Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 12
12í MORGUNBtADíD FIMM'I'UDAGUR 29. JÚNÍ 1^89 Fallegur söngur Tónlist Jón Ásgeirsson Skólakór Garðabæjar hélt tón- leika sl. þriðjudag í Listamiðstöð Hafnarfjarðar, en kórinn hyggur á ferð til Svíþjóðar, að syngja á NMPU-þingi, sem haldið verður í Södertelje dagana 28. júní til 6. júlí nk. Líklega þykir mörgum að vart verði söngur barnakórs talinn til stórtíðinda, jafnað við kaf- bátaslys, stríðsátök eða sam- komulag um sammynt fyrir Evr- ópu. Hvað sem þessum saman- burði líður eiga nefndir atburðir það sameiginlegt að varða miklu fyrir framtíðina. Skemmdir á náttúrunni, tæknivá nútímans, stríðsvilli- mennska og efnahagslegar skipu- lagsþvinganir fjármálaspekinga eru framkvæmdar án tillits til líðan mannfólksins og skiptir litlu þó lítil bláfjóla deyi eiturdauða, verði undir trampskóm hermanna eða sé numin burt í nafni fram- fara og hagvaxtar. í litlum barnakór er stunduð mannrækt og hver kann að spá um þá sögu er varðar framtíð eins bams, sem gæti, er tímar liðu, varðað allt mannkyn jarðar. Guð- finna Dóra Ólafsdottir hefur ræktað sinn garð með natni og alúð og því er söngur skólakórs Garðabæjar annað og meira en tónleikar, hann er fagurræktun mannlífs er stendur ofar skark- alaglamri nútímans. A efniskránni voru nokkrar smáperlur, eins og Ó, blessuð vertu sumarsól, sem sagt er að Ingi T. Lárusson hafi samið er hann var sjö ára, skemmtilega leikandi lag eftir Ríkharð Öm Pálsson yfir þjóðvísuna Kisa fór í lyngmó, sérkennilegt lag eftir Þorkel Sigurbjömsson, er hann nefnir Fögnuður, Afmælisdiktur- inn góði eftir Atla Heimi Sveins- son, glaðlegur söngur Sigfúsar Haildórssonar í grænum sjó, þjóð- lög frá ýmsum löndum og þar á meðal frábær raddsetning Jóns Þórarinssonar á Kmmmi svaf í klettagjá. Söngur barnanna bæði kórsins í heild og þeirra sem sungu ein- söng var í einu orði sagt frábær- lega fallegur, hreinn og vel sam- taka, og hljóðfæraleikurinn sömu- leiðis. Síðustu verkin vora; Gefðu að móðurmálið mitt, Þú veist í hjarta mér eftir Þorstein Valdi- marsson, Hvert örstutt spor, eftir Jón Nordai,_ Maístjarnan og laga- flokkur, Á þessari rímlausu skeggöld eftir undirritaðan. Kvæði Jóhannesar úr Kötlum er áhrifmikil áminning, er nú hefur öðlast ákveðnari merkingu, breyst frá því að vera framtíðasýn, er höfundur orti það, í þá vá, er stendur nú fyrir dyram og hefur jafnvel skotið fæti milli stafs og hurðar, svo að fátt er til vamar voðanum. Það má vera að mörg- um þyki textinn nokkuð harður og miskunnarlaus í munni barna en það era þau sem verða að tak- ast á við vandann, er við eldra fóikið skiljum þeim eftir til arfs. Skólakór Garðabæjar er óskað góðrar ferðar og farsællar heim- komu. Iðnskólinn brautskrá- ir fyrstu stúdentana IÐNSKÓLINN í Reykjavík brautskráði 236 nemendur við athöfn í Hallgrímskirkju föstudaginn 16. júní. í þeirra hópi voru sex stúdent- ar af tæknibraut, en þetta er í fyrsta sinn sem Iðnskólinn brautskrá- ir stúdenta. Enn íremur útskrifuðust nú í fyrsta skipti nemendur úr rafeindavirkjun öldungadeildar. Vorönn í Iðnskólanum lauk með miðjan ágúst. óvenjulegum hætti að þessu sinni vegna verkfalls kennara í BHMR. Var valin sú leið að meta námsár- angur í þeim áföngum, sem vel lágu við mati, en hafa stoðkennslu og próf í öðram. Þeim nemendum, sem ekki gátu lokið prófi í vor var boð- ið upp á stoðkennslu og próf um Álls útskrifuðust 236 nemendur úr Iðnskólanum að þessu sinni; 204 úr dagskóla og 32 úr kvöldskóla. Dagskólanemendurnir útskrifuðust af 30 brautum en kvöldskólanem- endur af þremur. Alls vora 1566 nemendur skráðir í Iðnskólann í Reylq'avík á vorönn. Morgunblaðið/Einar Falur Nýstúdentar af tæknibraut í Iðnskólanum í Reykjavík ásamt Ingvari Ásmundssyni, skólameistara. Gerni ■ SINGLEFLEX STAÐBUNDIN DÆLA HENTUG DÆLA FYRIR SJÁVARÚTVEGINN Sérstaklega hentug fyrir lagnakerfi í skipum og frystihúsum — nú þegar eru GERNI dælur komnar í marga frystitogara og frystihús og reynast sérstaklega vel. Hafiö samband og leitið upplýsinga. Skeifan 3h - Sími 82670 Á öllum stærri Shellstöðvum, Shell-gas fyrir - allar gerðir prímusa og gasljósa, - fyrir grill, - sumarbústaði, - alla tjald- og tjaldhýsaútgerð. I í Reykjavík eru þessir staðir auk þess sérútbúnir til gasafgreiðslu: • Þjónustustöðin Skerjafirði, sími 91-11425, • Þvottastöðin Laugavegi 180, sími 91-623016, þar eru seld áfyllt hylki fyrir amerísk gasgrill og auk þess minni hylki 2,5-5 kg. • Skeljungsbúðin Síðumúla 33 sími 91-621722 • Shellstöðin, Miklubraut v/Kringluna s. 36060 • Shellstöðin, Suðurfelli s. 74060 I í Skeljungsbúðinni fæst ennfremur fittings, mælar, þrýstijafnarar slöngur og fleira. Skeljungur hf. I IKosangasl Q Sit'ájuiwMV ✓ Reykhólasveit: Útlit fyrir berjasprettu Miðhúsum. Krækilyngið blómgaðist seinna en vant er í vor. Hins vegar hefur blómgun tekist vel að best verður séð. Blábeijalyngið er nú að blómgast þessa dagana, lítið er um blómgun á aðalbláberjalyngi ennþá, vegna þess að snjór lá lengi á vaxtarstöð- um þess, en stutt er í blómgun. Þessi seinkun á blómgun ætti ekki að hamla beijasprettu ef sum- artíð verður hagstæð. - Sveinn Ertu íbílahugleiöingum? SPORT er ódýrasti alvöru jeppinn á markaðinum og hefur 10 ára reynslu að baki við þærmarg- breytilegu aðstæður, sem íslensk náttúra og vegakerfi búa yfir. Velduþann kost, sem kostar minna! Blfrelðarog landbúnaðarvólar hf. Ármúla 13, Suðurtandsbraut 14. Síml681200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.