Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 KVIKMYNDIR///^^ hefur orðið um ástralska kvikmyndagerð? Ástralski leikstjórinn Fred Schepisi — Ástralir á uppleið aftur. ÞAÐ HEFUR lítið heyrst af ástralskri kvikmyndagerð und- anfarin ár enda engin furða, hún hefur verið í mikiili lægð mestallan niunda áratuginn. * Inýlegu hefti bandaríska kvik- myndatímaritsins Premier eru menn að velta fyrir sér þróun og stöðu kvikmyndaiðnaðarins í landi kengúrunnar og segja m.a. að vanhugsuð skattastefna, sem átti að hjálpa iðnaðin- um, hafi á end- anum dregið hann niður í svaðið, skatta- stefna sem margir, m.a. hér á landi, litu öfundaraugum til. Það byrjaði árið 1981, árið sem George Miller hleypti nýrri gerð hasarmynda í heiminn með „Mad Max: The Road Warrior“. Ríkis- stjóm Ástralíu bætti við grein 10BA í skattalagasafnið og hratt af stað sérlega rausnarlegri að- gerð til hjálpar kvikmyndaiðnað- inum, sem þá þegar hafði náð alþjóðahylli fyrir tilstilli manna og kvenna eins og Peter Weir, Bmce Beresfords og Gillian Armstrong. Lögin vom þessi: Hver Ástrali sem leggja vill pen- ing í ástralska bíómynd má draga 150 prósent þeirrar ijárfestingar frá skatti. Ef myndin nær inn gróða leggst skattur á aðeins helming hans. Áður en þú gast sagt svo mikið sem „Gallipoli" var litli, sæti ástr- alski kvikmyndaiðnaðurinn her- tekinn af fúskumm er hugsuðu aðeins um hvernig best væri að koma peningum undan skatti. Þeir vissu lítið um kvikmyndagerð og létu sig varða enn minna um hana en það kom ekki í veg fyrir að þeir settu myndavélamar í gang. Heiðvirðir kvikmyndagerð- armenn fylgdust með úr íjarska og þeim hryllti við. „Þetta vom ekki myndir," segir George Mill- er. „Þetta var bull.“ Margar þeirra vom ekki einu sinni dreifingar- hæfar og bókhaldsfærslumar lýstu skapandi hugmyndaflugi meira en nokkur bíómyndanna. „Ég veit um handritshöfund sem seldi handrit sitt fyrir tvær millj- ónir króna en á fjárhagsáætlun- inni var það komið uppí 20 millj- ónir,“ segir Miller. Ásýnd iðnaðarins varð öll önnur en í þá gömlu góðu daga áttunda áratugarins þegar fmmheijamir í nýbylgju ástralska kvikmynda- vorsins lögðu af stað í bíómynda- gerð og fengust ekki síst við ástr- alska sögu fullir af eldmóði og þjóðrækni. Til urðu einkar vand- aðar myndir eins og „Picnic at Hanging Rock“, „My Brilliant Career“ og „Breakar Morant". Þeim var ekki ætlað að sigla um heiminn en gagnrýnendur hrifust og áhorfendur með víða um lönd. Myndirnar vom ferskar og ein- faltlar og litlar. Velgengni leikstjóra eins og Weirs og Beresfords og Fred Schepisis varð til þess að Holly- wood lokkaði þá til sín svo mynd- aðist fljótt tómarúm heima fyrir. Skattalagagrein 10BA hafði þó þann kost að laða nýja menn í kvikmyndagerð í stað þeirra sem flognir vom á vit draumaverk- smiðjunnar. „Lögin gáfu fólki tækifæri til að gera margar ólíkar myndir,“ segir Schepisi. „Helling- ur af rusli var gerður og kerfið var misnotað en líklega er meiri fjölbreytni í kvikmyndaiðnaðinum nú en áður.