllu eru þó sá málflutningur stofnunar- innar að þrýstilokinn á Olsen-búnað- inum opnist á 1,5-3,8 metra dýpi. Þetta atriði er annað grundvallarat- riðið sem greinir á milli Sigmunds- búnaðar og Olsen-búnaðar, því Sig- munds-búnaður opnast sjálfvirkt um leið og hann kemur í sjó. í mörg ár hefur Siglingamálastofnun varið þrýstilokann, en fyrir nokkru stað- festi Rannsóknarnefnd sjóslysa að þegar best lét í tilraunum opnaðist Olsen-búnaðurinn við 1,8-3,7 kg þrýsting á smz eða á 18-37 metra dýpi. Sjálf Siglingamálastofnun hef- ur í öll þessi ár staðið fyrir þeim málflutningi að það þyrfti aðeins um 1,5-3,8 metra dýpi til þess að opna Olsen-búnaðinn. I sumum tilvikum virkaði þrýstilokinn á 70 metra dýpi. Hefði nú ekki verið hyggilegra fyrir siglingamálastjóra að geta þessara mistaka, jafnvel þótt hann tæki að- eins tillit til sjómanna, sem standa í góðri trú um að þeir séu með alvöru öryggistæki um borð. Þó má virða það við skoðunarmenn Siglingamála- stofnunar að þéir eru famir að stað- festa á skoðunarvottorðum að þrýsti- lokamir eigi að opnast við ákveðinn þrýsting, um 3,8 kg á fersentimetra. Hvað meinar Siglingamálastofnun með því að vekja ekki athygli á þess- um mistökum. í hvaða hlutverki er stofnunin í þessu máli? Grundvallaratriðin sem ráða úrslitum I fyrrgreindri nýrri reglugerð um sjálfvirkan sleppibúnað björgunar- báta og gefin var út af ráðherra 1. febrúar 1988, hljóða fyrstu tveir lið- imir í 8. grein svo: „8.1. Hvert skip 8 m eða lengra, önnur en skemmtibátar undir 15 m að lengd, skal búið a.m.k. einum gúmmíbjörgunarbáti sem unnt er að losa og undirbúa til notkunar fyrir- varalaust með einu handtaki. Jafn- framt skal a.m.k. einum gúmmí- björgunarbáti á framangreindum skipum minni en 24 metrar að lengd, fest með sjálfvirkum búnaði sem los- ar gúmmíbjörgunarbátinn ef skipinu hvolfir eða það leggst á þá hlið sem gúmmíbjörgunarbáturinn er stað- settur á og tryggja jafnframt að báturinn byiji að blásast upp um leið og hann losnar. 8.2. Á skipum 15 m og lengri skal losunarbúnaðurinn samkvæmt ákvæðum í gr. 8.1. jafnframttryggja að gúmmíbjörgunarbáturinn fari út fyrir borðstokk, þó að búnaðurinn sé ísbrynjaður og á kafí í sjó, hvem- ig sem skipið snýr. Sjósetningarbún- aður samkvæmt reglum þessum telst lunningabúnaður, hliðarbúnaður, skutbúnaður eða stefnisbúnaður, allt eftir gerð búnaðarins." Þama skilur á milli feigs og ófeigs. Sigmunds-búnaðurinn losar bát og byijar að blása hann upp um leið og hann kemur í sjó, sjálfvirkt, þótt einnig sé hægt að losa hann hand- virkt og Sigmunds-búnaðurinn er færslubúnaður, en ekki skotbúnaður, og færir bátinn út fyrir hættupunkta hvemig sem skipið snýr, ef tenging er rétt og frágangur samkvæmt því sem hönnuður ætlast til, en ekki eft- ir geðþóttaákvörðun yfirskoðunar- manns Siglingamálastofnunar. 01- sen-búnaðurinn gerir hvoragt í flest- um tilvikum, báturinn byijar ekki að blásast upp fyrr en í fyrsta lagi löngu eftir að slysið átti sér stað og í öðra lagi era 95% Olsen-búnaðarins um borð í íslenska fiskiskipaflotanum staðsettur á stýrishúsi þannig að skotbúnaðurinn uppfyllir ekki þær kröfur að skila bát öragglega út fyr- ir borðstokk. Þessi sannindi hefði Siglingamálastofnun átt að auglýsa rækilega þegar 1. febrúar í fyrra . Öryggismálanefiid sjó- manna krafðist úttektar Siglingamálastjóri segir í grein sinni að ábendingar og tillögur áhugamanna um öryggismál í Vest- mannaeyjum og meiri kröfur til bún- aðarins en reglur gerðu ráð fyrir, hefðu valdið umræðum í Siglinga- málaráði og Siglingamálastofnun um úttekt á búnuðunum og tilraunir. Þetta er ekki rétt orðað hjá siglinga- málastjóra, því við Eyjamenn gerðum þær kröfur að reglugerðin gerði eins