Morgunblaðið - 29.06.1989, Side 20

Morgunblaðið - 29.06.1989, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989 Aðalstræti 6: Eldur í lyftuhúsi ELDUR kom upp í tengi- töflu í lyftuhúsi Aðal- strætis 6, Morgunblaðs- hússins, upp úr hádeginu í gær. Slökkviliði var gert viðvart, en er það kom á staðinn hafði hús- verði tekizt að slökkva eldinn með slökkvitæki. Fjórir slökkvibílar og sjúkrabíll komu á staðinn og lögregla lokaði Aðal- stræti fyrir umferð á með- an enn var talið að hætta gæti verið á ferðum. Nokk- ur reykur fylgdi eldinum, en skemmdir urðu aðeins á lyftuhúsinu. Starfsemi í húsinu, sem er sjö hæðir og kjallari, raskaðist ekki. Morgunblaðið/Einar Falur Slökkviliðsmenn í lyftuhúsinu er eldurinn hafði verið slökktur. Ferskfískútflutningur: Ágreiningur um til- högun aflamiðlunar „Getum ekki dregið til baka innanhússskýrslu,“ seg- ir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra Mikil aukavinna á ríkisspítulunum: Aðstoðarlæknar með 200 aukatíma Unnið að breytingum á kerfinu LÍKUR eru á að breytingar verði á útflutningi á ferskum fiski á næstunni, þar sem utanríkisráðu- neytið mun vi^ja að ákvarðana- taka um útflutning á ferskum fiski í gámum verði flutt úr ut- anríkisráðuneytinu í sérstaka aflamiðlunarstofhun. Þetta er einnig skoðun sjávarútvegsráðu- neytisins en ágreiningur er um það hver tilhögun aflamiðlunar- innar eigi að vera. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ágreiningur um það á milli ut- anríkisráðuneytisins og LÍÚ hvort allur útflutningur á fersk- um fiski, þar með taldar siglingar fiskiskipa á erlenda markaði, eigi að heyra undir þessa nýju stofn- un, en það er eindregin skoðun ráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið mun leggja til að sérstök aflamiðlunamefnd verði sett á laggimar, sem stýri öllum ferskfiskútflutningi og að flskvinnslan og fiskverkafólk eigi fulltrúa í þeirri nefnd. Sjávarút- vegsráðherra hallast á hinn bóginn að því að þeir aðilar sem eigi sæti í verðlagsráði sjávarútvegsins eigi að fara með þessi mál, en þar á fiskvinnslufólk engan fulltrúa. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, mun andvígur því að LÍÚ láti af stjórnun á siglingum fiskiskipa á erlenda markaði með ferskan fisk, og þar mun höfuðágreiningur mjlli utanríkisráðuneytisins og LÍÚ liggia. Halldór Ásgrímssón, sjávarút- vegráðherra, sagði í samtali við Morgunbiaðið í gær, að iðulega hefðu veiðieftirlitsmenn verið sendir á erlenda fískmarkaði okkar til þess að fylgjast með sölu á ferskum físki. Sá háttur yrði hafður á áfram og skýrslur um þær ferðir gerðar. „Þó að innanhússskýrsla um svona ferðir hafí lent í höndum aðila sem ekki átti að fá hana, þá getum við ekki dregið slíkar skýrslur til baka,“ sagði Halldór. Ráðherra sagðist vilja koma upp upplýsinga- og aflamiðlun sem væri stjómað af þeim aðilum sem ættu aðild að verðlagsráði, þ.e. fulltrúa kaupenda, seljenda og skrifstofan hefði síðan samvinnu við ráðuneytin og Fiskifélagið og afgreiddi útflutn- ingsheimildir á ferskum fiski, bæði að því er varðaði skip og gáma. Halldór kvaðst ekki telja tímabært að svo stöddu, að fulltrúar fisk- vinnslufólks eignuðust fulltrúa sinn í slíkri aflamiðlun, en vissulega mætti athuga það síðar meir. „Fyrst og fremst þarf að koma svona skrif- stofu á laggimar og láta hana hefja störf hið fyrsta, en þetta hefur nú verið að velkjast í kerfinu í marga