Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 Minning-: Björn Stefánsson, Reyðarfirði Fæddur 11. mars 1917 Dáinn 3. júní 1989 Hinzta kallið hefur ómað Birni vini mínum Stefánssyni. Eljumað- urinn mikli var eðlilega í önn sinni miðri, þegar kvaðningin kom. Hann unni sér auðvitað ekki hvíldar frem- ur en endranær, þó aðvaranir væru ærnar um að varlega skyldi farið. Brottförin bar merki ævidagsins alls. Hann var alltaf að, árrisull með afbrigðum, ofurkapp fylgdi athöfnum, en þó var ávallt reynt að skila öllu sem allra bezt. Kveðjuorðin nú verða færri en ég vildi um þennan þekka dreng gleði og góðra verka. En gengna fylgd og farsæla kynningu skal þó þakka við leiðar- lok. Það var eins með Björn og marga af hans kynslóð, að staðið var með- an stætt var, samvizkusemin var ævinlega sett efst, það að inna allt af hendi óðar og um var beðið. t Útför eiginmanns míns og föður okkar, HALLDÓRS KRISTMUNDSSONAR vörubifreiðastjóra, Vesturbergi 65, ferfram frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 12. júlí kl. 13.30. Svanhildur Jóhannesdóttir, Jóhannes Halldórsson, Halldóra Halldórsdóttir, Kristmundur Halldórsson, Hafsteinn Halldórsson, Ingibjörg Halldórsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, FANNEY EYJÓLFSDÓTTIR frá Brúsastöðum, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í dag, þriðjudaginn 11. júlí kl. 13.30. Jón Sigurðsson, Sæunn Jónsdóttir, Jóhann Skarphéðinsson, Greta Jónsdóttir, Gunnar Konráðsson, Sigurður L. Jónsson, Klara Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GERHARD OLSEN, flugvélstjóra, Seiðakvísl 4, Reykjavík, sem lést 4. júlí, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 12. júlí kl. 13.30. Hulda Sæmundsdóttir, Reynir Olsen, Ólafía Árnadóttir, Ingi Olsen, Þóra Lind Nielsen, Gunnar Olsen, Theodóra Þórðardóttir, Snorri Olsen, Hrafnhildur Haraldsdóttir og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA SESSELJA FRIÐRIKSDÓTTIR, Hörpulundi 5, Garðabæ, fyrrum húsfreyja Hvallátrum, Breiðafirði, verður jarðsungin frá Garðakirkju dag, þriðjudaginn 11. júlí, kl. 3 síðdegis. Þeir sem vilja minnast hennar eru Sólvangs f Hafnarfirði njóta þess. beðnir að láta minningarsjóð Björg Savage, Jack Savage, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Anna Pálsdóttir, Ólfna Jónsdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, Daniel Jónsson, Steinunn Bjarnadóttir, Marfa Jónsdóttir, Einar Siggeirsson, Valdimar Jónsson, Aðalheiður Halldórsdóttir, Aðalsteinn Valdimarsson, Auður Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Greiðvikni hans var við brugðið og margoft fékk ég að njóta henn- ar, þegar kyndingin hjá mér brást þegar verst stóð á. En Björn spurði ekki um tímasetningu, þegar eitt- hvað amaði að hjá nágrönnunum og þegar allt var komið í lag og ylurinn teygði sig á ný um alla kima, þá var enginn ánægðari en Björn. Og erfitt var að semja um nokk- ur verkalaun. Þannig var þessi bón- góði bjartsýnismaður, sem alltaf gekk að hverju tæki og tóli með orðunum: Þetta er hægt að laga. Hvort sem hann var bifreiðastjóri og ók erfiða vegu á ekki alltof góð- um fararskjótum eða fékkst við lag- færingar af ólíklegasta toga við örðugar aðstæður var ævinlega um það hugsað helzt og fremst að kom- ast sem lengst, laga sem bezt, greiða um leið annarra götu, leggja þar lið sem þess var þörf. Bjöm var hinn trausti og trúi þegn, og það gekk enginn gegn ákveðnum skoðunum hans án þess að verða þess var. Þeir sem ólust upp í eldskím kreppunnar hertust margir vel og vitnuðu um það með ævi sinni allri. Á