Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÍJLÍ 1989 Að kenna íslendingum eftirAsgerði Jónsdóttur Það hafa lengi verið allmiklar sviftingar um verðlag landbúnaðar- afurða. Búnaðarfélag íslands var helsti stjórnandi þeirra mála. Á stríðsárunum hækkuðu flestir hlutir með mun meiri hraða en áður. Landbúnaðarvörur ofur hægt. Árið 1942 kom þar til skjalanna Ingólfur Jónsson á Hellu og hækk- aði kjötverð um helming. Það kost- ar að sjálfsögðu miklar eldglæring- ar og ósætti. Árið 1945 skipaði þáverandi ríkisstjórn svokallað bún- aðarráð. í því voru 25 menn þar af langflestir sjálfstæðisflokks- menn. Formaður þessa ráðs var Guðmundur Jónsson á Hvanneyri. Hlutverk búnaðarráðs var að verð- leggja landbúnaðarvörur. Þetta ráð starfaði stuttan tíma og stóð um það óánægjugustur. Ríkisstjómin tók þá til þess ráðs að skipa sex manna nefnd, þar í þijá frá neyt- endum og þijá frá samtökum bænda. Var svo frá gengið, að ef þessi nefnd næði samkomulagi um verðlag landbúnaðarvara skyldi það samkomulag taka gildi sem verð þeirra. Nefndin náði samkomulagi. Með þessum ráðstöfunum varð Búnaðarfélag íslands dálítið utan- veltu við verðlagsmál landbúnaðar- vara. Vegna óánægjunnar með búnað- arráð árið 1945 var á því ári stofn- að Stéttarsamband bænda. Stjóm- völd fengust þó ekki til þess að við- urkenna það sem löglegan aðila fyrir hönd bænda fyrr en árið 1947. En á því ári var ríkisstjóm Islands stödd á heljarþröm eins og jafnan eftir velgengnitíð og kallaði þjóðina til stuðnings með því að gefa eftir kröfur og kauphækkanir. Hún kall- aði saman Búnaðarþing (sérstök stofnun), sem hún áleit að vera mundi leiðitamara við stjómvöld en stéttarsambandsþing bænda, sem hún hafði enn ekki formlega viður- kennt. Ríkisstjómin fékk Búnaðar- þing til þess — fyrir hönd bænda — að fella niður 9,4% verðhækkun á landbúnaðarvömm, sem þá stóð fyrir dyram. Síðar kom í ljós að bændur vora eina stétt landsins sem býr gerðardóm launa sinna. Stjómskipuð nefnd eða gerðardóm- ur ákveður verð landbúnaðarvara og þar innifalin laun bóndans. Þessi 9,4% eftirgjöf árið 1947 var ekki smá hvorki á þáverandi né núverandi mælikvarða. Ég býst við að bændur hafi litið á þetta sem ábyrga þjóðhollustu. En þeir hafa goldið þess æ síðan. Alla tíð síðan hafa landbúnaðarvörar verið einu vörar, sem ekki hafa mátt hækka án þess að upp risi einraddaður kór fordæmingarmanna: Verð land- búnaðarvara er alltof hátt. Ég hef búið í Reykjavík í rúm þijátíu ár og hlustað á þennan kór í verslun- um, í boðum, á vinnustað, á fömum vegi og lesið textann í bíöðum. Ég hef aldrei heyrt eða séð nokkum kórfélaga nefna eða íhuga ástæður hækkunar aðrar en þátt bóndans. Ég hef engan heyrt nefna áhrif hækkunar á bensíni, olíu, áburði, grasfræi og vélum, svo ekki sé minnst á varahluti í þær. Ég hef stundum þurft að kaupa varahluti í landbúnaðarvélar og mig hefur blátt áfram svimað af því að sjá og greiða það verð sem hlutir á stærð við mannsfingur kosta, hvað þá aðrir stærri. En vélin þarf þeirra við til þess að vera nothæf. Eitt sinn þegar til stóð mikil hækkun á bensíni og olíu talfærði ég það við sjálfstæðisflokksþing- mann, sem ég kannaðist við, hvort ekki mætti hindra þessa hækkun og tilnefndi nokkra staði sem gætu gefíð tilefni til hækkunar á mjólkur- verði og mundu óhjákvæmilega gera það. Þingmaðurinn virtist ekki skynja samhengið milli þessara áfanga í mjólkurverðsmynduninni. Hvers