mánuði," sagði sjávarútvegsráð- herra. AÐSTOÐARLÆKNAR á ríkisspítölunum vinna mikla yfirvinnu. Algengt er að þeir vinni allt að 200 yfirvinnutíma á mánuði hveijum. Pétur Jóns- son framkvæmdastjóri sljóm- unarsviðs ríkisspítalanna segir Reykjavík: Viðurkenning- ar fyrir viðhald gamalla húsa BORGARRÁÐ hefúr samþykkt að fela umhverfismálaráði Reylqavíkurborgar að veita við- urkenningar fyrir viðhald og frá- gang gamalla húsa í borginni. Slík viðurkenning verður því veitt í sumar auk viðurkenninga fyrir fegurstu götuna og fyrir- myndar frágang við fjölbýlishús, atvinnu- og iðnaðarhúsnæði. Viðurkenning fyrir viðhald eða endurgerð gamalla húsa er að sögn Jóhanns Pálssonar garðyrlqustjóra útvíkkun á gömlum hefðum. Úpp- haflega veitti Fegranarfélag Reykjavíkur árlega viðurkenningu fyrir fallegustu garðana. Síðar tók Úmhverfismálaráð borgarinnar þetta að sér og farið var að veita viðurkenningu fyrir fegurstu göt- una í stað garða. í nokkur ár hafa einnig verið valin þau fyölbýlishús og vinnustaðir sem fallegast er f kringum. að þrátt fyrir samdrátt í starf- semi spítalanna og lokun deilda í sumar eigi þessi mikla yfir- vinna sínar skýringar. Hann nefiiir m.a. skort á aðstoðar- læknum, Qölda bakvakta hjá þeim og kjarasamninga. Hins- vegar er nú unnið að breyting- um á þessu kerfi en þær eru ekki á frásagnarstigi enn. „Stöður aðstoðarlækna eru námsstöður og þurfa þeir því að ganga vaktir á öllum deildum, 3-6 mánuði á hverri. Auk þess ganga þeir bakvaktir á nætumar og slíkt skapar þeim mikla yfirvinnu," seg- ir Pétur. „Aðstoðarlæknar hafa svefnaðstöðu á spítölunum en hvert útkall þeirra greiðist sem tveir tímar þótt verkið taki þá kannski ekki nema 5 mínútur. Þetta er bundið í kjarasamning- um.“ Petur segir að frá því að fjölda- takmarkanir voru teknar upp í Háskölanum, í læknanámi, hafi borið á skorti á aðstoðarlæknum. Nokkur umræða hafa farið fram um hverning mætti bregðast við þessu. Meðal annars hafí verið rætt um að ráða lækna erlendis frá sem myndu ganga að hluta til inn í störf aðstoðarlækna. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um þetta. „Það má segja að þessi mál séu mikið í deiglunni hjá okkur núna og ýmislegt hefur verið rætt um en ekkert af því er á frásagnar- stigi enn,“ segir Pétur. Norðurá að braggast? Veiðin í Norðurá hefur ekki ver- ið upp á það besta stærstan hluta júnímánaðar og langtum lakari helöur en spáð hafði verið. Vatn- skuldi, gragg og flóð hafa haft sitt að segja, en það stakk menn þó að Iítið eða ekkert virtist ganga í ána á stóra straumunum um Jóns- messuna, en það eru annálaðir göngustraumar. Að vísu var áin enn mjög köld, en vatnsmagn orðið skaplegt og litur hreinn. Síðustu tvo sólarhringana hefur að vísu komið svolítil ganga og veiðin hef- ur glæðst. Verður fróðlegt að sjá framhaldið. Um 160-170 laxar era komnir á land og er nú nærri þriðj- ungur veiðitímans að baki. Jafnvel þó að áin fyllist af laxi er hætt við að heildarveiðin líði mjög fyrir hinn slaka júnímánuð. Aftur á móti gæti síðsumarsveiðin bætt það ríkulega upp og nú spá margir Norðurármenn því að síðágúst- dagar sem oftast eru daufír í Norð- urá verði miklir veiðidagar. Góðar göngur og tökur í Kjósinni Eins og í fyrra, berast hvað líflegastar veiðifréttir ofan úr Kjós, frá Laxá. Þar era nú komnir um 220 laxar á land og hefur veiðst mikið allra síðustu daga, stór og smár fiskur í bland. Vatnsmagnið