Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 14
-i.4....................................— MORGUXBLADIÐ ÞRIDJUDAGÚE 'll.:JÚLí"l989 Suðurhrauni 2, 210 Garðabæ Símar 65 14 40 og 65 14 44 FISKVEIÐIFLOTI ÍSLENDINGA og ÞORSKAFLI A ISLAND SMIÐUM 1950 - 1989 Tíu ára me&altöl. Flotl Þús. Lestir. 150------------ 460 200 100 1950 1960 1970 HfifniM: S. Á)ex<nd»rSf. og Skipaskróning.___ 1980 1990 2000 MyrwJtœkni 89 1989 300 300 Fiskveiðistefiia og- flármálastefiia á þessu tímabili. Þetta segir þó ekki alla söguna um aukningu sóknar- þungans, því bæði veiði- og tækja- búnaður flotans er nú allur annar, fulikomnari og jafnframt miklu dýr- ari en áður var. Sóknarþunginn er þannig mikiu meira en þrefaldur. Meðan heildarafli í þorskveiðum hefir minnkað um þriðjung, úr 460.000 tonnum niður í 300.000 tonn, hefir veiðifiotinn stækkað úr 60.000 tonnum í 120.000 tonn, þ.e. tvöfaldast. Þetta eru þó engan veg- inn sambærilegar tölur, því að nýju skipin eru svo miklu fullkomnari að allri gerð og útbúnaði. Gömlu skipin hafa verið úrelt og endumýjuð, og þau eru að mjög litlu leyti innifalin í núverandi tölum um stærð veiðiflot- ans. Þróunin frá 1970 Upp úr 1970 verða mjög áberandi umskipti í sjávarútvegsmálum. Þá hefst skuttogarabyltingin, sem hefir valdið algjörum umskiptum í djúp- sjávarveiðum, og gert eldri veiðiað- ferðir ónothæfar. Þá ákveður stjórn SÍS að fara af fullum krafti í alhliða fiskveiðar og fiskvinnslu og stofnar Iceland Seafood Corporation til sölu á freðfiski og fískréttum í Banda- ríkjunum, en fram til þess tíma hafði þátttaka SÍS og kaupfélaganna að- eins verið í saltfiskframleiðslu og sölu. Þá heljast kaup þessara aðila á fiskverkunarstöðvum, frystihúsum og veiðiskipum. Þá hefst hinn svo- nefndi framsóknaráratugur, sem enn stendur, með stjórnun fulltrúa þess flokks og þeirra hagsmunasam- taka á sjávarútvegsráðuneytinu, og þar með talið úthlutun á nýjum veiði- skipum og kvótum til veiðiskipa. Þá nær hámarki úthlutun veiðiskipa til aðiia, sem höfðu lítið sem ekkert eigið fé til kaupanna, og fengu skip afhent að mestu í skuld, oft í skjóli svonefndrar byggðastefnu. Jafnvel hafa verið þess dæmi, að greitt væri með nýjum skipum í einstökum tilfellum. Ekki getur leikið á tveim tungum, að þessi samkeppni í sjávarútvegs- málum er ein höfuðorsök þeirrar erlendu skuldasöfnunar, sem átt hefir sér stað á undanfömum ámm. Nýtt veiðiskip, sem kostaði 10 millj- ónir dollara 1987 eða á þáverandi gengi 360 milljónir króna, kostar nú 580 milljónir króna, aðeins vegna gengishækkunar dollarans. Og það sem verra er: kaupin á þessu skipi voru óþörf, aðeins ábyrgðarlaust braðl með fjármuni. Og nú fínnst eigendum skipsins, að þeir hafi að- eins verið að taka þátt í jákvæðri uppbyggingu samféiagsins og að samfélagið eigi þess vegna að taka þátt í gengistapinu uppá 220 milljón- ir. í framhaldi af þessu er gerð krafa um hækkað fiskverð til skipaflotans, til þess að geta greitt skuldir skips- ins. eftir Önund Asgeirsson Það er nú orðið ljóst, að núver- andi stjórnun fiskveiða, með svo- nefndu kvótakerfi, er orðin úrelt og þarfnast breytingar hið bráðasta. Ahrif þessarar fiskveiðistefnu á fjár- mál samfélagsins era orðin yfir- þyrmandi og með öllu óviðráðanleg, bæði í einkarekstri/ og opinberum rekstri. Ásóknin í að velta kostnaði vegna offjárfestingar yfir á skatt- borgarana fer stöðugt vaxandi og undanlátssemi stjómmálamanna um að verða við slíkri ásókn færist mjög í vöxt. Þessa þróun verður að stöðva. Jákvæð umræða hefir verið um þessi mál í Morgunblaðinu að und- anförnu: 1. Gylfi Þ. Gíslason gerir í 2 ágæt- um greinum skil fyrir skoðunum sínum á málinu og leggur til að tek- inn verði upp svonefndur „auðlinda- skattur", þ.e. sala á veiðiheimildum til fiskiflotans. 