Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 14
14 'MOR'GUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JUNI 1989 * Alagiiing' eignarskatts á einstaklinga eftir Sigurð Tómasson Umræður um eignarskattinn að undanförnu hafa orðið tilefni margra spurninga. Ein er þessi: Hvers vegna er svona mikill munur á álögðum eignarskatti hjóna ann- ars vegar og einstaklinga hins veg- ar þegar um sömu eign er að ræða? Hefur þetta alltaf verið svona? Almennt orðað svar er svona: GARÐUÐARAR ÚÐUNARKÚTAR SLÖNGUSTATÍV SLÖNGUTENGI GARÐVERKFÆRAÚRVAL HEKKKLIPPUR GREINAKLIPPUR GRASKLIPPUR SLÁTTUORF SMÁVERKFÆRI IM # BLflCKS DECKER RAFMAGNSSLÁTTUVÉLAR VERÐ FRÁ KR. 7.950 ARMULA11 Álagningarreglur núgildandi skattalaga — sem hafa verið í gildi frá álagningarárinu 1980 — gera ráð fyrir mismun. Mismunurinn hefur hins vegar aldrei verið svo mikill sem nú verður við álagningu 1989. Og þetta vil ég reyna að skýra nánar. Samkvæmt skattalögum (= lög um tekju- og eignarskatt) eru hjón sjálfstæðir skattaaðilar hvort um sig og skal þeim ákveðinn tekju- skattur og eignarskattur hvoru í sínu lagi. Einstaklingurinn er að sjálfsögðu skattlagður sem einn. Álagning eignarskattsins fer síðan fram þannig að skuldlausri eign hjóna er skipt í 2 jafna hluta og síðan er fylgt eftirfarandi út- reikningi bæði hjá hjónum (sem 2 einstaklingum) og einstaklingum: Af fyrstu kr. 2.5 millj. af skuld- lausri eign greiðist enginn skattur. Af næstu kr. 4.5 millj. af skuld- lausri eign greiðist 1,2%. Af skuld- lausri eign yfir kr. 7.0 millj. greið- ist 2,7%. I lögunum eru þessar álagningar- reglur orðaðar öðruvísi og sagt að af eignarskattsstofni yfir 7.000.000 greiðist að auki 1,5%. Þessi að auki 1,5% eignarskattur leggst ofan á lægra hlutfallið (1,2%) og þannig næst 2,7% af skuldlausri eign yfir 7.0 millj. króna. I þessum reglum verða til tvenn skattleysismörk fyrir hjón umfram einstaklinginn; Hin fyrri er að hjón geta átt 5.0 millj. króna skuldlausa eign (2 x 2.5 millj.) án þess að greiða eignarskatt en einstaklingu- irnn greiðir eignarskatt strax við 2.5 millj. króna markið. í þessu felst að þegar áiagning á hjón hefst við 5.0 millj. króna markið er þegar búið að leggja á einstaklinginn kr. 30.000 í eignarskatt (kr. 2.5000 x 1,2%). Síðari skattleysismörkin eru að hjón geta átt 14.0 millj. króna skuldlausa eign (2 x 7.0 millj.) án þess að greiða „að auki 1,5%“ við 14.0 millj. króna markið er þegar búið að leggja á einstaklinginn kr. 105.000 vegna „að auki“ eignar- skatts (kr. 8.000.000 x 1,5%). Skattleysismörkin og stigshækk- unin gera það þannig að verkum að álagning eignarskatts getur orð- ið allt að 135.000 hærri á einstakl- ing en hjón enda þótt um jafnháa skuldlausa eign sé að ræða. En hver var þessi mismunur áð- ur? Skattleysismörk eignarskatts álagningarárið 1988 voru kr. 1.997.750. Álagningarhlutfall var 0,95%. Engin stigshækkun var þá á eignarskattinum. Mismunur álagningar gat því orðið mestur kr. 18.979 (kr. 1.997.750 x 0,95%). Mismunur á eignarskattsáiagn- ingu einstaklings annars vegar og hjóna hins vegar hefur þannig breyst frá því að geta orðið mestur kr. 18.979 og upp í að vera mestur kr. 135.000. Það er auðvitað fyrst og fremst þessi mismunur sem hefur orðið kveikjan að umræðunni um eignar- skattinn og því viðurnefni sem eign- arskatturinn fékk — „ekknaskatt- urinn“. Þessi breyting á skattalögunum var samþykkt á Alþingi í desember 1988. Sú lagagrein sem breytt var og veldur hækkuninni á mismun í skattlagningu eftir hjúskaparstöðu er í sinni endanlegu mynd þannig: „Eignarskattur manna reiknast þannig: Af fyrstu 2.500.000 kr. af eignarskattsstofni greiðist enginn skattur. Ef eignarskattstofni yfir 2.500.000 kr. greiðist 1,2%. Af Sumarferð Varðar laugardaginn 1. júlí Þiórsárdalur Sumarferð Lands- málafélagsins Varðar verðurfarin laugar- daginn 1. júlí nk. Lagt verður af stað frá Valhöll kl. 08.00. Áætlaður komutími er kl. 19.30. Ferðinni er heitið í Þjórsárdal. Fyrsti áfangastaður er Skálholt, þar sem drukkið verður morgunkaffi og fræðst verður um þennan sögufræga kirkjustað. Því næst er ferðinni haldið áfram yfir Iðubrú, Uþp í Þjórsárdal og snæddur hádegisverður í Skriðufellsskógi. Þar mun formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, alþingismaður fyrir