Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 34
34 <!p______________MORQpNg^I^0Fj^l4y^OAQyS.2?r. JÚlSfí. l989„ f:__ Komið að Sigling’amálastofti- un að smúla út sitt eigið þilfar Um sjálfVirkan sleppibúnað björgunarbáta og slæleg tök Siglingamálastoftiunar Til sjós. * eftir Arna Johnsen Það skiptir miklu máli fyrir öryggi sjómanna í framtíðinni að Siglinga- málastofnun reki af sér það siyðru- ^jyð sem hún hefur haft á sér í sam- bandi við sjálfvirkan sleppibúnað björgunarbáta. Stofnunin hefur endalaust dregið lappirnar í þessu máli, en kappkostað fyrst og fremst að víkja sér undan ábyrgð vegna þess að hún býr við heimatilbúinn vanda í málinu sem þjónaði síst af öllu öryggi sjómanna þótt furðulegt sé af stofnun sem heitir Siglinga- málastofnun íslands og á að vera ábyrg opinber stofnun. Grein Magn- úsar Jóhannessonar siglingamála- stjóra í Morgunblaðinu 1. nóvember sl. er bæði villandi og ósmekkleg, villandi vegna þess að hún segir ekki sannleikann og gerir ekki greinar- mun á þeim sjálfvirku búnuðum sem , j^u um borð í landsflotanum né út- skýrir í hveiju ágreiningsatriðin eru fóigin hjá þeim sem hafa fyrst og fremst hugsað um öryggi sjómanna í þessu máli og hinna sem hafa haft viðskiptahagsmuna að gæta. Friðrik Ásmundsson skipstjóri og skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyj- um er ekki þekktur fyrir það að fara með fleipur í máli sínu um öryggis- mál sjómanna, enda einn af traust- ustu forgöngumönnum landsins í öryggismálabaráttu sjómanna". Nær hefði verið að svara honum málefna- i^.ga heldur en með útúrsnúningum og sögulegum slitrum úr samhengi. Grein Magnúsar er ósmekkleg vegna þess að hann grípur fram fyrir hend- urnar á Iðntæknistofnun íslands sem á að gera hlutlausa úttekt á þeim tegundum sjálfvirks sleppibúnaðar björgunarbáta sem eru um borð í íslenska flotanum og gefur ýmislegt í skin. í þetta sinn átti siglingamála- stjóri að sleppa því að hafa „put- tann“ á málinu, þó ekki væri nema til þess að eyða gífurlegri tortryggni í garð Siglingamálastofnunar í þessu máli. Eg sagði í umræðum á Alþingi fyrir nokkrum árum að því miður ættu tugir sjómanna eftir að farast áður en Siglingamálastofnun viður- kenndi þau mistök að leyfa og beina ■úÍTisenbúnaðinum í bátaflotann. Því miður ætlað þessi stóru orð að ganga eftir. Á annan tug fiskibáta með Olsenbúnaði hefur farist á þessum tíma án þess að búnaðurinn hafi virk- að eins og til var ætlast og í engu tilviki hefur sjálfvirki búnaðurinn bjargað mannslífum. I þremur tilvik- um hafa bátar með Sigmundsbúna'ði farist. í einu tilvikinu var björgunar- báturinn vitlaust tengdur samkvæmt skipun Siglingamálastofnunar og allt bendir til þess að báturinn hafi aldr- ei átt möguleika á að blásast upp. I öðru tilvikinu virkaði búnaðurinn nákvæmlega eins og til stóð ,enda var tenging og frágangur réttur og báturinn losnaði sjálfvirkt um leið jMfchann kom í sjó og byrjaði að blás- ast upp. í þriðja tilvikinu var búnað- urinn óvirkur eftir breytingar á bátn- um,en samt hafði Siglingamálastofn- un gefið haffæraskýrteini. Því miður er ekkert hægt að klípa utan af því að öll málsmeðferð Siglingamála- stofnunar í þessu máli er glæpsam- leg. Ég hef stundum verið gagnrýnd- ur fyrir það af þeim sem öryggismál sjómanna ættu að varða, að krefjast úrbóta strax. Þessi grein hefur legið óbirt síðan í haust í þeirri von að Siglingamálastjóri tryggði öryggi sjómanna eins vei og hann getur í þessu máli, en lengur verður ekki beðið. I haust vitnaði Siglingamála- stjóri, þótt furðulegt