Eskifirði var andrúmsloftið sérstakt, andstæðurnar miklar og óvíða átti verkalýðurinn betri vitund um stöðu stéttar sinnar og leiðirnar út úr ógöngunum. Hrifning Björns af leiðtogum eskfirzkrar alþýðu var einlæg og sönn og trúr var hann verkalýðs- hyggju og jafnréttishugsjón þeirra róttækustu allt til enda. Þegar ég var í forystu verkalýðsfélags heima um árabil þá var ævinlega jafngott að leita til Bjöms um liðsinni. „Þú hnippir í mig“ em orð sem ekki gleymast. Björn Stefánsson var fæddur á Eskifirði 11. mars 1917 og var því aðeins sjötíu og tveggja ára er hann lézt. Foreldrar hans vom sæmdar- hjónin Þórhildur Björnsdóttir og Stefán Guðmundsson. Systkinin vom fjögur og er aðeins eitt þeirra á lífi, Dagmar húsmóðir á Reyðar- firði. Hálfsystkini átti Björn fjögur. Hann byijaði barnungur að vinna og þar sem faðir hans var að miklu óvinnufær sakir örorku, þá kom fljótt til kasta Björns að leggja sitt góða lið af mörkum til heimilisins. Snemma var haldið suður á ver- tíðir svo sem þá var venja og aldrei slegið slöku við. Hann festi ráð sitt 14. otkóber 1944 er liann kvæntist Önnu Hall- dórsdóttur frá Brekkuseli í Hróars- tungu, úrvalsmanneskju og mikilli húsmóður. Þau byijuðu sinn búskap á Eskifirði en fluttu svo til Reyðar- ijarðar 1952 og byggðu sér þar fallegt og vistlegt heimili. Björn réðst í bifreiðaútgerð ásamt Stefáni mági sínum Gutt- ormssyni, sem þeir ráku í félagi við Kaupfélag Héraðsbúa um tíma, en Björn seldi síðar sinn hlut og fór alfarið til Kaupfélags Héraðsbúa fyrst sem bifreiðastjóri en síðar sem þúsundþjalasmiður margvíslegra viðgerða og athafna, sem í þurfti að ganga hveiju sinni. Kaupfélagið naut fórnfýsi hans, verklagni og vinnusemi allt til þess síðasta, en það gerðu ótalmargir aðrir sem lögðu leið sína til Björns til að biðja um aðstoð og þar mætti þeim ævinlega vinnufús vilji og verkadijúg hönd. Það fór um margt vel á því að Bjöm ynni hjá samvinnufyrirtæki, því hann var einlægur samvinnu- maður og lét engar gerningarhríðir aftra sér frá að veija þann málstað. Ég rek ekki frekar farsæla starfssögu þó af ærnu væri að taka Minning Jóhanna Friðriksdótt- ir frá Hvallátrum Fædd 19. október 1899 Dáin 30. júní 1989 Eins og þá í þoku lýsa þráða ijalla tinda sér, eins úr gleymsku gröfum rísa gleðistundir horfnar mér. (Gísli Brynjólfsson) Ég var smástelpa, þegar Jóhanna kom fyrst í Látur um 1920. Og ég man, hvað mér fannst hún vera kát og skemmtileg og lífga upp á tilver- una. Þetta sama ár giftist hún frænda mínum, Aðalsteini Ólafssyni, sem mér þótti mjög vænt um. Hjóna- band þeirra var mjög hamingjusamt en alltof skammvinnt, því að hún varð ekkja þremur árum síðar, en þá höfðu þau eignast dreng, sem þau misstu nýfæddan, stelpu, sem var ársgömul, og svo gekk hún með dreng, sem fæddist eftir að faðir hans dó. Það var erfitt hlutskipti fyrir unga konu að standa uppi með tvö föðurlaus böm, en hún átti góða að, þar sem voru tengdaforeldrar hennar og tengdasystkin. Og það kunni hún að meta. Þrátt fyrir mótlætið lét hún ekki bugast, enda kjarkmikil og glaðsinna að eðlisfari. Hún var forkur dugleg til alira verka, og eins var henni mjög sýnt um að hlúa að öllum, sem áttu við veikindi að stríða, jafnt mönnum sem málleysingjum. Hún átti auðvelt með að laða fólk að sér, því að hún var ávallt hressileg og reisn yfir henni, en jafnframt hlý í viðmóti. Ég man, hvað ég hlakkaði til að fá að vera í verki með henni eftir að ég stálpaðist, til að mynda á haustin niðri í smiðju, þegar vakað var fram á nætur við slátursuðu. Þá sagði hún mér ýmsar sögur