Morgunblaðið - 11.07.1989, Síða 60

Morgunblaðið - 11.07.1989, Síða 60
0SÁMBANDSÍNS HÓLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VIÐ MIKLAGARÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Loftleiðahópur- inn í Flugleiðum: Sala á hluta- bréfum orð- uð við SAS HÓPUR hluthafa Flugleiða, sem meðal annars bauð ríkinu hlut sinn til sölu fyrir skömmu, hefur leitað fyrir sér með aðra kaupendur. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur m.a. verið orðað við fulltrúa SAS-flugfélagsins hvort það vilji kaupa hlutabréfín. Hluthafahópurinn er kenndur við Loftleiðir og á um 20% í Flugleiðum. Kristjana Milla Thorsteinsson, einn forsvarsmanna hópsins, sagði við Morgunblaðið að engar formlegar viðræður væru við SAS um kaup á hlutabréfunum. Hins vegar væri það ekkert leyndarmál að hlutabréf þessi væru til sölu, og hópurinn hefði rætt við ýmsa aðila í því sambandi. Þegar hún var spurð hvort SAS væri þar á meðai, sagði hún að þessi hluthafahópur væri stór. Verið gæti að einhver úr hópnum hefði minnst á slíkt við einhvern forsvarsmann SAS. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eru kaup á þessum hluta- bréfum ekki á dagskrá af hálfu SAS. Listaháskóli íslands: Rætt um kaup á húsi SS á Kirkjusandi Morgunblaðið/KGA Stjarna ogLokka stíga fyrstu skrefín Hún Ljóska frá Hríshóli í Eyjafirði var ekki að tvínóna við hlut- ina, er hún kastaði tveimur folöldum í síðustu viku. Þegar henn- ar tími var kominn tölti hún upp fyrir bæ og var það fjósameistar- inn á bænum sem fyrstur kom að. Bæði folöldin eru hryssur sem fengu nöfhin Sijarna og Lokka. Sú síðarnefnda er mun brattari, en Stjarna vó rétt um 16 kíló þegar hún var vigtuð á fostudags- morgun. Lokka vó um 22 kíló og til samanburðar má geta þess að sama kvöld og systurnar komu í heiminn fæddist kálfúr á bænum og var hann 43 kíló. Börnin á bænum, þau Erna og Elm- ar, leiða systurnar fyrstu skrefin. Tilraunaveiðar á Reykjaneshrygg: Söluverðmæti úthafekaríans nálgast 60 milljónir króna f ATHUGUN er að menntamála- ráðuneytið kaupi hús Sláturfé- lags Suðurlands á Laugarnes- tanga fyrir starfsemi Listahá- skóla íslands. Með kaupum á húsinu myndi tónlistar-, mynd- listar- og leiklistarkennsla á há- skólastigi hér á landi færast und- ir eitt þak en menntamálaráð- herra segir ríkið greiða tugi milljóna á ári hverju í húsaleigu fyrir listaskólana. Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hann hefði átt viðræður um kaupin við Ólaf Ragn- ar Grímsson, fjármálaráðherra. Menntamálaráðherra sagði að hús Sláturfélagsins hentaði ágætlega undir starfsemi Listaháskóla Is- lands. Akvörðun um kaupin verður ekki tekin fyrr en við gerð fjárlaga í haust. TILRAUNAVEIÐUM á úthafs- karfa sem staðið hafa frá því í apríl fer nú senn að ljúka. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins mun aflinn hingað til vera um 1.500 tonn, en sex togar- ar hafa stundað veiðarnar það sem af er. Sala afurðanna hefur gengið vel, og lætur nærri að afla- verðmætið hafi náð 60 milljónum króna. Kristján Ragnarsson hjá Landssambandi íslenskra útvegs- manna segir, að verði þessum veiðum fram haldið séu vonir bundnar við að þær geti skapað stærri skipum flotans verkefni. „Við vonumst til að þau skip í okkar flota sem hafa ónóg verkefni geti stundað þessar veiðar þegar fram líða stundir, og þá á breytileg- um tíma,“ sagði Kristján. Hann benti á að besti tíminn til þessara veiða virtist vera frá því snemma vors fram á sumar. LIÚ hefur beitt sér fyrir ýmsum kvótaívilnunum á hend- ur þeim skipum sem veiðarnar hafa stundað. „Við erum sáttir við árang- ur þessara tilraunaveiða, þrátt fyrir að þær hafi ekki uppfyllt björtustu vonir sem bundnar voru við þær,“ sagði Kristján. Eins og fyrr sagði hafa veiðst um 1.500 tonn í tilraunaveiðunum, en nýting karfans eftir vinnslu er um og yfir 50%, þar sem hann er send- ur frystur og afhausaður á mark- aði. Meirihluti afurðanna hefur verið seldur á Japansmarkaði, þar sem fengist hafa um 66 krónur á kílóið fyrir þær, en sá hluti aflans sem lakari er að gæðum hefur farið heil- frystur með haus á Kóreumarkað. Þá hefur karfi sem skemmst hefur í meðhöndlun, til dæmis farið skakkt í hausunarvél, verið seldur á Þýska- landsmarkað. Einnig hefur greinst viss tegund sníkjudýra í stofninum, og hefur hlutiaflans farið forgörðum af þeim orsökum. Það verð sem fæst fyrir karfann þykir nokkuð svipað því sem borgað er fyrir venju- legan karfa, sem er nokkru stærri en úthafskarfinn. Að sögn Helga Kristjánssonar útgerðarstjóra Sjóla- stöðvarinnar, sem haft hefur togar- ana Sjóla og Harald Kristjánsson á veiðunum, eru menn þar á bæ þokka- lega ánægðir með árangurinn af þeim. „Ég tel allt útlit fyrir að þess- um veiðum verði fram haldið á kom- andi árum. Vissulega hefur steytt á ýmsum byijunarörðugleikum, en þokkalega hefur tekist að yfirvinna þá,“ sagði Helgi Kristjánsson. Sauðárkrókur: Vinnuslys í Steinullinni Starfsmaður Steinullar- verksmiðjunnar á Sauðár- króki slasaðist mikið i gær- morgun er hann lenti á milli valsa í pökkunarvél. Hann var fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri en þaðan á Borgarspítalann þar sem hann gekkst undir að- gerð i gærkvöldi. Maðurinn var að hreinsa pökkunarvél ásamt öðrum starfsmanni er slysið varð. Ekki er ljóst hvað olli slysinu en lög- reglan á Sauðárkróki vinnur að rannsókn málsins. Lýsi hf.: Stórsamningur tvö- faldar framleiðsluna LÝSI HF. hefúr gert stóran samning við breska fyrirtækið Fisons um framleiðslu og útflutning á lýsi í neytendaumbúðum. Samning- urinn hefúr í for með sér, að Lýsi tvöfaldar ársframleiðslu sína, en umrædd framleiðsla verður verður einkum seld í Bretlandi. Agúst Einarsson forstjóri hjá Lýsi hf. sagði í samtali við Morg- unblaðið, að samningurinn væri Lýsi mjög hagstæður, það væri að vísu örlítið súrt að framleiða ekki undir eigin nafni, en á móti nafni breska fyrirtækisins og kæmi sú upphefð að standast hin- ar háu gæðakröfur sem Fisons gera til viðskiptavina sinna. „Þétta fyrirtæki er mjög stórt í framleiðslu lyfja og vítamína og kröfurnar sem gerðar eru eru slíkar að það er mikil upphefð og jákvætt fyrir fyrirtæki okkar að hafa staðist þær. Þessi samningur er þegar kominn í gagnið, við höfum að undanförnu framleitt í um það bil hálfa milijón fiaskna af lýsi í neytendaumbúðum, en sú tala tvöfaldaSt. Þetta styrkir stoðir fyrirtækisins og maður lítur björtum augum til framtíðarinn- ar,“ sagði Agúst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.