Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 HOOVER „Compact” heimilisryksugan með öllum fylgihlutum kostar 7.990 krónur FÁLKINN Suðurlandsbraut 8, Reykjavík, sími 84670. Þarabakka 3 (við Kaupstað) í Mjódd, sími 670100. Svangir isiendingarí Takió ykkur frí frá matseid TÖURIST MENU \^eitingastaöir víöa um land innan Sambands veitinga- og gistihúsa bjóöa í sumar sérstakan matseöil, SumarréttiSVG, þarsem áhersla erlögó á staögóúan mat ógóðu mði. Sumarréttamatseöillinn gildirfrá 7. júní til 15. september. Hádegisv. Kvöldverður Forréttur eða súpa, kjöt- eða fiskréttur, kaffi. 600 750kr. 850-1200kr. Börn 0 til 5 ára: Ókeypis Börn 6 til 12 ára: 50% afsláttur Upplýsingabæklingur fæst á ferðaskrifstofum og upplýsingamióstöð í Ingólfsstræti 5. Sjá þátttakendalista íMorgunblaðinu laugardaginn 7 5. júlí. H Þessir hringdu . . Hjólreiðamenn verða að virða umferðarlög Margrét Sæmundsdóttir hjá Umferðarráði hringdi: „Fyrir nokkru birtist bréf í Vel- vakanda þar sem réttilega var bent á að ökumenn tækju ekki nógu mikið tillit til hjólreiðamanna. Á hitt má einnig benda að hjólreiða- menn virðast ekki kunna umferðar- reglur eða gera sér í það minnsta ekki far um að fara eftir þeim. Fólk áttar sig kannski ekki á að það gilda nákvæmlega sömu um- ferðarreglunar um reiðhjól, bíla og vélhjól þegar út á götu er komið. í umferðarlögum segir að hjól- reiðamaður skuli hjóla hægra meg- in á akrein en algengt er að sjá fólk hjóla vinstra megin, rétt eins og vinstri umferð væri hér en ekki hægri umferð. Gangandi fólki hef- ur verið bent á að ganga á móti umferðinni þar sem ekki eru gang- stéttar. Þetta hefur ef til vill valdið misskilningi hjá hjólreiðamönnum því mjög algengt er að fólk hjóli á móti umferðinni. Útlendingar sem koma hingað til landsins og ferðast á reiðhjólum fara nær undantekningarlaust eftir umferðarlögum. íslendingar hjóla venjulega á móti umferðinni og gildir það jafnt um börn sem full- orðna. Hjá Umferðarráði er mælt með því að fólk, og alveg sérstak- lega böm, hjóli á gangstéttum eða göngustígum. í umferðarlögum segir að heimilt sé að hjóla á gang- stéttum og gangstígum enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum, og ber hjól- reiðamönnum að víkja fyrir gang- andi vegfarendum á gangstéttum og göngustígum. Að lokum. Hjólreiðamenn verða að muna að það er hægri umferð á íslandi en ekki vinstri umferð." ÚF- Karlmannsúr fannst við Flóka- götu fyrir skömmu. Upplýsingar í síma 10578 eða síma 27214. Aukaskattur á neytendur Neytandi hringdi: „Samkvæmt búvörusamningi ríkis og bænda greiðir ríkið (þ.e. neytendur) ákveðið magn af kindakjöti hvort sem það selst eða ekki. Það kjöt sem nú er á útsölu er eins árs gamalt og seldist ekki en ríkið greiddi að fullu, með pen- ingum neytenda, bændum, vinnslustöðvum og öðrum aðilum. Nú býður fjármálaráðherra neyt- endum Iq'ötið, sem þeir eru búnir að greiða með sköttum sínum og þeir eiga í raun og veru, á sérstök- um kjörum. Þetta er ekki annað en lævíslegur viðbótarskattur á þá sem kaupa kjötið. Eitt hefur þó fjármálaráðherra tekist. það er að fólk stendur nú í biðröðum eftir að fá að greiða þennan við- bótarskatt og færri fá að greiða en vilja.