Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JUNI 1989 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989 27 plirrgl Útgefandi mtMafeife Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Hlaupið frá ætlun- arverki ráðherra Snörp orðaskipti milli Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra og starfs- manna Hagvirkis fyrir utan Ráðherrabústaðinn á þriðju- dag verða mönnum minnis- stæð. Ráðherrann hélt hinu sjálfsagða á loft, að fyrirtæki ættu að standa í skilum til ríkisins á þeim söluskatti, sem þau hefðu innheimt. Starfsmennimir minntu ráð- herrann á þá staðreynd að Hagvirki hefði alls ekki inn- heimt söluskatt í hinu um- deilda máli og beðið væri eft- ir úrskurði ríkisskattanefnd- ar um hvort það hefði verið skylt að gera það. Þegar Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra bauð svo fulltmum starfsmanna til viðræðna við sig í Ráðherra- bústaðnum í stað þess að munnhöggvast við þá úti á götu, kom í ljós að ríkis- stjórnin myndi taka mið af kröfum fólksins. Síðdegis skýrði svo Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra frá því að hann hefði breytt fyrri ákvörðunum sínum. Féll hann þar með frá þeirri kröfu, að Hagvirki greiddi hina umdeildu fjárhæð í bein- hörðum peningum strax og sagði að ríkisskattanefnd myndi útkljá málið fyrir 14. júlí. Ríkisstjórnin lét undan þrýstingi fólksins sjálfs, starfsmanna Hagvirkis. Hann kom ráðhermm greini- lega í opna skjöldu og þeir hlupu frá ætlunarverki sínu og viðurkenndu að greiða þyrfti úr lögfræðilegum álita- efnum, áður en lengra væri haldið. En hvemig má það vera, að ráðherrar, ríkis- stjórnin öll og embættismenn sjái það fyrst, þegar fólk rís gegn þeim á götum úti að skynsamlegt sé að hafa laga- gmnninn á hreinu, áður en valdi er beitt og fyrirtækjum lokað? Sú staðreynd að ástæða þyki til að varpa slíkri spurningu fram vekur ein óhug. Hvernig má það vera, að fyrst ætli stjórnvöld að gera menn eignalausa og síðan skuli athugað, hvort fyrir því séu lagalegar for- sendur? Hvað hefði verið sagt ef konungsvaldið hefði komið þannig fram við landsmenn fyrr á öldum? Stefnubreyting stjórn- valda eftir gagnrýnina sem þau urðu fyrir vegna hinna harkalegu aðgerða gegn Hagvirki ýtir undir þá skoð- un, að þeir sem nú fara með völd í landinu beiti þeim til hins ýtrasta, túlki allan vafa á lögmæti sér í hag og hugi aðeins að sér, eftir að al- menningur hefur risið upp til andmæla. Stjórnarhættir af þessu tagi bera sama svip- bragð og þeir sem tíðkaðir em í einræðisríkjum sósíal- ista. Þar er almenningur hins vegar enn barinn til hlýðni og mótmæli fólksins brotin á bak aftur með eiturgasi eða skriðdrekum. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ekki aðeins túlkað lög- fræðilega óvissu sér í hag heldur hefur hann einnig mismunað fyrirtækjum í inn- heimtu. Geðþóttinn kemur þannig alls staðar við sögu. Skýring íjármálaráðherra á því hvers vegna hann breytti um stefnu gagnvart Hagvirki er dæmigerð fyrir stjórnarhætti hans. í Morg- unblaðinu í gær svarar hann spurningu um stefnubreyt- inguna á þessa leið: „... sagðist hann þá hafa rætt sérstaklega við formann ríkisskattanefndar um mögu- leika á að hraða afgreiðslu máls Hagvirkis og niðurstað- an hefði verið, að úrskurður yrði kveðinn upp innan 2 vikna.