Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 51
konu sinni, Unni Magnúsdóttur, í ágúst 1958 og áttu þau tvö böm sem nú em uppkomin: Magnús, við- skiptafræðing og endurskoðanda, og Hólmfríði, flugfreyju. Sá sem þessar línur skrifar kynnt- ist Benedikt sumarið 1960 er ég var að velta fyrir mér möguleika á námi í arkitektúr. Benedikt var þá staddur hérlendis í leyfi frá verkfræðinámi í Finnlandi og sagði mér frá mjög góðri arkitektadeild við Tæknihá- skólann í Helsingfors. Satt að segja hafði ekki hvarflað að mér að hefja nám þar, þá fyrst og fremst vegna tungumálsins. Fyr- ir áeggjan Benedikts sótti ég um skólavist í Helsingfors. Haustið 1960 hóf ég nám í arki- tektúr, en þessi vetur var síðasta ár Benedikts í verkfræðinámi og lauk hann prófi um vorið. Segja má að veturinn 1960-1961 hafí ég kynnst Benedikt fyrir alvöru og upp- götvað hvílíkur mannkostamaður hann var. Ávallt var hann reiðubúinn að gefa mér góð ráð vegna námsins eða annarra vandamála sem upp komu. Um þessar mundir var t.a.m. erfitt að fá vist á stúdentagarði en þar var bæði hagstæðara og þægi- legra að búa en leigja út í bæ. Bene- dikt bókstaflega snéri öllu við í stúd- entafélaginu til að koma mér á garð og þá fann ég greinilega að Bene- dikt átti vináttu fjölmargra Finna sem greiddu götu mína fyrir tilstilli hans. Þau ár sem ég var við nám í Finn- landi hitti ég hvað eftir annað fólk sem hafði kynnst Benedikt og naut ég svo sannarlega þess að hann plægði vel akurinn fyrir íslenska námsmenn sem á eftir komu. Mér er kunnugt um að Benedikt hélt alla tíð góðu sambandi við sína gömlu félaga þar. Ýmsir þeirra komu hingað auk þess sem Benedikt hitti þá þegar hann var á ferð í Finnlandi. Þegar ég snéri heim frá námi 1967 urðu tengsl okkar að nýju nánari bæði vegna fjölskyldutengsla og samstarfs á sviði byggingarmála. Við Benedikt hönnuðum saman ýms- ar byggingar þar sem hann sá um verkfræðihliðina, auk þess sem hann var t.d. aðstoðarmaður minn í sam- keppni um miðbæ Kópavogs þar sem við fengum 1. verðlaun. Benedikt hafði þann sérstæða hæfileika að laða að sér fólk hvert sem hann fór enda var vinahópurinn stór. Áhugamálin voru mörg auk verkfræðinnar og spönnuðu nánast allt milli veraldlegra og andlegra mála. Hann hafði t.d. áhuga á tón- list og mér er kunnugt um að hann samdi lög í frístundum. Hin síðustu ár held ég þó að þjóðmálin hafi átt mestan hug hans, bæði efnahags- málin og þá ekki síst ýmis félagsleg vandamál. Þrátt fyrir vangaveltur um margvíslegan vanda þjóðarinnar, var þó ávallt stutt í glensið og gamanið hjá Benedikt. Ég minnist ótal atvika þegar Benedikt sagði mér ýmsar skemmti- sögur um menn og málefni og þá var oft hlegið dátt. Benedikt var maður bjartsýninnar og fann ljósu hliðarnar í lífinu og tilverunni, þegar aðrir voru kannski ofurseldir svart- sýninni. Þessari bjartsýni miðlaði hann af miklu örlæti til vina, sem nutu góðs af. Benedikt hafði nefni- Iega þann fágæta hæfileika að koma auga á ýmsa möguleika til að leysa málin þegar flestir sáu enga. Síðast þegar ég hitti Béfledikt var hann á Landspítalanum. Eins og endranær var hann léttur og kátur og spjölluðum við um heima og geima. Ég ræddi við hann um stutta utanlandsferð sem ég átti fyrir hönd- um. Ekki grunaði mig þá að þetta yrði okkar síðasti fundur. Það var því mikil harmafregn þegar ég kom utanlands frá og heyrði að Benedikt væri látinn. Þó Benedikt sé horfinn frá okkur, þá verður hann alla tíð ljóslifandi í minningunni, en enginn má sköpum renna. Við hjónin vottum aðstandendum hans okkar