Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.07.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 19 Enn af rekstrar- hagnaði spítala Eru spítalarnir farnir að græða? um verri og verri stöðu þar til í mars 1989 að ríkisendurskoðun kom með skýrslu um „gat“ upp á 8 milljarða (11 Ólafsfjarðatjarð- göng) sem enn eru á „fittinu“ eins og áður sagði. Það eru bara prent- aðir seðlar eftir þörfum! • Ég verð bara að taka þá áhættu að verða úthrópaður fýrir að leggja til atlögu við þessa kerfisófreskju. Ófreskju sem minnir helst á risa- marglyttu. Stór ógeðsleg slepja sem hvergi næst handfesta á. Ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessu kerfi. Kerfi sem hrifsar gjaldeyrinn af fyrirtækjum sem skapa verð- mætin í landinu og lætur framleið- endur hafa í staðinn falska seðla sem ekkert er hægt að versla fyrir nema með svimandi háu verðlagi og okurvöxtum vegna óstjórnar sem á ekki samlíkingu í víðri veröld! Það er kominn tími til að lagt verði til atlögu við þessa ófreskju þannig að þessi þjóð sem er ein sú auðug- asta í heimi, ef miðað er við auð- lindaverðmæti á íbúa, fái að njóta þeirra möguieika sem hún á. En það gerist tæplega nema þjóðin vakni í ríkari mæli til vitundar um að það er einungis sjálfstæðisstefn- an sem getur leitt okkur út úr þess- ari endaleysu, til bættra lífskjara. Meiri ríkisforsjá? Nei takk. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem getur tekið á þessari ófreskju. Til þess að gera það þarf hann hreinan meirihluta. Annars verða þetta hrossakaup og kák. Þetta verða fleiri íslendingar að fara að skilja. Alþingi getur líka aukið samstarf við t.d. bæði lagastofnun Háskóla Islands og viðskiptadeild háskólans með það að markmiði að vanda lagasetningu alla varðandi stjómar- skrá, eldri iög og fjárhagsmálefni. Það er fullt af möguleikum allt í kringum okkur. Fá einkafyrirtæki í ráðgjafarstarfsemi í samvinnu við t.d. japönsk og þýsk ráðgjafarfyrir- tæki til þess að hagræða í ríkis- rekstrinum. Það er enginn að tala um að skera niður velferðarkerfið, heldur hagræða í rekstri þannig að fjárhagsáætlanir standist. Einungis á þennan hátt getum við byggt upp til bættra lífskjara og aukins kaupmáttar en ekki með falskri seðlaprentun. Stjórnarskrá landsins skal sett í öndvegi og Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fá meirihluta standist, þann- ig byggjum við upp. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Austurlandskjördæmi. eftir Sigrúnu Knútsdóttur í fréttum fjölmiðla þann 23. júní sl. þótti það tíðindum sæta að hagn- aður hefði orðið á rekstri Borg- arspítalans og ríkisspítalanna árið 1988. En var í rauninni um hagn- að að ræða? Á árinu 1988 voru reyndar tekjur umfram gjöld u.þ.b. 20 milljónir á Borgarspítalanum. Heildarrekstr- arkostnaður spítalans árið 1988 var hins vegar um 2,1 milljarður, þann- ig að hér er um minna en 1% af heildarrekstrarkostnaði að ræða. Aðhald í rekstri Með miklu aðhaldi í rekstri tókst að halda kostnaði innan marka ijár- veitinga. Ætti það varla að teljast fréttnæmt, því að það hlýtur að vera markmið allra stjórnenda fyrir- tækja að ná því marki. Aðhalds var gætt við allan rekstur, m.a. var leit- ast við að gera hagstæð innkaup á ýmsum sviðum og eftirlit með yfir- vinnu starfsfólks var aukið. Þrátt fyrir aðhald var yfirvinna mikil og fór kostnaður vegna yfir- vinnu rúmlega 40 milljónir fram úr áætlun. Þetta þýðir í raun að enn meira aðhald varð á öðrum rekstrarþátt- um til að hægt væri að halda heild- arrekstrarkostnaði innan marka fjárveitinga. Á mörgum sviðum er þá einungis verið að ýta vandanum á undan sér og fresta nauðsynleg- um framkvæmdum. Stjórnendur Borgarspítalans hafa ítrekað bent yfirvöldum á að álagsprósenta á laun sé of lág mið- að við raunverulega þörf, og er yfir- vinna mun meiri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir, en u.