Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 Stjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson 3. hús í dag er röðin komin að 3. húsi í umfjöllun okkar um húsin tólf. Eins og áður hefur verið getið hafa húsin með þætti mannlífsins að gera, eða það á hvaða sviði æski- legt er að við beitum orku okkar. Merkin segja til um það hvemig orkan er, húsin hvar við getum notað hana. Til að mark sé takandi á húsum þarf fæðingartíminn að vera nákvæmur, því ann- ars eru áhöld um það hvort pláneta lendi t.d. í 3. eða 4. húsi. Þegar slíkt gerist, að pláneta geti verið á mörkum tveggja húsa, þarf að meta það persónulega í hvetju til- viki fyrir sig. LykilorÖ 3. hússins Þriðja húsið er táknrænt fyr- ir grunnmenntun, hugsun, tjáskipti og ferðalög innan nánasta umhverfis. Einnig er sagt að það gefi vísbend- ingu um viðhorf til systkina okkar. AÖ ganga og tala Ef hringurinn er skoðaður í heild má segja að fyrsta hús- ið sé táknrænt fyrir fæðingu og fyrsta æviskeiðið, í öðru húsi uppgötvum við líkama okkar og í þriðja húsi lærum við að ganga, ta!a og hreyfa okkur. Nám og hreyfileikni Plánetur og merki í 3. húsi geta því gefið vísbendingu um það æviskeið þegar við lærum að ganga, tala og hreyfa okkur. Þau gefa til kynna hversu vel eða illa okkur tókst að læra þessi undirstöðuatriði og geta út- frá því gefið vísbendingu um það hvernig okkur gekk í grunnskóla og síðara skóla- starfi. Það hefur aftur áhrif á það hvemig okkur gengur að tjá okkur við umhverfið og það hversu mikil eða lítil hreyfíleikni okkar er. Greind og tjáskipti ■ Satúmus í 3. húsi gæti bent til formfestu og fullkomnun- arþarfar á þessu sviði, en einnig til stífni og bælingar. Hugsanlega átti viðkomandi sem hefur Satúrnus í 3. húsi í erfíðleikum með að læra að ganga og tala og þar með hreyfa sig og tjá sig við umhverfið. Það hefur síðan leitt til erfíðleika í grunn- skóla og andúðar á skólakerf- inu og menntun almennt, og stðar minnimáttarkenndar hvað varðar greind og hæfi- leika til tjáskipta. Hœfur og slerkur Satúmus þarf ekki alltaf að leiða til uppgjafar. Hugsan- lega táknar hann einnig mann sem þurfti að sigrast á ákveðnum erfíðleikum, sem hann og gerði, með þeim árangri að hann er hæfari og sterkari en gengur og gerist á viðkomandi sviði. Hugtakaruglingur Neptúnus í 3. húsi gæti tákn- að að viðkomandi hafí átt erfitt með að einbeita sér að því að læra tungumálið. Það að ganga og hreyfa sig gæti hafa komið ósjálfrátt, eða einnig verið lítt undir stjóm. Því er hætt við að hann hafí lítið vald á tungumálinu, tali óljóst og óskýrt mál, misnoti hugtök og verði því oft mis- skilinn af öðrum. Merkúrog Tvíburi Á. framangreindu má sjá að þriðja húsið tengist Merkúr og Tvíburanum, plánetu hugsunar og merki tjáskipta. Þegar skoða á ákveðið kort með tilliti til hugsunar og tjá- skipta þurfum víð því að skoða þesa þijá þætti saman. GARPUR Á þElR/ZJ STVhJOU /JEDA/p /' GANGJhlUM-- /HEE) KjeAJ=T/ G/Z/4SKAU-UA J GRETTIR BRENDA STARR f>AE> ERU KARLMENN SEAA EIGA AD SEGEA SVONA ÉG HÉt-T AÐ KONJUR i/ILDU ALLTAK TALA UAA SA/UIBÖAJO é& HErpoKT- OJZSPRÓF T shLA/eFKyep/ KUBNUA. EG BARA ÖBTTA EKKl. LJOSKA OG PAO ER.