er hið besta og sagði Ólafur veiði- vörður í gærdag, að það væri nú aðeins tímaspursmál hvenær stóðið færi að renna fram fyrir Laxfoss. Stærsti lax sumarsins vó 17 pund, en einn vel yfír 20 punda er á sveimi í ánni, sást fyrir stuttu und- ir brúnni, en grunur leikur á að hann búi nú Laxfoss. Sérstök tittabók í Elliðaánum Um 80 laxar hafa veiðst í Elliða- ánum, sá stærsti 14 punda, en flestir smáir. Um 200 fískar hafa gengið um teljarann við rafstöð, en mikið af laxi er fyrir neðan Sjáv- arfoss, einkum á Breiðunni. Skúli Kristinsson veiðivörður sagði í gærmorgun, að það væri með ólík- indum hversu illa laxinn tæki, en skýringin væri hugsanlega sú að mest af laxinum er á litlu svæði og þar er staðið og barið allan lið- langan daginn og ekki að undra að laxinn yrði hvekktur. Það er farið að bera á eldislaxi í ánum, sex stubbar hafa veiðst og fleiri sést. Skúli sagði að þeir færu nú í sérveiðibók, „tittabókina" og lax undir 3 pundum teldist nú ekki lengur í kvóta veiðimanna. „Þetta er fínt, nú geta menn mokað eldis- löxunum upp af hjartans lyst án þess að þeir fylli kvóta þeirra,“ sagði veiðivörðurinn. Árni BaJdursson leigutaki með fallega kvöldstundarveiði fyrir fáum dögum. Góð byrjun í Leirvogsá Veiðin bytjaði af krafti í Leir- vogsá 25. júní, fímm laxar veidd- ust fyrsta daginn, allir stórir og sá stærsti tæp 18 pund, en laxar af þeirri stærð eru fágætir í Leir- vogsá. Nú eru um 15 fiskar komn- ir á land og nokkuð gengið af laxi að sögn kunnugra manna. Laxinn er dreifður, en sá stóri veiddist í Helguhyl. Úr ýmsum áttum Stærsti lax sumarsins veiddist í Þverá fyrir nokkram dögum, 19 pundari sem tók flugu, en flugulax- ar sumarsins era enn afar liðfáir. Veiðin hefur glæðst nokkuð í Þverá og Kjarrá og þar munu komnir samanlagt um 150 laxar sem er ekki afleitt þegar að er gáð að fyrsti laxinn veiddist ekki fyrr en á fjórtánda degi. Svartá opnaði 25. júní og sagði Grettir Gunnlaugsson ámefndar- maður SVFR fyrir ána, að það hefði ekki svo mikið sem sést lax, enda hefðu verið foráttuflóð í Blöndu. Þar hefði nú glæðst veiðin og því að vænta að laxinn færi að koma í Svartá. Laxá í Aðaldal er komin í um 110 laxa o g era þeir nær allir veidd- ir á svæðum Laxárfélagsins, afar léleg veiði hefur verið á öðram svæðum. Stærsti laxinn veiddist í vikunni, 17 punda hrygna fyrir neðan Æðarfossa. Sogið hefur byijað rólega, 4 lax- ar höfðu veiðst í Ásgarði, 2 laxar á Bíldsfelli, en enginn í Alviðru eða Syðri Brú þegar síðast fréttist. Enginn lax hafði veiðst í Ölfusá hjá Selfossi þegar fréttist síðast, en fáeinir fískar í Langholti. Léleg veiði hefur verið síðustu daga í Laxánum í Leirársveit og á Asum. Sú fyrrnefnda byijaði bæri- lega, en svo dró úr veiðinni, þannig veiddust ekki nema 7 laxar í henni á þremur dögum fyrir skömmu. Úr Laxá á Ásum koma nú margir með öngulinn í rassinum og síðustu fregnir herma að innan við 100 laxar hafi veiðst og lítið sjáist af físki. Stærsta fréttin er kannski sú að fjórir laxar höfðu veiðst í Reykja- dalsá í Borgarfirði í byijun vikunn- ar. Það eitt að fá þar lax í júní er óvenjulegt, en þessi á hefur verið að gefa þetta um 40 laxa á sumri síðustu sumur og deyfðin verið al- ger. Ef til vill veit þessi júníveiði á betri tíma. Mikil átök rétt ofan brúar í Laxá í Kjós, enda hætta á ferðum ef stórfiskurinn sleppur niður fyrir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.