Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B
154. tbl. 77. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 11. JULI 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Stjórnarmyndun í Póllandi:
Samstaða leitar eftir
stuðningi í Moskvu
Reuter
Barbara Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, með trékross sem nunnur gáfii henni í Varsjá er hún heim-
sótti skóla fyrir blinda og heyrnarlausa þar i borg.
Vai*sjá. Reuter.
SAMSTAÐA, óháðu verkalýðs-
samtökin, er tilbúin til að
mynda ríkisstjórn í Póllandi
veiti Sovétstjórnin samþykki
sitt og fái hún umfangsmikla
eínahagsaðstoð frá vestrænum
ríkjum, að sögn formælanda
Samstöðu.
Adam Michnik, einn helsti hug-
myndafræðingur Samstöðu, er á
förum til Moskvu til viðræðna við
fulltrúa Sovétstjórnarinnar um
hugsanlegt samþykki hennar við
því að Samstaða myndi ríkisstjórn,
að sögn formælanda samtakanna.
Hann sagði að auk samþykkis
Sovétstjórnarinnar teldi Samstaða
sig þurfa að hafa tryggingu fyrir
mikilli efnahagsaðstoð vestrænna
ríkja. Það væri forsenda áætlana
um efnahagslega endurreisn og
fylgi almennings við nauðsynlegar
aðgerðir.
Michnik ritaði grein í málgagn
Samstöðu, Gazeta Wyborcza, fyrir
viku þar sem hann lagði til að
Samstaða styddi frambjóðanda
Bush lýsti stuðningi við umbætur í Póllandi í ávarpi í þinginu í Varsjá:
Umbætumar marka upp-
haf stöðugleika í Evrópu
Hét 100 milljónum dollara í stuðning við pólskt einkaframtak
Varsjá. Reuter.
GEORGE Bush, Bandaríkjaforseti, lýsti stuðningi við lýðræðislegar
umbætur i Póllandi í ræðu sem hann hélt í pólska þinginu í gær og
hét Pólverjum efhahagsstuðningi. Sagði hann umbæturnar aðdáunar-
verðar og að þær kynnu að marka upphaf stöðugleika í Evrópu þar
eð lýðræðislegar umbætur í Austur-Evrópu hefðu í för með sér minni
spennu og ykju möguleika á afvopnun. „Kalda stríðið hófst í Póll-
andi - en nú stöndum við frammi fyrir því að pólska þjóðin getur
bundið enda á skiptingu Evrópu,“ sagði forsetinn.
uðu. Fundur Bush og Jaruzelski í
gær markar hins vegar þáttaskil í
sambúð þeirra.
Bush kom til Póllands á sunnudag
og þaðan heldur hann í dag til Ung-
verjalands, en þar eiga sér einnig
stað pólitískar og efnahagslegar
umbætur.
Sjá ennfremur „Endurreisn Pól-
lands í augsýn" á bls. 28.
kommúnistaflokksins til forseta
gegn því að fá að útnefna forsætis-
ráðherra sem myndaði siðan nýja
ríkisstjórn.
Fundur Botha
og Mandela:
Misjöfh við-
brögð í Suð-
ur-Afríku
Jóhannesarborg. Reuter.
AFRÍSKA þjóðarráðið (ANC)
sagði í gær að fúndur P.W.
Botha, Suður-Afríkuforseta, og
blökkumannaleiðtogans Nelsons
Mandela, helsta forystumanns
ANC, sl. miðvikudag hefði verið
áróðursbragð forsetans til að
gefa í skyn að hann vildi afnema
aðskilnaðarstefnuna.
Leiðtogi sex milljóna súlúmanna,
Mangosuthu Buthelezi, segir aftur
á móti að Botha muni ávallt verða
minnst fyrir framtakið og telur
fundinn sýna að Mandela verði lát-
inn laus á næstunni. Ofstækismenn
í hópi hvítra hafa ráðist harkalega
á Botha og krafið hann skýringa.
Stjórnmálaskýrendur telja að
lausn Mandela verði ekki á dagskrá
fyrr en eftir kosningar sem haldnar
verða í september en hins vegar
geti fundurinn í síðustu viku orðið
fyrsta skrefið í raunhæfum viðræð-
um blökkumanna og stjórnvalda.
ANC segir að Mandela geti ekki
átt neinar viðræður við stjórnvöld
meðan hann sitji í fangelsi og geti
því ekki ráðgast við samstarfsmenn
sína. Samtökin fordæmdu þó ekki
fundinn beinum orðum.
Sjá „Mikil von um að leiðtogan-
um verði sleppt“ á bls. 29.
