Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 16
M0RGUNBIiAÖIÐ' ÞRIÐJUIDAGUU 11. JÚLÍ 1089 Óðurinn til gleðinnar eftir Hreggvið Jónsson Þann 5. maí sl. var haldið 40 ára afmæli Evrópuráðsins í Strassborg. Þessa afmælis hefur lítillega verið minnst í fjölmiðlum hér á landi, en full ástæða er til þess að vekja enn frekari athygli á þessu fertuga af- mælisbarni á síðum Morgunblaðs- ins. Starfsemi Evrópuráðsins hefur ekki verði títt til umræðu í íslensk- um fjölmiðlum, enda er óhægt um vik fyrir blaðamenn okkar að íjalla um hana, þar sem þeir eru talsvert fjarri höfuðstöðvum þess í Strass- borg. Hér á eftir verður í stuttu máli Qallað um Evrópuráðið og þýðingu þessi fyrir frjálsar þjóðir Evrópu. Hugsjónir rætast Það var á vordögum 1949, þann 5. maí, að fulltrúar 10 þjóða í Evr- ópu komu saman í London til að undirrita stofnsamning Evrópu- ráðsins í St. James höllinni. Sagan, sem hófst á Haag-ráðstefnunni 1948 og í Zúrich 1946, þar sem Winston Churcill reifaði Evrópu- hugsjónina, var rétt að hefjast. Þremur dögum síðar voru utanríkis- ráðherrar 12 þjóða mættir í ráðhúsi Strassborgar til fyrsta ráðherra- fundarins. Daginn eftir hófst fyrsti þingfundur Evrópuráðsins undir heiðursforsæti Edouard Herriot, en fyrsti forseti ráðsins var síðan kos- inn Paul Henri Spaak. Evrópuráðið var stofnað á rústum síðari heims- styrjaldarinnar, en í lok hennar gerðu menn sér ljóst frekar en nokkru fyrr þörfina á friði og sam- einaðri Evrópu. Og nú á 40 ára afmælinu 5. maí sl. má segja að þessar hugsjónir hafi ræzt, þegar síðasta fijálsa þjóðin í Evrópu, Finnar, undirrituðu Evrópusáttmál- ann og gengu í hóp 23 þjóða Vest- ur-Evrópu. Á þingi Evrópuráðsins eiga nú sæti 177 þingmenn ogjafn- margir varamenn, fulltrúar nær 400 milljóna manna í Evrópu. Jafn- framt eru starfandi 52 þingnefndir og undirnefndir. Starfsmenn ráðs- ins í Evrópuhöllinni í Strassborg um 900. Einnig eiga allar 23 þjóð- imar fulltrúa að ráðherranefndinni, en í henni sitja utanríkisráðherrar landanna eða fastafulltrúar þeirra, þegar þannig stendur á. Undir hana heyra 120 nefndir, þar sem fjallað er um nánast öll svið mannlífsins. í Strassborg eru og sendirráð nær allra þjóða ráðsins, annarra en ís- lands. Mannréttindi í öndvegi Allt frá byijun hafa mannréttindi setið í öndvegi í starfi Evrópuráðs- ins og mannúð, mildi og menning skipað heiðurssess í starfi þess. Það er því ekki tilviljun, aðÓðurinn til gleðinnar úr níundu sinfóníu Beet- hovens var snemma valinn sem, nokkurs konar þjóðsöngur og sam- einingartákn þjóða Evrópuráðsins. Eitt af fyrstu verkum ráðsins var að setja á laggirnar mannréttinda- dómstólinn og mannréttindanefnd- ina sem byggja starf sitt á mann- réttindasáttmála Evrópuráðsins frá 1950. Allir, sem eiga samskipti við aðildaríkin geta, ef þeir telja brotið á sér samkvæmt ákvæðum mann- réttindasáttmálans, skotið máli sínu til mannréttindanefndarinnar, ef þeir una ekki úrskurði eða dómi á lokadóms- eða stjómsýslustigi. Hún tekur síðan afstöðu til þess hvort