Morgunblaðið - 11.07.1989, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.07.1989, Qupperneq 25
25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1989 --—i—• •" i—fn — ------- “ Meðalland: Þær voru fyrst á Syðri-Steinsmýri en sáust næst í Landbrotinu. Hafa þær verið þar framundir þetta og líklega lagst í Hátúnum. Þetta eru vaðfuglar sem lifa á grasi og hafa verið í nýrækt í Hátúnum. Þetta eru mjög stórir fuglar og eru heim- kynni þeirra í Eystrasaltslöndum og Rússlandi allt til Síberíu. Þeir sem séð hafa þessar trönur telja þær fullt eins fyrirferðarmiklar og álft. í vor hefur því verið líflegt í nýrækt þeirra Landbrytlinga bæði trönur og álftir. - Vilhjálmur NEaqnmc 190NS JTL Viö viljum vekja athygli ykkar sem útivist stunda á Barbour tatnaöi. Durham jakkinn hefur þessa kosti: Hann erframleiddur úr laufléttu bómullar- efni, hann er hlýr og hleypir frá sér raka, hann er vatnsheldur og einstaklega sterkur, hann er fallegur og léttur og þegar allra veðra er von er hann tvímælalaust hentugasti jakkí í lengri eöa skemmri ferðir. Eng’inn sauðgróður á afréttum Hnausum, Mcðallandi. TVEIR síðustu dagar júnímánað- ar voru hlýir. Varla er þó hægt að segja að komin séu nein sum- arhlýindi og fyrir lok júní snjóaði í fjöll. Á afréttum er ekki kominn neinn sauðgróður. Á Syðra- Bakkakoti og Langholti hefur verið hirt hey og fleiri munu vera að huga að slætti. Er þó aðeins um að ræða nýjar sléttur sem ekki hafa verið beittar. í þijú ár hefur lítið rekið af timbri. Alltaf slæðist þó upp ein og ein spýta. í vetur varð mjög flóð- hátt í verstu veðrunum. Flak belgísks togara, sem strandaði 1957, hefur brotnað mikið í stór- brimum vetrarins og hvalbakurinn alveg tæst af. Gufuketillinn gæti sést lengi þar sem hann liggur ofan á öðrum togara, sem strandaði upp úr aldamótum. Þarna rétt hjá er flak af færeyskri skútu. Hún stran- daði um 1920 og hét Bóneta. Þegar minkurinn nam hér land varð mikil breyting á fuglalífi. Mörgum tegundum fækkaði stór- kostlega og sumar færðu sig nær bæjum til öryggis. í Vík í Mýrdal verpir krían svo að segja í þorpinu og á Efri-Steinsmýri í Meðallandi verpir hún mjög nærri íbúðarhús- um. Þarna er samt minna kríuvarp en oft áður. Hún sleppur ekki við minkinn þarna og svo liggur vegur- inn gegnum varpið og tekur sinn toll. í vor sáust hérna tvær trönur. Morgunblaðið/Björn Blöndal Siggi Dagbjartsson kemur sér fyrir í nýja „hægindastólnum“. „HægindastóU“ vatnaveiðimannsins Keflavík. „HÆGINDASTÓLL“ vatnaveiði- mannsins mætti ef til vill kalla þennan útbúnað sem nýlega er kominn á markaðinn. Hann sam- anstendur af stórri slöngu sem klædd er ýmsum búnaði og sund- fitum. Búnaður þess gerir veiði- manninum kleift að komast mun lengra frá landi en áður og líka mun léttara er að veiða í „hæg- indastólnum“ því þar eni menn stöðugt í hvíldarstöðu. Ekki sak- ar heldur að hægt er að liafa með sér kaflí og meðlæti til að gæða sér á þegar hann er tregur. Fimmtán ára Reykvíkingur, Sig- urbrandur Dagbjartsson reyndi þennan nýja búnað á Hlíðarvatni ekki ails fyrir löngu, en Sigurbrand- ur hefur geysilegan áhuga á veiði- skap og hefur þegar náð athyglis- verðum árangri með veiðistöngina. Um daginn var hann við veiðar í Vífilstaðavatni og nældi sér í 63 fiska sem hann veiddi alla á flugu. Sigurbrandur hefur unnið fyrir Svo er/ bara að byrja að kasta. sínum veiðiútbúnaði sjálfur, hann er slunginn við að hnýta flugur og kenndi þá kúnst hjá Stangveiðifé- laginu í vetur og auk þess ber hann út Morgunblaðið í sínu hverfi. Tveir aðrir veiðimenn voru ásamt Sigurbrandi við veiðar í Hlíðarvatni þennan góðviðrisdag í júní, en ekki fara miklar sögur af feng þeirra, en Sigurbrandur veiddi 6 fallegar bleikjur og þijár fékk hann í nýja „hægindastólnum" sínum og — að sjálfsögðu — allar á flugu. BB Veiðimaðurinn sf., Hafnarstræti 5, sími: 16760. Sumarhátíð í Ólafsvík: Dansað, sungið og sitthvað fleira einnig nú, því að Lista- og menning- arnefnd Olafsvíkur hefur fengið' ýmis félagasamtök í bænum til liðs við sig og kallað til landskunna skemmtikrafta,“ segir meðal ann- ars í frétt frá nefndinni. Sumarhátíðin verður sett fimmtudaginn 20. júlí og opnuð myndlistarsýning frá Gallerí Borg í grunnskólanum. Þá kemur fram ung söngkona úr bænum, Ólöf de- Bont