Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 34
AKUREYRI IflORC?UNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 Morgunblaðið/KGA Séra Pálmi Matthíasson kvaddi söfnuð sinni við messu í Glerárkirkju á sunnudaginn. Lovísa Björk Skaptadóttir kom sérstaklega heim til Akureyrar til að láta séra Pálma ferma sig, en hún dvelur ásamt foreldrum sínum í Bandarikjunum. Séra Pálmi Matthíasson kveður söfiiuð sinn; Ljúfiir dagur en erfiður „ÞETTA var ákaflega ljúfur dagur, en jafiiframt erfiður. Sérstak- íega þótti mér vænt um allt það fólk sem kom til kirkjunnar og þann hlýhug og vinarþel sem ég og fjölskyida mín fiindum fyr- ir,“ sagði séra Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Glerárpresta- kalli, en hann kvaddi söfhuð sinn í Glerárkirkju við messu á sunnu- daginn. Sunnudaginn þar á undan kvaddi hann söfnuðinn í Mið- garðasókn í Grímsey. „Þessar miklu og góðu viðtökur og vinarkveðjur sem við fengum hræra vissulega upp í manni, og ég vona innst inni að ég hafi get- að unnið fólkinu sæmilega vel þessi ár og gert eitthvað gagn. Ég fer með góðar óskir og hlýjar frá söfnuðinum og til hins nýja safnaðar." Séra Pálmi verður sett- ur inn í embætti í Bústaðakirkju næstkomandi sunnudag og verður það Guðmundur Þorsteinsson dómprófastur sem setur hann í embætti. Fjölskyldan flytur síðan suður til Reykjavíkur aðra vikuna í ágúst, en Pálmi er kvæntur Unni Ólafsdóttur og eiga þau dótturina Hönnu Maríu. „Það fylgir því ævinlega eftir- vænting að skipta um og eftir- vænting er oft blandin ofurlitlum kvíða. Maður fer með það eitt að leiðarljósi að gera eins vel og maður getur og leggja sig allan fram. Ég vona að með Guðs hjálp gangi það,“ sagði séra Pálmi. Lagning hitaveitu í Gerðahverfi II; Veitustjórn mælir með tilboði Verkvals TVÖ TILBOÐ bárust í lagningu 19. áfanga dreifikerfis Hitaveitu Akureyrar, en þar er um að ræða Gerðahverfí II. Það voru fyrir- tækin Verkval og Vör sem buðu í verkið. Verkval bauð tæplega 8,6 milljónir í verkið sem er 85,2% af kostnaðaráætlun og Vör rétt um .11 milljónir, sem er 115,5% af kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 10,1 milljón króna. Veitustjórn ákvað á fundi sínum í gær að mæla með því að gengið yrði til samninga við Verkval. Reiknað er með. að hafist verði handa við verkið í næstu viku, en því á að vera lokið 15. október næstkomandi. Alls verða lagðir um 4,5 kílómetrar af rörum í þessum áfanga og er það svipað og Hitaveit- an áætlar að leggja vegna nýbygg- inga í bænum á þessu sumri. Franz Árnason, hitaveitustjóri, sagði að undirtektir íbúa hverfisins væru góðar. „Við höfum ekki ástæðu til að ætla annað en vel flestir hafi hug á því að tengjast veitunni," sagði Franz. Hverfið allt telur um 180 hús og íbúðir. Þeir notendur sem tengjast veit- unni í þessu markaðsátaki býðst afsláttur af orkugjöldum. Þeir sem eru með rafmagnsvatnsofnahitun og rafhitað neysluvatn fá 35% af- slátt af orkugjaldi um leið og húsin eða íbúðirnar verða tengdar og gild- ir afslátturinn til 1. janúar árið 1992. Þeir sem eru með rafmagns- þilofnahitun og rafhitað neysluvatn fá afslátt þegar þeir breyta hita- kerfum sínum og tengja þau veit- unni. Afslátturinn er einnig 35% og gildir hann til 1. janúar árið 1995. Áætlaður kostnaður fyrir hvern húseiganda við það að tengj- ast Hitaveitunni er um það bil 300 þúsund krónur og býðst þeim 200 þúsund króna lán frá Húsnæðis- stofnun. Lánið er til átta ára og er það afborgunarlaust fyrstu tvö árin. Um 170.000 laxaseiði drepast hjá Norðurlaxi UM 170 þúsund laxaseiði drápust úr tálknaveiki hjá Norðurlaxi hf. í Aðaldal fyrir stuttu. Björn G. Jónsson bóndi á Laxamýri áætlar að Ijón