má þá vænta af öðram? Þegar verð hækkar á landbúnað- arvörum, ekki síst mjólkurvöram, sér neytandinn engan annan or- sakavald en launahækkun bóndans sem stundum er eða var engin á því stigi. Neytandinn sem oft gleymir að hugsa á fleygri stund, gleymir því að e.t.v. er hann sjálfur launþegi í verðmyndunarferli land- búnaðarvara og hefur fengið launa- hækkun og þannig átt þátt í verð- hækkunum. Þá munu neytendur og forvígis- menn Alþýðusambands íslands sjaldan eða aldrei íhuga það og sennilega vita þeir það ekki — að kauphækkanir þær sem bændur fá í gegnum verðhækkanir reiknar Hagstofa íslands út frá margvísleg- um forsendum. Til grundvallar er lagt: 1) að hálfu meðaltal af kaup- taxta verkamanna, 2) að hálfu meðaltal af kauptaxta iðnaðar- manna og 3) 40% álag vegna bindi- skyldu við vinnu hvern einasta dag ársins. Það kallast víst yfirvinna alla daga í verðlagsgrandvellinum, vegna helgidagavinnu og orlof. Kauphækkanir komnar eftir þessum krákustígum vora oft og era reyndar enn lengi að skila sér til viðtakenda eða frá fáeinum mán- uðum upp í heilt ár. Ég er viss um að forvígismönnum launþegasam- takanna og Alþýðusambands ís- lands þætti þetta illur kostur fýrir sína umbjóðendur svo sem hann er líka fyrir bændur. Þessi mál era sem betur fer smám saman að færast til betra horfs. Þar með má telja tekjutrygg- ingu þá er ríkisstjóm fyrir þremur áram ákvað, a.m.k. til mjólkurfram- leiðenda, og Ásmundur Stefánsson lagði til grandvallar hvatningarorða sinna til Alþýðusambands íslands dagana 8.-10. júní sl. Tekjutrygging þessi er aðeins skammtímasamningur við ríkis- stjóm og því völt á fótum eins og ríirisstjómir. Það var því bæði grannfærin og lítilmótleg athöfn að grípa til hennar nú til þess að heija enn eina árásina á bændur. Alþýðusamband íslands hefur jafn- an gengið rösklega til verks á þeim vettvangi og gerir enn. Það þurfti ekki langan tíma, ekki einu sinni eina kynslóð frá ótvíræðu bændasamfélagi til myndunar laun- þegastéttar til þess að menn hættu að skilja kringumstæður hvers ann- ars. Það var oftast gagnkvæmt. Á þessu hefur orðið mikil breyting í tímans rás af beggja hálfu og þó miklu meiri meðal bænda. Því veld- ur atvinna þeirra, er krefst af þeim sífelldrar fræðslu um landshagi, einnig að þeir heyri taktslátt tímans og fylgist með honum. Það hafa þeir gert engu miður en bændur í nágrannalöndum okkar. Fyrram var það ærið almenn og rótgróin skoðun meðal borgar- og bæjarbúa, m.ö.o. launþega, að það kostaði ekkert að lifa í sveit, bóndinn þyrfti því lítið eða ekkert kaup. (Ég minn- ist reykvískrar konu sem á stríðsár- unum hringdi til nágrannakonu minnar og bað hana fyrir tveggja til þriggja ára gamalt bam sitt. Hún taldi víst að þetta væri auð- velt mál, bamið gæti bara leikið sér i hlaðvarpanum allan daginn.) Þessi skoðun er vissulega á undanhaldi en hvergi nærri liðin undir lok og gýs upp í hvert sinn qr í odda skerst varðandi landbúnaðarvöra- verð. Þess vegna er svo auðvelt að egna menn ti) „góðrar samstöðu" svo notuð séu orð Ásmundar og Ögmundar.