ÖHEVR1L PyRTAÐALA f>AO UPP' PÖ ER.T HE.PPINN -ÉG VILDI ÖSKA AÐ pS ÆTT/ tb áttN y FERDINAND SMÁFÓLK Pear Spíke, I have been asked to write you a letter. Are you interested ín enterinq an “ Uqly Doq *' contest ? Kæri Snati! Ég hef verið bcðinn um Hefurðu áhuga á að vera með í Hver, ég? að skrifa þér bréf. keppni um ljótasta hundinn? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Spilarar fylgja ákveðnum út- spiisreglum til að auðvelda makker vörnina. Þeir sem sífellt spila falskt út eru stöðugt að leiða makker á villigötur — ef þeir hafa á annað borð nokkurn makker. Blekkispilamennska verður ætíð að hafa skýran til- gang; er gmndvallarboðskapur Mike Lawrence og hann nefnir til þetta sígilda dæmi um góða blekkingu í fyrsta slag: Norður gefur; allir á hættu: Vestur ♦ D82 ▼ 92 ♦ Á86 ♦ ÁD862 Vestur Norður Austur Suður — 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: lauftvistur. Ef við gerum ráð fyrir að AV noti 11-regluna gegn grand- samningum, þ.e.a.s. spili út 4. hæsta, þá er ljóst að lauftvistur- inn er falskt útspil. Tilgangurinn er að telja sagnhafa trú um að vestur eigi aðeins fjórlit í laufi. í þessu tilfelii uppfylla sagnir og spil vesturs öll skilyrði fyrir fölsku útspili. Vestur á megnið af punktum varnarinnar, svo makker hans getur ekkert af sér gert. Hann veit að spaðadrottn- ingin er vel staðsett fyrir sókn- ina og sennilega fær sagnhafi 6 slagi á litinn ef hann tekur svíninguna. Á hinn bóginn gæti suður allt eins kosið að sækja tígullitinn. Það veltur á því hvemig hann túlkar útspilið. Eftir lauftvistinn út sækir sagnhafi vafalaust tígulásinn í þeirri trú að vömin geti aðeins tekið 3 slagi á lauf. SKÁK ♦ AKG964 ▼ Á5 ♦ 43 ♦ 1053 Austur ♦ 763 ▼ D108764 ♦ 105 ♦ G4 Suður ♦ 10 ▼ KG3 ♦ KDG972 ♦ K97 Umsjón Margeir Pétursson Á öflugu alþjóðlegu móti sem fram fór í Ljubljana í Júgóslavíu í júnímánuði var þessi stutta skák tefld. Hvítt: Todorcevic, Svart: Kobacevic, Kóngsindversk árás, 1. e4 - Rf6, 2. d3 - d5, 3. Rd2 — e5, 4. Rgf3 — Rc6, 5. g3 — Bc5, 6. Bg2 — dxe4, 7. dxe4 — 0-0, 8. 0-0 - a5, 9. a4 - De7, 10 c3 - Hd8, 11. Rh4 - g6, 12. h3 - Be6, 13. Hel - Hd3!, 14. Rhf3 14. Bxf2+!, 15. Kxf2 - Dc5+ og nú þegar hafði hvítur fengið nóg og gafst upp. 16. Kfl er svarað með 16. - Bc4, 17. He2 - Rxe4! Það voru engir viðvaningar sem tefldu þessa skák. Hvítt hafði þekktur júgóslavneskur alþjóða- meistari, sem teflir fyrir Mónakó, en með svart er kunnur stórmeist- ari með sæti í ólympíuliði Júgó- slava. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1. P. Nikolic, Júgó- slavíu 9A v. af 13, 2—3. Bareev, Sovétr., og Greenfeld, ísrael, 8/z v. 4—5. Kupreitchik, Sovétr., og Kovacevic 8 v. 6. Lobron. V- Þýzkal. 7 v. o.s.frv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.