Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 Varaflugvöllur á Langanesi „Svo vikið sé að upphafí þessa pistils má áætla að nokkur hundr- uð, í versta falli nokkur þúsund, manna á Is- landi séu af innstu sann- færingu á móti setu varnar- liðsins í landinu." Skoruvfk Fontur Þistilfjörður Þ6rs höfn alþjóðlegur varaflugvöllur At 1andshafsbanda1ags1ns núverandi innanlandsvöllur væntanlegur innanlandsvöllur A Þórshöfn eftir Guðmund Bogason Ég hlustaði á skoðanir kunningja míns um daginn þar sem hann velti fyrir sér hverju íslendingum þykir sómi að í viðskiptum við aðrar þjóð- ir og hverju ekki. í langri sögu er að sjálfsögðu af mörgu að taka. Allt frá flóttanum undan Noregskonungum, frelsis- baráttunni við Danakonunga einn af öðrum, gróðabrall og herseta tengd tveim heimsstyijöldum og tímabil hinna glötuðu tækifæra eftir síðari heimsstyijöldina þegar Mars- hall bauðst til að byggja vegi og hafnir um landið þvert og endilangt. Menn telja að ef misskilið stolt og heimóttarskapur hefðu ekki komið í veg fyrir að þessi boð voru þegin, þá stæði ísland í dag á mun traust- ari fótum efnahagslega. Hugtakið byggðapólitík fyrirfyndist aðeins í sögubókum og gömlum orðasöfnum. Síðan kom kalda stríðið sem leiddi af sér blómleg Rússaviðskipti. Land- helgisdeilur og stórsigrar í þeim málum. í dag eru það hvalveiðimálin og framundan eru varaflugvallarmál og viðskipti okkar við Efnahags- bandalagið, æskilegar og væntan- legar breytingar árið 1992. Því miður virðist hin opinbera umræða um þessi efnahagslega mik- ilvægu mál vera nú þegar farin að bera keim af gamalþekktum af- dalahugsunarhætti og hræðslu við erlend ítök, sem þröngum sérhags- munahópum og andstæðingum efna- hagslegra framfara í landinu virðist ævinlega takast að magna upp, þeg- ar semja á við útlendinga um al- þjóðleg málefni í framfaraátt þar sem þátttaka íslands kemur við sögu. Það er ekki auðvelt að finna einn sameiginlegan samnefnara, sem ein- kennt gæti samskipti íslenskra stjórnvalda við umheiminn í seinni tíð nema ef vera kynni þekkingar- skortur og þrálátur ótti við erlend samskipti. Það verður að sjálfsögðu aldrei hægt að sanna né afsanna hversu mikils við höfum farið á mis vegna þessa veikleika okkar í alþjóðlegum viðskiptum. Hitt er þó ljóst að þau atriði sem náðst h'afa fram, eins og aðildin að NATO og vera Bandaríkjahers í Keflavík, hafa í meira en 4 áratugi haft verulega efnahagslega þýðingu fyrir ísland, hvort sem okkur líkar betur eða verr. í þeirri von að íslenskir valdhafar fari að viðurkenna, að ísland er hluti af alþjóðlegu umhverfi en ekki leng- ur einangrað eyríki þar sem alið er á úlfúð gagnvart samskiptum við erlend ríki af öllu tagi, þá mætti nefna eftirfarandi atriði varðandi beiðni um athugun á möguleikum til byggingar varaflugvallar á Norð- ur- eða Austurlandi. Eins og almennt er viðurkennt mun aðild okkar að NATO og herinn á Miðnesheiðinni vera orðin fullkom- lega samgróin þjóðarmeðvitundinni, þannig að víst má telja að meiri- hluti þjóðarinnar mun ekki sætta sig við brotthvarf vamarliðsins frá ís- landi eins og sakir standa. Nú vill svo til að Atlantshafs- bandalagið hefur óskað eftir að leggja varaflugvöll á gagnstæðum landshluta við Keflavík, þ.e. norð- austurhorninu. Vegna þeirra stjómmálalegu hörmunga sem dundu yfir þjóðina í haust í kjölfar stjórnarkreppunnar, sem varð til þess að menn úr ofstæk- isfyllsta niðurrifsarmi eins stjórnar- fiokkanna valdist í 3 ráðherraemb- ætti, hafa íslensk stjórnvöld ekki séð sér fært að svara erindinu. Og hver ætli ástæðan sé? Nema ef vera kynni sú sérkennilega stað- reynd að í embætti samgöngu- og flugvallamála velst einn ötulasti her- stöðvaandstæðingur síðari tíma á íslandi. Herveldið og NATO-bandamaður- inn í USA biður íslensk stjórnvöld vinsamlegast um leyfi til að leggja eitt stykki varaflugvöll á Norðaust- urlandi, sem þeir mundu kosta og reka. Stórkostleg öryggis- og sam- göngubót var í augsýn auk atvinnu og fjármagns sem fylgir slíkri upp- byggingu og rekstri. Eins og fyrr var getið er ekki líklegt að ríkisstjórnin hafi kraft til að svara erindinu, þótt utanríkisráð- herra hafi lýst þeirri skoðun sinni opinberlega að hann teldi að veita ætti þessa heimild tafarlaust. M.