Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 --—i—• •" i—fn — ------- “ Meðalland: Þær voru fyrst á Syðri-Steinsmýri en sáust næst í Landbrotinu. Hafa þær verið þar framundir þetta og líklega lagst í Hátúnum. Þetta eru vaðfuglar sem lifa á grasi og hafa verið í nýrækt í Hátúnum. Þetta eru mjög stórir fuglar og eru heim- kynni þeirra í Eystrasaltslöndum og Rússlandi allt til Síberíu. Þeir sem séð hafa þessar trönur telja þær fullt eins fyrirferðarmiklar og álft. í vor hefur því verið líflegt í nýrækt þeirra Landbrytlinga bæði trönur og álftir. - Vilhjálmur NEaqnmc 190NS JTL Viö viljum vekja athygli ykkar sem útivist stunda á Barbour tatnaöi. Durham jakkinn hefur þessa kosti: Hann erframleiddur úr laufléttu bómullar- efni, hann er hlýr og hleypir frá sér raka, hann er vatnsheldur og einstaklega sterkur, hann er fallegur og léttur og þegar allra veðra er von er hann tvímælalaust hentugasti jakkí í lengri eöa skemmri ferðir. Eng’inn sauðgróður á afréttum Hnausum, Mcðallandi. TVEIR síðustu dagar júnímánað- ar voru hlýir. Varla er þó hægt að segja að komin séu nein sum- arhlýindi og fyrir lok júní snjóaði í fjöll. Á afréttum er ekki kominn neinn sauðgróður. Á Syðra- Bakkakoti og Langholti hefur verið hirt hey og fleiri munu vera að huga að slætti. Er þó aðeins um að ræða nýjar sléttur sem ekki hafa verið beittar. í þijú ár hefur lítið rekið af timbri. Alltaf slæðist þó upp ein og ein spýta. í vetur varð mjög flóð- hátt í verstu veðrunum. Flak belgísks togara, sem strandaði 1957, hefur brotnað mikið í stór- brimum vetrarins og hvalbakurinn alveg tæst af. Gufuketillinn gæti sést lengi þar sem hann liggur ofan á öðrum togara, sem strandaði upp úr aldamótum. Þarna rétt hjá er flak af færeyskri skútu. Hún stran- daði um 1920 og hét Bóneta. Þegar minkurinn nam hér land varð mikil breyting á fuglalífi. Mörgum tegundum fækkaði stór- kostlega og sumar færðu sig nær bæjum til öryggis. í Vík í Mýrdal verpir krían svo að segja í þorpinu og á Efri-Steinsmýri í Meðallandi verpir hún mjög nærri íbúðarhús- um. Þarna er samt minna kríuvarp en oft áður. Hún sleppur ekki við minkinn þarna og svo liggur vegur- inn gegnum varpið og tekur sinn toll. í vor sáust hérna tvær trönur. Morgunblaðið/Björn Blöndal Siggi Dagbjartsson kemur sér fyrir í nýja „hægindastólnum“. „HægindastóU“ vatnaveiðimannsins Keflavík. „HÆGINDASTÓLL“ vatnaveiði- mannsins mætti ef til vill kalla þennan útbúnað sem nýlega er kominn á markaðinn. Hann sam- anstendur af stórri slöngu sem klædd er ýmsum búnaði og sund- fitum. Búnaður þess gerir veiði- manninum kleift að komast mun lengra frá landi en áður og líka mun léttara er að veiða í „hæg- indastólnum“ því þar eni menn stöðugt í hvíldarstöðu. Ekki sak- ar heldur að hægt er að liafa með sér kaflí og meðlæti til að gæða sér á þegar hann er tregur. Fimmtán ára Reykvíkingur, Sig- urbrandur Dagbjartsson reyndi þennan nýja búnað á Hlíðarvatni ekki ails fyrir löngu, en Sigurbrand- ur hefur geysilegan áhuga á veiði- skap og hefur þegar náð athyglis- verðum árangri með veiðistöngina. Um daginn var hann við veiðar í Vífilstaðavatni og nældi sér í 63 fiska sem hann veiddi alla á flugu. Sigurbrandur hefur unnið fyrir Svo er/ bara að byrja að kasta. sínum veiðiútbúnaði sjálfur, hann er slunginn við að hnýta flugur og kenndi þá kúnst hjá Stangveiðifé- laginu í vetur og auk þess ber hann út Morgunblaðið í sínu hverfi. Tveir aðrir veiðimenn voru ásamt Sigurbrandi við veiðar í Hlíðarvatni þennan góðviðrisdag í júní, en ekki fara miklar sögur af feng þeirra, en Sigurbrandur veiddi 6 fallegar bleikjur og þijár fékk hann í nýja „hægindastólnum" sínum og — að sjálfsögðu — allar á flugu. BB Veiðimaðurinn sf., Hafnarstræti 5, sími: 16760. Sumarhátíð í Ólafsvík: Dansað, sungið og sitthvað fleira einnig nú, því að Lista- og menning- arnefnd Olafsvíkur hefur fengið' ýmis félagasamtök í bænum til liðs við sig og kallað til landskunna skemmtikrafta,“ segir meðal ann- ars í frétt frá nefndinni. Sumarhátíðin verður sett fimmtudaginn 20. júlí og opnuð myndlistarsýning frá Gallerí Borg í grunnskólanum. Þá kemur fram ung söngkona úr bænum, Ólöf de- Bont Ólafsdóttir. Sýning á heimilisiðnaði verður opnuð