dýpstu hluttekningu. Megi Drottinn vaka yfir honum, hvar svo sem hann fer. Sigurður Thoroddsen, Sigrún Magnúsdóttir. Fallinn er á besta aldri Benedikt Bogason, félagi okkar í Borgara- flokknum, eftir örskamma sjúkra- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JULI 1989 legu. Með honum er horfinn einn virkasti og jafnframt áhrifaríkasti aðili úr okkar röðum. Benedikt var einn helsti hug- myndafræðingur þeirrar stefnu sem Borgaraflokkurinn fylgir, sem kenn- ir sig við mannúð, samhjálp og virð- ingu fyrir einstaklingnum, skoðun- um hans og athöfnum. Benedikt fór af fullum krafti út í flokksstarfið strax frá fyrsta degi flokksins í mars 1987. Leiðsagnar hans nutu margir þeirra frambjóð- enda flokksins sem komust á þing. Hann „barði þá til þingmanna" á örfáum vikum og á því Benedikt stóran þátt í velgengni flokksins á alþingiskosningunum 1987. Stefnumál í stjórnmálum voru það, sem Benedikt hafði mestan áhuga á. Hann lét til sín taka í flokksstarfi þar sem þjóðskipulag og lög almennt voru viðfangsefnið, en skipti sér minna af hversdagslegum umræðum og enn síður af frama- poti. Hann hlakkaði mikið til að tak- ast á við þingmennskuna, og fannst að þar gæti hann notað vel sína krafta. Hans varð hins vegar lítið notið á Alþingi og er það sorglegt, því hann átti svo margt ógert þar. Benedikt hafði það að starfi, að hafa áhyggjur af vandamálum ann- arra. Hann vann hjá Byggðastofnun við að ráðleggja éinstaklingum um leiðir til hagsældar við fyrirtækja- rekstur. Svo hart lagði hann að sér í starfi að hann gleymdi sjálfum sér. Ósérhlífnin varð honum að falli. Hefði hann leitað lækninga fyrr, hefði ef til vill verið hægt að sigrast á meininu. Við kveðjum þennan vin með söknuði og þökk fyrir samveruna sem varð allt of stutt. Fjölskyldu Benedikts sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Félag Borgaraflokksins í Reykjaneskjördæmi. Þann 30. júní sl þegar sólin skein og allt útlit var fyrir að framundan væri fagur dagur, dró snögglega ský fýrir sólu í hjörtum okkar. Hann Benedikt Bogason ein aðal- kjölfestan í starfinu og góður vinur okkar allra var látinn í blóma lífsins á besta aldri. Benedikt var mikils metinn í okkar hópi og afar vin- sæll. Drenglyndi hans, hnyttni og hressileg framkoma hafði ævinlega góð áhrif á okkur og hvatti okkur til dáða. Hvenær sem óskað var eftir liðsinni hans og ráðum brást hann skjótt við og var ávallt tilbú- inn til þess að vinna að framgangi mála á skipulagðan, heiðarlegan og málefnalegan hátt. Hann vakti að- dáun okkar fyrir þann mikla kraft sem í honum bjó og var óþijótandi í því að vinna flokki okkar og stefnu framgang. Benedikt lagði grundvöll að mörgum helstu stefnumálum okkar og framlag hans til stefnu- mála Borgaraflokksins myndar homstein utan um þá stefnu sem við fyigjum. Það vaf honum hjart- ans mál að Borgaraflokkurinn og stefna hans næði að festa rótum og erum við þess fullviss að vegna hans framlags stefnum við í rétta átt. Benedikt er sárt saknað og við fráfall hans er höggvið stórt skarð í okkar raðir, svo stórt að vandfyllt verður. Benedikt gegndi fjölda trún- aðarstarfa fyrir Borgaraflokkinn og innan hans og hafði frá 1. apríl sl. tekið fast sæti á alþingi. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum notið krafta hans og vináttu, þó að sá tími hefði mátt vera miklu lengri, enda fannst okkur hann eiga nóg eftir. Við kveðjum í dag mikilsvirtan félaga og umfram allt góðan vin okkar allra. Megi minning hans lifa. Við sendum Unni, Magnúsi, Birgittu, Hólmfríði, Þorgils, fjöl- skyldum þeirra og öðrum aðstand- endum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. F.h. Kjördæmisfélags Borg- araflokksins í Reykjavík, Anður Jacobsen. Síst grunaði okkur við þinglausnir í vor, að svo snögglega yrði skarð höggvið í okkar hóp — sem varð við hið sviplega fráfali Benedikts Boga- sonar alþingismanns — þann 30. júní sl. Sorgleg eru þau umskipti, sem hér hafa orðið, en þó sárust þeim er næst standa. Benedikt Bogason tók sæti sem aðalmaður á Alþingi með aprílbyijun sl. en hafði áður setið á þingi sem varaþingmaður Borgaraflokksins. Þann skamma tíma sem hann sat á þingi gekk hann strax til verka sem alvanur væri enda bjó hann yfir óvenjumikilli þekkingu á fjölmörgum sviðum þjóðfélagsmála. Benedikt var verkfræðingur að mennt og vann sem slíkur fyrri hluta starfsævinnar en hafði um árabil starfað í þjónustu við atvinnulífið — einkum á landsbyggðinni — með störfum sínum í Framkvæmdastofn- un og síðan Byggðastofnun. Honum var félagsáhugi í blóð borinn enda naut hann sín vel í margs konar félagsstarfi frá ungum aldri til lokadægurs. Þeir sem áttu því láni að fagna að eiga með honum samleið nutu gáfna hans og góð- vilja, því að hann var óþreytandi í því að miðla öðrum og aðstoða. Þingflokkur Borgaraflokksins tók strax upp þá starfsháttu, að vara- þingmenn urðu vikulegir þátttak- endur í fundum hans. Benedikt varð frá fyrsta degi mótandi í okkar hópi og sá, sem drýgstur var í jákvæðri tillögugerð og málafylgju, enda hafði hann til að bera ríka skipulagsgáfu og einlægan áhuga. Fyrir það allt þökkum við af alhug nú að leiðarlok- um. Við sendum ekkju hans — Unni Magnúsdóttur og börnum þeirra og fjölskyldum — sem og aðstandend- um öllum — innilegar samúðarkveðj- ur okkar. Við biðjum minningu Benedikts Bogasonar blessunar Guðs og þökk- um það lífslán að hafa átt hann að hollvini og samverkamanni. Þingflokkur Borgaraflokksins GLORIA D. KARPINSKI HELDUR TVÖ NÁMSKEIÐ 10.-13. OG 24.-27. ÁGÚST að Görðum, Staðarsveit á Snæfellsnesi. Fyrra námskeiðið kallar hún „Renewal" og er ætlað konum. Síðara námskeið- ið „Joyful Creator" er ætlað báðum kynjum. Námskeiðið kostar kr. 25.000.- og fer fram á ensku. Innifalið er fullt fæði og húsnæði. Upplýsingar eru veittar í símum 31178 og 612282. \feibatim disklingar Verbatim hágæða TEFLON disklingar ★ 3,5“, 2S/2D og 2S/HD ★ 51/4“, 2S/2D og 2S/HD ★ TEFLON vörn gegn kaffi, ryki og öðrum óhöppum ★ Forsniðnir ★ Hagkvæmustu kaupin Verbatim, einu disklingarnir með TEFLON vörn. mmm ÞÓRf SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11 ________________51 Verndaðu sumarhúðina Á þessum árstíma vonast allir eftir að sumarið verði sólríkt. Og ef okkur verður að ósk okkar þurfum við einnig að hugsa vel um húðina. ACO hefurþað sem þú þarfnast. ACO SOLLOTION VERNDAR HÚÐINA GEGN ÚTFJÓLUBLÁUM GEISLUM Varnarstuðull 7 þýðir að hægt er að liggja 7 sinnum lengur í sólbaði en venjulega án þess að brenna. Ef þú færð snert af sólarexemi er vörn gegn útfjólubláum geislum mjög mikilvæg. Án ilmefna. Hrindir frá vatni. 200 ml ACO FUKTLOTION VIÐHELDUR HÚÐINNI RAKRI ACO Fuktlotion inniheldúr tvö náttúruleg rakabindiefni sem húðin þarfnast. Hún er þægileg fyrir allan líkamann og undan henni hvorki klægjar né svíður. Auk þess ilmar ACO Fuktlotion þægilega. 200 ml BJARGVÆTTUR í NEYÐ! ACO Kylbalsam kælir og verndar sólbrennda húð. Hafðu ACO Kylbalsam alltaf við hendina til öryggis! 125 ml ACO AUtaf gott Aldrei dýrt Aðeins í apótekinu FYRIRTAK hf. si'mi 91-3207(1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.