Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 því. En við hvetja raun varð sam- heldnin meiri og tengslin sterkari. Það stóð ekki á honum Benedikt ef einhver var hjálparþurfi. Mér var ætíð tekið af miklum hlý- hug og innileik og hafði Benedikt sjálfur orð á því í veikindum sínum að hann hefði eiginlega aldreilitið á mig sem tengdadóttur heldur sem dóttur sína. Þar var ég honum inni- lega sammála. Bömin hans gengu fyrir öllu og ég var þar meðtalin. Það kom berlega í ljós, þau fjögur ár sem ég bjó inni á heimili þeirra hjóna. En hann átti líka litla vinkonu eins og hann sjálfur kallaði hana. Lítinn augastein sem honum þótti svo mikið vænt um. Það var dóttir okkar Magnúsar, Unnur Ylfa, fædd 21. desember 1980. Mér er minnis- stætt atvik eitt er átti sér stað þeg- ar Benedikt var beðinn um að passa barnabarn sitt og Unnur amma var stödd erlendis. Þá bauð hann litlu vinkonu sinni út að borða á veitinga- stað og áttu þau þar saman ánægju- lega kvöldstund. Daginn eftir var farið, eins og svo oft áður, og keypt- ur „risaís“ handa litlu afastelpunni hans. Þær eru margar verðmætar minningarnar sem Unnur Ylfa á um besta afa í heimi. Þegar veikindi Benedikts upp- götvuðust varð fjölskyldan felmtri slegin, vitandi það að hann ætti að- eins örfáar vikur eftir. Allt kapp var lagt á að fá hann heim af spítalanum þótt helsjúkur væri og á Hólmfríður dóttir hans þakkir skilið fyrir þann dugnað og kjark sem hún sýndi í þeim efnum. Vikurnar dýrmætu urðu fjórar og eftir stendur fjölskyld- an jafnvel enn samhentari en nokkru sinni fyrr. Með þessum fátæklegu orðum vil ég votta Benedikt Bogasyni virðingu mína þakklæti fyrir allan þann stuðning og styrk sem hann veitti mér. Sá styrkur er mér ómetanlegur. Elsku Unnur, megi algóður Guð veita þér styrk á þessari sorgar- stundu, og hjálpa þér að sætta þig við þennan mikla missi. Megi þessi litla bæn hjálpa okkur öllum til þess. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt... Kjark til að breyta því, sem ég get breytt... og vit til að greina þar á milli. Birgitta Thorsteinsson „Dáinn, horfinn, harmafregn, hvílíkt orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn.“ Svo kvað Jónas við fráfall Tómas- ar Sæmundssonar, og þessi orð koma mér í hug nú þegar góðvinur minn og náinn frændi, Benedikt Bogason, verkfræðingur og alþingis- maður, hefur kvatt jarðneska tilveru langt um aldur fram eftir stutt en strangt sjúkdómsstríð. Dánardagur hans, 30. júní 1989, mun seint gleymast mér. Við frænd- ur vorum jafnaldrar, djúp og einlæg vinátta var milli foreldra okkar. Frá barnæsku hefur fundum okkar vart borið svo saman að Benedikt hafi ekki frætt mig um eitthvað af elsku og alúð. Ég hef sótt til hans bróður- leg ráð um það sem ég gat engum sagt nema þeim sem átti trúnað minn allan, og úr málum hefur hann jafnan leyst eftir vandlega og ræki- lega íhugun, af hinum næmasta skilningi. Svo að hver ráðlegging hans hefur verið mér dýrmæt, enda var hann miklum og góðum gáfum gæddur og það var gott að vera í návist hans. Benedikt ólst upp í höfuðborg- inni, en hann gleymdi ekki uppruna sínum, var sannur sonur sveitanna og landsbyggðarinnar. Hann kom víða við í störfum og skilur hvar- vetna eftir sig mikil spor. í Byggða- stofnun sem annars staðar naut hann trausts og álits sökum frábærr- ar þekkingar sinnar, djúphyggni og grandskoðunar hvers þess máls er hann bar fram eða átti um að íjalla. Og það því fremur sem göfuglyndi hans og drengskapur hlaut að ávinna honum virðingu, þökk og hlýjan hug allra þpirra er þekktu hann. Vera hans á Alþingi varð því miður of skammvinn. ísland hefur átt marga nýta og ágæta sonu. Benedikt Boga- son er í þeirra hópi. Hans nánustu ástvinir og við frændfólk hans eigum nú við bústaðaskiptin margs að minnast. Margs sem við nú viljum þakka af heitu hjarta og hrærðum hug. Eg þakka guði fyrir að hann gaf mér Benedikt Bogason að frænda og vini. Ég flyt eiginkonu hans, Unni