Ólafsdóttir. Sýning á heimilisiðnaði verður opnuð í gamla Pakkhúsinu á föstu- deginum og um kvöldið verður hljómsveitin Ný-dönsk með tónleika fyrir alla aldurshópa í félagsheimil- inu á Klifi. > Hápunktur hátíðarinnar verður laugardaginn 22. júlí. Þá stendur Ungmennafélagið Víkingur fyrir kassabílarállý og Kvenfélag Ól- afsvíkur heldur árlega grillveislu í Sjómannagarðinum þar sem leik- félagsfólk fer á kreik. Sálin hans Jóns míns leikur fyrir dansi um kvöldið á stórdansleik á Klifi. Karla- kórinn Fóstbræður sungur á tón- leikum í félagsheimilinu á sunnu- deginum. Ymislegt annað verður á seyði í Ólafsvík þessa daga. Myndlistar- maðurinn Ingi Hans úr Grundar- firði sýnir, útimarkaður verður starfræktur og sjóstangaveiðimót haldið. Skráning keppenda er á Gistiheimilinu Snæfelli. Þá er í athugun að halda segl- skútumót og ef veður leyfir gefst kostur á útsýnisferð með snjóbíl á Snæfellsjökul. í fréttatilkynningu segir að Ólafsvíkingar vænti sem flestra gesta í bæinn á Sumarhátíð- ina. ÁRLEG sumarhátíð verður hald- in í Ólafsvík dagana 20. til 23. þessa mánaðar. Tónleikar, mynd- listarsýningar, útimarkaður, sjó- stangaveiði- og seglskútumót auk stórdansleiks er meðal þess sem á döfínni verður. „Eftir vel heppnaða afmælishátíð Ólafsvíkur fyrir tveimur árum var ákveðið að halda hátíð á hveiju sumri. Hátíðin í fyrra tókst með ágætum enda komu að úrvals skemmtikraftar og heimamenn lögðu sitt af mörkum. Svo verður Dr. Svava Bernharðsdóttir. Doktor í tónlist SVAVA Bernharðsdóttir lág- fíðluleikari lauk í vor doktors- prófi frá Juilliard-tónlistarhá- skólanum í New York. Kröfur Juilliard-skólans til dokt- orsgráðu fela m.a. í sér ákveðinn ijölda tónleika, sem Svava hélt í Lincoln Center í New York, á Lista- hátíð í Reykjavík og víðar auk rit- gerðar, en Svava skrifaði um sögu og þróun fiðlu- og lágfiðluleiks á íslandi. Svava Bernharðsdóttir fæddist í Reykjavík 1960. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1980 en brottfararprófi í lágfiðluleik og einnig fiðlukenn- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1982. Hún var nemandi Nubuku Imai við Tónlistarháskól- ann í Haag í Hollandi 1982-1983, en frá hausti 1983 hefur hún verið við nám við Juilliard-skólann í New York. Þar vann hún keppni skólans í lágfiðluleik 1986. Meðal kennara hennar hafa verið dr. William Linc- er og Karin Tuttle. Svava er nú við störf og nám í Sviss, þar sem hún leggur stund á barokktónlist við Schola Cantorum í Basel. Foreldrar hennar eru Rannveig Sigurbjörnsdóttir félagshjúkrunar- fræðingur og sr. Bernharður Guð- mundsson fræðslustjóri þjóðkirkj- unnar. Óvenjulegar ljósmyndir Sigurður Þorgeirsson ljósmyndari sýnir í Frakklandi Sigurður Þorgeirsson, ljósmyndari hélt í síðasta mánuði sýningu á ljósmyndum sinum af íslensku landslagi og fólki í bænum Sées í Frakklandi. Sýningin hlaut lofsamlega umflöllum í staðarblöðum. Viðbrögð gesta voru einnig góð því lengja varð opnun sýningarinn- ar um viku vegna aðsóknar. Sýning Sigurðar var haldin í Saint-Martin klaustrinu í Sées á vegum nefndar Sjúkratrygginga Ile-de-France héraðsins. í einu blað- inu er sagt frá því að sýningin hafi verið opnuð að viðstöddum bæjar- stjóranum í Sées, M. André Dubuis- son, auk bæjarfulltrúa og fleira mikilvægs fólks. Vitnað er í Bern- ard Amiot, formann nefndar Sjúkratrygginganna sem sagði m.a. um myndir Sigurðar við opnunina: „Sígildar myndir yðar töfra okkur af því hversu óvenjulegar þær eru og eftirtektarverð lýsing, dýpt myndanna og skilningur yðar á myndbyggingu, minnir okkur á hæfíleika yðar...“ Landslagsmyndir Sigurðar frá íslandi virðast hafa heillað sýning- argesti, er hafa skráð í gestabókina hástemmd lýsingarorð um sýning- una og löngun til að koma til Is- lands eftir að hafa horft á ljósmynd- irnar. Sigurður áformar að halda aðra sýningu í október, að þessu sini í París. Einnig stendur til að hann sýni þrisvar í París á næsta ári. Scuö !e í-aut patronage tíe Mútíams Vrcdis .-innbcgadötiif Présiderrte de ia Répu6iiQoe d'lsíande Sigurd THORSON Photographies Auglýsingaveggspjald ljós- myndasýningarinnar. Efet á veggspjaldinu má sjá að frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, var verndari hennar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.