“ Á að skilja þessa yfir- lýsingu svo, að hamagangur- inn gegn Hagvirki hafi haft þann megintilgang að ýta á eftir því að ríkisskattanefnd úrskurðaði í máli félagsins? Hvar sem drepið er niður í þessu máli staðnæmast menn við þá staðreynd, að málatilbúnaður stjórnvalda er með ólíkindum. Hann gref- ur undan trú manna á því að jafnt gangi yfir alla og að hlutlægt mat sé látið ráða við afgreiðslu hinna við- kvæmustu mála. Hvort tveggja eru meginforsendur réttarríkis. Næsta skrefið eftir Jónas Haralz Sú sameining fjögurra íslenzkra banka, sem nýlega náðist sam- komulag um er mikið ánægjuefni. Viðleitni tveggja áratuga til rót- tækra umbóta í íslenzkum banka- málum, iandi og þjóð til hagsbóta, hefur loksins borið árangur. í stað smárra, sérhæfðra stofnana á þröngum grunni kemur til sögunnar veigamikill, alhliða banki byggður á víðtækri eignaraðild. Leiðin er greið til raunverulegrar samkeppni á milli innlendra jafnt sem erlendra banka og annarra fjármálastofn- ana, leið til bættrar þjónustu og lægri tilkostnaðar. Enn vantar þó allmikið á, að við- hlítandi árangur hafi náðst. Það þarf að taka skref til viðbótar, og það helzt sem allra fýrst. Það þarf að breyta skipulagi þeirra tveggja banka, sem enri eru í ríkiseign, svo að allir bankar geti starfað og keppt hver við annan á sambærilegum grundvelli. Þessar línur eru ritaðar til þess að skýra í sem fæstum orð- um hvers vegna þetta er nauðsyn- legt og hvers vegna ætti að geta orðið almennt samkomulag um næsta skref til umbóta í íslenzkum bankamálum. Að lokinni sameiningu bankanna fjögurra verður meira en helmingur bankakerfisins enn í ríkiseign. Þess- ir ríkisbankar njóta ríkisábyrgðar á skuldbindingum sínum. Það er jafn- framt til þess ætlazt, að þeir taki sérstakt tillit til einstakra atvinnu- greina og ýmissa annarra sjónar- miða stjórnvalda. Þeir lúta yfir- stjórn bankaráða, sem kjörin eru af Alþingi á grundvelli pólitískra sjónarmiða. Skipulag þeirra og starfshættir eru mótaðir í farveg opinberra stofnana en ekki fyrir- tækja, sem starfa í samkeppni á opnum markaði. Starfsemi þeirra tveggja banka, sem hér um ræðir, hefur að mörgu leyti tekizt vel. Stjórnendur þeirra hafa leitazt við að byggja rekstur- inn á viðskiptalegum sjónarmiðum, en starfsemin hefur eigi að síður í grundvallaratriðum orðið að lúta því skipulagi, sem henni hefur verið búið. Nýjar aðstæður, opnun mark- aðarins og tilkoma öflugs einka- banka, kreijast nú breytinga. Það er enn ekki tímabært að flytja eignaraðild að þessum bönkum frá ríkinu til einkaaðila. Það er hins vegar nauðsynlegt að breyta skipu- lagi bankanna svo að samkeppni verði háð á sambærilegum grund- velli og fullt gagn geti orðið af sam- einingu bankanna fjögurra. í þessu skyni verður að breyta ríkisbönkun- um tveimur í hlutafélög, sem eru í eigu ríkisins, en starfa á viðskipta- legum grundvelli án ábyrgðar ríkis- ins umfram hlutafjáreign. Það eru þijár sérstakar ástæður fyrir nauðsyn þeirra umbóta, sem hér um ræðir. Fyrsta ástæðan er þörf bankanna á fjármagni. Bæði viðskiptavenjur og bein lagafyrirmæli krefjast þess, að eigið fé banka sé í tilteknu hlut- falli við skuldbindingar þeirra. Vax- andi starfsemi krefst aukins fjár- magns, sem einkabankargeta leitað eftir á opnum markaði. Reynslan bæði á íslandi og í öðrum löndum sýnir hins vegar að ríkið er ófáan- legt til að leggja bönkum til fé nema þegar til fullkominna vandræða horfír, jafnvel þótt ríkið sjálft sé eini eigandinn. Ríkisbankar hafa því orðið að treysta á ágóðann ein- vörðungu til að styrkja eiginfjár- stöðu sína. Þeim ágóða eru þó oft- ast þröngar skorður settar, ekki sízt fýrir tiiverknað ríkisins sjálfs. Eigi ríkisbankar að geta keppt við einkabanka verða þeir því að geta leitað ijármagns á opnum markaði eins og einkabankar gera. Til þess að þetta sé kleift verður að breyta skipulagi bankanna á þann hátt, sem að ofan greinir. Önnur ástæðan er ábyrgð ríkisins á skuldbindingum banka í þess eign. Sú ábyrgð veitir ríkisbönkum sér- réttindi umfram einkabanka og getur ekki lengur átt við, þegar Jónas Haralz „Nýjar aðstæður, opn- un markaðarins og til- koma öflugs einka- banka, kreflast nú breytinga. Það er enn ekki tímabært að flytja eignaraðild að þessum bönkum frá ríkinu til einkaaðila.