Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir,
JÓNAS SIGURBJÖRNSSON,
Sunnuhlið 4,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 7. júlí sl. Jarðarförin fer
fram frá Glerárkirkju fimmtudaginn 13. júlí kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Frimannsdóttir,
Elva Björg Jónasdóttir,
Eva Jónasdóttir,
Grettir Jónasson.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
MAGNÚS SVEINBJÖRNSSON
fyrrverandi skrifstofustjóri hjá Natan og Olsen hf.,
Hjallavegi 62,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 4. júlí. Útförin fer fram fimmtudaginn 13. júlí frá
Fossvogskapellu kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hans,
vinsamlegast láti Slysavarnafélag Islands njóta þess.
Ingveldur Guðmundsdóttir,
Guðlaug Magnúsdóttir, Jón H. Borgarsson,
Helga Magnúsdóttir, Árni Vilhjálmsson,
Sævar Björnsson,
Guðmundur Magnússon, Guðrún Ármannsdóttir,
Sveinbjörn Magnússon, Anna Sigrún Mikaelsdóttir,
Ingibjörg Magnúsdóttir, Baldur Alfreðsson,
Margrét Rósa Magnúsdóttir.Geirfinnur Svavarsson,
Magnús Magnússon, Þórdís Þorgilsdóttir,
EiríkurThorarensen, María Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för móður okkar og tengdamóður,
TÓMASÍNU ODDSDÓTTUR
frá Meiðastöðum.
Anton Sumarliðason,
Anna Sumarliðadóttir,
Guðrún Sumarliðadóttir,
Hörður Sumarliðason, ,
Guðlaugur Sumarliðason,
Rfkarður Sumarliðason,
Þorsteinn Halldórsson,
Valgerður Jónsdóttir,
Leifur Einarsson,
Erna Hartmannsdóttir,
Sigrún Sigurgestsdóttir.
+
Hjartanlega þökkum við hlýlegar kveðjur og auðsýnda samúð við
andlát og útför mágkonu og systur,
FRÚ FANNEYJAR GUÐMUNDSDÓTTUR CAMPHAUSEN.
Þórunn Pálsdóttir,
Þorgeir Guðmundsson.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar,
fósturföður, tengdaföður og afa,
KARVELS SIGURGEIRSSONAR.
Sigri'ður Karvelsdóttir, Jón Hilmar Jónsson,
Þór Magnússon, Mari'a Heiðdal
og barnabörn.
brenna og leysti öll verk af hendi
af mikilli nákvæmni og samvisku-
semi sama hvers eðlis mal voru. Það
vakti jafnan aðdáun mína hversu
örugglega hann tók á öllum málum
jafnvel þó að staðan væri kröpp og
lítið svigrúm til athafna.
Þá koma upp í hugann allar þær
ófáu stundir sem við áttum saman
og óteljandi símtöl okkar, annað
hvort í hrókeringum á hálu svelli
stjórnmálanna, en þar sem annars
staðar var hann kjölfestan og leið-
andi í allri stefnumótun og stundim-
ar ófáu þar sem lífið og tilveran var
í brennidepli umræðna.
Benedikt hafði gott hjartalag og
var ávallt reiðubúinn til þess að lið-
sinna ef eitthvað bjátaði á og gekk
í það af fórnfýsi og alúð að leysa
mál hvers sem aðstoðar hans óskaði.
Benedikt hafði mikil áhrif á mig
og mótaði öðrum fremur framtíð-
arsýn mína og viðhorf til ýmissa
mála. Hann horfði ávallt til framtíð-
ar og var sífellt að bollaleggja um
skipan framtíðarmála sem hann taldi
mikilvægara en að velta sér um of
upp úr fortíðinni. Enda sagði hann
framtíðarsýn vera grundvöll allra
framfara. Maður kom aldrei að tóm-
um kofanum hja'honum þegar ræða
þurfti einhver mal. Það var nóg að
nefna lykilorðið og fékk maður jafn-
an á móti hafsjó af fróðleik og stað-
reyndum. Hann lá ekki heldur á
skoðunum sínum og viðhorfi til mála
og var jafnan reiðubúinn til rök-
ræðna á heiðarlegum grundvelli.
Benedikt var heiðarlegur maður sem
hægt var að treysta á hvenær sem
var og átti sæg vina úr öllum hópum
og stéttum þjóðfélagsins. Hann var
einnig vinsæll og naut mikillar virð-
ingar, jafnt meðal vina sem pólítí-
skra andstæðinga. Benedikt kom
víða við og tókst á við íjölda verk-
efna á ferli sínum, þó hef ég engan
mann hitt sem talaði öðru vísi um
hann en með hlýhug.
