Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 18
18- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JULI 1989 Risamarglyttan eftirKristin Pétursson Höfundur þessara hugleiðinga hefur setið eitt löggjafarþing á Al- þingi íslendinga. Ymislegt kom á óvart og þó átti maður ekki von á neinu sérstaklega góðu. Best er eins og komið er að vera hreinskilinn fjalla um það á opinskáan hátt hvað yjð getum lagað svo betur megi fara í framtíðinni. Stjórnarskráin Stjórnarskrá landsins er að stofni til frá 1874. Mikið hefur verið talað um að ;,endurskoða stjórnar- skrána“. Nefndir skipaðar sem starfa árum saman og þokast hægt. En hvernig væri að endurskoða samskipti framkvæmdavalds og löggjafarvalds! Skyldi ekki vera kominn tími til að endurskoða hvort ýmsar athafnar kerfisins standast stjórnarskrá landsins! Tökum sem dæmi framkvæmd íjárlaga. Hvað segir stjómarskráin 41. gr. „Ekkert gjald má greiða af hendi nema heimild sé til þess í Qárlögum eða Qáraukalögum." Þetta er ekki flókið orðalag. En hefur framkvæmdavaldið virt þetta ákvæði! Við skulum skoða það. Eftir nokkrar fyrirspurnir í kerf- inu sl. haust um hvar heimildirnar væru fyrir aukaíjárlögunum sl. ár hætti ég að spyija. Mér fannst eins og ég væri álitinn skrýtinn að vera að spyija svona. Oft hef ég vitnað í stjórnarskrána sl. vetur og spurt hvort tiltekin lög standist stjórnar- skrá landsins. Hámarksárangur í svörum ráðherra var útúrsnúning- ur! Þá skulum við athuga málið nán- ar með fjáraukalögin. Mánuði eftir að ég hætti að spyija hvar heimildir væm fyrir greiðslum umfram fjárlög hvers árs væm, þá skeði það. Þingvörður lagði á borðið fmmvörp til ijárauka- laga fyrir árin 1979, 1981, 1982, 1983, 1984, 1985, 1986 og 1987! Manni sortnaði fyrir augum. Síðan hef ég verið að gera athugasemdir við þetta við dræmar undirtektir. Hvað segir stjómarskráin sbr. 41. gr. hér að ofan! Það er enginn að tala um að lifa eftir bókstöfun í bókstaflegri merkingu. Þetta snýst um gmndvallaratriði. Fram- Alþingi DRENGSKAPARHEIT Jnm ftUt'tt. .1 ^tttymttt/tti '&índtttpa, &/// ^v/, aJ vtc //fttytAtt/t ttttttttm oy aJ ÁaÁ/t './ftttttft'uÁ'/íi /tnt/ttttí kvæmdavaldið má ekki greiða fjár- muni nema samkvæmt heimild á fjárlögum, eða íjáraukalögum. Framkvæmdavaldið verður auðvit- að að virða stjórnarskrá landsins og löggjafarvaldinu ber skylda til að taka í taumana. Nú hef ég skrif- að ijármálaráðherra bréf og óskað þess að fmmvarp til fjáraukalaga fyrir árið 1989 verði lagt fram um leið og Alþingi kemur saman í haust. Þetta verður að fara svona fram því annars verður þjóðin og alþingismenn ekki meðvitaðir um hvað er að gerast í ríkisijármálum. Fjármálaráðherra hafði t.d. enga heimild til þess að semja um launa- hækkanir nema með fyrirvara um samþykki Alþingis á fjáraukalög- um. Samningafjármálaráðherravið ríkisstarfsmenn átti að leggja fyrir Alþingi strax að lokinni undirritun þar sem þeir fóm fram úr heimild- um. Á uppreiknuðu verðlagi dagsins í dag var um sl. áramót búið að greiða úr ríkissjóði 100 milljarða umfram heimildir, frá 1979. Þessi upphæð jafngildir 130 Ólafsfjarðar- jarðgöngum eða 200 nýjum skut- togurum. í vor vom afgreidd áður- nefnd ár til 1987, samtals um 92 milljarðar en 1988 er enn á „fitt- inu“, upp á 8 milljarða án heimildar! Það er alls ekki skemmtilegt að vera að gagnrýna svona langt aftur í tímann. En því miður, það er óum- flýjanlegt að ræða þetta í hrein- skilni. Stjórnarskrá landsins á að virða. Sé það ekki gert verður trún- aðarbrestur milli stjómvalda og þjóðarinnar. Þegar ég gagnrýndi starfsaðstöðu alþingismanna og starfsfólks sl. vetur og óskaði þess að ráðgjafarfyrirtæki tæki út alla' starfsemi Alþingis átti ég ekki síst við þetta. Hvemig eiga alþingis- menn að fylgjast með fram- kvæmdavaldinu? Hvar eiga alþing- ismenn að spyija hvort lög standist stjórnarskrá landsins! Það vantar vandaðri vinnubrögð bæði við laga- setningu og framkvæmd. Kerfið gengur orðið sjálfaia og skammtar sér sjálft fjármagn! Þetta er alveg dæmalaust! Svo eiga framleiðslu- fyrirtæki að keppa við fram- kvæmdavaldið um starfsfólk og fjármagn. Hver verður svo ofan á í þeirri samkeppni! En það er ekki sama jón og séra jón. Framkvæmdavaldið úthlutar kvóta eftir lögum sem þurfa skoð- unar við gagnvart 69. gr. stjórnar- skrárinnar og verður ekki farið nánar út í núna. Ekki mega útgerð- armenn fara framyfir í kvóta. Ekki má fiskvinnslan fara framyfir í bankanum. En kerfið má fara fram- yfir hjá Alþingi á fjárlögum það er séra jón. Það er öðruvísi! Eða hvað! Svo segja kerfiskarlanir. „Það þarf að hagræða í fiskvinnslu og útgerð" „það þarf að draga úr fjárfestingu í atvinnulífinu". „Það þarf að spara og hagræða í öllum atvinnugrein- um.