“ full samkeppni á að ríkja. Þar við bætist að slík ábyrgð er engri stofn- un eða stjórnendum holl, auk þess sem þing og ríkisstjómir kæra sig síður en svo um að standa við skuld- bindingar af þessu tagi, þegar til á að taka. Þriðja ástæðan er ekki sú veiga- minnsta. Hún er sú að ef ríkis- bankar eiga að geta staðið sig í harðri samkeppni við öfluga einka- banka verður skipulag þeirra og starfshættir að vera hliðstæðir því, sem tíðkast í atvinnurekstri al- mennt. Það verður að vera unnt að breyta fyrirkomulagi og aðferðum með skömmum fyrirvara og taka ákvarðanir með skjótum hætti. Framkvæmdastjórn verður að hafa fullt vald á ákvörðunum í samræmi við almenna stefnu sem jrfirstjórn bankans markar. Framkvæmda- stjóra verður að velja á grundvelli hæfni og reynslu og verk þeirra að metast á grundvelli viðskiptalegs árangurs. Þetta getur gerst enda þótt ríkið verði sem fyrr aðaleig- andi bankanna, en það getur ekki gerzt nema með þeirri skipulags- breytingu, sem að ofan greinir. í Landsbankanum fer nú fram athug- un á skipulagi og starfsemi bankans með aðstoð erlends ráðgjafa. Þetta er góðra gjalda vert, en engar breytingar geta orðið árangursríkar nema sjálfum grundvellinum sé breytt. Það er ástæða til að ætla að um breytingar af því tagi, sem hér hafa verið ræddar geti orðið víðtækt samkomulag. Núverandi ríkisstjórn og þeir fiokkar, sem að henni standa hljóta að vilja fylgja eftir þeim sigri, sem nú hefur unnizt með sam- einingu bankanna íjög'urra. Að öðr- um kosti kemur sá árangur ekki nema að hálfum notum. Stjórnar- andstaðan getur á hinn bóginn ekki verið mótfallin róttækum breyting- um sem eru í samræmi við hennar eigin stefnu, enda þótt það komi í hlut andstæðinganna að hrinda þeim breytingum í framkvæmd. Þar við bætist, sem einnig skiptir miklu máli, að með því að opna fjármagns- markaðinn, efla einkabanka og umbylta skipulagi ríkisbanka eru íslendingar að fara að fordæmi fjölda þjóða um heim allan, hvort sem er í vestrænum iðnrílq'um, þró- unarlöndum eða í ríkjum sósíalism- ans. Það fordæmi byggist á dýr- keyptri reynslu við hinar ólíkustu aðstæður. Það er ekki eftir neinu að bíða að taka næsta skref til umbóta í íslenskum bankamálum. Höfundur var áður bankastjóri Landsbankans ogformaður Sambands íslenzkra viðskiptabanka. Morgunblaðið/RAX Holkeri í Almannagjá HARRI Holkeri, forsætisráðherra Finnlands, hóf þriðja dag opinberrar heimsóknar sinnar til íslands með laxveiði í Laxá í Kjós, þar sem hann dró tvo laxa. Þaðan héldu þeir Holkeri og Steingrímur Hermanns- son svo til Þingvalla, þar sem þingstaðurinn forni var skoðeður undir leiðsögn sr. Heimis Steinssonar þjóðgarðsvarðar. Hér sjást forsætisráð- herramir ganga með sr. Heimi niður Almannagjá. Finnsku gestimir snæddu hádegisverð í sumarbústað forsætisráðherra og þaðan var haldið að Geysi og Gulifossi. Starfsfólk bráðamóttöku Landspítalans: Aminnum hvort annað um að vanda íslenskuna „VIÐ sem vinnum á bráðavakt Landspítalans höfðum málverndarviku í apríl og borguðum sekt fyrir hveija málvillu eða útlenda slettu. Síðan höfum við rætt heilmikið um gildi þess að tala rétta íslensku og áminnt hvort annað þegar okkur verður á í messunni," segir Gyða Baldursdóttir deildarhjúkrunarfræðingur. Guðmundur Krist- mundsson, verkefnissljóri málræktarátaks, segir að starfsfólk á Lands- pítalanum sé ekki eitt um áhugann á að leggja meiri rækt við