sé, í bráða- birgðaskýrslu frá Iðntæknistofnun um ákveðna rannsókn á sjálfvirkum sleppibúnaði björgunarbáta. Þar ætl- aði Siglingamálastjóri að fela sig á bak við Iðntæknistofnun sem í þessu tilviki er verktaki hjá Siglingamála- stofnun og gerði athuganir sam- kvæmt óskum og tilskipunum Sigl- ingamálastofnunar en ekki sjálfstætt eins og eðlilegt hefði verið. Forsvars- menn Iðntæknistofnunar hafa stað- fest að þeir hafi fengið rangar og ónógar upplýsingar hjá Siglinga- málastofnun áður en bráðabirgða- skýrslan var skrifuð sem trúnaðar- mál. En það er náttúrulega með ólík- indum ef Siglingamálastofnun ætlar sér að kaupa niðurstöður á fölskum forsendum hjá Iðntæknistofnun til þess að verja eigin mistök, mistök sem hafa skipt sköpum um líf og dauða. Hér er ekki aðeins vegið að heiðri Iðntæknistofnunar, heldur hef- ur Siglingamálastofnun gert svo hrikaleg mistök að samgönguráð- herra er skylt að taka málið úr hönd- um stofnunarinnar. Þegar stofnun eins og Siglingamálastofnun ætlar að kaupa atvinnuróg af annarri stofnun er meira en ástæða ti) þess að staldra við.Eins og mál hafa þró- ast verður lokaskýrsla málsins ekki á ábyrgð verkkaupa, heldur Iðn- tæknistofnunar, og úr því sem komið er verður að kanna málið í botn, gera rannsókn á þeim búnuðum sem um er að ræða með tilliti til þess sem hönnuðir þeirra ætlast til og síðasta reglugerð Sigiingamálastofnunar að minnsta kosti. Eg trúi því að minnsta kosti ekki að Iðntæknistofnun sé til- búin til þess að selja heiður sinn fyr- ir hvað sem er þegar um mannslíf er að tefla. Þegar Sigmundsbúnað’ur fór til skoðunar hjá Iðntæknistofnun að beiðni Siglingamálastofnunar iof- aði Siglingamálastjóri því að búnað- urinn yrði prófaður samkvæmt þeim kröfum sem hönnuðurinn gerir ráð fyrir og eru meiri en reglugerð Sigl- ingamálastofnunar setur fram, en þetta loforð hefur verið svikið gjör- samlega. Siglingamálastofnun hefur verið að möndla rangar upplýsingar og ónógar til þess að fá út þóknan- lega niðurstöðu án tillits til öryggis sjómanna. Siglingamálastjóri hefur valdið trúnaðarbresti með málsmeð- ferð sinni væntanlega í þeirri von að kerfið muni veija hann. Það kann að vera rétt athugað hjá Siglinga- málastjóra , en reynslan mun ekki veija hann og hún er of dýru verði keypt í þessu máli. Við sem höfum verið að beijast í öryggismálum sjó- manna af áhuga viljum samvinnu við ráðamenn en ekki stríð , en við betj- umst endalaust ef á þarf að halda þegar menn klúðra framgangi örygg- ismála sjómanna svo sem raun ber vitni. Núverandi siglingamálastjóri hefur gert ýmislegt jákvætt en í þessu máli er staða hans til mikillar skammar og mál að úr verði bætt. Óstjórn í eftirliti Siglingamálastofnunar og aðhaldi Við sem höfum barist fyrir sjálf- virkum sleppibúnaði björgunarbáta höfum það eitt að markmiði að um borð í bátaflotanum sé besta tækið sem völ er á, Sigmunds-búnaðurinn, því það er biáköld staðreynd að ekk- ert í hugmynd Sigmunds og hönnun hefur brugðist, en hins vegar hefur eftirlitshlutverk Siglingamálastofn- unar brugðist hrapallega og eðlileg framkvæmd og framþróun málsins. Gott dæmi er atvik í Ólafsvík fyrir skömmu þar sem vírar í búnaðinum voru of langir og skoðunarmenn höfðu sagt hann í lagi þótt þeir hefðu ekki gengið úr skugga um það eins og þeim bar. Þetta er ekki Sig- munds-búnaðinum að kenna, því hann þarf eðlilegt viðhald og skoðun eins og önnur öryggistæki, þetta er eina ferðina enn að kenna trassaskap Siglingamálastofnunar í þessu máli. Siglingamálastofnun kom á ströngu eftirliti með