málið falli undir ákvæði mannrétt- indasáttmálans og megi senda það áfram til mannréttindadómstólsins til úrlausnar eða vísað því frá. I allt hafa 14.500 mál komið til kasta nefndarinnar frá upphafi og dóm- stóllinn hefur dæmt í 160 málum frá stofnun hans 1959. Það er því ’rétt um einn hundraðasti hluti þeirra mála, sem skotið er til nefnd- arinnar, sem eru talin þess eðlis að dómstóllinn þurfi að fjalla um þau. Mikilvægir sáttmálar Evrópuráðið hefur samþykkt fjölda mikilvægra sáttmála, sem hafa stuðlað að bættu mannlífi og fjölbreyttari menningu í álfunni. Þar má fyrst telja mennigarmála- sáttmálann, sem hefur leitt til margs konar viðburða á menningar- sviðinu, þar sem fjallað er um ræt- ur menningar í Evrópu, listsýning- ar, nýjungar í tungumálakennslu, aðalnámsefni í skólum, mannrétt- indi í námsefni, námsstyrki fýrir kennara, tónlistarár Evrópu 1985 í samvinnu við EB, sjónvarps- og kvikmyndaár Evrópu 1988 í sam- vinnu við EB, og Evrópuímyndin, sjóður til styrktar evrópskri sjón- varps- og kvikmyndagerð. Þá má nefna félagsmálasáttmála Evrópu, en í honum er tryggður grundvallar- réttur einstaklinga á íjölmörgum sviðum mannlífsins. Hér má og geta sáttmála sem bannar pynding- ar, annan til að koma í veg fyrir hryðjuverk með stjórnmál að yfir- skini, sáttmála sem er ætlað að koma í veg fyrir misnotkun tölvu- gagna og sáttmála til að stemma stigu við á ofbeldisverkum á knatt- spyrnuleikjum. Þá er ekki úr vegi að geta nokkurra annarra sáttmála, eins og sáttmála um vemdun dýra- lífs og náttúruminja, um samvinnu nágrannarílqa, um sjálfstjórn sveit- arfélaga og um óhindraðar útsend- ingar á sjónvarpsefni milli landa í Vestur-Evrópu. í blaðagrein sem þessari er ekki hægt að hafa upp- talninguna lengri en hér er gert, en minna má á nýafstaðinn fund íþróttaráðherra Evrópuráðsins hér í Reykjavík þar sem samþykkir voru m.a. sáttmálar um að koma í veg fyrir misnotkun lyfja í íþróttum og um sameiginlega stefnu gagnvart Hreggviður Jónsson „Evrópuráðið er nú skipað öllum frjálsum þjóðum Evrópu. Nú beina menn því sjónum sínum til austurs og vonast til að hægt verði að auka samvinnu við þær þjóðir, sem gæti orðið til þess að allar þjóðir Evrópu samein- uðust í Evrópuráðinu.“ kynþáttaaðskilnaði. Löggiltir sátt- málar og samningar Evrópuráðsins eru nú 130 talsins, sem hafa fætt af sér 25.000 aðra tvíhliða samn- inga og ákvæði. Önnur starfsemi í örstuttu máli er rétt að benda á nokkra aðra þætti í starfi Evrópu- ráðsins: Pompidou-hópurinn, sem fæst við baráttuna gegn eiturlyfj- um. Æskulýðsstarfsemi, sem er stýrt af starfsfólki æskuklýðsmið- stöðvar Evrópu og æskulýðsstofn- unar Evrópu í Strassborg. Þróunar- sjóður Evrópu í félagsmálum, sem hefur veitt lán til að stemma stigu við atvinnuleysi og félagslegum af- leiðingum þess með ýmsu móti. Útlán eru nú um það bil 7.500 millj- ónir bandaríkjadala. Lyfjastofnun Evrópu, sem á að vernda fólk gegn framleiðslu á skaðvænlegum lyfjum og öllum þáttum, sem lúta að fram- leiðslu og gerð