vegna seiðadauðans sé um 12 milljónir króna. Norð- urlax hf. ber tjónið að fúllu. Að sögn Björns G. Jónssonar bæta. tryggingar ekki tjón Norðurlax hf. þar sem ókunn- ugt er um upptök tálknaveik- innar. Björn tók fram að alltaf mætti eiga von á áföllum sem þessu hjá ungum atvinnugrein- um eins og fiskeldi. DNG og Iðntæknistofiiun; Yfir 70 hugniyiidir bárust í hugmyndasamkeppni YFIR 70 hugmyndir bárust í hugmyndasamkeppni sem raf- Haftiarmannvirki: Fjórar milljónir í viðhaldsverkefiii FJÓRUM milljónum króna verð- ur varið til viðhaldsverkeíha á hafharmannvirkjum á Akureyri og vegur þar þyngst endur- bygging Krossanesbryggu og dýpkun hafharinnar. Þá er einn- ig fyrirhugað að Qarlæga ónýt mannvirki við Höephners- bryggju, en fyrir þremur árum var samþykkt að íjarlægja mannvirki þessi, sem teljast lítt til augnayndis og varð þá ekk- ert úr framkvæmdum. Áætlað er að endurbygging við Krossanesbryggju og dýpkun hafnarinnar kosti 1,7 milljónir króna. Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri sagði að mjög væri orðið brýnt að dýpka höfnina, en á mestu flóðunum kæmust loðnu- skip ekki svo auðveldlega inn í höfnina. Fyrirhugað er að höfnin verði dýpkuð um einn metra. Samkvæmt tillögum hafnar- stjóra um viðhaldsverk verða lag- færð plön við Torfunef og við Eim- skipafélagsbryggju og útilóð hafn- arinnar verður standsett að hluta. Raflagnir verða settar í bryggjuna við Sandgerðisbót og er áætlaður kostnaður við það 520 þúsund og niðurfallslögn verður lögð við Tog- arabryggju. Áætlaður kostnaður vegna þess er 620 þúsund krónur. eindafyrirtækið DNG og Iðn- tæknistofhun efiidu til, en skila- frestur rann út fyrir skömmu. „Þátttakan var mjög góð og fór fram úr okkar björtustu vonum,“ sagði Kristján Eldjárn Jóhannes- son, framkvæmdastjóri DNG. Hann sagði að hugmyndirnar sem bárust í keppnina væru mjög margvíslegar, en dómnefnd myndi koma saman í næstu viku og yfir- fara þær. F!sk‘ DALVÍKURSKDLI vinnslunam Getum enn bætt við nemendum á fiskvinnslu- braut Dalvíkurskóla. Inntökuskilyrði á 1. önn eru grunnskólapróf, en á 3. önn skal nemandi hafa lokið almennum áföngum 1. bekkjar framhalds- skóla. Heimavist á staðnum. Umsóknarfestur til 19. júlí. Nánari upplýsingar í símum 96-61380 og 96-61162. Skólastjóri. Hitaveita Akureyrar: Aðalæðin tærðist í sundur AÐALÆÐ Hitaveitu Akur- eyrar tærðist í sundur annað árið í röð en búist er við að viðgerð Ijúki nú bráðlega. Skipta þurfi um hluta aðal- æðarinnar á um 50 metra kafla. ’ Vatn hafði komist að lögninni utanfrá og tært hana í sundur. Lögnin tærðist einnig í sundur á síðasta ári. „Við erum að vona að við höfum komist fyrir þetta,“ sagði Franz Árnason hitaveitustjóri. „Þetta er bæði hvimleitt og kostnaðarsamt." Ekki liggur þó ljóst fyrir hversu mikill kostnaðurinn er vegna þessa. Frágangi vegna viðgerðanna lýkur í þessari viku. Morgunblaðið/KGA Gunnar Ragimrs tekur við formennsku íÍBA Gunnar Ragnars, forstjóri Utgerðarfélags Akureyringa, var kjörinn formaður Iþróttabandalags Akureyrar á aukaþingi sem haldið var í gær. Pálmi Matthíasson tók við embættinu á vordögum, en sem kunnugt er var hann kallaður til starfa við Bústaðasókn í Reykjavík og er á fórum úr bænum. „Mér þótti sætið ákaflega vel skipað þeg- ar séra Pálmi tók við því, en örlögin höguðu því svo að hann hverf- ur nú til annarra starfa. Þegar þess var farið á leit við mig að ég tæki starfið að mér þá gerði ég það fyrst og fremst vegna þess að ég hef kynnst íþróttahreyfingunni og mér er ljóst að öflugt íþrótta- starf er ein af forsendum góðs mannlifs og því vildi ég leggja þessu máli lið,“ sagði Gunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.