sem hún kunni, og tíminn leið svo undra fljótt í návist Hönnu. Árið 1932 giftist hún Jóni, elsta bróður mínum, og hófu þau búskap í Látrum, en þá var ég farin þaðan. Þau hjónin eignuðust fimm börn, fjögur eru á lífi, en eina telpu misstu þau unga. Ég ætla ekki að lýsa heim- ili þeirra, það þekkja svo margir. Vil bara með þessum línum þakka henni og bróður mínum, sem Iést fyrir tæpu ári, alla þeirra elskusemi í minn garð. Lokað vegna útfarar ÞORBJÖRNS JÓHANNESSONAR, kaupmanns, miðvikudaginn 12. júlí frá kl. 12.00. Kjötbúðin Borg, Laugavegi 78. Lokað Skrifstofur Byggðastofnunar og Framkvæmda- sjóðs íslands verða lokaðar í dag, þriðjudaginn 11. júlí frá kl. 10-13 vegna jarðarfarar BENEDIKTS BOGASONAR, alþingismanns. Byggðastofnun, Framkvæmdasjóður íslands. hjá svo vinnusömum mannL Sjórinn heillaði hann ævinlega og veiðar voru unun hans. Við þá unaðsiðju kom kallið. Þau Anna og Björn eignuðust sjö börn. Þau eru: Stefán Guðmundur, dó ungbarn; Stefán, bifreiðarstjóri, Reyðarfirði, kvæntur Hjördísi Kára- dóttur; Halldór, starfsmaður ÍSAL, Hafnarfirði, kvæntur Siguijónu Scheving; Þórhildur, húsnióðir, Reyðarfirði, gift Hafsteini Larsen vélvirkja; Ingileif, húsmóðir, Reyð- arfirði, gift Jóhanni Halldórssyni vélvirkja; Kristinn, verkamaður, Hvammstanga, kvæntur Sesilíu Magnúsdóttur og Björn ívar, ókvæntur, býr í Reykjavík. Þetta er atorkufólk hið bezta svo sem það á alla ætt til. Síðast er ég hitti Björn var hann glaður og hress í bragði sem alltaf áður, þó alvarlegur heilsubrestur hefði sótt hann heim. Hann ræddi við mig um gang mála sem jafnan og var ekki myrk- ur í máli sem þær afætur sem tröllríða íslenzku samfélagi, íslenzkri landsbyggð. Hreinskilinn og hreinskiptinn án allra öfga en glöggskyggni þess alþýðumanns sem alinn var upp í skugga krepp- unnar fór aldrei milli mála. Hann dæmdi menn af verkum og athöfn allri, ekki orðskrúði og yfirlýsingum. Og nú er hann allur og aðeins eftir að þakka honum samfylgdina, þakka honum fylgd við þann málstað sem mér er hug- umkærastur, málstað jafnréttis og félagslegra lausna. Góður drengur hefur kvatt mitt kæra samfélag eystra og minningin ein fær mildað þeim söknuðinn er honum unnu mest. Þeim eru færðar einlægar sam- úðarkveðjur okkar hjóna, sérstak- lega hans indælu konu, Önnu Hall- dórsdóttur. Það var heiðríkja í svip Björns á góðum stundum gleði og vermandi vona. Lífsstef hans var það helzt að vinna allt af alúð öðrum til gagns og heilla. Hann var heill í allri gerð, grómlaus var gleði hans, alúð fylgdi iðju hverri. Hann er kvaddur hinztu kveðju með kærri þökk fyrir mæta minn- ing. Blessuð sé minning hans. Helgi Seljan Ef ég horfi til baka, þá man ég eftir Jóhönnu, þar sem hún gekk að störfum, ung og kát og full af at- orku, og ég minnist þess líka, að hún hefur orðið fyrir miklum áföllum, en ávallt haldið reisn sinni. Mér finnst hún hafa verið hetja til hinstu stund- ar. Allmörg hin síðari ár dvaldi hún sem sjúklingur á Sólvangi. í hugan- um endurlifði hún gamla tíma við margvísleg störf og alltaf einkenndi hana sama glaða viðmótið, þótt hún væri að mestu hætt að bera kennsl á fólk, sem vitjaði hennar. I eitt síðasta skiptið sem ég heim- sótti hana ásamt Jóni, bróður mínum, spurði hann hana hvort hún þekkti mig. Og vissulega þótti mér vænt um, þegar hún svaraði að bragði með nokkurri hneykslun í rómnum: „Heldurðu, að ég þekki ekki hana Stínu litlu?“ Að lokum sendi ég öllum bömum hennar og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Stína frænka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.