Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 39
- MORGONBLAIÍIÐ „ FIMMÍÚDAÖLÍR. 29.' JlM J9S5 Minning: Sigurveig G. Jóns dóttir frá Felli Fædd 15. september 1901 Dáin 19. júní 1989 Við barnabörnin sitjum í Felli og rifjum upp liðna tíð frá því við vor- um hér með afa og ömmu. Hér var alltaf sól. Við sjáum fyrir okkur háværan, önnum kafinn krakka- skara. Sumir eru í „yfir“ með bolta sem afi bjó til, aðrir að stelast til að gefa hænunum eða príla í klöpp- unum. Afi stendur úti með kíkinn og er að huga að bátunum á firðin- um. Amma er að taka til kaffi og kökur milli þess sem hún lítur eftir krakkaskaranum. Hróp og köll glymja stöðugt „Afi má ég fara upp á þak“ — „Amma má ég ná í egg“ — „Afi komdu með mér on’í kjall- ara.“ Ekki eru síður sterkar minningar frá því þegar öll Qölskyldan kom saman hjá þeim til dæmis á jólum og áramótum. Þó það væru allt að þijátíu manns, auk hamstra, katta og hunda barnabarnanna virtist alltaf nóg pláss í litla húsinu. Amma spilaði á orgelið og á jólunum döns- uðum við í kringum jólatréð. Hvar var pláss til þess? Borð svignuðu undan krásum og aldrei komum við í Felþsvo ekki væri veisla á borð- um. Á gamlárskvöld rétt fyrir tólf fóru allir „suður á klöpp“ til að fylgjast með þegar nýja árið gekk í garð með tilheyrandi skipaflauti og sprengingum. Það er svo skrítið með það að á þessu kvöldi þá vildu táningarnir í fjölskyldunni frekar skemmta sér í Felli og fá blysa- pakka hjá afa en sækja alls kyns skemmtanir um borg og bæ með félögunum. Alltaf vorum við velkomin í heim- sókn og ósjaidan var eitthvert okk- ar í pössun hér hjá þeim. Heimilið einkenndist af hlýju og guðstrú. Það var til gamalt kerti í Felli sem ekki mátti brenna af því að það var mynd af Jesú á því. Sem barn skynj- aði maður þessa einlægu trú best á kvöldin þegar amma sat á rúm- stokknum, söng og bjó okkur undir svefninn. Minnisstætt er líka þegar þau sátu og hlustuðu á útvarps- messur á sunnudagsmorgnum með sálmabækurnar í kjöltunni. Afa og ömmu var auðveldara að gefa en þiggja og nægjusemi eins og þeirra er sjaldgæf í nútímaþjóð- félagi. Það fylgdi þeim einhver innri friður sem smitaði í kringum sig, friður sem við kunnum öll svo vel að meta þegar hugsað er til baka. Heiðarleiki og mannkærleikur fylgdi þeim hvert sem leið þeirra lá. Alltaf fundum við það að þau fylgdust með okkur hvert sem leið okkar lá um heiminn. Þó heilsan væri farin að bila síðustu árin var andinn alheill og á stóra heimskort- inu sem hékk uppi í eldhúsinu fylgdu þau okkur um allan heiminn. Hvað skilur líf gömlu hjónanna eft- ir hjá önnum köfnu ungu fólki í dag? Það er eitthvað sem ekki er hægt að lýsa. Það býr í okkur, fylg- ir okkur, og segir manni að vera heill og samkvæmur sjálfum sér. Sigurveig amma og Garðar afi skilja mikið eftir hjá okkur og viljum við að endingu flytja þeim bænina sem fylgdi okkur alltaf inn í svefn- inn þegar við gistum hjá þeim. „Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni.“ Barnabörnin Það fer ekki hjá því að það hefur mikil áhrif á sérhvern mann að frétta um andlát einhvers ættingja eða vinar, jafnvel þó hinn látni hafi verið orðinn saddur lífdaga og und- ir það búinn að yfirgefa hið jarðn- eska líf og ganga inn fyrir dyr dauð- ans. Svo varð mér einnig farið þegar ég frétti andlát tengdamóður minnar Sigurveigar Jónsdóttur, en hún lést í Dvaiarheimilinu Hlíð að morgni mánudagsins 19. júní síðastliðinn. Röð góðra minninga komu í huga minn um samskipti okkar. Liðin voru rúm 35 ár síðan ég fyrst gekk inn fyrir dyrnar í Felli til fundar við væntanlega tengda- foreldra mína og þar til ég kvaddi hana á dvalarheimilinu rúmri viku fyrir andlát hennar. Sigurveig var vel undir þessi vistaskipti búin. Hún gat horft til langrar og far- sællar starfsævi, þar sem margar af hennar heitustu óskum höfðu náð að dafna og hún hafði fengið að sjá mörg af sínum áhugamálum skjóta rótum og ná þroska. Hún gat horft til umbreytingarinnar sem framundan var með sinni sterku trú, fullviss um að þar myndi hún á ný ná fundum við eiginmann sinn Garðar Júlíusson. Trúin var ætíð sterkur þáttur í lífi Sigurveigar, eðlilegur hluti af hinu daglega lífi, Guði var dýrðin og þökkin fyrir velgengni ástvina í lífinu og Guð var styrkurinn þegar á móti blés. Sigurveig