þ.b. 70% af Ijárveitingum til spítalans fara í laun og launatengd gjöld. Ástæður þessarar miklu yfir- vinnu eru margar. Það vegur þungt í þessu sambandi að legutími sjúkl- inga hefur styst verulega ár frá ári. Þeir sjúklingar sem liggja á spítalanum nú eru mun veikari en áður. Þetta þýðir að sjúklingarnir þurfa meiri hjúkrun og meiri þjón- ustu nú en fyrir nokkrum árum. Á sama tíma og þessi þróun hef- ur átt sér stað hefur stöðuheimild- um ekki fjölgað að sama skapi. Auknu álagi vegna veikari sjúklinga er því mætt með meiri vinnu, þ.e. yfirvinnu sem ekki er heimild fyrir. Það er nefnilega ekki hægt að skilja sjúkling eftir í reiðileysi, bara af því að hefðbundnum vinnutíma starfsfólksins er lokið. Engum dytti í hug að láta fiskinn bíða, þegar verið er að gera að afla, bara af því að 8 tíma vinnudegi væri lokið. Þá situr í fyrirrúmi að bjarga verð- mætum. En dettur einhveijum í hug að láta önnur lögmál gilda fyrir fólk á sjúkrahúsum? Þar hlýtur markmiðið einnig að vera að halda uppi gæðum, þ.e. eins góðri þjón- ustu og kostur er til að bæta heilsu fólks. Stjórn Borgarspítalans hefur ítrekað óskað eftir því við heilbrigð- is- og ijármálayfirvöld að fá auknar stöðuheimildir til að bæta úr brýnni þörf vegna ýmissar þjónustu. Marg- ar af þeim stöðum sem stjórnin hefur lagt áherslu á að fá heimild fyrir hefðu orðið til að draga úr mikilli yfirvinnu starfsfólks á við- komandi deildum og hefðu þar með haft sparnað í för með sér. Fjárveit- ingavaldið samþykkti þó aðeins 4,5 nýjar stöður fyrir árið 1989. Lokanir deilda Á sl. ári var töluvert um lokanir á sjúkradeildum yfir sumartímann og var fækkun legudaga á milli áranna 1987 og 1988 2,8% Veruleg göngudeildarstarfsemi er rekin á spítalanum og á meðan á lokunum stendur er göngudeildarstarfsemi í mörgum tilfellum aukin. Lokanir deilda er alltaf neyðar- kostur. Göngudeildarstarfsemi get- ur engan veginn komið í staðinn nema að mjög litlu leyti. Sigrún Knútsdóttir „Ég trúi því heldur ekki að það sé vilji heilbrigð- isyfirvalda að þróun heilbrigðismála haldi áfram í þessa átt og vonast ég til þess að heilbrigðisyfírvöld spyrni við fótum og stöðvi þessa óheillaþró- un.“ Á meðan á lokunum deilda stend- ur verður álagið á þeim deildum sem eru opnar og starfsfólki þeirra mun meira. Algengt er að sjúklingar liggi um alla ganga og útskrifa verður sjúklinga eins fljótt og nokk- ur kostur er. Einungis bráðveikir sjúklingar komast að og sjúklingar á biðlistum spítalans verða að bíða. Og enn er okkur ætlað að .draga úr rekstrarkostnaði samkvæmt fyr- irmælum fjármálayfirvalda. Vegna mikils aðhalds í rekstri nú þegar er erfitt að draga enn meira saman án þess að til lokana komi og án þess að dregið verði úr þjónustu, þótt auðvitað sé áfram reynt að hagræða og gæta aðhalds eftir því sem kostur er. Til að mæta kröfum fjármálayfir- valda um niðurskurð var skurðdeild Fæðingarheimilis Reykjavíkur lok- að um óákveðinn tíma frá 15. apríl. Þar voru 18 rúm. í 3 mánuði yfir sumartímann eru u.þ.b. 110 rúm lokuð, þannig að sumarlokanir eru miklar. Vissulega náum við rekstrar- kostnaði spítalans að einhverju leyti niður með þessu móti. En erum við í raun að spara? Ég er sannfærð um að svo sé ekki og að þessi svo- kallaði „sparnaður" hafi í raun auk- inn kostnað í för með sér og að hér séu aðeins skammtímasjónarmið ráðandi. Sjúklingurinn sjálfur og aðstandendur hans gleymast nefni- lega í þessu dæmi. í grein Magnúsar Sigurðssonar hagfræðings í Morgunblaðinu þann 29.júní sl. kom fram að leggja verði „mat á þjóðfélagslegan ávinning af bættri heilsu og bera það saman við reksturinn. Ennfremur verður að taka tillit til mannlega þáttar- ins, þ.e. að láta ekki þjáða þjást lengur eða meir en nauðsyn ber til.“ Ég tek heils hugar undir orð Magnúsar. Það kostar nefnilega líka að Iáta sjúklinga bíða heima eftir sjúkrahúsvist og hlýtur að vera hagkvæmara að koma fólki sem fyrst til heilsu og út í atvinnu- lífið á ný. Með lokunum öldrunardeilda hafa sjúkir, aldraðir einstaklingar verið sendir heim og þýðir þetta í mörgum tilfellum að aðstandendur þeirra hafa orðið að taka sér frí frá sínum störfum til að sinna sjúkling- um heima, sjúklingum sem oft á tíðum eru varla þannig á sig komn- ir að þeir geti verið heima og þurfa aðstoð allan sólarhringinn. Er það- þannig sem við viljum hafa heilbrigðiskerfi okkar? Ég held ekki. Það er orðið tímabært að heil- brigðis- og fjármálayfirvöld geri sér grein fyrir því hvað rekstur spítala kostar í raun og veru. Þau þurfa að taka ákvörðun um hvort halda eigi uppi þeirri þjónustu sem verið hefur á spítölunum eða hvort fram- tíðin á að bera í skauti sér hálftóma spítala á meðan biðlistar þeirra lengjast og heilsufar versnar. Það er a.m.k. ekki í anda tillagna íslensku heilbrigðisáætlunarinnar. Ég trúi því heldur ekki að það sé vilji heilbrigðisyfirvalda að þróun heilbrigðismála haldi áfram í þessa átt og vonast ég til þess að heil- brigðisyfirvöld spyrni við fótum og stöðvi þessa óheillaþróun. Höfundur er formaður starfsmannaráðs Borgarspítalans og stjómarmaður í Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkur. ...SÍGILT MQH isk MtrfiS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.