Ég býst ekki við því, að ég fyrirhitti nú á tímum fólk, sem ekki veit að mjólk kemur úr spenum á kú. Hitt þykur mér óvissara hve margir vita eða hugleiða, hvar, hvemig og hvers vegna er hægt að framleiða þessa mjólk, að fram- leiðsluferli hennar að spenunum er bæði langt og dýrt — og að móðir náttúra fær bóndanum ekkert í hendur ókeypis. Margir eru þeir sem telja sig til þess kallaða og útvalda að segja fyrir um hvernig betur megi búa í þessu landi, skynsamlegar, með betri árangri og jægra verði á land- búnaðarvöram. Ég þekki ekki visku þessara -maHna í -reynd- eg- hef -því ekkert um hana að segja sérstak- lega. Þeim verður jafnan tíðrætt um stöðnun, íhaldssemi, aðlögun- arskort, offjárfestingu, skipulags- leysi og fleira í sömu vera. Eg hef hitt erlenda bændur og m.a.s. er- lenda fjölmiðlamenn, sem komu hingað beinlínis til þess að kynna sér landbúnaðarhætti. Þeir undrað- ust þær hraðfleygu framfarir, sem hér hafa gerst og minntust ekki á stöðnun. Bændur verða að gaumgæfa vel gerðir sínar. Það kalla sumir íhalds- semi. Þær hafa flestir meira lang- tímagildi en gerist um störf t.d. almennra launþega. Þegar nefndur er skortur á aðlög- unarhæfni bænda dettur mér í hug grein, sem ég las fyrir nokkram áram eftir virtan fræðimann um búnaðarmál. Þar segir hann í stuttu máli frá öllum þeim aðlögunarkú- vendingum, sem bændur hafa tekið þátt í á þessari öld, eða a.m.k. frá 1920, eftir því hvað þá eða þá var verðmætast á sauðkindinni, ullin eða þá hvaða ullarlitur, kjötið og jafnvel mjólkin. Þessar aðlögun- arkúvendingar vora svo margar að ég fæ vart skilið hvernig þær gátu gerst því það tekur mörg ár að rækta upp nýja eiginleika bæði með skepnum og jurtum. Ofijárfesting og offramleiðsla haldast í hendur. Fyrir nokkram áram ríkti - sú tíska hjá forráða- mönnum í landbúnaði að lána ekki fé til búíjárhúsabygginga neðan við ákveðna lágmarksstærð. Margir bændur stóðu frammi fyrir því að hafna láninu eða byggja stærri hús en þeir upphaflega ætluðu *- og stærri hús kalla síðan á fleira búfé. Þegar svo að því kom að skipu- leggja fækkun búfjár gerðist það sem virðist orðið landlægt mein á íslandi, að sumir hlýddu ekki lögun- um, ekki síst þeir ijárflestu. Það gerðist að sjálfsögðu á kostnað þeirra sem fóra í einu og öllu að settum reglum. Þá hafa sumir þeir sem vita allt svo dæmalaust vel, gagnrýnt of mikil vólakaup bænda og Iitla og óskipulega samnotkun véla. Þeir telja bændur geta nýtt sér þær miklu meira og betur sameiginlega en þeir geri nú. Það vill svo til að ég hef þekkt félagslega notkun búvéla í 40-50 ár og veit því hvað hún getur farið vel fram og vinsamlega.Eg veit líka hver er helsti þrándur í götu henn- ar. Það er okkar óstöðuga veðurfar og ótryggu gróðurskilyrði. í raun- inni þurfa allir að gera allt á sama degi. Einn sumardagur, góður eða slæmur, getur skipt sköpum. Samt vinna bændur ötullega að sameigin- legri notkun vinnuvéla, ýmist í sam- eign eða einkaeign. Eigi að síður þurfa bændur að eiga mikinn eiginn vélakost. Og það er dýrt. Það er dýit og erfítt að reka búskap á Islandi. Því veldur eins og áður er nefnt óstillt og ótryggt veðurfar, stuttur og stopull vaxt- artími gróðurs, langleiðir milli staða og fleira sem nefna mætti en ekki að sinni. Þeir era vissulega til, og hafa þegar viðrað skoðanir sínar í fjöl- miðlum, sem munu m.a. af framan- greindum ástæðum telja hag- kvæmara og ódýrara að flytja inn allar Iandbúnaðarvörar enda era þær rækilega niðurgreiddar í heimalöndum sínum. Ekki mun inn- flytjendum og Alþýðusambandinu veitast erfitt að fá „góða samstöðu" neytenda um þetta mál. Þegar þar er komið sögu, er stutt í uppgjöf landbúnaðar og bænda á íslandi og ekkert ólíklegt að „góð samstaða" fáist um að farið