þeirra. Evrópublóð- bankinn í Amsterdam, sem er ætlað að koma til hjálpar í neyðartilvikum. Evrópumiðstöðin í Feneyjum til að þjálfa iðnaðarmenn til að halda við kunnáttu í byggingarlist fýrri tíma, m.a. með námskeiðum í múrverki, í trésmíði, í að höggva til steina og í gerð gifsmynda. Þá má geta hinn- ar árlegu ráðstefnu um sveitar- sjómarmál, sem hefur verið haldin síðan 1957. Framtíð Evrópu og staða íslands Þrátt fyrir smæð íslands hefur þátttaka okkar í Evrópuráðinu haft heillavænleg áhrif á ýmislegt hér heima. Einnig höfum við getað lagt nokkuð af mörkum til ýmissa mála og haft þannig áhrif á þróun mála í Evrópu. Evrópuráðið er nú skipað öllum fijálsum þjóðum Evrópu. Nú beina menn því sjónum sínum til austurs og vonast til að hægt verði að auka samvinnu við þær þjóðir, sem gæti orðið til þess að allar þjóð- ir Evrópu sameinuðust í Evrópuráð- inu. Nú þegar hefur nokkrum þjóð- um í Austur-Evrópu verið gefinn kostur á að hafa áheyrnarfulltrúa á einstaka þingi Evrópuráðsins og senda áheyrnarfulltrúa á einn og einn fund á- vegum ráðsins, eins og t.d. hér á fund íþróttamálaráðherra ráðsins, þar sem voru fulltrúar frá Júgóslavíu, Ungveijalandi og Pól- landi. Markmið Evrópuráðsins er hið sama og áður: Að veija rétt einstaklinga og lýðræðið, sem þess- um elstu samtökum og breiðfylk- ingu allra stjórnmálaafla í fijálsum ríkjum Vestur-Evrópu hefur tekist á undraverðan hátt. Heiðursforseti Evrópuráðsins, Edouard Herriot, sagði við setningu fyrsta þingsins fyrir 40 árum: „Það er einlæg ósk okkar að sameinast í vörn fyrir mestu verðmætum siðmenningar- innar, sem eru frelsi og lög.“ Nú stendur Vestur-Evrópa sameinuð í sterkri vörn fyrir þessum mannrétt- indum, sem jafnframt hefur orðið öflug sókn gegn einræði og kúgun hvar sem er í heiminum. Framtíð Evrópu byggist á frelsi og lögum fyrir alla eða eins og sov- éski andófsmaðurinn Búkoski orð- aði það í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum árum: „Það er engin slökun án mannréttinda." Höfundur er alþingismaður fyrir Fijálsfynda hægriflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi. Við stofnun Evrópuráðsins. Frá vinstri: Halvard Lange (Noregi), Dirk U. Stikker (Hollandi), Necmeddin Sadak (Tyrklandi), Paul-Henri Spaak (Belgíu, fyrsti forseti ráðsins,), Carlo Sforza (Italíu), Edouard Herriot (heiðursforseti fyrsta þingfundar Evrópuráðsins), Ostan B. Unden (Svíþjóð), Ernest Bevin (Stóra- Bretlandi), Charles Frey (borgarstjóri Strassborgar), Robert Schuman (Frakklandi), Constantin Tsald- aris (Grikklandi). Hver framdi glæp? eftirÓlafÞór Ragnarsson Oft er það svo að fæst orð hafa minnsta ábyrgð. En þó að ég sé friðsemdarmaður getur manni stundum þótt nóg komið. Svo var um mig þegar ég bar augum lang- lokuna hans Árna Johnsens um sjálfvirka sleppibúnaðinn. Hélt satt að segja að þar væri mælirinn full- ur, en lengi skal manninn reyna. Það er alltaf sorg á íslandi þegar sjóslys verða, kannski mest sorgin þegar minning góðra drengja er útbíuð með orðavaðli. Ef við snúum okkur