Guðbjörg Jónsdóttir fæddist 15. septemþer 1901 í Syðra-Krossanesi í Glæsibæjar- hreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Halldórsson útvegsbóndi og Júlíana Kristjánsdóttir, en þau höfðu þá nýlega flutt í Syðra-Krossanes af Svalbarðsströnd. Þau eignuðust 10 börn og ólu auk þess upp einn fóst- urson. Böm Jóns og Júlíönu voru: Óskar (dó ungur), Valsteinn, Anna Salome, Óskar, Kristján, Laufey, Sigurveig Guðbjörg, Sumarrós, Halldór og Tryggvi. Fóstursonurinn var Ragnar Guðmundsson. Sigurveig var sú síðasta eft.irlif- andi úr þessum stóra systkinahóp og einnig er fósturbróðurinn Ragn- ar látinn fyrir allmörgum ámm. Fjölskyldan flutti í Ytra-Krossa- nes þegar Sigurveig var tíu ára gömul. Sigurveig hóf nám í orgel- leik 15 ára hjá Sigurgeiri Jónssyni organista á Ákuræeyri og var hún síðan orgelleikari í Lögmannshlíð- arkirkju um nokkurra ára skeið. Hún söng lengi í kórnum og annað- ist þar raddkennslu. Þá var hún einnig organisti í stúkum og stjórn- aði þar kór, en málstaður bindindis- hreyfingarinnar var henni mjög hugleikinn. Sigurveig var í eðli sínu mjög félagslynd og 19 ára gömul gekk hún í kvenfélagið Baldursbrá í Gler- árþorpi. Vann hún því félagi ötul- lega á mörgum sviðum meðan kraftar entust og var formaður þess í nokkur ár. Sigurveig er heiðursfélagi kven- félagsins. Hinn 4. apríl 1925 giftist hún Garðari Júlíussyni frá Glerárholti í Glerárþorpi. Þau hjónin bjuggu í Felli í Glerár- þorpi í rúm fimmtíu ár en þá fluttu þau í íbúð í Dvalarheimilinu Hlíð. Garðar lést 20. febrúar 1986. í Felli voru þau fyrst í sambýli með foreldrum Garðars, Júlíusi Jónssyni og Sigríði Sigurðardóttur, ásamt bróður hans Valdimar Júlíus- syni og eiginkonu hans, Ingibjörgu Björnsdóttur. Þeir bræður byggðu síðar við- byggingar báðum megin við Fells- húsið og var samvinna Ijölskyldna þeirra bræðra alla tíð óvenju mikil og ríkti þarna í Felli mikil ein- drægni og kærleikur. Þau Garðar og Sigurveig eignuð- ust fjögur börn, sem öll eru búsett á Akureyri. Þau eru Bergsteinn, kvæntur Judith Sveinsdóttur, Sum- arrós gift séra Birgi Snæbjörns- syni, Júlía gift Lárusi Zophonías- syni safnverði Amtsbókasafnsins og Laufey gift þeim er þetta ritar. Hjónaband þeirra Garðars og Sigurveigar var hið farsælasta þótt þau hjónin væru um margt ólík og ætíð var kærleikur þeirra sá sami. Veraldlegur auður var ekki mik- ill hjá þeim hjónum og húsakynnin voru þröng fyrstu árin en hjarta- rýmið var ætíð stórt. Margir sem erfitt áttu leituðu til Veigu í Felli, sem virtist hafa sér- stakt lag á því að liðsinna og allir fóru léttstígari af hennar fundi og betur undir það búnir að takast á við vandamál hins daglega lífs. En stærsta rýmið í hjarta hennar og huga áttu þó börn hennar, tengda- og barnabörn og barna- barnabörn. Það var fylgst með hveiju fótmáli afkomendanna og af einlægum áhuga tekið þátt í gleði þeirra og sorgum. Það var hug- hreyst og huggað þegar þess þurfti með, veittar viðurkenningar og hvatt til meiri átaka a stundum. Sigurveig talaði ætíð tæpitungu- laust um hlutina þegar henni fannst eitthvað betur mætti fara, en gerði það af slíkri einlægni að eftir því var tekið. Síðustu árin átti Sigurveig við mikil veikindi að stríða sem gerðu henni erfitt fyrir að vera mikið á ferli. En áhuginn á öllu því sem fram fór hjá skyldmennum hennar var ætið hinn sami. Einnig hafði hún sívakandi áhuga á þjóðmálum og alþjóðamál- um og var hún tilbúin og fullfær að ræða þau við hvern sem var. Ég sem þessar línur skrifa vil af einlægum huga þakka Sigur- veigu samfylgdina og hjálp á lífsleiðinni og tel það mína ham- ingju að hafa átt þess kost að kynn- ast og starfa með slíkri konu. Við lok vegferðar hennar hérna megin tjaldsins munu minningarnar um lífsstarf hennar verða viti til leiðsagnar inn í framtíðina og óbrot- gjarn minnisvarði um ævi góðrar konu. Ég bið Guð að blessa minningu hennar. Jarðarför Sigurveigar fór fram frá Akureyrarkirkju í gær, miðviku- daginn 28. júní. Sigurður Jóhannesson FRÁBÆR ÍTÖLSK HÖNNUN Bjóðum nú hinn stórglæsilega stálborðbúnað frá Inoxbeck á Ítalíu Margar gerðir - Glæsilegt úrval ÁLAFOSS-búðin --- GÓÐIR ( GJAFAVÖRU - VESTURGÖTU 2, RVK, SÍMI 91-13404 TOKUM UPP DÓSIR - að sjálfsögðu! YDDA F5.42/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.