Bush skýrði frá því að hann myndi
biðja bandaríska þingið um 100 millj-
ón dollara fjárstuðning til að efla
einkarekstur í Póllandi og 15 milljóna
dollara framlag til sameiginlegs
verkefnis Pólveija og Bandaríkja-
manna á sviði umhverfismála. Einnig
sagðist hann ætla að beita sér fyrir
því að Alþjóðabankinn veiti Pólveij-
um 325 milljóna dollara lán og jafn-
framt sagðist hann myndu leggja til
Sprenging-
ar í Mekka
Riyadli. Reuter.
FJOLDI pílagríma slasaðist er
tvær sprengjur sprungu með
stuttu millibili í hinni helgu borg
Mekka í gærkvöldi.
Að sögn útvarpsins í Riyadh
sprungu sprengjurnar rétt við mosk-
una miklu, æðsta helgidóm múslima.
Talið er að um 114 milljón pílagríma
sé nú stödd í Mekka.
við leiðtoga helstu iðnríkja heims er
þeir kæmu saman í París næstkom-
andi föstudag að Pólveijar fengju
frest á afborgunum af erlendum lán-
um að upphæð fimm milljarðar doll-
ara. I gær undirrituðu utanríkisráð-
herrar Bandaríkjanna og Póllands,
James Baker og Tadeusz Olechow-
ski, samkomulag um greiðslur á
gjaldföllnum afborgunum að upphæð
einn milljarður dollara. Alls nema
erlendar skuldir Póllands 39 millj-
örðum dollara, eða jafnvirði 2.300
milljarðar íslenskra króna.
Fulltrúar Samstöðu fögnuðu því
að Bush skyldi lýsa stuðningi við
umbæturnar í þingræðu sinni. „Óskir
okkar hafa verið uppfylltar,“ sagði
Bronislaw Geremek, þingleiðtogi
Samstöðu eftir ræðu Bush. Forsetinn
átti í gær fund með Wojciech Jaruz-
elski, leiðtoga pólska kommúnista-
flokksins, og sagði talsmaður Bush
að hann hefði verið árangursríkur.
Þegar Jaruzelski bannaði starfsemi
Samstöðu, óháðu verkalýðsfélag-
anna, með herlögum, sætti hann
harðri gagnrýni af hálfu Bandaríkja-
I stjórnar og samskipti ríkjanna stirðn-
Thule-herstöðin á Grænlandi:
100 milljónum dala
varið til endumýjunar
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
JOHN L. Plotrowskl, hershöfðingi í Bandaríkjaher, hefúr upplýst
að bandarísk stjórnvöld hafi í hyggju að verja 100 milljónum dala
(5,7 milljörðum íslenskra króna) til endurskipulagningar Thule-
herstöðvarinnar á Norðvestur-Grænlandi. Ratsjáin þar verður end-
urnýjuð sem og önnur mannvirki. Er markmiðið meðal annars að
draga úr rekstrarkostnaði stöðvarinnar, til dæmis verður dönsku
starfsliði þar fækkað um helming. Bandaríkjamenn hafa áður til-
kynnt að DEW-stöðvunum á Grænlandsjökli verði fækkað úr fjórum
í eina og þarmeð þurfi þeir ekki lengur á bækistöð í Syðri-Straum-
firði á vesturströnd Grænlands að halda.
Uffe Ellemann-Jensen, utanrík-
isráðherra Danmerkur, sagði í gær
í viðtali við grænlenska útvarpið
að danska ríkisstjórnin myndi
reyna að fá íjárstuðning frá Atl-
antshafsbandalaginu til að starf-
rækja flugvöllinn í Syðri-Straum-
firði ef Bandaríkjamenn leggja nið-
ur hernaðarbækistöð sína þar um
áramótin 1991-92. Bandaríkja-
menn hafa allt frá því í seinni
heimsstyijöldinni staðið undir
rekstri flugvallarins í Syðri-
Straumfirði sem er mikilvægasti
alþjóðaflugvöllur Grænlendinga.
Þar hefur Bandaríkjaher haft bæki-
stöðvar sem tengjast fjórum
DEW-stöðvum í ratsjárkeðju
Bandaríkjamanna á Grænland-
sjökli. Þijár stöðvanna verða lagðar
niður á næstu árum og segjast
Bandaríkjamenn því ekki lengur
hafa þörf fyrir bækistöðina í Syðri-
Straumfirði. Rekstrarkostnaður
hennar hefur verið um 25 milljónir
dala á ári (1,4 milljarðar ísl. króna).