í gamla Pakkhúsinu á föstu- deginum og um kvöldið verður hljómsveitin Ný-dönsk með tónleika fyrir alla aldurshópa í félagsheimil- inu á Klifi. > Hápunktur hátíðarinnar verður laugardaginn 22. júlí. Þá stendur Ungmennafélagið Víkingur fyrir kassabílarállý og Kvenfélag Ól- afsvíkur heldur árlega grillveislu í Sjómannagarðinum þar sem leik- félagsfólk fer á kreik. Sálin hans Jóns míns leikur fyrir dansi um kvöldið á stórdansleik á Klifi. Karla- kórinn Fóstbræður sungur á tón- leikum í félagsheimilinu á sunnu- deginum. Ymislegt annað verður á seyði í Ólafsvík þessa daga. Myndlistar- maðurinn Ingi Hans úr Grundar- firði sýnir, útimarkaður verður starfræktur og sjóstangaveiðimót haldið. Skráning keppenda er á Gistiheimilinu Snæfelli. Þá er í athugun að halda segl- skútumót og ef veður leyfir gefst kostur á útsýnisferð með snjóbíl á Snæfellsjökul. í fréttatilkynningu segir að Ólafsvíkingar vænti sem flestra gesta í bæinn á Sumarhátíð- ina. ÁRLEG sumarhátíð verður hald- in í Ólafsvík dagana 20. til 23. þessa mánaðar. Tónleikar, mynd- listarsýningar, útimarkaður, sjó- stangaveiði- og seglskútumót auk stórdansleiks er meðal þess sem á döfínni verður. „Eftir vel heppnaða afmælishátíð Ólafsvíkur fyrir tveimur árum var ákveðið að halda hátíð á hveiju sumri. Hátíðin í fyrra tókst með ágætum enda komu að úrvals skemmtikraftar og heimamenn lögðu sitt af mörkum. Svo verður Dr. Svava Bernharðsdóttir. Doktor í tónlist SVAVA Bernharðsdóttir lág- fíðluleikari lauk í vor doktors- prófi frá Juilliard-tónlistarhá- skólanum í New York. Kröfur Juilliard-skólans til dokt- orsgráðu fela m.a. í sér ákveðinn ijölda tónleika, sem Svava hélt í Lincoln Center í New York, á Lista- hátíð í Reykjavík og víðar auk rit- gerðar, en Svava skrifaði um sögu og þróun fiðlu- og lágfiðluleiks á íslandi. Svava Bernharðsdóttir fæddist í Reykjavík 1960. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1980 en brottfararprófi í lágfiðluleik og einnig fiðlukenn- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1982. Hún var nemandi Nubuku Imai við Tónlistarháskól- ann í Haag í Hollandi 1982-1983, en frá hausti 1983 hefur hún verið við nám við Juilliard-skólann í New York. Þar vann hún keppni skólans í lágfiðluleik 1986. Meðal kennara hennar hafa verið dr. William Linc- er og Karin Tuttle. Svava er nú við störf og nám í Sviss, þar sem hún leggur stund á barokktónlist við Schola Cantorum í Basel. Foreldrar hennar eru Rannveig Sigurbjörnsdóttir félagshjúkrunar- fræðingur og sr. Bernharður Guð- mundsson fræðslustjóri þjóðkirkj- unnar. Óvenjulegar ljósmyndir Sigurður Þorgeirsson ljósmyndari sýnir í Frakklandi Sigurður Þorgeirsson, ljósmyndari hélt í síðasta mánuði sýningu á ljósmyndum sinum af íslensku landslagi og fólki í bænum Sées í Frakklandi. Sýningin hlaut lofsamlega umflöllum í staðarblöðum. Viðbrögð gesta voru einnig góð því lengja varð opnun sýningarinn- ar um viku vegna aðsóknar. Sýning Sigurðar var haldin í Saint-Martin klaustrinu í Sées á vegum nefndar Sjúkratrygginga Ile-de-France héraðsins. í einu blað- inu er sagt frá því að sýningin hafi verið opnuð að viðstöddum bæjar- stjóranum í Sées, M. André Dubuis- son, auk bæjarfulltrúa og fleira mikilvægs fólks. Vitnað er í Bern- ard Amiot, formann nefndar Sjúkratrygginganna sem sagði m.a. um myndir Sigurðar við opnunina: „Sígildar myndir yðar töfra okkur af því hversu óvenjulegar þær eru og eftirtektarverð lýsing, dýpt myndanna og skilningur yðar á myndbyggingu, minnir okkur á hæfíleika yðar...“ Landslagsmyndir Sigurðar frá íslandi virðast hafa heillað sýning- argesti, er hafa skráð í gestabókina hástemmd lýsingarorð um sýning- una og löngun til að koma til Is- lands eftir að hafa horft á ljósmynd- irnar. Sigurður áformar að halda aðra sýningu í október, að þessu sini í París. Einnig stendur til að hann sýni þrisvar í París á næsta ári. Scuö !e í-aut patronage tíe Mútíams Vrcdis .-innbcgadötiif Présiderrte de ia Répu6iiQoe d'lsíande Sigurd THORSON Photographies Auglýsingaveggspjald ljós- myndasýningarinnar. Efet á veggspjaldinu má sjá að frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, var verndari hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.