Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 57 Líf er á öðrum stjörnum Til Velvakanda. Stofnendur Bandaríkjanna um og fyrir 1800 „trúðu“ nær allir á líf á öðrum stjörnum, og það var þess- vegna sem þeir voru svona miklir framfaramenn, eða réttara sagt, það hélst í hendur hjá þeim að trúa á framtíðina og að hafa þessa hugsun (t.d. John Adams, Jefferson, Frankl- in, Thomas Paine o.fl.; ég hef rekist á nýja heimild um þetta, hjá M. Crowe, sem er á móti þeim og ég kem að síðar, en heimildaskrá hans er góð). Hinn hressandi gustur sem stafar af æviverki slíkra brautryðj- enda, og menn halda stundum að heyri fortíðinni einni til, gæti vakist upp að nýju, hvenær sem er, ef mönnum auðnaðist að taka upp rétta hugsun í stað rangrar. Ég tala nú ekki um, ef hún væri aukin og endur- bætt til muna, eins og ekki virðist ólíklegt, að einhveijum hafi tekist að gera síðan. Kyrkingslegu og kræklóttu kjarri líkust er hugsun Jarðarmanna. Það var einn í útvarpinu um daginn milli kl. 11 og 12, sem var ákafur í því, „í Jesú-riafni á sunnudegi" að hvergi sé líf nema hér. En það var einmitt Jesús, sem benti til himins og sagði: „Þama!“ En hvað er „þarna“? Auðn og tóm? Eða aðrir hnettir og lífið þar. Hreinlega það og hreint ekki annað. Sá maður er á móti Guði, scm segir, að hann hafí ekki getað skap- að líf nema á einum hnetti. Sá mað- ur ómerkir Jesúm, sem í lágkúru- skap sínum og í heimildaleysi fer að brigsla honum um að hafa trúað á kristalshvel. Michael Crowe, prófessor í Banda- ríkjunum, hefur skrifað 800 blaðsí- ðna bók til þess að klekkja á „lífi á öðrum stjörnum". Ég skrifaði honum og spurði hann hvaðan hann hefði það að tala um „vitsmunaverur utan- jarðar" með því orðalagi sem hann hafði (extraterrestrial intelligences). Því gat hann ekki svarðað. „Ég ætti að vita þetta, en því miður er ekki svo,“ sagði hann í svarbréfi. Það var ekki von, því að orðalagið var ættað úr íslenskri heimspeki. Furðulega víða hef ég þó rekið mig á spor hinna íslensku vísinda. En mun það nokkurntíma takast að snúa gangi vísindastefnunnar á þessari jörð? Þar liggur mest við, en enginn þarf að halda að lítilsvert sé að við, almennir lesendur og skrif- endur, sem ekki náum þangað „upp“, eflum viðleitni okkar til að hafa heldur skynsemi við en skyn- leysi. Það var maður úti á landi að hringja til mín um daginn og biðja um bækur mínar, en ég t.ýndi miðan- um. Hann ætti að hringja aftur. Ég vona að Velvakandi leyfi að lýsa eftir þessu ekki síður en köttum og lyklakippum (sem einnig hafa sitt gildi). Þorsteinn Guðjónsson — Á stofnanamáli stunda menn skurðgröft, en á mannlegu máli grafa þeir skurð. íslenska er mannlegt mál. Ég fer ekki fet með þér órökuðum. Með morgunkaffinu Er það rétt að þú liafír tekið 100 kall úr veskinu hans pabba þíris. Segðu mér strax hvar hann felur það. HÖGNI HREKKVtSI Víkverji skrifar að er engum ofsögum sagt af því hversu íslendingum, sem eru búsettir erlendis til lengri eða skemmri tíma, þykir gott að geta fengið fréttir að heiman og raunar allra helst að fylgjast að staðaldri með því sem gerist á gamla landinu. Þessi Víkveiji var á dögunum á ferð í Afríku og kom meðal annars til Malawi, í suðurhluta álfunnar. Þar er einn íslendingur við störf sem yfirmaður þróunarvérkefnis um fiskimál. Hann sagðist ná íslenska Ríkisútvarpinu á vissum tímum dags og meðal annars tæk- ist honum lang oftast að heyra hádegisfréttirnar. Á honum var að heyra að þetta skipti hann verulega miklu máli og honum fyndist hann ekki jafn einangraður fyrir vikið. Á hinn bóginn hafa Islendingar sem búa í ýmsum löndum öllu nær, til dæmis í Belgíu og Danmörku, haft á orði, að þar séu oft það mikl- ar truflanir að á skorti að fréttirnar komist sæmilega til skila. Hvaða bylgjur eða straumar ráða því veit Víkveiji ekki. xxx Menn greinir á um hvað langt eigi að ganga í þvi að íslenska erlend nöfn, nú kemur þetta upp í hugann vegna nýlegrar heimsóknar Juan Carlos Spánarkonungs hing- að. Svo virðist sem fjölmiðlar hafí verið allt að því á einu máli um að snara nafni hans á íslensku, Jóhann Karl. Víkveiji dagsins er ákaflega andvígur þessu þó svo að hann telji sig áhugamann um tunguna og varðveislu hennar. En hvað er að því að kalla manninn sínu spánska nafni? Sjálf erum við mjög viðkvæm fyrir því að farið sú rétt og vand- lega með íslensk nöfn og ættum því að sýna öðrum sjálfsagða kurt- eisi í þessu efni. Annars má vitaskuld lengi þrefa og þrátta um hvaða höndum eigi að fara um erlend nöfn, sérstaklega ef mönnum þykir sem þýðing þeirra yfír á íslensku sé auðveld og afbaki ekki nafnið. Um þetta er erfitt að setja fastmótaðar reglur og verður þetta ugglaust að fara eftir máltil- fínningu og öðrum þáttum sem henni tengjast. Sama er uppi á ten- ingnum með landanöfn. Sú tilhneig- ing gerir vart við sig að „íslenska" ýmis landanöfn eða færa rithátt til framburðar. Nefna má Tæland, Kúwæt, Tævan. Hvernig fyndist okkur ef útlendingar á enskumæl- andi svæðum gerðu slíkt hið sama og skrifuðu Æsland. Víkveiji heldur að þá myndi ein- hvers staðar heyrast hljóð úr horni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.