Magnúsdóttur, börnum, tengda- og barnabarni einlægustu og dýpstu samúð fjölskyldunnar frá Bergþórshvoli. Guð blessi minningu Benedikts Bogasonar. Eggert Haukdal Stundu fyrir hádegi á laugardegi gengur hnellinn maður með glettnis- glampa í augum inn í gyllta salinn á Borginni og hraðar sér út í horn til fundar við gamla vini úr skóla. Menn rýma til fegnir og hann sest, hellir í bolla, kveikir í vindli og spyr hvort nokkuð sé títt. Hér er mættur til leiks Benedikt Bogason verk- fræðingur, alþingismaður og stjórn- málafræðingur okkar um áratugi. Oft og einatt hitnar nú heldur betur á könnunni í umræðum og ekki allt af setningi slegið. Miðaldra menn og sköllóttir, skeggjaðir jafnt og skegglausir, hlæja dátt og hafa flest hvað í flimtingum og augun glampa sem ungir væru öðru sinni. Skoðan- ir eru vegnar sem menn í Sturlungu bara vegna þess hve vel þær liggja við höggi. Upp úr hádegi riðlast hópurinn og heldur hver til síns heima og hlakkar til næstu funda. Sú klukka sem öllum slær er tólf og Benedikt Bogason er á braut. Hann var margræðari gerðar en mörgum virtist og burðarþol verk- fræði og stjórnmála þekkti hann flestum betur og gáfur hafði hann bæði til hversdags og spari. Hug- stæðust er þó hlýja hans og glað- værð og fundvísi á sólskinsbietti í heiði hugar og handa og eðlislægur vilji til góðra verka. Hætt er við að hornkörlum Borg- ar sitri tár af hvarmi í kaffið svart, þegar stjórnmál ber á góma næst svona alveg án línu og leiðsagnar. Við sendum Unni og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Verði Benedikt að trú sinni, blessaður og guði fallinn. Einar Þorláksson „Benedikt er látinn." Þessi frétt kom mér ekki á óvart, en samt var þetta sem köld vatnsgusa. Það var svo stutt síðan við drukkum saman kaffisopa, og ailt virtist í himnalagi. En, Benedikt veiktist fljótlega eftir þessa kaffidrykkju okkar, og fljótt var ljóst að hverju stefndi. Ég ætla mér ekki að rekja ættir né störf Benedikts, það gera aðrir, sem betur þekkja en ég. Við Bene- dikt kynntumst fyrir rúmum áratug, þegar við höfðum sigrast á sameigin- legum óvini. Með okkur tókst kunn- ingsskapur, sem hélst síðan. Bene- dikt hafði verkfræðistofu á sömu hæð og ég vann í sex ár, og síðar lágu leiðir saman í stjórnmálum. Ég átti þess einnig kost að kynnast Benedikt í starfi hans hjá Byggða- stofnun, og var gaman að fylgjast með störfum hans þar. Málin voru krufin til mergjar og aðgerðir ákveðnar. Benedikt var einn af fáum opinberum embættismönnum, sem gaf afdráttarlaus svör, og þau svör stóðu. Benedikt var rökfastur maður með fastmótaðar skoðanir, sem reyndi alltaf að breyta eftir bestu vitund. Við vorum oft sammála, og auðvitað einnig ósammála, en þótt okkur greindi á varpaði það aldrei skugga á vináttu okkar. Skipulags- hæfileikar Benedikts voru miklir, og vinnuþrek með ólíkindum. Það var virkilega gaman að vinna með Bene- dikt, sjá hugmyndir hans fæðast og mótast, og síðan hrint i framkvæmd. Benedikt var kjörinn varaþing- maður Borgaraflokksins í síðustu Alþingiskosningum, og tók fast sæti á þingi í apríl sl., en því miður átti Alþingi þess ekki kost að njóta starfskrafta hans nema í stuttan tíma, alltof stuttan. Ég er þess full- viss að maður með menntun, þekk- ingu og reynslu Benedikts hefði reynst betri alþingismaður en marg- ur annar. Við höfum misst mætan mann, á besta aldri, en minningin um góðan dreng lifir. Ég mun sakna Bene- dikts, og sendi fjöiskyldu hans mínar innilegustu smaúðarkveðjur. GJG Kveðja frá systrum Sá sem elskar, telur það sjálfsagt og eðlilegt að gefa. Þetta var lífsvið- horf bróður okkar, Benedikts Boga- sonar. Gjöfín fylgir kærleikanum. Bak við hvert orð hans mátti finna mikla orku. Þegar manni virtust sundin vera að lokast, var Benedikt bróðir kletturinn. Það hefir gefið lífi okkar gildi. Þegar eitthvað hefir amað að, var auðflúið til Benedikts. Helgustu stundir bernsku okkar á æskuheimilinu í faðmi ástúðlegra