Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 C 7 öðrum háður eða láta segja mér fyrir verkum. Eg er ekki í aðstöðu til að dæma íslenskt efnahagslíf en eitt veit ég að hér er yfirþyrmandi skrifræði. Mætti ég ráða myndi ég kasta því fyrir róða. Sem dæmi get ég nefnt að þótt ég hafi staðið í vöruþróun og út- flutningi um aljlangt skeið hefur Utflutningsráð íslands aldrei látið svo lítið að hafa samband við mig. Eg hef enda engan áhuga á því að kijúpa fyrir valdsmönnum sem telja að stjórna megi öllu að ofan,“ segir Jan. Kveikjan að því að Jan sneri sér að skíðafatnaði var að hann bytjaði að iðka skíðaíþróttina hér á landi fyrir rúrnum fimm árum. Hann á vart nógu stór orð til að lýsa þeirri upplifun að stíga í fyrsta skipti á skíði, segist ekki geta ímyndað sér meira ftjálsræði en það að fara á fleygiferð niður brekkurnar. Þegar Jan hafði kynnst lysti- semdum skíðaíþróttarinnar fór hann að velta því fyrir sér hversu formfastur og stífur fatnaður fyrir skíðamenn væri. Hann bytjaði að festa hugmyndir á blað og sníða fyrstu fötin fyrir sjálfan sig og ijöl- skyldu sína. Brátt var grunnurinn lagður að skíðafötum sem nú bera nafnið Davidson. Iðnaður er rómantískur En víkjum aftur til upphafsins, í Limmared við Borás í Sjuhárads- bygden: „Svæðið í kringum Borás er eitt mesta iðnaðarhérað Svíþjóð- ar,“ segir Jan. „Ég man fyrst eftir mér með þefinn af vefnaðarvöru- verksmiðjunum fyrir vitunum. Æ síðan sakna ég þessarar sérstöku lyktar. Pabbi minn var skraddari og það hvarflaði aldrei að mér ann- að en að feta í fótspor hans. Ég hef vitað frá fyrstu tíð að hvetju ég stefndi. Ég lít iðnað rómantískum augum. Sakna þess að búa ekki innan um verksmiðjur, geta valsað um, skoð- að strangana þegar þeir koma úr vefstólunum og þreifað á efnunum. Ég á mér ena þá ósk heitasta að eignast eigið verkstæði fyrir klæð- skerasaumuð föt, þar sem verðið skiptir engu máli. A slíkum grunni vildi ég byggja mína starfsemi. Þennan draum ætla ég að láta ræt- ast, einhvern tímann, einhvers stað- ar.“ Jan kveðst orðinn laus við hræðsluna við að stunda viðskipti hér á landi. Á næsta ári mega Is- lendingar eiga von á að geta keypt Davidson skíðafatnað. Það er ekki seinna vænna að þeim bjóðist þetta vörumerki sem er upprunnið í Þing- holtunum, hefur yfirburði á mark- aði i Noregi og töluverða útbreiðslu á öðrum Norðurlöndum og í Banda- rikjunum. Jan segist ekki mæla árangur sinn í peningum en fæst með nokkr- um eftirgangsmunum til að upplýsa að salan hafi numið hátt á annað hundrað milljóna króna í fyrra. „Iðnaður er hugsjónastarf að mínu mati, ekki bara leið til að verða moldríkur. Ég vandist því frá barnæsku að bera djúpa virðingu fyrir handverksmönnum sem leggja rækt við starf sitt, byggja upp fyrir- tæki með blóði, svita og tárum.“ Skraddari fyrir bresku konungsQölskylduna „í bytjun sjöunda áratugarins var svæðið kringum Borás eitt mesta fataiðnaðarhérað í Evrópu. Borgin var full af stoltum og stórhuga mönnum. Sænskt hugvit var eftir- sótt svo líkja má því við stöðu ítala á þessu sviði í dag. Stóru tískuvöru- verslanirnar í Lundúnum lögðu áherslu á sænskan fatnað. Ég kynntist hinu ljúfa lífi stór- borgarinnar í Lundúnum og var þar í læri hjá mjög færum skraddara sem saumaði aðeins fyrir háaðalinn, þar á meðal bresku konungsfjöl- skylduna. Þar var aldrei horft í aurinn, heldur aðeins stefnt að mestu gæðum sem völ var á. Þegar ég sneri aftur til Svíþjóðar var ég gagntekinn af stórum áform- um. Brátt réð ég mig í vinnu hjá Sven Erikson sem var einn þekkt- um. Sýnishorn af vetrartískunni í Davidson-skíðafötum veturinn 1989-90. Jan Davidson hannar fötin á ís- landi, kaupir efnið víða um heim og