2. Þorvaldur Garðar Kristjánsson leggur til að veiðunum verði stjórnað með takmörkun á fjölda veiðiskipa. Augljóst vandamál við þessa tillögu er þó, að þegar vitað er að fiskiskipa- flotinn er a.m.k. tvöfalt of stór er erfitt að skera niður svo öllum líki og enginn hefir þá trú á stjórn- málamönnunum, að vænta þess að þetta sé framkvæmanlegt. Ekki heldur þeir sjálfir. Á yfírborðinu virðist kannski að þessar tillögur gangi í gagnstæðar áttir, en svcr er ekki. Báðar tillögum- ar miða nefnilega að fullri nýtingu veiðiskipa, sem er aðalatriði málsins. Með því að deila stærð flotans upp í heildarveiði hvers árs eða áratugar fæst sóknarþunginn í tonnum fisks á hvert tonn veiðiflotans: Ára- Þorsk- Veiði- Veiði á tugur afli floti tonn 6. 460.000 65.000 7,08 7. 393.000 75.000 5,24 8. 384.000 90.000 4,27 9. 362.000 100.000 3,62 1989 300.000 120.000 2,50 Aflinn á hvert tonn fiskiskipaflot- ans hefir þannig minnkað úr rúm- lega 7 þorsktonnum niður í 2,5 tonn Önundur Ásgeirsson „Við höfum ekki efiii á að láta fiskveiðarnar verða að öðru oki á landslýðnum, til við- bótar landbúnaðar- vandanum. Það verður að finna leið til að losna undan síendurteknum inngripum stjórnvalda í efnahagsmálin.“ 3. Einar Julíusson skrifar ágæta grein í Morgunblaðið 1. júní ’89 og leggur fram yfirlit Skúla Alexand- erssonar um stærð veiðiflota og heildarþorskafla 1950-1989, tíu ára meðaltöl, sem fylgir hér með, og vitnað er til hér á eftir. Einar á þakkir skilið fyrir að vekja athygli á þessu yfirliti Skúla, sem gefur ein- falda mynd af vandamáli fiskveið- anna, og hinum fyrirsjáanlegu erfið- leikum þjóðarbúsins af þeim röngu ákvörðunum, sem teknar hafa verið í þessum málum á undanförnum árum. Það er af þessum sökum, að ég.legg hér orð í belg. í framhaldi af ofanrituðu framlagi til þessara mála halda Vestfirðingar nú ijöldafundi til að mótmæla skerð- ingu veiðiheimilda eða kvóta, undir yfirskriftinni: „Kvótaskerðing er kjaraskerðing." Og þetta er alveg rétt. Umbóta er þörf. Stærð veiðiflotans og sóknarþungi Grein Einars ber heitið: „Hvað kosta smá ósannindi?" Hann hefði gjarnan mátt sleppa orðinu smá, því ósannindin í þessu máli era ekki smá, og afleiðingarnar geigvænlegar fyrir þjóðarbúið, svo sem nú er kom- ið í ljós. En Skúli ber kannski ekki ábyrgð á þeim umfram suma aðra. Einar vitnar til orða Skúla: „Eng- inn fræðilegur útreikningur liggur fyrir um það, að fiskiskipaflotinn hafi verið of stór.“ Yfírlitsmynd Skúla vitnar einmitt bezt um þetta atriði. Þar kemur greinilega fram þróunin undanfarna áratugi hvað snertir minnkandi þor- skafla og stækkun þorskveiðiflotans. ,JHjá ÓS fást sterkar og fallegar hellur til að gera hvers kyns stéttir og bflastæði. Ég mæli með hellunum frá ÓS og byggi þau meðmæli á reynslunni. Þær eru framleiddar úr öldu hráefhi og góðir kantar gera það verkum að allar línur verða reglulegar. Hellunum er pakkað í plast og þeim ekið heim í hlað. í fáum orðum sagt: Gæðavara og góð þjónusta.“ Markús Guðjónsson, skrúðgarðyrkjumeistari, eigandi Garðavals.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.