gúmmíbjörgunarbátum, neyðarblysum og öðrum neyðarbún- aði, en sjálfvirki sleppibúnaðurinn hefur verið hornreka í þeim búskap, eins konar tilraunatæki í 8 ár. Við höfum tugi dæma um það að skipa- skoðunarmenn víða um land ráðlögðu sjómönnum og útgerðarmönnum að kaupa Olsen-búnaðinn um borð í báta sína, enda ekki að furða, þvi æðstu menn Siglingamálastofnunar mæitu svo fyrir án þess að gefa stimpil út á það. Að bjarga björgu narbátum en ekki mönnum Það er jafnframt ljóst að sjálfvirki Olsen-búnaðurinn, sem flokkaður hefur verið undir sjálfvirkan sleppi- búnað, og er í yfir 90% landsflotans vegna undarlegra afskipta Siglinga- málastofnunarmanna á sínum tíma héfur aldrei skilað mönnum á land, en búnaðurinn hefur bjargað gúmm- íbjörgunarbátum. Vegna þessarar döpru reynslu samdi Siglingamála- stofnun nýja reglugerð um sjáifvirk- an sleppibúnað björgunarbáta í fyrra vetur og samgönguráðuneytið gaf hana út. Þessi reglugerð útilokar í rauninni Olsen-búnaðinn, dæmir hann úr leik á þessu stigi hjá öllum smærri bátum, vegna þess að hann uppfyllir ekki þau tvö grundvallarat- riði sem reglugerðin heimtar, en öll rök mæla hins vegar með því að það hafi Sigmunds-búnaðurinn alltaf get- að gert, enda hefur Siglingamála- stofnun aldrei gert athugasemdi’’ við það og þar liggur því endanlega ábyrgðin. Hins vegar hafa Eyjamenn alltaf lagt ofurkapp á að gerðar yrðu alvöru tilraunir í vatni með búnaðinn og nú loksins er það að gerast á vegum Iðntæknistofnunar íslands. Það er hins vegar furðulegt að þegar Siglingamálastofnun hafði samið reglugerð sem í raún byggðist á grundvallarmöguleikum Sigmunds- búnaðarins, skyldi Siglingamála- stofnun leggja til að viðurkenning á Sigmunds-búnaði yrði felld niður af því að Olsen-búnaðurinn stóðst ekki reglugerðina. Er þetta ekki eitthvað í ætt við súru epiin og ósamboðið opinberri stofnun? Til hamingju sjómenn, ef... ? „Nú er full ástæða til þess að óska ykkur Vestmanneyingum til ham- ingju, Sigmunds-búnaðurinn hefur orðið ofan á,“ sagði einn af æðstu mönnum samgönguráðuneytisins við undirritaðan í fyrra vetur þegar reglugerðin var gefin út. í fyrsta lagi vil ég vekja á því athygli að Siglingamálastofnun hefur aldrei, hvorki í beinum bréfum til sjómanna eða útgerðarmanna, né í fjölmiðlum, útskýrt hvað nýja reglugerðin þýddi í raun og veru. í öðru lagi var ekki ástæða til þess að óska Vestmanney- ingum sérstaklega til hamingju með þessa niðurstöðu, heldur öllum sjó- mönnum landsins ef Siglingamála- stofnun hefði haft þrek til þess að fylgja málinu eftir af einurð í stað þess að sverta í sífellu störf for- göngumanna í þessu mikilvæga hagsmunamáli sem varðar líf eða dauða. Furðulegur blekkingavefur til þess að skjóta sér undanábyrgð Siglingamálastjóri segir að Sigl- ingamálastofnun hafi á sínum tíma verið mótfallin setningu reglugerðar um sjálfvirkan sleppibúnað um borð í bátaflotann og kennir nú um þrýst- ingi úr „ýmsum áttum“. Hvaða stofn- un er það sem lætur neyða sig til þess að framkvæma atriði í öryggis- málum ef hún hefur ekki trú á verk- efninu? Sú stofnun er vanhæf, og þetta er því haldlítið reipi í málinu. Þá má minna siglingamálastjóra á að til eru tiilögur frá Siglingamála- stofnun frá 1982, eða þar um bil, þar sem segir í 5. grein að sjálf- virkur sleppibúnaður skuli settur á alla gúmmíbjörgunarbáta um borð í fiskiskipum. Eyjamenn lögðu hins vegar til að aðeins yrði sjálfvirkur búnaður á einum bát um borð í hveiju fiskiskipi á meðan tækið fengi reynslu um borð. Magnúsi siglinga- málastjóra ætti að vera kunnugt