Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JUNI 1989 37 amar á árunum 1966-67 og farsímar árið 1986. Telefaxtæki mun koma bráðlega á stöðina. Félagsstarfíð Það þótti áfangi í jafnréttisbaráttu kvenna og vakti eftirtekt fjölmiðla þegar Júlíana Helgadóttir varð fram- kvæmdastjóri Sendibílastöðvarinnar hf. árið 1975 en konur höfðu ekki verið áberandi í stjórnunarstöðum. — Um eiginlegan sendibílaakstur verð- ur það að segjast að hann þótti lengi vera „karlmannsverk“ og var það í góðu samræmi við þá útbreiddu skoð- un í þjóðfélaginu að konur gætu ekki ekið bíl. Heimiidir eru þó til um að konur hafi sest undir stýri í afleys- ingum fyrir eiginmenn og vensla- menn. En áberandi urðu þær ekki á stöðinni fyrr en með tilkomu skutlu- eða greiðabílanna svonefndu. 2. júlí árið 1985 var inntökubeiðni Theod- óru Geirsdóttur samþykkt. Konur eru enn ekki margar í störfum sendibíl- stjóra. Á Sendibílastöðinni hf. aka í dag 7 konur. - Nú er frá því að greina að ekki er fátítt að kvenbíl- stjórarnir bæti við sig þeim flutningi á lífsleiðinni að bera einn bílstjóra á höndum sér sem sinn ektamaka. Á þessu og síðasta ári hafa tveir „hrein- ræktaðir sendibílstjórar" framtíðar- innar fæðst. Félagslíf og kunningsskapur sendibílstjóra hefur löngum verið ágætur. Tafl og bridsmenn hafa KTW Skjótvirkur stíflueyöir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Helstu Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf. S. 77878, 985-29797. Bráðskemmtilegurhnetu- keimur er sérkenni þessa hrísgrjónaréttar. Blanda af villi- og brúnum hrísgrjónum með ekta sveppabitum og ferskri kryddblöndu. Bragð- gott meðlæti með öllum mat. Fyrir 4 - suóutimi 15 mín. Heildsölubirgðir: KARL K. KARLSSONxCO. Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 fundist frambærilegir innan þeirra raða. Margir íþróttamenn hafa einnig sinnt sendibílaakstri, enda koma hreysti og líkamlegir kraftar í góðar þarfir í þessu starfi. Geta má þess að fyrir þrettán árum hafði Kristinn Sölvason forgöngu fyrir því að Sendi- bílastöðin tæki þátt í róðrarkeppni landsveita á sjómannadeginum. I þeirri keppni hefur sveit Sendibíla- stöðvarinnar ekki lagt árar í bát, hún hefur unnið bikarinn ellefu sinnum. Skemmtinefnd starfar og sér hún um árshátíð og aðrar skemmtanir. Einnig er starfandi aganefnd sem tekur fyrir kvartanir og jafnar margvísleg deilu- og ágreiningsmál sem koma upp manna á meðal. Menntamálum verður að sinna, þjóð- félagið verður flóknará og á síðari tímum hafa verið haldin nokkur nám- skeið t.d. í sölumennsku og meðferð tollpappíra o.s.frv. Sem fyrr var getið var starf fram- kvæmdastjóra í upphafi aukastarf unnið í hjáverkum sem varð að fullu starfi í tímans rás. Eftir því sem næst verður komist munu eftirfar- andi hafa gegnt starfinu: Valur Sig- urðsson, Skarphéðinn Pálsson, Mar- inó Sólbergsson, Guðmundur Þórar- insson, Sæmundur Sigurtryggpíason, Kristinn Arason, Júlíana Helgadóttir, Helga Þórðardóttir, Kristinn Arason á nýjan leik og í dag er Grétar Ein- arsson framkvæmdastjóri. Nú á þessu ári fékk starfsemi sendibílastöðva lögformlegan grund- völl og umgjörð með iögum sem sam- þykkt voru á Alþingi þann 20 maí síðastliðinn. Á sjálfan afmælisdaginn verður opið hús í Borgartúni 21 frá kl. 8 til kl. 17. Öllum er velkomið að líta inn og þiggja veitingar. Þar verður saga og starfsemi stöðvarinnar kynnt í máli og myndum. Gamlir og nýir bílar verða einnig til sýnis. 1000x20.Nylon Pneumant kr........ 13.800,- 12R22,5 Radial Pneumant kr.......15.800,- 1 100x20 notuð herdekk kr. 3.500,- 1 100x20 notuð Conti/Dunlop kr. 7.500,- BARÐINN HF. Skútuvogi 2 - Símar 30501 og 84844. RÝMINGARSALA Hankook, kóreskir vörubílahjólbarðar Frábær gæðadekk - Frábært verð 1100R20 Radial með slöngu fró kr..... 18.800,- 1200R20 Radial með slöngu fró kr..... 22.500,- 12R22,5 Radial fró kr................ 17.800,- FARSIMINN ER HEIMSÞEKKTUR FYRIR VANDAÐAN TÆKNIBUNAÐ OG SKYRAN HLJOM □ Sérstaklega hannaður til að þola hnjask □ 100 númera minni □ Hægt að nota tvö símtól á sama tæki án aukabúnaðar □ Meðfærilegur og nettur □ Tveggja ára ábyrgð □ Sérhannaður fyrir framtíðar- möguleika á tengingu við telefax og fotofax □ Viðurkennd viðgerðaþjónusta Staðgreiðsluverð frá kr. 115.226,- (Stofngjald til Pósts og síma kr. 10.588) HF Laugavegi 170-172 Simi 695500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.