“ Af betri myndum sem gerðar vom undir hinum já- kvæðu skattalögum em „Mal- colm“ og Krókódíla-Dundee. Iðnaðurinn leið næstum útaf seinni hluta árs 1987. Ríkisstjórn- in hafði séð gallana í grein 10BA og dró mjög úr skattaívilnunum þar til fáir ef nokkrir vildu leggja pening í kvikmyndagerð. Verð- bréfahmnið í október þettá ár gerði svo útslagið, næstum ekkert var framleitt í byijun árs 1988. Kvikmyndagerðarmenn óskuðu hjálpar og úr ösku 10BA reis nýr sjóður eða ríkisstyrktur kvik- myndabanki sem veitir- lán en ekki styrki og framleiðandi verður að hafa tryggt sér 30 prósent kostnaðarins annarstaðar frá áður en lánsumsókn hans er tekin til greina. Og myndin verður að dæmast áströlsk; sagan, umhverf- ið, leikaramir og tökuliðið. Þýska leikstjóranum Wim Wenders var neitað um lán vegna 20 milljóna dollara myndarinnar Til enda ver- aldar af því efniviðurinn var ekki nægilega „ástralskur". Eftir fregnum að dæma mun allt á uppleið aftur neðan frá Ástralíu. eftir Amold Indriðason ELDRI BORGARAR! Styttið skammdegið og komið með okkur í sólskin og hlýju til Portúgals í vetur. Læknisþjónusta á staðnum. Fararstjóri: Jóhanna G. Möller, söngkona. Upplýsingar í síma 628181. EVRÓPUFERÐIR, Klapparstíg 25, Reykjavík. I NAUÐSYN A HVERJU HEIMIU SPARIÐ FÉ, TÍMA OG FYRIRHÖFN LEIKUST/i/vemig á að stjórna leikhúsi? Athyglisverð tilraun í Borgarleikhúsinu í Helsinki EKKIFER einumsögum af því hvernig stjóma skuli leikhúsi ogsýnist þar sitt hverjum. í sinni einföldustu mynd snýst spumingin um hvort Iistrænt vald eigi að vera á einni hendi eða mörgum. Hvom tveggja •hefur gefist vel — eða illa — og.fer sjálfsagt mest eftir einstaklingunum sem í hlut eiga. í Borgarleikhúsinu í Helsinki var stjómunarmynstrið stokkað upp fyrir tveimur áram, eftir að leikhúsið hafði staðið í Iistræn- um þrengingum um nokkurt skeið, en eftir breytingaraar hefiir sól þess farið að risa á nýjan leik, bæði innan húss og utan. Borgarleikhúsið í Helsinki hefur tvö leiksvið, annað stórt með 900 manna áhorfendasal og hitt lítið þar sem áhorfendafjöldi getur verið frá 150 og upp í 390 manns. Þá er einn- ig starfrækt í hús- inu svokallað Kaffileikhús, þar sem sýningar eru settar upp í anddyri hússins og hægt er að koma fyrir 100 áhorfendum. Kaffi- eftir Hóvar leikhúsið er hugsað Sigurjónsson sem leið til óform- legri og nánari tengsla við áhorfend- ur en mögulegt er á leiksviðunum tveimur. Sá háttur er gjaman hafður á að Kaffileikhúsið stendur leikurum hússins til boða ef þeir vilja koma efni á framfæri utan við hinn hefð- bundna ' starfsramma leiksviðanna tveggja. Þessar Kaffileikhússýningar fara yfirleitt fram utan venjulegs sýningartíma, fyrrihluta kvölds eða seinni part dags og hafa að sögn mælst mjög vel fyrir meðal almenn- ings. Grundvallarbrdýtingin sem varð í leikhúsinu sumarið 1987 var sú, að í stað eins 50 manna ieikarahóps við allt húsið — þar sem leikarinn róter- aði á mllli beggja leiksviðanna og gat þess vegna verið að leika í sýn- ingum á báðum sviðum samtímis og að æfa þá þriðju — var leikurunum skipt í tvo hópa sem fengu hvor sitt leiksviðið til umráða. Breytingin var þó umfangsmeiri en virðist við fyrstu sýn, því í rauninni voru mynduð tvö fullkomlega sjálfstæð leikfélög innan hússins. Yfir hvom hóp voru síðan settir stjórnendur sem njóta fullkom- ins Iistræns frelsis til