Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 18
18 G8GI IVÍUt .es flUOAOUTMMra aiUAiEMUOHO] MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JUNI 1989 Þú rnálar með hjartanu Sagði Erró fyrir löngu síðan við Soffiu Þorkelsdóttur sem nú held- ur málverkasýningu á Flúðum Um þessar mundir stendur yfir á Flúðum í Biskupstungum sýning á málverkum eftir Soffiu Þorkelsdóttur. Þetta er fimmta einkasýning hennar. Soffia hefur verið búsett í Auðsholti í Biskupstungum undanfarna mánuði og þar spjallaði ég við hana fyrir skömmu og skoðaði málverk hennar. Soffia var marga vetur við nám í Handíðaskólanum, þar af einn vetur í málaradeild skólans. Á síðari árum hefur hún stundað nám við listaskóla í Danmörku. Verk Soffiu eru mjög margbreytileg að stíl og yfírbragði enda segir hún sjálf að hún hafi aldrei getað fest sig í neinu einu verklagi heldur hafi sífelld leit ein- kennt hennar listsköpun. Hún fæst einnig nokkuð við að móta í leir og er eitthvað af slíkum verkum einnig á sýningunni á Flúðum. Soffia Þorkelsdóttir með eitt verka sinna. Ljósm:Morgunbiaðið/EBB Soffía Þorkelsdóttir er fædd 6. janúar_ 1927, yngri dóttir hjón- anna Ólafar Guðlaugsdóttur og Thorkels Christians Hansens. Soffía ólst að nokkru upp á Ála- fossi, þar sem faðir var hennar verkstjóri í verksmiðjunum. En þegar hún var sex ára slitu for- eldrar hennar samvistum og Soffía flutti með móður sinni til Reykjavíkur. Nokkru seinna gift- ist móðir hennar Hannesi Þórðar- syni leikfimikennara. „Fyrsta endurminning mín tengist þakherbergi sem ég átti heima í ásamt móður minni eftir að til Reykjavíkur kom. Ég man að það var ekki hægt að læsa þessu herbergi og mamma setti jámkarl fyrir dymar svo enginn kæmist inn,“ segir Soffía þegar ég bið hana að rifja upp eitthvað frá fyrstu ámm ævi sinnar. „Líklega er mér þetta svona minn- isstætt því það hefur tengst því óöryggi sem kemur yfír böm við skyndilega búferlaflutninga. En seinna fluttum við á Njálsgötuna og þaðan á ég flestar æskuminn- ingar mínar. Frá bamæsku var ég ákveðin í að verða listamaður en það vafðist fyrir mér að ákveða hvaða listgrein ég ætlaði að Ieggja stund á. Eg hafði mikinn áhuga á að verða ballettdansmær eða fimleikakona en ennþó frekar langaði mig þó að syngja eða læra á hljóðfæri. Á mínum yngri árum gerði ég tvær tilraunir til þess að læra á hljóðfæri. Ég lærði smávegis á gítar en svo kom kunningi minn einn drykkfelldur í heimsókn og fékk gítarinn minn lánaðan til að veðsetja hann. Ég fékk gítarinn aldrei aftur, hann var tekinn upp í skuld og þar með var búið með það nám. Seinna lærði ég skamman tíma á man- dólín en svo varð ég ófrísk að mínu fyrsta bami. Vegna anna í tilefni af barnsfæðingunni varð lítið úr því námi líka. I vetur tók ég svo upp þráðinn á ný og hef verið að læra svolítið á orgel hjá kennara á Flúðum. Sem bam ætlaði ég ekki bara að verða listamaður, ég ætlaði auk þess að verða skógarmaður, dýra- læknir og margt fleira. Ég byijaði snemma að lifa í hálfgerðum æv- intýraheimi. Ég var allt mögulegt annað en ég sjálf. En í ævintýra- heiminum man ég þó ekki til að ég hafi sérstaklega ætlað að verða myndlistarmaður. Teikningu lærði ég auðvitað eins og önnur böm í skólanum. Og líklega hef ég bara verið allsæmileg því ég man enn