Benedikt skilur eftir sig mikinn
auð hugsjóna og verka sem við eig-
um eftir að njóta lengi. Þegar hann
lést hafði hann nýlega tekið fast
sæti á Alþingi og voru miklar vonir
bundnar við hann á þeim vettvangi,
enda bjó hann yfir mikilli þekkingu
og hafði góða yfirsýn á flestum svið-
um þjóðmála. Hann hafði fastmótað-
ar skoðanir í flestum málum, en var
aldrei ósveigjanlegur og lagði mikið
upp úr því að fá fram sjónarmið
jafnt félaga sinna sem andstæðinga.
Þá er ekki hægt að minnast hans
án þess að nefna það hversu ljúfur
og léttur hann jafnan var og hversu
hnyttinn hann var í tilsvörum. Bene-
dikt var lífsglaður maður og
lífsreyndur. Ég kem ávallt til með
að minnast hans fyrir það hversu
gefandi hann var og hversu glaðvær
hann jafnan var. Ég mun einnig
minnast hans fyrir allar þær stundir
sem við áttum saman og þær hug-
sjónir sem hann hafði og barðist
fyrir og mun gera mitt til að halda
merkjum hans á lofti, þó hætt sé
við að veikburða verði enda stígur
ekkki hver sem er í fótspor hans.
Eitt aðaláhugamál Benedikts hin
síðari ár var helgað tónlistargyðj-
unni og fékkst hann nokkuð við
tónsmíðar þegar tími vannst til og
fékk maður gjarnan að njóta af-
rakstursins, falleg lög með sterkum
vönduðum textum. Síðast á spítalan-
um fékk ég að heyra hjá honum
nýjustu tónsmíðar hans, áheyrilega
og vandaða tónlist byggða upp á
hefðbundinn hátt, ekki beint dægur-
lög heldur vönduð tónlist eins og hún
gerist best. Við ræddum oft þann
möguleika að útsetja einhver þess-
ara laga og gefa þau út, fyrst og
fremst ánægjunnar vegna.
Einn mesti styrkur Benedikts var
hversu samheldin fjölskylda hans var
og hversu vel þau studdu við bakið
á honum og það á vafalítið stóran
þátt í þeirri atorku og krafti sem í
honum bjó.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég góðan vin sem gaf mér svo
margt og mikið. Megi minning hans
lifa um ókomna tíð.
Ég sendi Unni, Magnúsi, Birgittu,
Hólmfríði, Þorgils, Unni Elvu og
öðrum vandamönnum sem nú eiga
um sárt að binda mínar innilegustu
samúðarkveðjur með ósk um styrk
í sorginni.
„Til þín.“
Hvað sem myrkrið og moldviðrið tautar
og hve mjög sem i byljunum hvín,
vil ég grátfeginn ganga til þrautar
hveija götu, sem liggur til þín.
Yfír fírnindi ferlegra hreta,
þar sem flar er hver glampi sem skín,
vil ég allshugar ókvíðinn feta
séhvem óveg, sem liggur til þín.
Þú sem gafst mér gull minnar ævi
og sem greiddir öll vandkvæði mín.
Eins og lindin, er sækir að sævi,
svo er sókn mín og flótti til þín.
(Indriði Þórkelsson.)
Rúnar Sig. Birgisson
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för eiginmarins míns, föður okkar og tengdaföður,
ÁRNA SIGURJÓNS INGVARSSONAR,
Dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi.
, Anna Guðmondsdóttir,
Guðmundur Árnason, Elín Lúðvíksdóttir,
Sveinsi'na Árnadóttir, Sigurður Eli'asson,
Sigurlaug Árnadóttir, Árni Sigmundsson,
Auður Árnadóttir, Bjarni Asgrímsson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför fóstursystur okkar,
DAGMAR HLÍFAR SIGURÐARDÓTTUR
frá Borgartúni,
Efstasundi 97.
Kristrún Sigurðardóttir,
Sigurjón Sigurðsson
og fjölskyldur.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför eiginmanns míns, föður og afa okkar,
EINARS GUÐMUNDSSONAR,
Njálsgötu 38.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks hjartadeildar Borgarspít-
alans.
Páli'na Bjarnadóttir, Sigrún Einarsdóttir,
Einar Páll Tómasson, Bára Tómasdóttir.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu samúð og vinar-
hug við andlát og útför
JÓNASAR GOTTSKÁLKSSONAR,
Litla-Hvammi 5,
Húsavík.
Sigri'ður Jónsdóttir,
Rósbjörg Jónasdóttir, Birgir Sveinbjörnsson,
Sigurður Jónasson, Hulda Guðmundsdóttir,
Ásdís Árnadóttir
og barnabörn.
__________________________J_______________________________
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför móður minnar,
SIGRÍÐAR ÞORBJÖRNSDÓTTUR,
Efstasundi 84.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaðaspítala fyrir góðá umönn-
un við hina látnu.
Kristín Þorgrímsdóttir.
Benedikt Bogason er fallinn frá,
um aldur fram, 55 ára gamall.