ö.o. þá hefur einum eiðsvörnum herstöðvaandstæðingi, sem af tilvilj- un hefur rekist inn í embætti sam- göngumálaráðherra, tekist að setja sjálfu herveldinu og ríkisstjórninni stólinn fyrir dymar. Ég tel að þessum sama ráðherra samgöngumála væri hollara að láta af drarpbinu og líta til nágranna sinna í Þistilfirðinum og benda á leiðir til hjálpar. En eins og kunnugt er af blaðafréttum varð atvinnulífið á Þórshöfn nýlega fyrir þungum búsifjum með sölu ísfisktogarans úr byggðarlaginu (sjá DY 16/3 1989). Stuttu síðar birtist í Morgunblaðinu ábending þar sem færð voru mjög skynsamleg rök fyrir lagningu vara- flugvallar á Langanesi, en þau vom í aðalatriðum: Eins langt frá þéttbýli og hugsan- legt er miðað við aðstæður. Mesta nálægð við það svæði sem Atlants- hafsbandalagið athafnar sig aðal- lega á, þ.e. austur og norður af Langanesi. Engin grannvatns- eða náttúraspjöll (ómenguð grannvatns- forðabúr íslands eiga að öllum líkindum eftir að verða ótrúlega verðmæt á næstu áratugum). Að- koma að vellinum á tvo vegu frá sjó. Mikilvægt hernaðarmannvirki fyrir á svæðinu sem nýtist vel fyrir völlinn. Nánast öraggt má telja að hvergi á landinu verður eins lítil andstaða við þessa mannvirkjagerð eins og á Þórshöfn og í nágrenni og er Langa- nes líklega eini staðurinn á landinu sem veraleg samstaða næðist um varaflugvöllinn. Ég tel að samgönguráðherra yrði maður að meiri ef hann nýtti sér tækifærið og kæmi nágrönnum sínum til hjálpar og legði til að völl- urinn yrði lagður á Sauðanesi við Þórshöfn í allra næsta nágrenni við hina nýju ratsjárstöð Atlantshafs- bandalagsins sem verið er að reisa á Gunnólfsvíkurljalli. Svo vikið sé að upphafí þessa pist- ils má áætla að nokkur hundrað, í versta falli nokkur þúsund, manna á íslandi séu af innstu sannfæringu á móti setu varnarliðsins í landinu. En með tilliti til þess að herstöðin í Keflavík er staðreynd sem ekki er líklegt að breytist næstu áratugi, þá má benda á að alþjóðlegur vara- flugvöllur á Langanesi léttir vera- lega á umferð um Keflavíkurflug- völl tengdri Bandaríkjaher. Á þennan hátt mundi áhættan og ónæðið frá Keflavíkurflugvelli, í ná- grenni við þéttbýlustu bæjarfélög landsins, minnka stórlega. Frá mínum bæjardyrum séð er erfitt að koma auga á réttlætið í því að þessi fámenni hópur geti m.a. í krafti sérkennilegra tilviljana í nið- urröðun manna í ráðherraembætti komið í veg fyrir að afgerandi fram- faramál fyrir heilu byggðarlögin og jafnvel þjóðina alla nái fram að ganga. Enda sé í þessu samhengi gengið út frá því að íslendingar beri gæfu til þótt síðar verði að koma hreint til dyranna og krefja Banda- ríkjamenn um sanngjarna leigu fyrir afnotin af landinu í stað þess að dulbúast og taka við greiðslum t.d. til rekstrar stjórnmálaflokka og ein- stakra flokksgæðinga í gegnum upp- sprengda taxta tiltekinna verktaka- fyrirtækja. Ætla má að flestir íslendingar skammist sín fyrir að þessum málum þurfi að vera svona komið. Enda er það ótrúlegt að svo sé, miðað við stoltið og þjóðarrembuna sem al- mennt einkennir landann. Höfundur er nemi í myndlist. Sumartónleikar í Skálholti ________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Sumartónleikarnir í Skálholti hófust með tvennum tónleikum 1. og 2. júií, með leik Manuelu Wieslers og Péturs Jónassonar. Á fyrri tónleikunum fluttu þau ein- göngu verk eftir J.S. Bach en á síðari var nútíminn á dagskrá og flutt verk eftir Þorkel Sigur- bjömsson, Kjartan Ólafsson, Jac- ques Ibert og Erland von