stolt mitt þegar þegar Sigurður Helgason kennarinn minn í Austurbæjarskólanum kynnti mig fyrir yfirkennaranum með þessum orðum: „Hér er svo einn af þremur listamönnum bekkjarins," þá var ég að teikna voðalega ljóta beinagrind. Eftir bamaskólanám fór ég í Gagnfræðaskólann í Reykjavík. Mig langaði ekki til að fara í þann skóla en gerði það þó. Þar var ég í einn vetur og einn dag. Þá gafst ég upp vegna þess að við tókum próf og ég lærði undir prófið það sem við áttum að sleppa. Þetta víxlaðist allt hjá mér. Mér féll allur ketill í eld. Ég slapp þó upp í C-bekk en mamma var ekki ánægð með það og fór að tala við skólastjórann. Hann ráðlagði henni að senda mig í Handíðaskól- ann. Hún gerði það og í þeim skóla var ég í marga vetur, líklega eina sjö vetur, og undi mér vel. Lengst af var ég í kvöldskóla og vann með ýmis störf. Þar lærði ég m.a. bókband, útskurð og smíðar og seinna myndlist. í for- skóla myndlistardeildarinnar kynntist ég Guðmundi Guðmunds- syni, Erró, og pilti að nafni Jó- hannes sem mig minnir að seinna yrði blaðamaður. Þessir tveir vora báðir mjög efnilegir. Jóhannes dó ungur úr hvítblæði. Hann var yndislegur maður, rómantískur og myndimar hans vora í samræmi við það. Með okkur í náminu var líka strákur að nafni Einar. Hann teiknaði mjög kröftugar myndir. Erró gaf okkur tveimur þessar einkunnir: Þú Soffía teiknar með hjartanu en Einar með vöðvunum. Ég bætti við: En þú Guðmundur teiknar með höfðinu. Allt sem hann gerði var markað kaldri rök- hyggju. Mér fannst ekki mikil til- fínning í hans myndum. En hann var óumdeilanlega mjög fær. Sverrir Haraldsson var fyrsti kennarinn minn. Hann var mjög ungur, innan við tvítugt þegar hann fór að kenna í Handíðaskó- lanum. Hann var óskaplega góður teiknari og hjá honum lærði ég mikið. Ég hætti í Handíða- og mynd- listarskólanum þegar ég gifti mig Högna Högnasyni og við fóram að eiga börn. Mér gafst fljótlega lítið tóm til þess að mála því ég eignaðist fimm börn með skömmu millibili. Það segir sig sjálft að það er fullt starf fyrir eina konu að sinna fímm litlum bömum. Seinna eignaðist ég tvö böm til viðbótar. Þá vorum við hjónin flutt að Amarstapa á Snæfellsnesi. Lífsbaráttan var hörð og við efna- lítil. Um margra ára skeið gekk líf mitt gekk mest út á að koma bömunum mínum til manns. Ég reyndi að loka af alla löngun til þess að mála. Sú löngum hefur jafnan strítt mjög á mig. En nátt- úran á Snæfellsnesi er slík að loks gat ég ekki á mér setið að fara að mála. Náttúrafegurð hefur allt- af kynt undir löngun minni til að mála, ég hef alltaf verið mikið náttúrubam. Þegar ég fór að geta aðeins litið upp úr bamastússi og heimilisstörfum þá tók ég því aft- ur til við að mála smávegis. Ég málaði fuglana í bjarginu og blóm- in á grandinni og reyndi að finna tilfinningum mínum þann farveg í málverkinu að aðrir fyndu hvað mér liði. Mig langar til að reyna að höndla andartakið. Ég hef allt- af haft tilheigingu til að reyna að mála tilfinningar mínar ef svo má segja. Ég hef orðið fyrir mörgu í lífinu sem mig langar til að gefa öðram hlutdeild í á þenn- an hátt. Gefa þeim mínar erfið- ustu og bestu stundir í gegnum málverkið. En til þess að það sé hægt verður viss tækni að vera fyrir hendi. Þar fannst mér tölu- vert á vanta hjá