Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 AWIMMil A/ ir~'l 'y'C'IK tr^A P mfm. m tw IRPIW/nUU’l / O// \Iks7/-\K Sjúkraþjálfari Sjúkraþjálfari óskast til starfa hjá Sjúkraþjálf- un Reykjavíkur. Góð aðstaða. Sjálfstæður rekstur. Upplýsingar í síma 621916. Atvinna í sveit Ábyrg og dugleg hjón eða par óskast til að sjá um rekstur bús á Suðurlandi. Um er að ræða blandað bú trieð nautgripum og sauð- fé. íbúð fylgir. Þeir sem hafa áhuga sendi upplýsingar um aldur og fyrri störf á auglýsingadeild Mbl. merktar: „Sveit - 12523“. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöðurvið framhaldsskóla Framlengdur umsóknarfrestur. Að Fjölbrautaskóla Vesturlands vantar kennara í náttúrufræðigreinum, efnafræði og rafeindavirkjun. Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja er laus kennarastaða í íslensku. Við Menntaskólann við Sund er laus til umsóknar stundakennarastaða í íslensku. Upplýsingar í síma 71354. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 14. júlí nk. Menntamálaráðuneytið. Framkvæmdastjóri Staða framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs og heilsugæslu- stöðvar Suðurnesja er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% starf og verksvið við- komandi er að stjórna fjármálum og rekstri þessara tveggja stofnana á Suðurnesjum. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af heilbrigðismálum eða rekstri heilbrigðis- stofnana bæði hvað varðar stjórnun, bók- haldsþekkingu o.fl. Skilyrði er að umsækj- andi sé eða verði búsettur á Suðurnesjum. Umsóknir þurfa að hafa borist undirrituðum fyrir 23. júlí nk. Allar nánari upplýsingar veitir formaður stjórnar í síma 92-11216 eða undirritaður í síma 92-14000. Framkvæmdastjóri. Garðabær Blaðbera vantar á Flatir. Upplýsingar í síma 656146. Skólastjóra og kennara vantar Smiðir óskast Óskum eftir smiðum. Mikil vinna. Upplýsingar í síma 985-23541 og eftir kl. 19.00 í síma 612182. Offsetprentun Nemi í offsetprentun, sem lokið hefur Iðn- skólanum í Reykjavík, óskar eftir að komast á starfsþjálfunarsamning. Nánari upplýsingar í síma 82143 eða á kvöld- in í síma 12022. Staða skólastjóra og kennara við Grunnskól- ann í Borgarfirði eystra er laus til umsóknar. Upplýsingar veittar hjá formanni skólanefnd- ar, Sólbjörtu Hilmarsdóttur í síma 97-29987 eða Sólrúnu Valdimarsdóttur í síma 97-29986. Skólanefnd. Kennsla í Grindavík Kennara vantar við grunnskólann næstkom- andi haust. Meðal kennslugreina: Tölvunar- fræði, stuðnings- og sérkennsla og kennsla í 7. bekk. Sveigjanlegir starfshættir. Aðstoð veitt við útvegun húsnæðis. Veruleg staðar- uppbót, húsnæðis- og flutningsstyrkur. Upplýsingar veittar í eftirtöldum símum: 92-68555 grunnskólinn, 92-68504 skólastjóri og 92-68363 yfirkennari. LANDSPÍTALINN Sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum óskast á bækl- unarskurðdeildir Landspítalans. Um 75% starf er að ræða. Ráðningartími er eftir samkomulagi. Skilyrði er að umsækj- andi sé viðurkenndur sérfræðingur í bæklun- arskurðlækningum á íslandi. Upplýsingar gefur yfirlæknir bæklunarskurð- deilda í síma 601000. Umsóknir á umsóknareyðublaði lækna ásamt prófskírteini, upplýsingum um starfsferil og meðmælum sendist yfirlækni fyrir 14. ágúst nk. Reykjavík, 11.júlí 1989. RÍKISSPÍTALAR „Au pair“ í Ameríku Löglega aðferðin (The Legal Programme) til að komast til USA Við leitum að viðmælanda (Interviewer) í hluta- starf til aðstoðar við að velja umsækjendur. Þetta er óformlegt starf, sem vinna má heima, og ætti að vera hentugt fyrir fólk sem hefur reynslu í að taka viðtöl, og hefur áhuga á menningarlegum samskiptum. Aðgangur að síma er nauðsynlegur. Ef þú hefur áhuga þá gjörðu svo vel að hafa samband við Dorothy Stuart, framkvæmda- stjóra, 37 Queens Gate, London SW7 SHR. Sími: London 581 2730. Sölumaður/ sölustjóri Rótgróin heildverslun á matvælasviðinu óskar eftir ungum og hressum sölumanni, karli eða konu, til starfa sem fyrst. Um er að ræða krefjandi starf í líflegu um- hverfi, sem býður upp á skjótan frama í starfi, ef vel er að verki staðið. Æskilegt er að viðkomandi sé vanur sölu- störfum og hafi metnað til að standa sig vel í harðri samkeppni. í boði eru góð laun hjá góðu fyrirtæki fyrir góðan mann. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir fyr- ir 20. júlí, merktar: „Sala - 7352“. RÍKISSPÍTALAR Landspítalinn - geðdeild Starfsmaður óskast á ræstingadeild til að sjá um þrif inni á deild. Upplýsingar gefur Stefanía Önundardóttir, ræstingastjóri, eða ritari hjúkrunarforstjóra í síma 601535. Reykjavík, 11.júlí 1989. Vélagslíf FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 oq 19533. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins 12.-16. júlí (5 dagar): Landa- mannalaugar - Þórsmörk. Brottför kl. 08.00 miðvikudag, komið á laugardag til Þórsmerk- ur. Nokkur sæti laus. Farar- stjóri: Páll Ólafsson. 12.-16. júlí (5 dagar): Snæfells- nes - Dalir - Húnavatnssýsla - Kjalvegur. Leiðin iiggur um Ólafsvík, norð- anvert Snæfellsnes, Dali, um Laxárdalsheiði í Hrútafjörð, um Vatnsnes að Húnavöllum. Til Reykjavikur verður ekið um Kjöl. Gist í svefnpokaplássi. Farar- stjóri: Baldur Sveinsson. 14.-19. júli (6 dagar): Land- mannalaugar - Þórsmörk. Brottför kl. 20.00 föstudag. Far- arstjóri: Vigfús Pálsson. 14.-21. júlí (8 dagar): Lónsör- æfi. Farþegar geta valið um áætlun- arbíl frá Reykjavík á fimmtudegi eða flug á föstudegi til Horna- fjarðar. Frá Hornafirði eru far- þegar fluttir með jeppum inn á lllakamb. Gist i tjöldum. 19.-23. júlf (5 dagar): Land- mannalaugar - Þórsmörk. 21.-30. júli (10 dagar): Nýidalur - Vonarskarð - Jökulheímar - Veiðivötn. Gönguferð með við- leguútbúnað. Gengið á átta dög- um norðan Tungnaár til Veiði- vatna. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. 21.-26. júlí (6 dagar): Land- mannalaugar - Þórsmörk. Far- arstjóri: Magnús Guðlaugsson. 26.-30. júli (5 dagar): Land- mannalaugar - Alftavatn. Brottför kl. 08.00 miðvikudag. Gist eina nótt í Landmannalaug- um. Gengið á tveimur- dögum að Álftavatni og gist þar í tvær nætur. Fararstjóri: Hilmar Þór Sigurðsson. Takmarkaður fjöldi í „Lauga- vegsferðirnar". Pantið timan- lega. Leitið upplýsinga um til- högun ferðanna á skrifstofu FÍ, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Ferðir FÍ miðvikudaginn 12. júlí Kl. 08.00. Þórsmörk. Dagsferð og sumarleyfisferð. Nú er rétti tíminn til þess að njóta verunnar í Þórsmörk. Kannið afsláttartilboð Fl fyrir sumarleyfisgesti. Kl. 20.00. Tröllafoss og ná- grennl. Ekið að Stardal og gengið niður með Leirvogsá að Tröllafossi. Verð kr. 600.- Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Ferðafélag (slands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir Ferðafélags- ins14.-16.júlí 1) Snæfellsnes - Elliðahamrar - Berserkjahraun Gengið þvert yfir Snæfellsnesið skammt vestan við veginn um Kerlingarskarð. Þarna er fjall- garðurinn mun lægri en víðast annars staðar. Lagt verður af stað i gönguna frá Syðra-Lága- felli. Gist í svefnpokaplássi. Fararstjóri: Jóhanna Magnús- dóttir. 2) Landmannalaugar. Gist í sæluhúsi FÍ í Laugum. Göngu- ferðir um nágrennið með farar- stjóra. Fararstjóri: Magnús Guð- laugsson. 3) Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. Gönguferðir með fararstjóra. 4) Hveravellir. Gist í saeluhúsi FÍ á Hveravöllum. Eftir erfiðan vetur er sumarið loksins komið á Hveravöllum. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu FÍ, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. M Útivist Miðvikudagur 12. júlí Kl. 20.00. Kvöldsigling að Lund- ey. Brottför frá Viðeyjarbryggju í Sundahöfn. Þótt ótrúlegt sé er þarna stór lundabyggð sem fáir hafa kynnst. Verð 500 kr, frítt fyr- ir börn 12 ára og yngri. Munið miðvikudagsferðirnar í Þórsmörk. Brottför kl. 8 að morgni. Dagsferð og fyrir sum- ardvalargesti. Munið tilboðs- verð. Pantið tímanlega. í Lund- eyjarferðina þarf ekki að panta. Hekluganga á laugardag kl. 8. Útivist, ferðafélag. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Tónleikar í kvöld kl. 20.30. Bandariski kórinn Celebrant Singers verður i Fíladelfíu i kvöld og flytur létta, trúarlega tónlist. Allir hjartanlega velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.