hafí fé betra. Það er ekki fyrr en að þeirri stund liðinni, sem innflytjendur og neyt- endur leiða e.t.v. hugann að því, að þjóð sem ekki framleiðir mat- vælastofn sinn sjálf á sjálfstæði sitt undir öðram þjóðum. Á þessu ári hefur farið fram mikil umræða um kjaramál og telst varla til tíðinda. Forsvarsmenn - Jaunaþegasamtakanna -og - Alþýðu-.. Ásgerður Jónsdóttir „Mér fannst sannast að segja æði kaldhæðnis- legt að sjá húsmæður með börn fylla körfiir sínar af rándýru sykur- vatni með kolsýru í glaðbeittri þrjósku gegn hollustu náttúru- afiirð veraldar, og margfalt ódýrari, og hyggjast jafiivel gera það til frambúðar.“ sambandsins hafa viðhaft stór og viðhafnarmikil orð um sára neyð jafnvel sult umbjóðenda sinna. sannast að segja hafa mér fundist þau orð falla ærið undarlega við fréttir íjölmiðla og annarra af sama fólki. Þegar talsvert meira en helm- ingur þjóðarinnar fer til útlanda á ári hveiju og sumir tvisvar, þrisvar má gera ráð fyrir því að meiri hlut- inn ef ekki mestur séu umbjóðendur Ögmundar og Ásmundar. Þegar nýja húsnæðislánakerfíð náði sam- þykki í vor og gerð var úttekt á umsækjendum kom í ljós að þeir vora að langmestu leyti úr sömu hópum og yfirburðaflestir úr best launaða hópi launþega. íslendingar era að nálgast það mark og era víst búnir að ná því að vera mestu grosdrykkja- og sælgætisneytendur heims. Konan sem keypti sælgæti fyrir nítján þúsund í fríhöfninni í vetur hefur trúlega gefið íslending- um vinningsmarkið. Og fyrstu þrjá dagana í mars drakk þjóðin bjór fyrir 60 milljónir króna. Þessi stutta og fáliðaða upptalning staðreynda minnir ekki á sult og seyra þjóðar. Það er aðeins þegar verð mjólkur og annarra landbúnaðarvara hækk- ar að umboðsmönnum launþega- samtakanna og Alþýðusambands- ins þykir átæða til að skipta sér af neyslu landsmanna. Það er svo auð- velt að fínna syndahafurinn, sem menn virðast hafa svo ríka þörf fyrir eins og ég hef rakið hér að framan. Og hvort sem um er að ræða sjálfsblekkingu, vanþekkingu á mannlegu eðli _eða heiftarhug þá er ákall þeirra Ásmundar og Ög- mundar til umbjóðenda sinna árás á bændur og sú grófasta sem gerð hefur verið að nokkurri atvinnu- stétt á íslandi og ég efast um að hún fáist nokkra sinni bætt. Ég ætla ekki að fjölyrða um þær verðhækkanir sem orðið hafa á öll- um matvöram undanfarnar vikur, og enginn hreyft mótmælum, þó ég nefni bensín, olíu og gosdrykki sem hafa hækkað margfalt meira en mjólkin. Ég veit að forsvarsmenn launþegasamtaka, Alþýðusam- bands og annarra neytenda munu ná „góðri samstöðu“ um það að mjólk og aðrar landbúnaðarvörar eigi að vera ódýrar af því að þær era svokallaðar „neysluvörar". Þá leyfi ég mér að spyija: Hvers vegna á langsótt náttúraafurð að vera margfalt ódýrari en litað syk- urvatn með kolsýra? Er eitthvert vit í þessu verðmætaskyni? Er yfír- leitt eitthvert vit í því ríkjandi verð- mætaskyni, að menn skuli greiða lítið og illa fyrir neysluvörur unnar úr náttúranni en mikla fjársjóði fyrir hveija þarfleysu sem fyrir -.augu Ler?