foreldra, þar sem kærleiki og kraft- ur foreldranna yfirskyggðu allt. Það sló fölva á við brottför móður okkar og allt dapraðist fyrir okkur pabba, sem nú hefur fyrir stuttu kvatt. Hönd forsjónarinnar leiddi okkur. Benedikt. bróðir var spakur mað- ur og forvitri, farnaðist allt vel. Benedikt var maður með háar hug- sjónir, sem lagði hátt verðgildi á andlega menningu og kostuðu hjón- in Unnur og Benedikt kapps að koma börnum sínum Magnúsi og Hólmfríði til góðra mennta. í öllum félagsmáium sem snertu heill og velferð, tók Benedikt mik- inn þátt, stóð í broddi fylkingar. Hann var af öllum vel metinn fyrir einlægni sína, áhuga, dugnað og manndóm. Alvörumaður og siða- vandur og harður í horn að taka ef um mál var að ræða, sem honum fannst miklu skipta, og lét hann þá ekki hlut sinn. Var hann vel fær um að standa framarlega, hann var vel lesinji og fróður um margt, rök- fastur. Heimili þeirra hjóna stóð jafnan opið fyrir gestum og gang- andi, og gestrisni þeirra viðbrugðið. Benedikt var af öllum virtur fyr- ir leiðtogahæfileika, manndóm og ráðvendni, og elskaður fyrir sitt hreina vinarþel og einlægni frá hjartans grunni. Unnur kona Benedikts er að verðleikum mikils metin. Hún á sinn stóra þátt í velgengni og menning- arþroska fjölskyldunnar, vinnur í kyrrþey. Unnur mágkona er greind kona og heilbrigð í hugsun og anda. „Það sem maðurinn sáir, það mun hann og uppskera." Benedikt sáði vel og hann uppskar vel. Hann auðgaði líf okkar. Góður Guð blessi ástvini hans, Unni, Magnús, Hólmfríði, Birgittu, Þorgils og Unni Ilfu. Góður Guð blessi ferð hans til hærri sviða. Guðrún og Ragna Bogadætur. Enn einu sinni hefur hinn válegi sjúkdómur lagt að velli á fáeinum vikum mann í blóma lífsins. Bene- dikt veiktist í lok maí og í lok júní var hann allur. Hann átti ekki aftur- kvæmt á skrifstofu sína í Byggða- stofnun frá því að hann gerði þar stuttan stans laugardaginn 24. maí áður en hann lagðist á spítala til að gangast undir uppskurð, sem því miður gat ekki hjálpað, þrátt fyrir hina miklu þekkingu er læknavísind- in búa yfir. Aðrir munu minnast Benedikts og rekja hans æviferil, nám, störf og stjórnmálaafskipti. Mig langar að minnast hans með nokkrum orð- um og þá sérstaklega starfa hans hjá Framkvæmdastofnun ríkisins og síðar Byggðastofnun. Ég var lögfræðingur Fram- kvæmdastofnunar ríkisins þegar Benedikt hóf störf hjá stofnuninni. Á þessum árum bytjaði að koma í ljós hver áhrif veðtryggingar á láns- fé höfðu. Stofnunin varð oftar að skipta sér af stjórnun fyrirtækja og jafnvel yfirtaka þau um tíma með samvinnu við aðra kröfuhafa. Naut ég þá reynslu og verkfræðiþekkingar Benedikts. Störfuðum við mikið saman en auk þess vann hann mikið að samgöngumálum á vegum stofn- unarinnar. Hann lét sig miklu skipta að þéttbýlisstaðir á landsbyggðinni næðu sem fyrst að leggja bundið slitlag og hefur reyndar séð um út- lán Byggðastofnunar til þeirra mála allt frá því að Byggðastofnun tók til starfa 1985. Hann vildi fylgja þessum málum vel eftir og lagði til að stofnunin ýtti undir og lánaði sveitarfélögum til að leysa sorp- og holræsismál með sem bestum hætti, þegar búið væri að ljúka við gerð bundins slitlags á götur bæjanna. Svo vildi til að starfsfólk Fram- kvæmdastofnunar ríkisins mátti hvað fyrst kenna á óöryggi í starfi hjá hinu opinbera. Slíkt hefur síðan komið upp í mörgum fleiri tilvikum eins og reyndar eðlilegt má teljast. Ný ríkisstjórn 1983 ákvað að breyta lögum um Frámkvæmdastofnun ríkisins og leggja suma starfsemi hennar niður. Það var hins vegar ekki fyrr en rúmum tveimur árum seinna eða í lok september 1985 að ljóst var hvaða starfsmenn myndu starfa áfram hjá Byggðastofnun og Framkvæmdasjóði Islands sem tóku við starfsemi Framkvæmdastofnun- ar sem löggjafinn ákvað að áfram skyldi sinnt. Benedikt tók þá við starfi fulltrúa forstjóra Byggða- stofnunar. Verkefni hans var m.a. að sitja í nefndum fyrir stofnunina vegna landbúnaðar, iðnaðar