ákvarðanatöku um verkefnaval, hlutverkaskipan o.s.frv. Stjómendur Litla sviðsins eru hjónin Kalle og Ritva Holmberg og við Stóra sviðið heldur Jotaarkka Pennanen um stjórnvölinn. Fram- Piaf, Piaf — Úr sýningu Borgar- leikhússins í Helsinki á leikgerð Juha Siltanen og Jorma Uotinen um líf frönsku söngkonunnar Edith Piaf. kvæmdastjóri leikhússins er Aulis Salovaara en hans hlutverk er fyrst og fremst fjármála- og skipulagslegs eðlis; listræn stefna hússins er tvískipt sem áður sagði og alfarið i höndum stjómenda leikhópanna tveggja. Reyndar er enn ótalinn þriðji hóp- urinn sem starfar sjálfstætt innan- húss og er það listdansflokkur undir stjóm Jorma Uotinen. Verkefni dans- flokksins eru margþætt; sjálfstæðar sýningar sem felldar eru inn í verk- efnaskrá leiksviðanna tveggja, en einnig taka dansaramir virkan þátt í leiksýningum hússins eftir því sem við verður komið og á þarf að halda. Nýlegt dæmi um slíkt er leik- og söngsýningin Piaf, Piaf sem Jorma Uotinen leikstýrði og nýtti sér þar jöfnum höndum dansarana sína og leikara stóra sviðsins. Þegar þessum skipulagsbreyting- um var hrint í framkvæmd fyrir tveimur árum var ákveðið að reynslu- tími yrði þijú ár. Þriðja og síðasta leikárið fer nú senn í hönd og það var því forvitnilegt að grennslast fyrir um reynslu Finnanna af þessari tilraun og hvaða áætlanir væru í bígerð um framhaldið eftir næsta leikár. Þegar mig bar að garði í leik- húsinu á dögunum voru flestir starfs- menn reyndar famir í sumarleyfi en Marketta Erásaari markaðsstjóri leikhússins varð góðfúslega fyrir svörum. Hún sagði að fyrir breyting- amar hefði ástandið verið orðið held- ur slæmt; áhuginn og starfsgleðin innanhúss verið í lágmarki, ekki síst meðal leikaranna. „Þeim fannst þeir vera eins og starfsmenn í verk- smiðju, hlupu á milli leiksviðanna úr einni sýningunni í aðra, og eini fasti punkturinn í tilveru þeirra í leik- húsinu var tölvuprentaður strimill á tilkynningatöflunni, sem sagði hvar þeir ættu að vera, í hveiju og klukk- an hvað. Það hafði heldur ekki gefist nægi- lega vel að reyna að fylgja eftir stefnu eins manns, leikhússtjórans, með svona mörgu fólki á tveimur leiksviðum. Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á fyrri leikhússtjóra, held- ur tókst einfaldlega ekki að vekja nægilegan áhuga í röðum listamann- anna fyrir starfinu með þessu fyrir- komulagi.“ Marketta sagði að hið breytta skipulag hefði skilað árangri strax fyrsta árið og sérstaklega hefði náðst góður árangur á Litla sviðinu, þar sem leikhópurinn væri heldur minni og náðst hefði að skapa mjög sterka samkennd (ensamble) innan hans. Hún sagði að enn hefði ekkert verið endanlega ákveðið hvað tæki við eft- ir næsta leikár en umræður innan leikhússins bentu til þess að hugsan- lega yrði hópunum fjölgað og þá færri í hveijum. „Það gæti vafalaust haft góð áhrif, sérstaklega fyrir Stóra sviðið. Það er reyndar einnig vel hugsanlegt að sami háttur verði á hafður áfram, því í heildina hefur hann gefið mjög góða raun. Ég held að minnsta kosti að allir séu sam- mála um að ekki verði horfið aftur til þess skipulags sem ríkti fyrir 1987.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.