Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JULI 1989 Jeppaleikur í Öskjuhlíð: Heilsuhælið í Hveragerði leggur aukna áherzlu á fræðslu: Unnið að undirbúningi endur- hæfingar krabbameinssjúklinga Töluverð- ar skemmd- ir á gróðri Gísli Krístjánsson látinn GÍSLI Kristjánsson fyrrverandi útgerðarmaður lést á Hraihistu í Hafiiarfirði 6. þ.m. á 96. aldursári. Hann fæddist í Mjóafirði 12. des- ember 1893. Hann stundaði útgerð á Norðfirði á árunum 1922—45, síðan á Akureyri til ársins 1955. Þá fluttust hann og kona hans, Panny Ingvarsdóttir, sem lifir mann sinn, til Hafnarfjarðar. Þar vann hann ýmis störf. Þau eignuðust 6 börn, sem öll eru á lífi. Eru afkomendur þeirra hjóna 85 talsins. Frú Fanny er heimilismaður á HrafnrStú í Hafn- arfirði. Útför Gísla fer fram nk. föstudag frá Garðakirkju á Álftanesi kl. 13.30. Gísli Kristjánsson EIGANDI Bronco-jeppa, sem var að leika sér á honum utan vegar í Öskjuhliðinni aðfara- nótt sunnudagsins, varð fyrir því óhappi að festa tryllitækið í bleytu og komast hvergi. Þar með komst upp um strák, því að snemma á sunnudagsmorg- uninn komu Iögreglumenn að bílnum yfirgefhum, mynduðu skemmdirnar og höfðu upp á eigandanum. Jeppanum hafði verið ekið yfir viðkvæmt gróðursvæði og skildi hann eftir sig djúp hjólför og sár { svörðinn. Að ná bílnum upp úr hjólförunum aftur kostaði óhjá- kvæmilega meiri skemmdir. Eig- andinn verður væntanlega látinn greiða fyrir skemmdirnar. Morgunblaðið/Einar Falur Olafur M. Ölafsson fyrrv. menntaskólakennari látinn IDAGkl. 12.00: Heimild: Veöurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) ÓLAFUR Markús Ólafsson, fyrr- verandi menntaskólakennari, lézt í Giessen í Þýzkalandi á fostudag í síðustu viku, sjötíu og þriggja ára að aldri. Andlát hans bar brátt að, en hann var staddur í Giessen á ráðstefiiu. Ólafur fæddist 16. júní árið 1916 í Reykjavík, sonur Ólafs Magnússon- ar, kaupmanns í Fálkanum, og Þrúð- ar Guðrúnar Jónsdóttur konu hans. Hann útskrifaðist frá Verzlunarskóla íslands 1935 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1941. Magistersprófí í íslenzkum fræðum lauk hann frá Háskóla ís- lands 1946, og dvaldist við nám í Þýzkalandi 1955-1957. Hann kenndi íslenzka hljóðfræði við HÍ 1947-1949, og aðstoðaði Björn Guðfinnsson við rannsóknir á íslenzkum mállýzkum. Kennari við Menntaskólann varð hann 1951 og starfaði þar til ársins 1986. Hann kenndi íslenzku og þýzku, en stund- aði jafnframt vísindastörf með kennslunni. Orðin staðall og staðla (í stað standard og standardisera), sem nú eru gróin í íslenzku máli, eru hans verk. Ólafur var kennari af gamla skól- anum, formfastur og nákvæmur. Hann þótti minnisstæður þeim, sem Ólafúr M. Ólafsson. kynntust honum, nemendum jafnt sem öðrum samstarfsmönnum. Eftirlifandi kona hans er Anna Christine. Þau áttu dótturina Guð- rúnu Birnu, fædda 1954. VEÐURHORFUR I DAG, 11. JULI YFIRLIT f GÆR: Á Grænlandssundi er 992 mb lægð sem þokast norðaustur og grynnist. Önnur lægð skammt suður af Hvarfi hreyf- ist austur og eyðist. Hiti breytist lítið. SPÁ: Vestan átt, víðast gola eða kaldi, skýjað og þokumóða vestan- lands en annars léttskýjað. Hiti 10—13 stig um vestanvert landið en 13—19 stig eystra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Vestlæg eða norð- vestlæg átt. Smáskúrir vestanlands en bjart á Austur- og Suðaust- urlandi. Hiti nálægt 10 stigum vestan til en talsvert hlýrra eystra. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y. Norðan, 4 vindstig: V vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / # # * * * * * Snjókoma # # * jO° Hitastig: 10 gráður á Celsíus \j Skúrir * V E1 = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 13 úrkoma í grennd Reykiavík 10 þokumóða Bergen 17 skýjað Helsinkí 20 alskýjað Kaupmannah. 19 skýjað Narssarssuaq 10 alskýjað Nuuk 8 skur Ósló 23 léttskýjað Stokkhólmur 13 rigning Þórshöfn 11 skúrir Algarve 28 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Barcelona 25 mistur Berlfn 22 léttskýjað Chicago 26 helðskfrt Feneyjar vantar Frankfurt 22 skýjað Glasgow 15 súld Hamborg 18 skýjað Las Palmas 24 léttskýjað London 22 léttskýjað Los Angeles 19 atskýjað Lúxemborg 20 skýjað Madríd 29 léttskýjað Malaga 29 mistur Mallorca 30 léttskýjað Montreal 18 skúr New York 26 mistur Oriando 24 heiðskfrt París 19 alskýjað Róm 28 þokumóða Vfn 26 skýjað Washington 23 mistur Winnipeg vantar - segir Snorri Ingimarsson, sem tók við yfírlæknisstarfi um síðustu mánaðamót DR. SNORRI Ingimarsson tók um síðustu mánaðamót við starfi yfirlækn- is á Heilsuhæli Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði. Hann seg- ir mikinn framfarahug ríkja í félaginu, á heilsuhælinu verði nú lögð áhersla á fræðslu um heilsuvernd auk bættrar þjónustu við gigtarsjúkl- inga og fólk með stoðkerfisvandamál. Þá sé í undirbúningi endur- hæfing krabbameinssjúklinga á hælinu. Snorri segir að hið síðastnefnda hafí valdið því meðal annars að hann hóf störf við heilsuhælið, í október síðastliðið ár. „Ég hafði ekki hugsað mér að ílengjast héma,“ segir Snorri, „en áhugaverðar nýjungar voru til umræðu og mér féll staðurinn ákaf- lega vel.“ Áður starfaði Snorri í fjögur ár hjá Krabbameinsfélaginu. Hann er sérfræðingur í krabbameinslækning- um og varði doktorsritgerð sína árið 1981. „Eitt af því sem við munum efla á næstunni er almenn fræðsla um heilsuvemd, á svipuðum nótum og þegar félagið var stofnað," segir Snorri. „Til að sjúklingur 'nái bata þarf hann að vera virkur sjálfur og þar er lykilatriði að hafa nokkum skilning á því sem til þarf. Þetta virð- ist sjálfsagt, en gleymist samt stund- Forsætisráðherra Grænhöfða- eyja, Pedro Verona Rodrigues Pires, kemur í þriggja daga opin- bera heimsókn hingað til lands næstkomandi mánudag. Hann Þá hefur verið rætt um sérstaka endurhæfingu krabbameinssjúklinga á hælinu í samvinnu við Krabba- meinsfélagið og krabbameinsdeild Landspítalans. Að auki viljum við leggja áherslu á aðstoð við of þungt fólk, bæta þjónustu við gigtarsjúkl- inga og þá sem glíma við stoðkerfis- vandamál eins og bakkvilla." Á heilsuhælið í Hveragerði koma árlega um 2.400 manns sér til heilsu- bótar, eða nærri 1% þjóðarinnar. Nálægt 180 manns eru á hælinu í einu að sögn Snorra og á öllum aldri þótt mest sé um eldra fólk. mun eiga viðræður við ráðamenn um frekari þróunarsamvinnu ríkjanna. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra mun ræða við Pires. Dr. Snorri Ingimarsson yfirlækn- ir við Heilsuhæli NLFÍ. Líklegt er að Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra taki þátt í viðræðunum. Undanfarin ár hefur þróunarað- stoð íslands við Grænhöfðaeyjar snú- ist um'fiskveiðar. Skip Þróunarsam- vinnustofnunar, Fengur, hefur verið ytra í tvö ár og nokkrir íslendingar dvalist þar til að veita tæknilega aðstoð. Milliríkjasamningurinn um þróunarsamvinnu hefur einu sinni verið framlengdur en rennur út á næsta ári. Vegná heimsóknarinnar hefur sérstaklega verið óskað við- ræðna við íslensk stjórnvöld um orkumál og fjármálastjóm. VEÐUR um. Forsætisráðherra Grænhöfðaeyja í opinbera heimsókn: Rætt um frekari þróunarsamviimu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.