Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FLMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989 fólk f fréttum Reuter LEIKHÚS Hoffinan á sviði Dustin Hoffman, sem löngu er orðinn heimsfrægur fyrir leik sinn i kvikmyndum eins og Tootsie og Rnin Man, er ekki síður mikils metinn sviðsleikari. Hann leikur nú gyðinginn Shylock í leikriti Shake- speares, Kaupmanninum í Feneyjum, sem sýnt er í Fönix-leikhúsinu í Lundúnum. BÓKAGJÖF A hundrað ára afinæli Bænda- skólans á Hvanneyri Um síðustu helgi var haldið uppá 100 ára afmæli Bænda- skólans á Hvanneyri. í tilefni af- mælisins færði Tómás Helgason, starfsmaður á Landsbókasafninu, skólanum veglega bókagjöf. Blaða- maður leit inn til Tómásar, þar sem hann var við vinnu sína á safninu, og spurðist fyrir um gjöfina. „Þetta'eru bækur sem ég hef safnað lengi, mest þó síðan ég kom hingað til Reykjavíkur árið 1956,“ segir Tómás. „Þær fjalla um ýmis- konar efni, landbúnað, náttúru- fræði, sögu og samvinnumál.“ Bækurnar sem Tómás færði skól- anum að gjöf eru yfir þijú þúsund talsins. Meðal þeirra eru handskrif- aðar kennslubækur frá skólanum í Olafsdal sem var fyrsti bænda- skólinn á Islandi, stofnaður árið 1880. Skólinn er sérstaklega fræg- ur fyrir ýmis verkfæri sem þar voru smíðuð s.s. plóga og herfi. Tómás stundaði nám í skólanum á Hvanneyri frá hausti 1938 til vors 1940. En datt honum aldrei í hug að gerast bóndi? „Ég var þorpari, fæddur og upp- alinn í Hnífsdal við ísafjarðardjúp," segir Tómás. „Svo hef ég unnið í tuttugu ár í sveit, mest í stórum fjósum á nokkrum stöðum á landinu. Seinna vann ég hjá Græn- metisverslun landbúnaðarins í nokkur ár. Hér hef ég unnið frá því 1971, fyrst sem húsvörður og nú tek ég á móti prentskilum." Við ræðum um Safnahúsið og Tómás segir mér að það hafi verið reist árið 1908. „Seinna átti að byggja annað eins á planinu hér fyrir aftan og hafa milligang þang- að en úr því varð aldrei," segir Tómás. „En þetta er falleg bygging og hér er gaman að starfa. Maður sér allt sem prentað er á íslensku. Við fáum f|ögur eintök af öllu sem gefið er út. Eitt fer á Amtsbóka- safnið á Akureyri annað á Háskóla- bókasafnið og tvö verða eftir hér. Mest kemur inn um áramótin, en allan ársins hring berast hingað bækur og biöð sem þarf að merkja og sumt að binda inn. Það er gert í bókbandsstofu sem er hér á fyrstu hæð.“ Þar með lauk spjallinu við Tóm- ás og blaðamaður rölti út í hlýja sumarrigninguna. UPPBOÐ Reyturnar „hennar“ Divine boðnar upp Fölsku augnhárin, pínupilsin, uppstoppuð dýr og fleira, sem bandaríski kynskiptingurinn og leikarinn Divine lét eftir sig, var selt á uppboði í síðustu viku fyrir um 640.000 ísl. kr. Aðdáendur Divine fjölmenntu til uppboðsins og meðal þeirra var Mitch Whitehead, sem er með mynd af Divine húðflúraða á bakið. „Ég kom bara til að næla mér í lítinn spegil en lét síðan freistast til að kaupa bæði rúmbukúluna hans og bað- sloppinn," sagði Whitehead. Divine, sem hét réttu nafni Harris Glenn Milstead, lést í Los Angeles í fyrra 42 ára að aldri. Þá var hann orðinn kunn- ur fyrir frumlegan og oft umdeildan leik í kvikmyndum vinar síns, John Waters, og fór hann þar jafnan með aðalkven- hlutverkið. Divine þótti enginn álfa- kroppur og framkoma hans eða „hennar“ á sviði var í samræmi við það. COSPER - Ef þú heldur þessu áfram, fáum við ekki frímiða aftur. VILHJÁLMUR BRETAPRINS Heillandi snáði Nokkrum vikum fyrir afmælið tók fjölskyldan ser nokkurra daga frí saman. Vilhjálmi fer ört framj konung- legum siðum og kurteisi. Við brúð- kaup Söru Ferguson og Andrésar frænda sfns árið 1986 var hann iðandi og eirðarlaus en þegar Hin- rik bróðir hans rak útúr sér tung- una á blaðamannafundi eftir fæð- ingu Beatrix frænku þeirra í fyrra- sumar kallaði hann til hans: „Hættu þessari óþekkt, Hinrik.“ Karl Bretaprins hefur sagt að hann leggi áherslu á að ala dreng- ina upp við góða siði og að þeir geti sett sig í spor annarra. „Það mun reynast þeim haldgott vega- nesti hvort sem þeir reynast hæfi- leikamenn eða ekki.“ Haldið var uppá afmæli Vilhjálms á aðsetursstað fjölskyldunnar i Lon- don. Á meðal gesta voru nokkrir bekkjarfélagar Vilhjálms og frænd- systkini. (f)PIB Vilhjálmur er mikill Hann vann til þriðju keppni um besta kna kynslóðinni á hestam og ekki alls fyrir lön verðlauna fyrir góða ásetu. COSPER Vilhjálmur prins af Wales varð sjö ára þann 21, júní síðastlið- inn. 1 tilefni afmælisinS hefur mikið verið fjailað um prinsinn í breskum vikublöðum. Greinahöfundar eru sammála um að Vilhjálmur sé afar heillandi bam. Hann er ráðríkur og skörulegur en um leið kurteis og umhyggjusamur. Þeir sem þekkja til konungsfjöl- skyldunnar segja að Vilhjálmur geri sér þegar grein fyrir stöðu sinni sem arftaki bresku krúnunnar. „Af dfyng á hans aldri að vera er hann afar öruggur með sig,“ segir við- mælandi sem þáði boð konungs- hjónanna þegar þau dvöldust á sveitasetri sínu í Gloucester ekki alls fyrir löngu. „Að tala við hann er eins og að tala við fuilorðinn mann,“ bætir hann við. Náinn vinur fjölskyldunnar segir um Vihjálm að hann sé á góðri leið með að verða afar skemmtilegur per- sónuleiki. „Díana sér hon- um fyrir um- hyggju og ástúð og Karl fyrir aga sem hann þarf á að halda í framtíðinni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.