móður- málið. Guðmundur segir ij'ölmarga hafa haft samband við sig vegna mál- ræktarátaksins; fólk úti í bæ og forráðamenn fyrirtækja, skólamenn og auglýsingafólk sem vili leggja sitt af mörkum til að kynna átakið. Eins og komið hefur fram í fjölmiðl- um skipaði menntamálaráðherra nefnd í apríl til að skipuleggja sér- stakt málræktarátak. Nefndin lýkur störfum í desember en Guðmundur kveðst vona að átakinu ljúki ekki við svo búið, fólk hugleiði áfram hvernig vanda megi málið. Landspítalinn er einn þeirra vinnustaða þar sem gerð hefur ver- ið gangskör að því að hreinsa mál- ið. Gyða Baldursdóttir segir að hug- myndin hafi kviknað við áramóta- ávarp forsetans. „Vigdís ræddi um gildi þess að leggja rækt við íslensk- una,“ segir Gyða, „og mér varð hugsað til hrognamálsins sem við tölum yfir sjúklingunum. Seinna las ég í blöðunum um málræktarvikur í skólum og slagorð sem krakkarn- ir höfðu búið til.“ „Við á bráðadeildinni ákváðum að reyna að taka okkur á, létum útbúa nælur og bjuggum til vegg- spjald með slagorðum. Svo borguð- um við tíu króna sekt fyrir hvetja málvillu eða slettu. Þetta var nú alveg að fara með fjárhag sumra, svo að nú látum við nægja að áminna hvört annað um að tala rétt mál.“ Morgunblaðið/Bjarni Þessar starfskonur á bráðamóttöku Landspítalans áminna hver aðra þegar þær sletta latínu eins og títt er um fólk í heilbrigðisstéttum. Á tímabili lá tíu króna sekt við að gera málvillu, en fjárhagur sumra varð heldur illa úti. Skálholtskirkja: Manuela og Pétur leika á fyrstu Sumartónleikunum ÁRLEGIR Sumartónleikar í Skálholtskirkju Iiefjast á laugardag. Verða tónleikar í kirkjunni fimm helgar, en þeim lýkur um verslun- armannahelgina. Þetta er fimmtánda sumarið sem slík tónlistar- hátíð er haldin I Skálholti. Morgunblaðið/Bjami Manuela Wiesler flautuleikari og Pétur Jónasson gítarleikari leika á fyrstu Sumartónleikum í Skálholtskirkju á þessu sumri. Tónlistarmennirnir Manuela Wi- esler, flautuleikari, og Pétur Jónas- son, gítarleikari, leika á fyrstu tón- leikum hátíðarinnar að þessu sinni. Manuela hefur undanfaið starf- að í Póllandi og Tékkóslóvakíu, bæði við upptökur og tónleikahald, meðal annars með Slóvakísku Fílharmóníunni. Manuela hefur verið endurráðin við hljómsveitina og mun hún leika með henni á komandi vetri. Hingað kemur hún eftir tónleika- og námskeiðahald í Svíþjóð. Pétur Jónasson hefur einnig veirð upptekinn af tónleika- og námskeiðahaldi undanfarið og er nú að undirbúa tónleikaferðir til Bretlands, Nýja Sjálands, Ástralíu og Singapore. Hann lék nýlega með Forest Philharmonic hljóm- sveitinni í London og leikur með þeim annan einleikskonsert innan tíðar. Ásamt þessu er unnið að útgáfu hljómdiska með leik hans. Að venju eru haldnir þrennir tónleikar hveija tónleikahelgi, tvennir á laugardag, klukkan 15 og 17 og einir á sunnudag, sem hefjast klukkan 15. Laugardags- tónleikamir klukkan 15 eru heig- aðir J.S. Bach, en á tónleikunum klukkan 17 er flutt samtímatón- list, meðal annars Tiibrigði við jóm- frú eftir Kjartan Ólafsson og Sicil- iana úr Cólumbínu eftir Þorkel Sigurbjömsson. Á sunnudag verð- ur flutt úrval úr efnisskrám laugar- dags. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Messa verður síðan í Skálholts- kirkju klukkan 17. Séra Guðmund- ur Oli Ólafsson predikar, en organ- isti er Hilmar Örn Agnarsson. Kammerkór undir stjórn Jóns Ól- afs Sigurðssonar fmmflytur messusöngva eftir Jón Þórarins- son,. Einnig verða fluttir þættir úr tónleikaskrám við messuna. Áætlunarferðir em á sunnudögum frá B.S.