Fyrstu kynni okkar, þá ungra
drengja, voru í 12 ára bekk í Laug-
arnesskóla, og tókst strax með okk:
ur vinátta, sem hélst æ síðan. I
Laugamesskóla nutum við nemend-
ur frábærrar kennslu og leiðsagnar
góðra kennara og uppalenda og
hygg ég, að á engan sé hallað, þó
að ég nefni þar fremstan Gunnar
heitinn Guðmundsson þá yfirkenn-
ara, en síðar skólastjóra sama skóla.
Síðan lét Benedikt oft í ljós það álit
sitt, að þar hefði hann hlotið þá
fræðslu og leiðsögn, er sér hefði
reynst heilladrýgst á lífsleiðinni.
Benedikt hlaut í vöggugjöf frá-
bæra námShæfileika, sem hann stað-
festi vorið 1947, er hann varð efstur
á inntökuprófi í Menntaskólann í
Reykjavík. MR var þá eini mennta-
skólinn auk Menntaskólans á Akur-
eyri og veitti árlega inngöngu 30
nemendum af á annað hundrað, er
kepptu um skóladvöl í samkeppnis-
prófi.
Menntaskólaárin voru litrík,
skemmtileg og ógleymanleg. Við
nutum þeirrar gæfu að vera í síðasta
30 nemendahópnum, sem var sex
ár í MR svo sem verið hafði áður.
Líklegt er að þess vegna hafi sam-
skipti skólafélaganna orðið nánari
en síðar, þegar nemendafjöldi jókst.
Félagslíf var mjög blómlegt og kynni
góð við alla kennara skólans.
Á þessum árum voru fjárráð nem-
enda knappari en síðar varð og því
lítið farið í bílum milli staða. Því var
það, að okkur Benedikt gafst oft
góður tími til samræðna um nám
og önnur áhugamál, þegar gengið
var heim að loknum skóladansleikj-
um eða skóladegi inn í Laugarnes-
hverfi, en þar bjuggum við báðir
barna- og menntaskólaárin okkar.
Að stúdentsprófi loknu 1953
skildust leiðir, en þá hélt Benedikt
til verkfræðináms í Finnlandi. Þráð-
urinn slitnaði þó ekki. Eftir að við
settumst á ný að í Reykjavík urðu
samskiptin náin sem fyrr.
Benedikt var maður hreinskiptinn,
vinmargur og vinfastur. Hann var
óragur við að halda fram skoðunum
sínum, þó að þær gengju stundum
gegn hefðbundnum viðhorfum. Oft
deildum við af fuliri einurð um lands-
ins gagn og nauðsynjar og hélt hvor
sínum hlut án þess, að á vináttu
okkar skyggði.
Að leiðarlokum. Fari Benedikt
vel, hann var traustur vinur, sem
gott er að minnast. Eiginkonu, böm-
um og öðrum vandamönnum sendi
ég og fjölskylda mín samúðarkveðj-
ur.
Sigurður Sigurðsson
Góður vinur okkar og svili, Bene-
dikt Bogason, verkfræðingur og al-
þingismaður, er látinn um aldur
fram. Bendikt fæddist 17. september
1933 sonur hjónanna Boga Eggerts-
sonar frá Laugardælum í Árnessýslu
og konu hans, Hólmfríðar Guð-
mundsdóttur.
Benedikt lauk prófi í byggingar-
verkfræði frá Tækniháskólanum í
Helsingfors, Finnlandi, 1961. Að lo-
knu n ámi starfaði hann sem fram-
kvæmdastjóri Flóaveitunnar og
Ræktunarsambands Flóa- og
Skeiðaveitna 1961-1964. Á árunum
1964-1971 starfaði hann hjá emb-
ætti Borgarverkfræðings í
Reykjavík. Benedikt rak eigin verk-
fræðistofu frá 1971-1980. Hann
varð verkfræðilegur ráðunautur
Framkvæmdastofnunar íslands og
síðan fulltrúi forstjóra Byggðastofn-
unar 1980.
Benedikt tók mikinn þátt í félags-
störfum, þ. á m. var hann í hrepps-
nefnd Selfosshrepps fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn 1962-1964. Hann var
kosinn varaþingmaður Borgara-
flokksins 1987 og tók fast sæti á
Alþingi í apríl á þessu ári.
Á námsárunum tók Benedikt mik-
inn þátt í félagsmálum stúdenta og
var m.a. um tíma formaður Sam-
bands íslenskra námsmanna erlend-
is. Að námi loknu sat hann um ára-
bil í stjórn Finnlandsvinafélagsins
Suomi.
Eins og fram hefur komið þá hafði
Benedikt mikinn áhuga á félags-
störfum og starfaði hann mikið á
því sviði sem of langt yrði upp að
telja.
Benedikt kvæntist eftirlifandi