Suðurland, heilsa gestum og síðan mun aðalfararstjórinn, Höskuldur Jónsson, forseti Ferðafélags Islands, lýsa staðháttum. Þar verður einn- ig plantað 60 trjáplötnum til marks um stuðning sjálfstæðisfólks við land- græðslu og gróðurvernd á 60 ára afmæli flokksins. A heimleiðinni verða skoðað- ir ýmsir merkir staðir í Þjórsárdal og ferð haldið áfram niður íTand í Gunnars- holt, en þar eru höfuðstöðvar Landgræðslu ríkisins. Þar verður drukkið síðdegi- skaffi og mun Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, rekja sögu þeirra stórvirkja, sem unnin hafa verið á sviði landgræðslu. Á leiðinni til Reykjavíkur verður ekið um Óseyrarbrú. Áætlaður komutírni til Reykjavíkur er kl. 19.30. Aðalfararstjóri verður Höskuldur Jónsson, forseti Ferðafélags íslands. Þátttakendur hafi allar veitingar meðferðis. Miðaverð er kr. 1.600 fyrir fuilorðna og kr. 600 fyrir börn 5-14 ára, frítt fyrir börn yngri en 5 ára. Miðasala fer fram í sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1, frá kl. 8-18 daglega. Allar upplýsingar og miðapantanir í síma 82900. Tryggið ykkur miða tímanlega. m E Stjórn Varðar. Sigurður Tómasson „Því verður tæplega trúað að það hafí verið ætlun löggjafans að standa þannig að mál- um um hækkun eignar- skatts sem hér að fram- an hefur verið lýst.“ eignarskattsstofni yfir 7.000.000 kr. greiðist að aúki 1,5%.“ Lagagreinin felur í sér mikla hækkun eignarskatts en sýnist að öðru leyti vera það meinleysisleg að fáum dettur í hug að í henni felist það misræmi milli álagningar hjóna annars vegar og einstaklinga hins vegar sem fyrr segir frá. Breyt- ingin sem gerð var á álagningu eignarskatts var hluti af frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt. I almennum athugasemdum með frumvarpinu sagði meðal annars að hækkun tekju- og eignarskatts „er liður í þeirri viðleitni að ná betra jafnvægi í ríkisfjármálum á mæsta ári en verið hefur að undanförnu". Að því er varðar hjón og einstakl- inga var þessu jafnvægi best náð með 900 milljón króna nettó- hækkun á tekjuskatti og 5—600 milljóna króna hækkun á eignar- skatti. Skýringar sem fylgdu frum- varpinu voru 20 blaðsíður og þar af rúmlega 19 og hálf um tekju- skattinn en tæplega hálf blaðsíða um eignarskattinn. Tóif línurits- skreyttar síður voru um tekjuskatt- inn en enginn um eignarskattinn. Allskonar töflur sýndu hækkun eða lækkun tekjuskatts miðað við Ijöl- skydustærð, atvinnu og tekjustig. Eignarskatturinn og hækkunina þar þurfti alls ekkert að skýra og síst af öllu að minnast á hækkunina eftir hjúskaparstöðu. Þetta hlaut því að vera eitthvert lítið og ómerki- legt mál í augum þeirra þingmanna sem samþykktu hækkunina fyrst ekki þurfti meiri kynningu á mál- inu. Þannig var lagagreinin sam- þykkt með þeim afleiðingu sem væntanlegir álagningarseðiar munu sýna. Jafnvægi í ríkisflármálum náðist. Það verða því um 12.350 einstaklingar sem eiga að gjalda sinn eignar skatt umfram aðra svo jafnvægið í ríkisfjármálum verði enn betra. Ef við nú umorðum frumvarpið og þá breytingu sem misræminu veldur og setjum þetta fram á ein- földu máli yrði þetta orðað þannig: Auk þess sem eignarskattur hækkar mjög verulega hjá öllum gjaldendum er lagt til — svo enn betra jafnvægi náist í ríkisfjármál- um — að álagningu verði hagað þannig að í stað þess að einstakling- ar greiði mest kr. 18.979 hærra en hjón verði einstaklingum gert að greiða allt að kr. 135.000 meiri eignarskatt en hjón af skuldlausri eign sömu fjárhæðar. Þessu mark- miði verði náð með því að reikna eignarskatt manna þannig: Af fyrstu 2.500.000 kr. af eignarskatt- stofni... o.s.frv. Hversu margir af þeim þing- mönnum sem í desember 1988 sam- þykktu skattalagabreytinguna mundu ger það í dag ef tillagan lægi fyrir á þennan hátt? Svari nú hver fyrir sig. En hvort málið sem notað er — þingmál eða almennt mál — þá eru afleiðingarnar hinar sömu. Á næsta Alþingi hlýtur stofnunin að taka þetta mál fyrir og leiðrétta aftur- virkt. Því verður tæplega trúað að það hafi verið ætlun löggjafans að standa þannig að málum um hækk- un eignarskatts sem hér að framan hefur verið lýst. Höfundur er löggiltur endurskoðandi. Afturrúðugrindur ú stórlækkuðu verði. Mikið úrvul. BORGARTUNI 26 Sími 62 22 62.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.