Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 46
46 MORGUNBIAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JUNI 1989 Hjartanlegar þakkir sendi ég öllum, sem glöddu migá 95 ára afmœlisdaginn 22.júnísl. Guð blessi ykkur öll. Lilja Gamalíelsdóttir. 0HITACHI Sjónvarpstæki, myndbandstæki og tökuvélar. 0HITACHI Þinn hagur. /M* RÖNNING •//»/ heimilistæki KRINGLUNNI 8-12/103 REVKJAVÍK/SÍMI (91)685868 SERIE S126 S131 S134 4ra manna Lengd:2,6m Breidd: 1,5 m Hleðsluþol: 400 kg Verðkr. 68.160,- 4ra manna Lengd: 3,1 m Breidd. 1,5 m Hleðsluþol: 400 kg Verð kr. 82.285,- ‘ 5 manna Lengd: 3,4 m Breidd: 1,68 m Hleðsluþol: 450 kg Verðkr. 103.143,- Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16, 108 Reykjavík - Simi 91-680 780 - fáránlegar reglur Til Velvakanda. Ég er fyrir löngu búin að borða hana. Tollarinn fann hana ekki. Enda var ég með skírteini upp á það, að hún væri soðin. Það er vegna landkynningarinnar eftir- sóttu að ég segi söguna. Yfirtollþjónninn í Keflavík hafði gert mér þann greiða að segja mér gildandi reglur og lagði sérstaka áherslu á þá, að ekki megi koma heim með pylsu, nema hún sé soð- in, og ætti helst að fylgja vottorð. Nú hef ég ekkert vit á pylsugerð, og varð ég því að fara nokkrar ferð- ir til deildarstýrunnar og spyija hana, hvort hin eða þessi pylsa væri soðin. Svarið var ailtaf skýrt „nei“. Loksins brást henni þolin- mæði, og hún sagði nokkuð ákveð- in, að ég skyldi bara borða pyls- una, hverrar tegundar sem hún væri, þær væru allar góðar, en þær væru allar reyktar. Og svo bætti hún við, með dálítið fyrirlitlegum blæ, nema lifrarpylsur. Þær eru nefnilega þær ódýrustu og mig langaði ekki í þær, en keypti þó. Fór ég þá enn einu sinni til hennar og bað hana um vottorð. Nú var henni allri lokið. Hún væri sölu- stjóri, hún væri engin skrifstofa. Og hvar er skrifstofan? Hún benti mér í áttina. Hún var full af fólki, fjórar kon- ur voru að afgreiða. En allt féll í dúnalogn, þegar ég bar fram erindi mitt. „Vottorð fyrir pylsu? Við erum hér að taka á móti peningum, við vitum ekkert um pylsur." Eg aftur til deildarstýrunnar. Hún sá aumur á mér, fýlgdi mér þegjandi til skrif- stofunnar: „Gefið henni vottorð, ég skal ábyrgjast það.“ Og burt var hún, en ég fékk vottorðið. Sagan endar í Keflavík. „Eitt- hvað tollnæmt?" „Nei, ég er bara með eina litla lifrarpylsu, og hér er vottorðið." „Viltu opna töskuna. Og hina.“ Hann rannsakaði tösk- umar nákvæmlega og svo lengi, að rútan varð að bíða eftir mér. Þetta er nú samt engin gaman- saga. Ég skammast mín enn fyrir, hvað ég stóð mig illa, og skellihlát- urinn glamrar enn í eyrum mér. Um leið og skrifstofukonan afhenti mér vottorðið, sagði hún að slíkt hefði aldrei fyrr komið fyrir, að beðið væri um vottorð fyrir pylsu. Þá stóð ég mig enn vel, sagði ekki, að ég mætti ekki óhreinka mitt hreina land með óhreinni vöru frá öðrum löndum, ég sagði bara: „Það eru lögin hjá okkur.“ Og út vildi ég. En ég komst ekki. Mannfjöldinn sló hringinn um mig. Fólk hafði líklega verið spennt og beðið eftir endalokum. Og nú dundu spurning- ar niður á mér: Hvaðan eruð þér? Hvaða land er þetta? Það hvarflaði að mér að segja Kína, en ég var uppgefin, og ég sagði ísland. En ég hef lært af reynslunni, og ég mun ekki aftur koma heim með erlenda pylsu, ef ég skyldi aftur fara utan. Því það gæti verið að lifrarpylsan mín — og annarra — gæti hafa valdið þessum núverandi erfiðleikum í íslenska kjötiðnaðin- um. Ég keypti nefnilega enga íslenska pylsu, meðan ég var með þessa þýsku, og ekki í nokkurn tíma á eftir. En óskandi væri, að vald- hafarnir settu upp skilti eða töflu, þar sem utanfarar gætu kynnt sér lögin, eða þá að láta fólk fá blað- snepil með lögunum í hendurnar. Fávís, en löghlýðin kona á áttræðisaldri. Mesti * mengunar- t valdurinn Kæri Velvakandi. Laugardaginn 24. júní síðastlið- inn las ég í Morgunblaðinu eftirfar- andi fullyrðingu: „Máfurinn er mesti mengunarvaldurinn". Full- yrðingu þessa setti fram einstaklingur úr mannfélaginu. Ég vil gagnrýna orð