“ En séra jón, kerfisófreskjan, það þarf ekki að spara og hagræða þar. Á síðasta ári birtist okkur „sparnaður" kerfisins með því að ráðnir voru í vinnu 280 manns hjá kerfinu umfram heimildir! Þetta er táknrænt fyrir virðingu framkvæmdavaldsins gagnvart lög- gjafarvaldinu. Ríkisendurskoðun heyrir undir Alþingi frá 1987 og er því að byija að skapa sér sess í stjórnkerfinu. Mér heyrist útundan ríiér að byijað sé að þusa yfir gagn- rýni ríkisendurskoðunar. Sem betur fer eru lögin um ríkisendurskoðun vel úr garði gerð og samkvæmt þeim nýtur ríkisendurskoðandi sjálfstæðis í starfi sínu. Starfsemi ríkisendurskoðunar þarf að gera markvissari og gagn- rýni hennar þarf að koma oftar í Kristinn Pétursson Hvernig eiga alþingis- menn að fylgjast með framkvæmdavaldinu? Hvar eiga alþingismenn að spyrja hvort lög standist stjórnarskrá landsins! Það vantar vandaðri vinnubrögð bæði við lagasetningu og framkvæmd. Kerfið gengur orðið sjálfala og skammtar sér sjálft fjármagn! framtíðinni. Mánaðaruppgjör allra ríkisfyrirtækja og stofnana ætti tæplega að vera vandamál. Þarf ekki líka að fylgjast með verklegum opinberum framkvæmdum og rekstri ríkisfyrirtækja. Endurskoð- un er ekki bara bókhaldslegt atriði. Eitthvað kostar það þá. En hvernig eigum við að ná fram aðhaldi í ríkis- rekstri án eftirlits? Það er öðruvísi þegar fram- kvæmdavaldið þarf að fylgjast með útgerðarmönnum varðandi kvóta. Sé skýrslum ekki skilað mánaðar- lega kemur „kurteisislegt“ skeyti frá kerfinu „ef þér skilið ekki skýrslu innan 10 daga verðið þér umsvifalaust sviptur réttindum til að fiska í íslenskri fiskveiðilög- sögu“. Hvorki meira né minna. Það er ekki spurt um borgaraleg rétt- indi. Hér talar séra jón, það er öðruvísi, eða þannig. Ég hef aflað mér upplýsinga um skiptingu kostnaðar milli löggjafar- valds, framkvæmdavalds og dóms- vald skv. Ijárlögum. Löggjafarvald: Embætti forseta íslands Alþingi Ríkisendurskoðun Alls 0,75% Dómsvald: Allt undir dómsmálaráðuneyti Hæstiréttur Alls 4.11% Framkvæmdavald: Öll önnur útgjöld Alls 95,14% Þar höfum við það. Valdið í landinu er þrískipt og hér sést hvernig það lítur út peningalega. Alþingi ísléndinga, stofnað á Þing- völlum árið 930, er því miður allt of valdalítið í reynd. Framkvæmda- valdið (ríkisstjórn) misnotar sér meirihlutann (gerði það í vetur sem leið) og treður í gegn um þingið frumvörpum sem eru hroðvirknis- lega unnin og standast tæplega stjórnarskrá landsins. Tökum sem dæmi hroðvirknislega unnin lög um húsbréfafrumvarpið. Enginn skrif- leg umsögn Seðlabanka þjóðar- innar um áhrif húsbréfakerfisins á stefhuna í peningamálum ef hún er þá til! Sem dæmi um lög sem tæplega standast stjórnarskrá landsins eru eignaskattamir. Svona mætti fleira telja upp en þetta dugar sem dæmi. Hvað er til ráða? Hvað er svo til ráða? Ég gerði tilraun í vetur og skrifaði forsetum Alþingis bréf og óskaði eftir að forsetar þingsins létu gera úttekt á allri starfsemi Alþingis. Það var túlkað í fjölmiðlum sem „þingmaður kærir vinnuaðstöðu". Ég hef engan kært ennþá. Þolir þessi starfsemi ekki hlutlausa úttekt eða hvað? Má ekki ráðgjafarfyrirtæki gera hlut- lausa skýrslu um samskipti löggjaf- arvalds og framkvæmdavalds! Svo sannarlega skal þetta allt saman gegnumlýst að mér heilum og lif- andi. Það er nóg komið af endaley- sunni. Öll fyrirtæki landsins að verða gjaldþrota vegna þess að framkvæmdavaldið virðir ekki stjórnarskrá landsins. Fram- kvæmdavaldið hylmir líka yfir upp- lýsingar fyrr en seint og um síðir! I september í fyrra básúnaði þáver- andi fjármálaráðherra um 600 millj. kr. afgang á fjárlögum. Síðan var verið að sletta fram upplýsingum ...GOTTAÐFÁ jmoí] Mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.