og skip- asmíða. Þá vann hann einnig mikið í sambandi við útlánamál til fyrir- tækja og sveitarfélaga. Oftar en ekki lentu erfið mál á hans borði og var honum þá falið að reyna að samræma sjónarmið sjóða, banka og lántaka þannig að hægt væri að loka dæmunum eins og hann sagði sjálfur. í framhaldi af slíku kom það í hans hlut að setjast í stjórnir hluta- félaga sem Byggðastofnun gerðist hluthafi í og hjálpa þar með heima- mönnum við rekstur fyrirtækjanna. Hér skal aðeins nefnt eitt dæmi, sem var reyndar með fyrstu málum sem Byggðastofnun tók á með þessum hætti. Vorið 1986 gerðist Byggðastofn- un hluthafi í Límtré hf., Hruna- mannahreppi og tók Benedikt þá sæti í stjórn félagsins. Ég veit að hann vann félaginu af alhug og stjórnendur virtu og tóku tillit til sjónarmiða hans. Hann dáðist einnig að hinum kraftmikla hópi, sem vann hjá fyrirtækinu. Bæði Benedikt og ég höfum oft bent á Límtré hf. sem dæmi um það hvað hægt sé að gera til eflingar atvinnulífi á landsbyggð- inni, þegar strengirnir eru stilltir saman. Margt flýgur í gegnum hugann og minningarnar hrannast upp. Margt höfum við rætt um í þau átta ár sem við höfum starfað sáman. Sammála vorum við aldeilis ekki allt- af og oft þótt mér Benedikt leggja til að erfiðum málum væri sinnt um of. Ég veit að þar var góðsemin og velvildin að verki og hans stóra hjarta. Að leiðarlokum kveðjum við starfsmenn Byggðastofnunar góðan vinnufélaga og góðan dreng. Við þökkum honum fyrir liðsinni hans og hjálpsemi. Megi góður Guð geyma hann. Unni konu hans, sem staðið hefur með honum gegnum þykkt og þunnt, og börnunum Hólmfríði og Magnúsi sendum við Sigríður okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur og styrki. Guðmundur Malmquist Það urðu tímamót í félagsstörfum okkar íbúanna í Árbæjar- og Selás- hverfi þegar hollvinur minn Benedikt Bogason fluttist í hverfið. Um það leyti lauk frumbýlisárun- um í hverfinu og við tók traust og vakandi félagsstarf hjá okkur í Fé- lagi sjálfstæðismanna, þar sem leiðir okkar Benedikst lágu saman, en ekki síður í Framfarafélagi hverfis- ins, þar sem Benedikt var kallaður til forystu. Með Benedikt eignuðumst við leið- toga og læriföður, sem miðlaði okk- ur á sinn ljúfmannlega hátt þeirri reynslu og þekkingu er honum hafði áskotnast í ölduróti þjóðlífsins, ekki síst á hinu gráa baksviði stjórn- málanna, þar sem lesa má raun- verulegan vilja og ásetning manna og flokka, og grímulausir valdhafar standa berir að verkum sínum. Með vogaskálar réttlætisins í hönd, lagði Benedikt hlutlægt mat á menn og málefni, og beitti í kyrr- þey áhrifum sínum til þess að leiða mönnum fyrir sjónir villu af réttri leið, þegar valdafíkn eða sérhags- munir sveigðu þá af braut heilbrigðr- ar þjóðmálamálastefnu. Hans var ekki bumbusláttur eða fagurgali á torgum, þar sem málpípur forrétt- inda og próventukarlar auðvaldsins lofsungu dulinn ásetning ftjáls- hyggjunnar. Af árvekni og framsýn leiddi hann mönnum fyrir sjónir þær hættur sem okkar litlu þjóð gæti stafað af slíkum öfgum, sem nú eru komnar á daginn. Þessi sjónarmið bundu okkur Benedikt órofa samstpðu, þegar sýnt í347 * þótti hvert stefndi í okkar gamla Sjálfstæðisflokki. Með heljarstökki æskublindra fijálshyggjumanna í æðstu valdastöður flokksins, yfir heila kynslóð reyndra stjórnmála- manna, hlutum við að skipa okkur í fylkingu þeirra sem slá vildu skjald- borg um lýðræðishugsjónir flokks- ins. En auðna réð, og óvönduð með- SJÁ NÆSTU SÍÐU. Heildarupphæð vinn- inga 08.07. var 3.978.222. Enginn hafði 5 rétta, sem var kr. 1.831.516. Bónusvinninginn fengu 3 og fær hver kr. 106.161. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 6.619 og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 414. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir út- drátt í Sjónvarpinu. Sími685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulína 99 1002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.