þessa manns harkalega, bæði vegna þess að þau eru ósönn, og einnig vegna þess að máfurinn getur ekki svarað fyr- ir sig á prenti. Ef einhver er mengunarvaldur hér á jörð, þá eru það ekki dýr merkurinnar, fuglar himinsins eða fiskar sjávarins, heldur maðurinn. Og þó ljót orð hafi fallið um fæðu- öflun máfsins m.a. þegar hann sést I gleypa litla andarunga á Tjörninni í Reykjavík, og hann réttdræpur um allar jarðir, þá tel ég fæðuöflun I hans ekki mikinn glæð miðað við það þegar einstaklingar af mann- kyninu leiða skipulega til slátrunár hvert haust lítil börn af kindakyni og stráfella ýsur og þorska, svo ekki sé minnst á viðurstyggilega leiki mannkynsins svo sem laxveið- ar og skyttri á ijúpu og gæs. Einar Ingvi Magnússon Ráðist á garð- inn þar sem hann er lægstur Til Velvakanda. Það er með ólíkindum hvað „verkalýðsrekendur", BSRB og ASÍ, I geta lagt sig lágt við að leiða at- hygli fólks frá lélegri samningagerð þeirra sjálfra í vor. Líklaga er áskor- ? unin til almennings um að kaupa ekki mjólk í að minnsta kosti þijá daga eitthver sú mesta lágkúra sem gripið hefur verið til í þessu skyni. Þarna er ráðiðst á garðinn þar sem hann er lægstur og þykir það aldrei stórmannlegt. Aðgerðin skaðar eng- an nema bændur enda fá þeir minnst af verðhækkuninni í sinn hlut. Síðar kemur að launþegum sjálfum að greiða tjónið sem af þessum aðgerð- um hlýst. Það hefði verið skynsamlegra að bregðast á myndarlegan hátt gegn ýmsum öðrum aðgerðum þessarar dæmalausu ríkisstjórnar því þar er af nógu að taka. Hugsanlega er þetta einn liður í því að etja launþegum hveijum gegn öðrum en það virðist henta vel að sumra áliti í þeirri pólitísu refskák sem leikin er um þessar mundir. Grétar Eiríksson, félagi í BSRB Víkverji skrifar Enn kemur upp eldur í sovézkum kjarnorkukafbáti og Rússar láta ekki svo lítið sem tilkynna næstu nágrönnum sínum óhappið. Þeir létu Norðmenn ekki vita af því, heldur námu þeir sjálfir neyðar- kall bátsins og sendu flugvél á vett- vang sem komast að því hvað um var að vera. Tíð kjarnorkuóhöpp í Sovétríkjurium vekja ugg um víða veröld. Eigi alls fyrir löngu las Víkveiji fréttir af því að mengunarvarnir í Sovétríkjunum væru svo slæmar, að víða væru landssvæði þar eystra að verða óbyggileg vegna geislunar frá úrgangi, sem grafinn væri í jörðu. Tillitsleysið við sovézka borg- ara virðist vera algjört og raunar við allt lífríki á jörðu, því að þetta mikla iðnríki virðist vera langt á eftir öllum öðrum iðnríkjum í al- mennum mengunarvörnum. Vöntun mengunarvarna víða um lönd og eyðing regnskóga í Suður-Ameríku eru Iíklegast válegustu tíðindi, sem fréttir berast af. Hafi einhvern tíma verið þarft verkefni fyrir Samein- uðu þjóðirnar að fást við og leysa, þá er það þetta, sem þær ættu að beina kröftum sínum aðT XXX Sama dag og Magnús Thorodd- sen er dæmdur frá embætti í undirrétti og sjónvarpið skýrir frá dómsniðurstöðum, birtir það mynd úr boði á heimili forsætisráðherra, þar sem tekið var á móti Harri Holkeri forsætisráðherra Finna. Heldur var þessi fréttamyndataka óvenjuleg og hefur áður verið látið nægja að taka mynd í Leifsstöð við komu slíkra gesta. Eins og lesendur Morgunblaðsins rekur minni til, urðu miklár umræð- ur um veizlur ráðherra og áfengis- kaup þeirra á sama tíma og mál Magnúsar varð opinbert, og þá einkum veizlur á heimili forsætis- ráðherrans. Birti hann skýrslu um fjölda þeirra opinberlega. Þessi skýrslugerð í gegnum fréttastofu sjónvarpsins virðist halda áfram. Var myndatakan á heimili forsætis- ráðherrans kannski tilviljun? XXX Laxveiðarnar virðast fara vel af stað, að minnsta kosti hér suð- vestanlands. Fréttir af veiði í Laxá í Kjós lofa góðu, þar sem á mánu- dagskvöld voru komnir 160 laxar á Iand. Árdegis á mánudag komu 26 laxar á land og samkvæmt frétt Morgunblaðsins sl. þriðjudag, gerð- ist svipað í fyrrasumar, er áin varð „blá“ af laxi á einni nóttu og mok- veiddist síðan í henni fram á haust- ið. Þetta lofar svo sannarlega góðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.