um þetta, því þegar hann tók við emb- ætti siglingamálastjóra beitti hann sér fyrir því að miðað yrði við sjálf- virkan búnað á einum björgunarbáti, eins og Eyjamenn höfðu lagt til á sínum tíma. Siglingamálastjóri segir réttilega að það þurfi nokkur ár í tilraunir áður en búast megi við lág- marks bilanatíðni. Sigmunds-búnað- urinn hafði verið reyndur í nokkur ár áður en hann fór um borð í Eyja- flotann og síðar Hornafjarðarflotann þar sem hann er nær eingöngu auk þess að vera í hluta af Þorlákshafnar- flotanum og í einstaka bátum hér og þar um landið. Hins vegar var hann ekki fullprófaður neðansjávar og því hafa Eyjamenn og aðrir áhugamenn. sífellt hvatt til þess og lagt á það áherslu að nauðsynlegt sé að prófa búnaðinn undir vatni á faglegan hátt og ganga úr skugga um hvort gera þurfi einhveijar breyt- ingar í lokaútfærslu hugmyndarinn- ar, en það var jafn nauðsynlegt að þetta yrði unnið á Vegum hlutlauss aðila og því miður getur Siglinga- málastofnun ekki talist hlutlaus að- ili, enda rannsóknin nú í höndum Iðntæknistofnunar íslands. Siglinga- málastofnun samþykkti hins vegar Olsen-búnaðinn á vikugamalli teikn- ingu án þess að tækið hefði svo mik- ið sem verið smíðað og prófað. Hvaða samræmi er í slíkum málflutningi hjá siglingamálastjóra annað en það að slúðra um það sem ekki var ástæða til. Þó svo að Sigmunds- búnaðurinn hafi staðist öll atriði í hönnum frá upphafi miðað við þær körfur sem hönnuðurinn gerði og kynnti opinberlega var full ástæða og skylda til þess að fylgjast grannt og gagnrýnið með reynslunni af hon- um. Ef Siglingamálastofnun hefði komið fram í þessu máli af alvöru og ábyrgð og unnið á jákvæðan hátt að framgangi mála með það í huga að öryggið yrði enn meira þá væri ugglaust búið að gera enn betra tæki úr hugmynd Sigmunds, en vettlingatökin af hálfu opinberu aðil- anna breyttu spennandi átaki í ömur- lega hártogun sem hefur nú staðið í nær 8 ár, eða þann meðaltíma sem það virðist taka Siglingamálastofnun að komast að niðurstöðu í meirihátt- ar málum. Allt starf Siglingamála- stofnunar í þessu máli hefur byggst á því að ráða ferðinni, skjóta sér undan ábyrgð og viðhalda óvissunni, og málið hefur verið unnið eins óskipulega og frekast var unnt, aldr- ei samþykktar eða staðfestar reglur um uppsetningu Sigmmunds-búnað- arins, aldrei gerðar formlegar at- hugasemdir við framleiðendur né haft markvisst samband við skoðun- armenn og það sem er furðulegast, að miðað við skoðunartöflur siglinga- málastjóra þá skyldi maður ætla að stofnunin hefði veitt framleiðendum, uppsetningaraðilum og skoðunar- mönnum tiltal, en það hefur hins vegar aldrei verið gert. Eftir að sigl- ingamálastjóri skrifaði grein sína síðastliðið haust hefur það fengist staðfest hjá Siglingamálastofnun að töflurnar um háa bilanatíðni í Sig- munds-búnaði eru birtar án þess að Eyjaflotinn sé inni í því dæmi og þar er þó langstærstur hluti þeirrar teg- undar. Það er ótrúlegt að siglinga- málastjóri skuli birta niðurstöður í skoðun án þess að Eyjaflotinn með um 70 búnaði sé inni i myndinni og enn ótrúlegra að hann skuli ekki geta þess í grein sinni. Þá ber að undirstrika það enn einu sinni að framleiðendur Sigmunds-búnaðar hafa nær undantekningalaust aldrei fengið að vita um bilanir nema að leita eftir því eftir að hafa heyrt um málið í fjölmiðlum og þar ræður happa og glappa aðferðin miklu hvað birtist. Þessi aðferð og vinnubrögð Siglingamálastofnunar heita hins vegar í stuttu máli: Að sá tortryggni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.