mér og reyndi að bæta úr því með því að læra meira. Fyrir nokkram áram fór ég í danskan listaskóla, Akademiet for kreativt virke. Þar lærði ég mikið og þaðan fékk ég góð meðmæli og hvatningu til þess að reyna að fá styrk hjá Dansk-íslenska félaginu í Kaupmannahöfn til þess að halda áfram námi. Þann styrk fékk ég ekki. Ég veit ekki af hveiju því ég hafði mjög góð meðmæli frá skólanum. Skömmu seinna fór Myndlistarskólann í 'Reylqavík og var þar hálfan vetur við nám í vatnslitun og teikningu og í höggmyndadeild. Ég málaði lítið fyrst eftir því námi lauk af ýmsum orsökum en hér í Auðs- holti hefur mér gefíst gott næði til vinnu o g hér hef ég málað tals- vert. Verkin sem era á sýning- unni era flest frá þeim tíma sem ég var í Danmörku og svo síðan ég flutti hingað austur. Þessi verk mín frá Danmerkurdvölinni era þó ekki nema lítill hluti af því sem ég málaði þar. Vegna peninga- leysis þá seldi ég mikið af verkum þar og sum þeirra vora í hópi minna bestu mynda. Auk þess era á sýningunni fáein verk sem ég málaði meðan ég var enn með annan fótinn vestur á Amar- stapa.“ Soffía Þorkelsdóttir hefur eins og fyrr sagði haldið fimm einka- sýningar. Hún vígði Ásmundarsal með sýningu fyrir tæpum tíu árum. Hún hélt einnig sýningu í Eden fyrir fáeinum árum. Og svo hefur hún haldið smærri sýningar vestur á Amarstapa og á Reykja- lundi. Sýning Soffíu á Flúðum stendur í skamman tíma eða fram yfír næstu helgi. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir A Selvogsbanki að verða sameign Evrópuþjóða ? eftírBjörnS. Stefánsson Fullgilding Rómarsáttmálans frá 1957 um Efnahagsbandalag Evrópu er nú mál málanna í samskiptum ríkja Vestur-, Mið- og Suður-Evrópu. Samkvæmt honum ráða hin einföldu lögmál markaðsins ríkjum, líkt og var fyrir 1914 eða 1930. Það er þó ólíkt að nú eru viðskipti miklu öflugri þáttur í kjörum almennings en var, áður en sérhæfíng og verkaskipting ásamt samgöngu- og samskipta- tækni þróaðist á núverandi stig. Til þess að tryggja að hin einföldu og auðskiljanlegu öfl markaðsins verði ekki sniðgengin afsala ríki bandalagsins sér forræði yfír veig- amiklum málum. Ljóst er þó að margvísleg tilefni verða áfram til ágreinings milli ríkja og meira mun reyna á sanngimi meðal þjóða með auknum samskiptum. Reynslan er þar ekki á einn veg. Sumirtelja brest- ina sem komnir era f júgóslavneska sambandsríkið boða það hvernig fari þegar sundurleitar þjóðir lúti sterkri yfírstjóm eins og Rómarsáttmálinn mótar. í Sviss hefur sambúð þjóða hins vegar verið farsæl, en Svisslend- ingar era öðrum tortryggnari á að afsala sér yfirstjóm í hendur ríkja- bandalaga, og fréttist ekki annað en þeir vænti þess að háþróuðum iðnaði þeirra verði vel borgið án aðildar að Rómarsáttmálanum. Þótt þorri ríkja Vestur- og Suður- Evrópu hafí þannig fengið sameigin- legan grundvöll fyrir viðskipti sín í milli, hefur ekki fundizt ráð til að treysta grundvöll frumþarfa manns- ins í heimshlutanum, sem er hreint loft, hreint vatn og fijór jarðvegur. Þau mál eru að taka við sem vanda- sömustu viðfangsefnin og ágrein- ingsefnin í stað tolla og viðskipta- hafta. Mikil umskipti virðast nú vera í afstöðu meginlandsþjóða til Íslend- inga. Meðan fom germönsk menning var mikils metin meðal mennta- manna á 19. öld