Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 26
26 51 n/WKÍ CtKíAJfí MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJÚDÁGUR 1-U. i Leiðtogar Varsjárbandalagsríkja koma saman í Búkarest: Áhersla lögð á sjálfsákvörð- unarrétt aðildarríkjanna Hart deilt á fundi Rúmena og Ungveija Búkarest, Vín. Reuter. LEIÐTOGAR ríkja Varsjár- bandalagsins reyndu að brúa bil- ið á milli umbótasinna og harðlínumanna á fundi sínum í Búkarest, sem lauk á laugardag, og lýstu því yfir að sérhverju aðildarríki bandalagsins væri í sjálfsvald sett hvemig það stæði að umbótum. Mikill ágreiningur kom upp á óformlegum fúndi leiðtoga Ungverjalands og Rúm- eníu eftir fund bandalagsins og hafiiaði Nicolae Ceausescu, leið- togi Rúmeníu, beiðni Ungveija um að hætt yrði við áform um að jafiia rúmensk þorp við jörðu, sem hafa orðið til þess að tug- þúsundir manna af ungverskum uppmna hafa þurft að flýja til Ungveijalands. Á firndi Varsjár- bandalagsins kom einnig upp svo mikill ágreiningur um tillögur varðandi róttækar breytingar á efiiahagsbandalagi Austanfjalds- ríkja, Comecon, að fresta þurfti umræðunum. Leiðtogar bandalagsins for- dæmdu íhlutun ríkja í austri jafnt sem vestri í innanríkismál annarra ríkja. Þeir hétu því einnig að beita sér fyrir því að samið yrði sem fyrst við Vesturlönd um niðurskurð á hefðbundnum herafla og kjarnorku- vopnum og létu í ljós bjartsýni á að samkomulag næðist um afvopn- un. Þeir lögðu ekki fram nýjar af- vopnunartillögur, en sögðu að kom- ið væri að Atlantshafsbandalaginu að taka afstöðu til afvopnunartil- lagna, sem Míkhaíl Gorbatsjov Sov- étforseti lagði fram nýlega. Þeir gagnrýndu kjarnorkufælingar- stefnu Vesturlanda og áform Atl- antshafsbandalagsins um að end- umýja skammdræg kjarnorkuvopn sín. í lokayfirlýsingu fundarins segir að fullkomnar fyrirmyndir að kommúnismanum séu ekki til og enginn hafi einkarétt á sannleikan- um. Uppbygging kommúnismans þurfi að taka mið af aðstæðum og hefðum í hveiju ríki. Erich Hon- ecker, leiðtogi Austur-Þýskalands, fór í skyndi til Austur-Þýskalands áður en lokayfirlýsingin var undir- rituð á laugardag og var ástæðan sögð veikindi hans. Nicolae Ceausescu Rúmeníuleið- togi ræddi við ungverska leiðtoga, þá Rezso Nyers, leiðtoga ungverska kommúnistaflokksins, Miklos Nem- eth forsætisráðherra og Gyula Horn utanríkisráðherra eftir að fundi Varsjárbandalagsins lauk. Útvarpið í Búdapest skýrði frá því að hart hefði verið deilt á fundinum og honum hefði lokið eftir einn og hálfan tíma án þess að árangur hefði náðst. Nyers hefði hvatt Rúm- ena til þess að hætta við áform um að jafna allt að 8.000 þorp við jörðu og flytja íbúana í ný landbúnaðar- og iðnaðarþorp. Því hefði Ceaus- escu hafnað. Rúmenska fréttastof- an Agerpress skýrði frá því að leið- togarnir hefðu skipst á skoðunum um gagnkvæm hagsmunamál ná- grannaríkjanna og lagt áherslu á þörfina fyrir bætt samskipti þeirra. Reuter Samba-dans Samba-dansarar, sem klædd- ust hefðbundnum brasilísk- um dansbúningum, tóku þátt í skrúðgöngu um Lundúna- borg á sunnudag, er Spænska hátíðin var sett i borginni, en hún stendur í viku. Skrúðgangan hófst í Covent Garden og farið var um miðborg Lundúna. Fylgst með „feeð- ingu44 stjörnu Lundúnum. Daily Telegraph. í FYRSTA sinni geta stjömufræðingar nú fylgst með sljömu I burðarliðnum, en hún er sömu gerðar og sólin okkar. „Við höfiim verið að fylgjast með endursýningu á atburðum á þessum slóðum fyrir 5.000 milljónum ára,“ segir Daninn dr. Bo Reipurth, en hann uppgötvaði stjarnlinginn. Með „atburðum á þessum slóðurn" á hann við það þegar sólin og reikistjömur hennar urðu til úr gríðarlegu gas- og rykskýi. Hinn konunglegi stjamfræð- ingur á Bretlandi, Sir Francis Graham-Smith, prófessor, segir. „Við vitum að stjörnur myndast, en þetta er í fyrsta skipti, sem við stöndum eina þeirra að verki.