“ Læða Gulflekkótt og lítið eitt brönd- ótt læða með hvítar loppur er í óskilum við Apavatn og hefur sennilega vilst frá sumarbústað. Upplýsingar í síma 98-64438. Biblían er besti vegvísirinn Til Velvakanda. Ég vil þakka Einari Inga Magnús- syni fyrir góða hugleiðingu er bar yfirskriftina „Elskum náungann" því hún vakti mig til umhugsunar og varð þess meðal annars valdandi að ég lét verða af því að skrifa eftirfar- andi hugleiðingu. Það skortir oft mikið á að við sem teljum okkur kristin rækjum boðskap Jesú Krists í alvöru en ég tel að það yrði til mikils góðs ef meira væri farið eftir því í einu og öllu sem Bibl- ían segir okkur. Ungur maður sem vildi fylgja Jesú fékk þessi svör: Far og gef allar eigur þínar. Hann treysti sér ekki til að sjá af eignunum sínum og sneri á braut. Flest hneykslumst við á þessum unga manni. En hvað gerum við? Við hrifsum til okkar allt sem við getum mögulega náð og kostum kapps um að skapa okkur forréttindi fram yfir aðra. Sjálf er ég víst engin undantekning þó ég hafi ekki náð langt í lífsgæðakapphlaupinu svo- kallaða en það er kannski vegna þess að ég áttaði mig í tíma. Ég hef stundum hugleitt hvort þjóðfélagið okkar væri ekki betra ef við notuðum biblíuna virkilega sem vegvísi og færum í hvívetna eftir orðum Krists. Það er of erfitt, segir sjálfsagt margur. Ég spyr þá á móti: Ér ekki ennþá erfiðara að gera það ekki og taka afleiðingum spillts hugsunarháttar? Ég dreg ekki í efa að ef við færum í einu og öilu eftir orðum Jesú Krists myndu flest sam- félagsvandamál og samfélagslegt óréttlæti hverfa eins dögg fyrir sólu. Spurningin er meira að segja sú hvort þessi vandamál, sem sifellt virðast aukast, eiga sér ekki rætur í hnignun trúarinnar fyrst og fremst, því að fólk hafnar hinni sönnu leiðsögn og lætur veraldleg málefni ná tökum á huga sínum en gleymir Kristi. Er nema von að illa fari þegar svo er komið? Ég tel að kristin trú hafi haft sterkari tök á fólki áður fyrr enda var mannlífið þá farsælla. Nú halda margir að hálærðar heimspekikenn- ingar hjálpi þeim til að skilja lífíð og leita þá langt fyrir skammt því hinn rétta skilning er að fínna í Bibl- íunni og þar er hann hverjum manni aðgengilegur sem vill tileinka sér hann. Forðast ber þó allar þær rang- túlkanir sem sprottið hafa upp þar sem snúið er út úr hinu heilaga orði. Jafnan eru hinir sannkristnu lítils metnir, einmitt vegna þess að þeir hafna falskenningum og lifa í anda Krists. Þegar á allt er litið er tími okkar skammur hér á jörð og mikil er umbun þeirra sem staðfastir standa allt til enda. Veraldargæðin, sem svo margur leggur allt af mörkum fyrir, reynast oft fallvallt stundargaman sem ekkert andlegt gildi hefur. Þetta hugleiði ég oft og það hjálpar mér að sætta mig við margt óréttlæti. Vissulega ber okkur að þakka sér- hvem dag og láta andstreymið ekki buga okkur vegna þeirrar umbunar sem bíður okkar í nálægri framtíð. Við erum öll syndug og ættum ekki að dæma hvert annað því drottins er dómurinn og sá dómur verður réttlátur. Trúuð kona ★ ★ STÓRÍJTSALA f I4VOSIWI ★ * 'gj "**£*>*, Hafnarstræti. M M M M * M * M M M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.