miklar kröfur og Sigmunds-búnaður- inn miðaði við og það varð niðurstað- an. Við gerðum vissulega greinar- mun á sleppibúnuðunum, enda era þeir eins og dagur og nótt í grand- vallaratriðum. Siglingamálastjóri gleymir því að það var Öryggismála- ncfnd sjómanna, nefnd 9 alþingis- manna undir forsæti Péturs Sigurðs- sonar, sem lagði það mjög ákveðið til fyrir nokkram árumiað gerð yrði fagleg úttekt hjá hlutlausum aðila á sjálfvirku sleppibúnuðunum. Allir nefndarmenn vita mæta vel að sigl- ingamálastjóri var mótfallinn slíkri úttekt þá og taldi hana móðgun við Siglingamálastofnun. En hvers vegna vildi þingmannanefndin að hlutlaus aðili sinnti verkinu? Vegna þess að málatilbúnaður og fram- kvæmd Siglingamálastofnunar stóðst ekki. Þetta atriði var eitt af fjölmörgum áhersluatriðum sem þingmannanefndin lagði til og það er rétt að starf þeirrar nefndar olli byltingu í öryggismálum sjómanna þótt það hefði ef til vill frekar átt að vera hlutskipti Siglingamálastofn- unar íslands. Öryggismálanefnd sjó- manna útvegaði jafnframt íjármagn til þessara tilrauna og úttektar á sínum tíma, en það leið svo langur tími þar til Siglingamálastofnun tók af skarið um framkvæmd að fjárveit- ingin var fallin úr gildi. Á að stöðva þróunina með kerfisþrjósku Fátt er það í búnaði manna sem ekki má endurbæta með reynslu og tíma, en siglingamálastjóri ætti að sjá sóma sinn í því að viðurkenna í orði að búnaður Sigmunds Johanns- sonar hefur staðið fyrir sínu en aðrir búnaðir ekki. Slugs í eftirliti, sinnu- leysi og hringlandaháttur heyrir von- andi fortíðinni til. Eg hef varið sigl- ingamálastjóra í mörgu og hann veit manna best að sá bakhjarl sem ég hef verið honum þar sem ég hafði tækifæri til í þágu styrkari Siglinga- málastofnunar, skipti veralegu máli, en í þessu máli hefur honum fatast flugið og er nú mál að linni. Menn eiga ekki að búa til sögu á fölskum forsendum. Allir geta gert mistök og það er mitt mat að það sé betra að gera mistök, heldur en ekki neitt ef það leiðir að lokum til betri árang- urs en ella. Vonandi getum við Magn- ús Jóhannesson verið sammála um það að framtíðin skiptir meira máli en fortíðin, en til þess að svo megi verða ber okkur að læra af reynslu fortíðárinnar. Siglingamálastofnun íslands á ekki að hrekja baráttumenn í öryggismálum sjómanna með óvön- duðum vinnubrögðum. Siglingamála- stofnun íslands á að þola gagnrýni og sækja fram í stað þess að vera sífellt í vörn. Reynslan, tæknin og þróunin hafa sýnt að yfirleitt má gera betur í öllu er lýtur að tækni. Annar aðili tók hugmynd Sigmunds á sínum tíma og útþynnti hana í samráði við Siglingamálastofnun í stað þess að Siglingamálastofnun átti auðvitað að óska eftir nánara 4“ samstarfi við Sigmund sjálfan og horfa þá þegar fram á veginn. Því miður var engan annan tilgang að sjá með grein siglingamálastjóra, en að þvo hendur stofnunarinnar með því að viðhalda tortryggni og óvissu, en Siglingamálastofnun íslands verð- ur að gæta þess að tala ekki á bylgju- lengd sem heyrist eingöngu í fíla- beinstumi þröngs hóps sem hefur allt sitt á þurru. Það era orðin æði mörg dæmin þar sem Siglingamála- stofnun hefur ekki látið framleiðend- ur vita um sjálfvirka sleppibúnaði sem ástæða var til að yfírfara. Hvort þetta hefur verið gert af vankunn- áttu eða vilja til þess að hefna sín á Sigmunds-búnaðinum og ná sér niðri - á honum, skal ósagt látið, en stofnun sem vinnur á þennan hátt er ekki vanda sínum vaxin. Það er kominn tími til að Siglingamálastofnun smúli út sitt eigið þilfar í þessu máli. Höfundur er íFélagi áhugamanna i Vestmannaeyjum um öryggismál sjómanna FRAMTÍÐ VIÐ SKEIFUNA SÍMAR: 688850 & 685100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.