Í. klukkan 11.30 og til baka til Reykjavíkur klukkan 17.40. Dagskrá Sumartónleikanna Dagskrá Sumartónleikanna í Skálholti er annars sem hér segir: Önnur helgi, 8. og 9. júlí: Sembal- og orgeltónleikar. Rob- yn Koh leikur á sembal og Hilmar Órn Agnarsson flytur orgel- og söngverk ásamt Ernu Guðmunds- dóttur sópran. Þriðja helgi, 15. og 16. júlí: Tónverk eftir J.S. Bach leikin á uppmnaleg hljóðfæri. Meðal ann- ars verður flutt Tónafórnin. Kol- beinn Bjarnason leikur á flautu, Ann Wahlström og Lilja Hjalta- dóttir á fiðlu, Ólöf S. Óskarsdóttir á gömbu og Helga Ingólfsdóttir á sembal. Fjórða helgi, 29. og 30. júlí: Barokksveit Sumartónleikanna flytur söng- og hijómsveitarverk eftir Bach og Vivaldi. Konsert- meistari og einleikari er Ann Wa- hlström og einsöngvarar Margrét Bóasdóttir, sópran, Sverrir Guð- jónsson, alt, Michael J. Clarke, tenór og Ragnar Davíðsson, bassi. Fimmta og síðasta helgi, 5., 6. og 7. ágúst: Sönghópurinn Hljómeyki frum- flytur messu eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Elísabet Waage og Peter Verduym Lunel leika á hörpu og flautu. ORSAKAÞÆTTIR FLUGSLYSA íkennslu- og einkaflugi 1977 - 1988 % 75 50 25 0 1977 Flugmaður Veður [ l Bilun Annað Ársskýrsla Flugslysaneftidar 1988: Místök nær eina orsök flugslysa MANNLEG mistök áttu þátt í 95 af hundraði þeirra flugslysa, sem urðu hér á landi á síðasta ári, samkvæmt ársskýrslu Flugslysanefhdar, sem nýlega er komin út. Þar kemur einnig fram, að loftförum í landinu fjölgaði meira á síðasta ári heldur en nokkru sinni fyrr og einnig Qölg- aði einkaflugmönnum mikið. Samkvæmt ársskýrslunni voru 277 loftför skráð á landinu í lok ársins 1987. Um síðastliðin áramót voru þau hins vegar orðin 311 og hefur aldrei ijölgað jafn mikið á einu ári. Af þessum 311 loftförum voru skráðar 230 einkaflugvélar. Enn fremur kemur fram, að einkaflug- mönnum hafi Qölgað mikið á síðasta ári og um áramótin hafi 477 ein- staklingar haft gilt skírteini einka- flugmanns. I skýrslunni segir, að þegar litið sé yfir orsakir slysa og óhappa í flugi hér á landi komi í ljós svipað mynst- ur og hjá nágrannaþjóðunum. Hinn mannlegi þáttur sé iangstærstur og í 95% tilvika sé orsakanna meðal annars að leita hjá flugmanninum. Ekkert banaslys varð í flugi með íslenskum loftförum á síðasta ári og ekki urðu heldur alvarleg slys á mönnum. Hins vegar fjölgaði óhöpp- um í erlendu fetjuflugi hér við land og fórust fjórir í slíkum slysum. Alls ollu óhöpp í feijuflugi 30 útköll- um flugvéla Flugmálastjórnar og Landhelgisgæslu á síðastliðnu ári. Reykjavík: Samið við sænskt fyr- irtæki um fræsun Qöl- farinna gatna Reykjavíkurborg hefur gert fimm milljóna króna samning við sænskt verktakafyrirtæki um fræsun malbiks á nokkrum fjöl- fomustu götum borgarinnar. Fræstir verða kaflar á Miklu- braut og Kringlumýrarbraut og verða göturnar að mestu lokaðar umferð þá tíu til tólf vinnudaga sem verkið tekur. Hafist verður handa um miðjan næsta mánuð. Fræsarinn sem leigður verður af sænska fyrirtækinu Skánska AB er stórvirkari en tækin sem til eru hérlendis og tekur verkið því styttri tíma en ella. Tækið er einmitt leigt að utan til að stytta eins og hægt er tímann sem umferð raskast, að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar, aðstoðargatnamálastjóra. Þetta hefur verið gert annað hvert sumar að undanförnu. Fræstir verða 65 þúsund fer- metrar eða um 9 kílómetrar malbiks og nemur heildarkostnaður við verkið nálægt átta milljónum króna, að sögn Sigurðar. Við þá upphæð bætist malbikunarkostnaður, en nýtt malbik verður jafnóðum lagt á stóran hluta þess sem fræst er. Með tækinu koma þrír menn frá Svíþjóð og vinnuflokkur frá Reykjavíkurborg mun einnig vinna við verkið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.