“ Stjarnan, sem nefnd er HH- 111, er í um 1.500 ljósára fjar- lægð frá Jörðu og er í stjömum- erkinu Veiðimanninum. Á stjömu- himninum virðist hún lítillega fyr- ir neðan rauða risann Betelgás, sem er önnur bjartasta stjarna stjömumerkisins og ein hin al- stærsta af þekktum stjömum, en hún er um 800 sinnum stærri að þvermáli en sólin. (Nafnið Betelg- ás er úr arabísku og þýðir „Arm- kriki hinnar hvítröndóttu kind- ar“). Stjarnan HH-111 myndaðist fyrírum 1.500 ámm, en ljós henn- ar er nú fyrst að berast til jarð- ar. Stjörnufræðingar urðu hennar varir og hafa rannsakað stjömuna með útvarps-, innrauðum- og hefðbundnum sjónaukum frá stjömurannsóknarstöðinn La Silla í Chile. Stjarnan sést enn sem komið er afskaplega ógreinilega og ekki nema úr allra fullkomnustu stjörnusjónaukum, því hún er enn umkringd gas- .og rykskýinu, sem hún myndaðist úr. „Ég óttast að enn líði að minnsta kosti 100.000 ár áður en hitinn gleypir í sig agnirnar í kring um stjömuna og hún fer að skína nógu bjart til þess að vera grein- anleg í venjulegum sjónaukum," segir dr. Reipurth. Stjörnumerkið Veiðimaðurinn hefur löngum verið talið ákjósan- legt til þess fylgjast með stjörnu- myndunum, þar sem einn af ryk- örmum Vetrarbrautarinnar teygir sig beint í gegn um það og sér því fyrir nægu „stjörnuhráefni". Kúba: Herþotur stugga við bandarískri tollgæsluvél Miami. Reuter. TVÆR kúbverskar herþotur af MiG-gerð stugguðu við banda- rískri tollgæsluvél á sama tíma og lítil flugvél lét kókaínfarm falla niður í hraðbát sem var inni í kúbverskri landhelgi. Bandaríska tollgæslan tók bátinn og 725 kíló af kókaíni sem fundust um borð, þegar hann var um 30 km undan ströndum Miami. Atvik þetta varð á föstudaginn, sama dag o g fjórir hershöfðingjar voru dæmd- ir til dauða á Kúbu fyrir aðild að fíkniefnasmygli. Michael Sheehan hjá tollgæslunni sagði að atvik þetta fengi menn til að efast um hversu mikil alvara lægi að baki fullyrðing- um Kúbumanna um að þeir hygð- .ust ráðast með hörku gegn smygl- urum og skjóta niður grunsamlegar flugvélar sem flygju utan venju- legra flugleiða. Þótt ekki væri hægt að segja að flugmenn herþotnanna hefðu verið í slagtogi með smyglur- unum, þá væri ólíklegt að þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir hvað var að gerast á haffletinum. Carlos Menem tekur í höndina á konu er braust í gegnum raðir öryggisvarða þegar nýi forsetinn ók í fararbroddi skrúðgöngu hers- ins um götur höfuðborgar Argentínu, Buenos Aires, á sunnudag. Verið var að minnast sjálfstæðis landsins. Á innfelldu myndinni er Miguel Roeg efhahagsmálaráðherra. Harkalegar efiiahagsráðstafanir í Argentínu: Ríkisstjóm Menems seg- ir mögur ár framundan Buenos Aires. Reuter. STJÓRN Perónistans Carlosar Menems lækkaði á sunnudag gengi gjaldmiðils Argentínu um helming og boðar stórfelldar hækkanir á ýmissi opinberri þjónustu. Á hinn bóginn munu verðhækkanir á brauði og nokkr- um undirstöðuvörum verða stöðvaðar, að sögn stjórnvalda. Menem tók formlega við embætti á laugardag og sagði daginn eft- ir að landsmenn yrðu að búa sig undir „meiri háttar efiiahagslega aðgerð án svæfingar." Verðbólga í Argentínu er nú um 100% á mánuði, iðnaðarframleiðsla stendur í stað, atvinnuleysi fer vax- andi og landið hefur undanfarna 15 mánuði ekki greitt afborganir af erlendum skuldum sem saman- lagt eru um 60 milljarðar Banda- ríkjadala. í maí síðastliðnum féllu 15 manns og hundruð slösuðust í óeirðum sem hófust þegar fólk réðst inn í verslanir til að ræna mat. í kosningabaráttunni hét Menem því að hækka verulega lágmarkslaun. „Landið okkar er gjaldþrota," sagði Miguel Roeg efnahagsmála- ráðherra er hann ávarpaði þjóðina á sunnudag og kynnti hugmyndir stjórnarinnar. Þær fela m.a. í sér gengislækkun; gjaldmiðillinn, australinn, verður nú 650 Banda- ríkjadala virði í stað 301 dals áður. Verð á bensíni hækkar um allt að 640% en óljóst er hve miklar hækk- anir verða á raforku og fleiri út- gjaldaliðum heimila. Roeg sagði að verðlag yrði að öðru leyti fryst um hríð meðan reynt yrði að semja við fyrirtæki um sjálfviljuga verðstöðv- un. Verkamenn fá 8.000 australa greiðslu í júlí til að vega upp á móti áðurnefndum hækkunum. Ro- eg sagði að tækist að koma á al- mennri verðstöðvun væntu stjórn- völd þess að verðbólga yrði komin í 10 af hundraði í september. Hann sagði stjórnina myndu fara fram á það við þingið að lýst yrði yfir „efnahagslegu neyðarástandi." Áður en ráðstafanirnar voru kynntar sagði Menem að stjórninni væri ljóst hve miklum félagslegum vanda þær yllu en hagsmunir lands- ins gengju fyrir öllu öðru. Val hans á efnahagsmálaráðherra kom mjög á óvart en Roeg var áður forstjóri stærstu fyrirtækjasamsteypu lands- ins og er ákveðinn talsmaður mark- aðsbúskapar. Ýmsir aðrir háttsettir menn í stjórn Menems koma einnig úr röðum atvinnulífsins og and- stæðinga Menems í hægriflokkum. Perónistar hafa frá öndverðu að- hyllst mikil ríkisafskipti og fylgi þeirra er mest meðal verkamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.