_______________________ Ögmundur Jónasson og Ásmund- ur Stefánsson hafa nefnt niður- greiðslur og aftur niðurgreiðslur sem læknisráð á síðustu og verstu tímum. Þeir hafa að vísu aldrei nefnt hvar á að taka fé til þeirra, þar sem ekki má hækka skatta og Alþingi er vanbúið lögum og þing- mönnum með vilja til öflugra að- gerða. Ég álít að niðurgreiðslur land- búnaðarvara séu falslausnir. Þær urðu til sem neyðarlausn í verðlags- málum og samþykktar á sínum tíma af stéttarsambandi bænda. Ýmsir bændur vora þó mjög mótfallnir þeim, þ. ám. faðir minn sem var bóndi og hagfræðingur af náttúr- unnar hendi. Hann taldi niður- greiðslurnar vera verðmætablekk- ingu og vísitölufals. Landbúnaðar- vörar höfðu þá miklu meira vægi í framfærsluvísitölunni en nú er. Reynslan sannaði mál hans. Niður- greiðslumar héldu niðri fram- færsluvísitölunni og þar með laun- unum að nokkra leyti. Blekkingin var og er í því fólgin, að neytendur skildu ekki og skilja ekki enn að niðurgreiðslurnar áttu að vera þeim í hag og era það nú í jafnvel enn meira mæli en áður fyrr, en snerta ekki hag bænda nema að því leyti sem svaraði aukinni mjólkursölu. Enn í dag era þeir furðu margir til sem halda því blákalt fram í þekk- ingarleysi sínu, að niðurgreiðslurn- ar renni beint í 'vasa bænda. Svona er nú auðvelt að kenna mönnum rangar staðreyndir og halda þeim við. Það reyndist líka auðvelt fyrii Ögmund Jónasson og Ásmund Stef- ánsson að fá umbjóðendur sína til þess að gegna ákalli og mynda góða samstöðu um það. Ríkisfjöl- miðlarnir, fullir samúðar með ákall- inu, létu ekki sitt eftir liggja að kynna viðbrögð matvörakaupenda og „góða samstöðu“ þeirra um af- neitun mjólkur um ófyrirsjáanlegan tíma. Mér fannst sannast að segja æði kaldhæðnislegt að sjá húsmæð- ur með börn fylla körfur sínar af rándýra sykurvatni með kolsýra í glaðbeittri þijósku gegn hollustu náttúraafurð veraldar, og margfalt ódýrari, og hyggjast jafnvel gera það til frambúðar. Mér kæmi ekki á óvart þótt fjölmiðlum tækist á skammri stund að kenna mönnum að slíkt sé bæði hollast og ódýrast og þ.a.I. skynsamlegast. Mér dettur í hug setning sem Björgvin Guð- mundsson tónskáld sagði einu sinni við mág minn: „Blessaður góði það er hægt að kenna íslendingum mannát á hálfum mánuði ef vel er að því staðið." Áð lokum vil ég víkja að samn- ingagerð BSRB og ríkisins á mörk- um vetrar og vors. Ég minnist þess ekki síðan ég fór að fylgjast með samningum að þeir hafi gengið jafn greiðlega og að áhorfandinn hafi fundið jafn greinilega gagnkvæma virðingu, prúðmennsku og vitsmuni í viðskiptum beggja aðila og hallaði síst á forvígismenn launþegasam- takanna. Mér virtust samningar ASÍ og aðrir samningar sem gerðir vora um sama leyti bera alveg sama mót. Mér þóttu þessir samningar góðir og í rauninni marka tímamót vegna þess, að þar er í fyrsta sinn spornað við stighækkun launa sam- kvæmt prósentum og reynt að hækka lægstu laun meira en önnur þótt þurft hefði að gera mun betur í því efni. Nú hefur BHMR spillt þessari tilraun og raunar öllum samningunum, viljandi eða óvilj- andi, en a.m.k. að illu heilli. í öllum kveðjuræðum sínum á Norðurlöndum hefur Jóhannes páfi II jafnan vikið að þeirri ógnvænlegu misskiptingu auðs og tekna sem hijáir alla heimsbyggðina og í æ vaxandi mæli. Hann segir hana ekki vera náttúralögmál heldur eigi hún rætur sínar að rekja til ákvarð- ana einstaklinga og hópa og til frelsis sérhyggjunnar og eigingirn- innar. Páfi telur þessa misskiptingu vera siðferðilegt mein hverrar þjóð- ar. Við íslendingar eram hér engin undantekning. En þessi mein verða ekki læknuð í .kaupsamningum. Til þess þarf hugarfarsbreytingu þjóð- arinnar bæði í hversdagslífinu og við kjörborðið. a.«.. JJUtundwjvAwvwi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.