og fram eftir þess- ari öld var litið upp til íslendinga sem hinna fremstu arftaka þessarar menningar. Er talið að það hafi ráð- ið miklu um þá athygli sem íslenzkir rithöfundar svo sem Gunnar Gunn- arsson og Jón Sveinsson (Nonni) nutu erlendis. Nú sýnist hins vegar sem viðhorf hafí breyzt og að af- staða til íslendinga sé eins og þeir sem byggja afkomu sína á nýtingu lífrænna endumýjanlegra auðlinda og búa fjarri valdstöðvum (nú sjón- varpsstöðvum) hafa oft þurft að sæta. Þegar almenningur og stjórn- vöid i Vestur-Þýzkalandi lætur skipulögðum samtökum líðast að of- sækja fólk og fyrirtæki fyrir að stunda heiðarleg viðskipti með íslenzkar afurðir hefur mikið breytzt frá því að íslendingar nutu sérstakr- ar virðingar meðal þýzks almennings og menntamanna. Fyrir réttum tveimur áratugum greip um sig sú tilfinning meðal ungs fólks í Vestur-Evrópu, aðallega háskólafólks, að nú skyldi allt verða sem nýtt. Þessi tilfínningaalda náði síðar til íslands og einkenndi hreyf- ingu vinstrimanna um skeið, en fékk skýra umgjörð í Bandalagi jafnaðar- manna. Ymsir virðast nú hugsa til þess, þegar Rómarsáttmálinn kemur til fullrar framkvæmdar með sömu tilfinningu, og vilja þá sem von er að íslendingar fái að vera þar með. Þeir sem ekki hrífast með setja það meðal annars fyrir sig að með aðild að Rómarsáttmálanum mundu ís- lendingar ekki mega halda evrópsk- um fiskiskipum utan íslenzkra físki- slóða, þar sem ekki er leyft að mis- muna sjvarútvegsfyrirtækjum Björn S. Stefánsson bandalagsríkja við veitingu veiði- lejrfa. Þess vegna yrði að afnema fiskveiðilandhelgina gagnvart skip- um aðildarríkja. Við þessu þykjast menn sjá ráð, en það er að íslenska ríkið selji veiði- leyfi, með þeim rökum að fískislóðir við Island séu sameign íslenzku þjóð- arinnar. Ef erlend útgerðarfyrirtæki bjóði betur í fískveiðiheimildir en íslenzk, falli ávinningurinn í hlut íslenzka ríkisins og sé gott eitt um það að segja. Mér er sem ég sjái fulltrúa Stóra- Bretlands, Frakklands og Spánar, sem gæta hagsmuna enskra, fran- skra og spænskra sjávarútvegshér- aða og fyrirtækja, fallast á að íslenzka ríkið taki af fyrirtækjunum gjald fyrir veiðar á fískislóðum sem sótt var á af enskum, skozkum, þýzk- um, frönskum og hollenzkum skipum um aldir, en íslendingar hafa lengst „Sagnfræðingar þess- ara þjóða munu auð- veldlega riija upp þá tíma þegar fiskislóðirn- ar við Island voru nýtt- ar sameiginlega af ýms- um þjóðum og þarf ekki mikla hugvitsemi til að velja málstaðnum að lgörorði að fiskislóðir Evrópu séu sameign Evrópuþjóða. Það mun almenningi stórþjóð- anna sem nú hefur gerzt andsnúinn mál- stað íslands vel líka.“ af nýtt aðeins að litlum hluta. Sagn- fræðingar þessara þjóða munu auð- veldlega rifja upp þá tíma þegar físki- slóðirnar við ísland voru nýttar sam- eiginlega af ýmsum þjóðum og þarf ekki mikla hugvitsemi til að velja málstaðnum að kjörorði að fiskislóðir Evrópu séu sameign Evrópuþjóða. Það mun almenningi stórþjóðanna sem nú hefur gerzt andsnúinn mál- stað íslands vel líka. Ólíklegt er að íslendingar mundu geta fundið vörn í málinu ef þeir hefðu bundizt ákvæð- um Rómarsáttmálans með aðild að honum. Höfundur er dr.scient. ogstundar þjóðfélagsrannsóknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.