Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JULI 1989
PLAMS! Dynkur og DÚMS!
Silfúrbakur í eigin persónu.
Hann hafði sannarlega ieikið
á okkur. Hann hlúnkaðist
niður, nákvæmlega þar sem
við höfðum staðið í hnapp
augnabliki áður. Karlgórilla vegur
svona um 250 kíló, fullvaxin, svo
að það var líklega eins gott að okk-
ur tókst að víkja undan. Hann sat
síðan góða stund eins og hlass á
eigin rassi enn á ný. Svo reisti hann
sig upp a fjóra, sneri í okkur aftur-
endanum og þaðan heyrðust von
bráðar hin hressilegustu búkhljóð.
„Hann er sannarlega í góðu skapi í
dag,“ sagði Jósef sefandi við sænsku
hjónin sem höfðu misst videóvélina
af skelfingu. Þótt karlinn virtist stór
og þyngslalegur sveiflaði hann sér
léttilega upp í næsta tré, hvarf og
sást ekki meira þann daginn. Hefur
fundist hann gera sitt með glæsi-
brag. „Ja, héma“ stamaði sænska
frúin. „Gera górillur svona framan
í menn þegar þær eru í góðu skapi.“
Ég sá í hendi mér að górillur væru
gæddar unaðslegri kímnigáfu og
hinir mestu hrekkjalómar.
Áður en ég fór til Rwanda, meðal
annars með það í huga að hitta gór-
illumar hafði Illugi dregið stórlega
í efa að þær nenntu frá sjónvarpinu,
þar sem þær væru sjáifsagt öllum
stundum að horfa á myndir af sjálf-
um sér. Mér fannst þetta svo mynd-
rænt, að ég var að hugsa um það
öðru hveiju á leiðinni upp. Nú vita
þær að hópurinn kemur alltaf á sama
mám
tíma, hugsaði ég. Þá segir górillu-
pabbinn við kellingarnar þijár og
krakkana. „Jæja, nú fara túristarnir
að koma og við verðum að hafa
smágórillusýningu fyrir þá. Setjið
ykkur í stellingar. Þeir mega ekki
sjá að við erum að horfa á sjón-
varpið." Ég skemmti mér við þessar
vangaveltur á leiðinni upp fjallið og
móttökur górillukarlins voru í góðu
samræmi við þær, þótt ég kæmi að
sönnu hvergi auga á sjónvarpið.
Vísast hefur karlinn verið að koma
frá því að fela það þegar hann hlúnk-
aði sér niður hjá okkur.
Jósef sagði að górillurnar ættu
til að vera mislyndar. Stundum
stinga þær af yfir í górilluskóg-
inn sinn í Zaire eða Úganda
og ferðamenn fá þá daga lítið
annað fyrir snúðinn en göngu-
ferðina upp fjallið. Aðra daga láta
þær ekki fínna sig eða hlaupa í burtu
strax.
Þennan dag vorum við heppin,
eftir að kallinn var í brottu sá ég inn
í ijóður hvar elsta górillumamman
sat og horfði á okkur. Hún var í
senn virðuleg og hugsi. Hún ygldi
sig við og við, stundum sló hún frá
sér ef unglingarnir, sem eru sjö tals-
ins, he'gðuðu sér ósæmilega, eins og
þegar tvö frændsystkin ætluðu
feimnislaust að hefja léttan ástaleik
í kjarrinu. Svo kom önnur górillukell-
ing með örlítinn unga á bakinu, sem
ríghélt sér í mömmuna. Hún settist
hjá þeirri gömlu, teygði sig eftir
unganum og fór að gefa honum
bijóstið. Þriðja kellingin hélt sig
lengi vel í hæfilegri fjarlægð, en
gægðist upp úr laufskrúðinu, þegar
hún var orðin nokkurn veginn viss
um að við værum að tygja okkur til
brottfarar. Á meðan voru ungling-
amir að narta í laufblöð eða bambus-
reyr, enda górillur grænmetisætur
eingöngu. Jafnskjótt og þeir sýndu
lit á að' fara að ærslast, varð gamla
mamman hín versta og slæmdi til
þeirra og gaf frá sér ummmmm-
hljóð. Að lokum gáfust þeir upp á
því að fá ekki að skemmta sér og
hurfu inn í kjarrið og létu ummm-
mmvandanir möinmu gömlu eins og
vind um eyru þjóta.
Svo reis hún allt í einu upp og
kom kjagandi í áttina til okkar. Jó-
sef gaf frá sér viðvörunarhijóð, sú
portúgalska rak upp lágt vein. „Hún
Drottningin
í fjölskyldunni
Elsta górillufrú-
in sat í ijóðrinæ
og hafði gát á
öllu. Hún reyndi
eftir föngum að
siða unglingana
til og sýndi ýmis
svipbrigði og gaf
frá sér alls konar
ummmmmm-
hljóð
ræðst á okkur,“ sagði hún við mann-
inn sinn. En mamman hafði ekkert
illt í hyggju, kannski hefur hana
bara langað að fá vídeófilmuna úr
vél sænsku hjónanna til að horfa á
um kvöldið. Hún rétti fram höndina
og Jósef svaraði henni með ein-
hveiju umli, sem var engu líkara en
hún skildi, hún sneri við og skokk-
aði á braut við svo búið.
Við færðum okkur til í skóginum
eftir athöfnum górillanna, og ég var
alveg hugfangin að horfa á þessi
dásamlega ljótu dýr, svo manneskju-
leg að sjá í hegðun sinni, fjölskyldu-
munstur mannsins, viðbrögð og
hegðun allt endurkastaðist þetta fyr-
ir augum okkar.
Það var orðið langt liðið á dag-
inn, þegar við lögðum af stað út úr
skóginum. Áður en við fórum niður
fjallið var stoppað til að borða. Ég
hafði útbúið mér matarpakka, en
heyrði nú mér til hrellingar, að enn
einn útgjaldaliður var ógreiddur,
þóknun handa leiðsögumönnum og
burðarköllum. Ég gaf þeim hádegi-
spakkann minn, þar sem skotsilfur
var á þrotum að sinni. Þeir létu sér
það vel Iíka, en ég held að þeim
hefði ekki fundist neitt að því að fá