Koch. Húsfyllir var og listamönnum fra- bærlega vel tekið. Þá bar það til tíðinda að við messu á sunnudag- inn (2. júlí) að frumflutt voru tvö verk eftir Jón Þórarinsson, sam- leiksverk fyrir flautu og gítar er Manuela Wiesler og Pétur Jónas- son fluttu og ný messusvör, sem séra Guðmundur Óli Ólafsson og kammerkór undir stjóm Jóns Ól- afs Sigurðssonar fluttu. Undirrit- aður gat því miður ekki verið við- staddur en hefur fyrir því orð fróðra manna, að tónleikamir hafir farið hið besta fram, enda flytjendur ágætir listamenn. Um síðustu helgi (8. og 9. júlí) voru tvennir tónleikar. Erna Guð- mundsdóttir sópransöngkona og Hilmar Öm Agnarsson orgelleik-' ari, fluttu verk eftir Buxtehude, Schútz, Byrd, J.S.Bach og Jón Nordal. Hilmar Öm er um það bil að ljúka námi í orgelleik og hefur þegar aflað sér nokkurrar tækni er best kom fram í F-dúr tokkötunni eftir Jón Nordal, sem Hilmar Öm lék á orgel Skálholts- kirkju. Nýtt fjögurra radda orgel var tekið í notkun, hollensk smíð, ætluð til notkunar í kirkjum Skál- holtsprestakalls. Hilmar Öm lék tilbrigði eftir W.Byrd, þar sem gat að heyra raddskiptinguna og samsetningu raddanna í tilbrigða- þáttum verksins. Hljómur þessa Iitla orgels er mjög fallegur. Ema Guðmundsdóttir söng nokkur sál- malög án undirleiks af mikilli smekkvísi. Falleg rödd hennar naut sín þó best í sálmverkum Robyn Koh er jafnvíg á píanó og orgel og hefur nokkram sinn- um komið fram sem samleikari söngvara og lítillega sem einleik- ari. Það má því segja að tónleik- amir í Skálholti um síðustu helgi séu í raun frumraun hennar sem einleikari á sembal, að því er und- irritaður veit best. Á efnisskránni voru verk eftir Byrd, Frescobaldi, Rameau, D. Scarlatti og J.S. Bach. William Byrd og Girolamo Frescobaldi era hver með sínum eftur Schútz og Bach, einkum í því fallega verki Komm, sússer Tod, eftir Bach og sálminum, Vér treystum því, eftir Jón Nordal. Rödd Ernu býr yfir sérkennilegum „silfurblæ" sem ekki má ofgera í styrk eða þvinga upp á ákveðna tækni. Þroskun slíkra sérkenna getur tekið nokkum tíma og þá fallið í eitt falleg eðliseinkenni raddar og lærdómur. Þarna reyn- ir á þolgæði og gát, að ætla sér ekki um of á stuttum tíma en feta sig með gætni upp þrepin að „Pamassum“. Fyrir það markmið er Ema vel búin hæfileikum og kunnáttu. hætti framkvöðlar í hljómborðs- tækni en þrátt fyrir það era verk þeirra í fullu gildi og með endur- reisn sembalsins hafa verk þess- ara merku meistara verið mikið flutt. Pavan og Galliard jarlsins af Salisbury og Callino Casturame eftir Byrd era skemmtileg verk. Pavan og Galliard jarlsins þykja gott sýnishorn á vaxandi kunn- áttu Byrds í útfærslu ýmissa tækniatriða og Callino Casturame gott dæmi um persónulega túlkun og leik með blæbrigði. Quarto Manuela Wiesler correnti eftir Frescobaldi era nokkuð einlitar en verk þessara merku tónskálda vora mjög vel flutt af Robyn Koh. Rameau átti þijú frábærlega skemmtileg verk en samkvæmt hugmyndum rókokkómanna, era þau túlkun á ýmsum fyrirbæram, eins konar hermitónlist. Það fyrsta túlkar hvirfilvind, annað samtal músanna og það þriðja er um sigurvegarann. Skemmtilega gerð verk sem Robyn Koh lék frábærlega vel. Leikstíll Robyn Pétur Jónasson Koh á sérlega vel við tónlist D. Scarlattis en eftir hann lék hún þijár sónötur og endaði tónleikana á 6. partítunni í e-moll eftir J.S. Bach, sem er erfitt og margslung- ið tónverk. Robyn Koh hefur á valdi sínu mikla leiktækni og sterka tilfinningu fyrir formgerð og tónferli. Það eina sem mætti finna að, er að í leik hennar gæt- ir nokkuð mikils ákafa, sem líklega er vegna þess að hún er ekki síður góður píanóleikari en sembalisti. Hvað sem þessu líður er Robyn Koh frábærlega góður tónlistarmaður og leikur hennar í Skálholti var glæsilegur og kraft- mikill. Glæsilegur semballeikur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.