að um- ræddri grein, þá er sumt þar á þann hátt að alls ekki er svaravert. Aftur á móti mun ráðuneytið áreið- anlega svara fullyrðingum sem snúa að því á sinn hátt og eins ,er víst að Iðntæknistofnun mun ekki sitja undir ámæli um talhlýðni og yfirborðsleg vinnubrögð. En obbinn af greininni er frekar rætin árás á siglingamálastjóra og Siglingamálastofnun. Ég hugsa að Magnús hafi vart nennu eða geð tii að svara gífuryrðum Árna og er það kannski besta lausnin, en sumu verður þó að svara eða leið- rétta. Ég er ekki málpípa Magnúsar og ætla mér því ekki að svara þessu pexi hér og nú, en allt hefur sinn tíma og ef til vill sendi ég Árna nokkrar línur seinna. Ég vil þó taka það fram, að oftar en hitt hefur mér fundist að siglingamálastjóri fái ekki nógan stuðning frá ráðu- neyti eða siglingamálaráði til lúkn- ingar vissra mála. Ég sit í siglinga- málaráðuneyti og er þar ekki já- „En ég fullyrði í eitt skipti fyrir öll að sigl- ingamálastjóri er hvorki glæpamaður né annað verra og það er kannski aðalástæðan til minna skrifa.“ bróðir eins né neins og oft er ég ekki fyllilega sáttur við framvindu mála. En það er ekki alltaf best að fara offari og segja stóra hluti. Og fullyrðingar um glæpsamlegt at- hæfi og stuðlun að mannslátum er út í hött. Hitt er annað má að Sigl- ingamálastofnun býr við hrikalegt fjársvelti. Kannski er þar skýringin á því sem betur mætti fara. En ég fullyrði í eitt skipti fyrir öll að siglingamálastjóri er hvorki glæpamaður né annað verra og það er kannski aðalástæðan til minna skrifa. Ég neita því alfarið að glæpamennska og gróðapungasjón- armiðið ráði ferðinni í öryggismál- um sjómanna, hvorki hjá Magnúsi eða okkur hinum sem koma þar nálægt. Mætti ég að lokum spyija hæst- virtan 1. hnefaréttarmann hvort hann sé með þingmanninn í magan- um, eða hvað? Og í framhaldi af því minnir mig að einhver hafi sagt á málfundi í gamla daga að þó hann færi inn í Klúbb og stæði þar á haus tæki enginn eftir því. Engum fyndist það athugaýert og öllum þætti þetta ágæt stelling. Kannski er það svo, að sumum fer það best að vera þannig stað- settur, og má þá koma hér amen á eftir efninu. Höfundur situr i siglingamálaráði og er áhugamaður um öryggismál sjómanna. Vöruskipta- jöfiiuður hag- stæður í apru Vöi-uskiptajöfnuður íslendinga í viðskiptum við útlönd var hag- stæður um 1.337 milljónir króna í aprílmánuöi. í apríl í fyrra var vöruskiptajöftiuðurinn hins vegar hagstæður um 1.664 milljónir, sé miðað við fast gengi. Ef litið er á fyrstu flóra mánuði ársins var vöruskiptajöfhuðurinn hagstæður um 4.204 milljónir króna. Á þessu fjögurra mánaða tímabili voru fluttar út vörur fyrir 23.362 milljónir króna, en inn fyrir 19.158 milljónir, og var verðmæti útflutn- ings 12% hærra en á sama tíma í fyrra, en þá var vöruskiptajöfnuður- inn lítillega óhagstæður. Sjávaraf- urðir voru um 71% alls útflutnings fyrstu fy'óra mánuði þessa árs, en nokkur aukning varð á útflutningi þeirra á milli ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.