stjórnar framleiðsiunni í Hong Kong. Fötin eru síðan seld í íþrótta- vöruverslunum í Evrópu og Banda- ríkjunum, en hafa ekki fengist á íslandi til þessa. Nylega fór íslenska skíðalandsliðið þess á leit við Jan Davidson að kaupa búninga af hon- asti hönnuður þjóðarinnar. Um tíma var ég fulltrúi fyrirtækisins á Bret- landseyjum. Þegar Erikson dó stofnaði ég mitt eigið fyrirtæki. Sköjnrnu síðar komst ég í samband við íslendinga. Hér var einnig mikill uppgangur á þeim tíma. Ég var fenginn til að gera úttekt á möguleikum íslensks fataiðnaðar. Síðar giftist ég íslenskri konu en við fluttum ekki til íslands fyrr en árið 1982.“ Legg iðnað og list að jöftiu Jan heldur áfram: „í Borás tók að halla undan fæti í bytjun átt- unda áratugarins. Þtjú af hveijum fjórum fyrirtækjum urðu gjald- þrota. Þessi reynsla hefur sett sitt mark á mig. Fáar fjölskyldur fóru varhluta af þessari kreppu. Sjálfs- traust íbúa Borás beið hnekki og jafnvel fótboltaliðið sem tróndi á toppi fyrstu deildar hefur ekki bor- ið sitt barr.“ segir hann. „Ég legg iðnað og list að jöfnu, því báðar greinarnar byggja á sköp- un. Það er að mínu mati eitt háleit- asta markmið sem maður getur sett sér, að vera trúr handverkinu og skila dagsverki sem hægt er að vera stoltur af. Á íslandi er lítil hefð fyrir iðn- aði. Aðstæður henta á margan hátt illa, markaðurinn er smár og sveifl- ur í eftirspurn miklar. En landið hefur upp á ótal kosti að bjóða. Það er í senn einangrað og opið fyrir nýjum straumum. Ég ferðast mikið og mér þykir gott að eiga að slíku að hverfa." Ótal þræðir sem toga Að undanförnu kveðst Jan hafa átt í sálarstríði um hvort hann haldi áfram að byggja upp bækistöð fyr- ir starfsemi sína hér á landi, fjarri stærstu mörkuðunum, eða færa sig um set til Bandaríkjanna eða Evr- ópu. Hann á til að mynda dyggan umboðsmann og bakhjarl í Dan- mörku sem er Sten Humel eigandi S-sport, maður sem Jan segir kraftaverkamann á sínu sviði. Dan- mörk myndi ennfremur opna gátt- ina inn á markað Evrópubandalags- ins. „Eftir mikla umhugsun hef ég ákveðið að segja ekki skilið við ís- land heldur leggja mig enn betur fram um að skjóta hér rótum. Hér á ég tvær dætur sem ég vil alls ekki missa af, hús sem ég hef gert upp undanfarið ár, fyrir utan ótal þræði sem toga í mig. Þótt erfiðleik- arnir hafi á stundum verið miklir er svo margt sem ég dái við þetta land. Það sem háir mér mest er að hafa ekki aðstöðu til að fullvinna frumgerðir að fatnaði hér. Mig vantar vel búna vinnustofu og hjálp- armenn sem kunna til verka. Núna þarf ég að sækja þessa þjónustu til Hong Kong og eins og gefur að skilja eru öll samskipti mjög þung í vöfum. Þegar maður hefur ekki aðstöðu til þess að vinna grunn- vinnuna heima er hætta á að missa tengsl við handverkið. Þetta stendur nú til bóta. Ég ætla að innrétta vinnustofu við hlið- ina á húsinu mínu og hafa þar að- stöðu fyrir tvo eða þijá starfsmenn auk mín. Þá get ég loksins farið að ástunda þau vinnubrögð sem mér eru eiginleg, að móta sjálfur fatnaðinn í höndunum. Afölluhjarta Ég hef aldrei læit hönnun. Lít raunar ekki á mig sem hönnuð, heldur skraddara. Fólk hefur vanist því að líta upp til þeirra sem hanna, en gefa minni gaum að þeim sem geta tekið teikningarnar og skapað vöruna. Það er mjög mikilvægt að þekkja öll svið iðnaðarins til hlýtar. Hönn- un er að þessu leyti innantómt orð. Til að blása lífi í dautt formið þarf reynslu og skilning á því hvernig vinnslan fer fram frá upphafi til enda. Jafnframt þarf maður að bera næmt skynbragð á óskir viðskipta- vinarins. Það krefst þess að maður helgi sig verkefninu af öllu hjarta. Eg hef aldrei velt því fyrir mér hverskonar fólk sækist eftir fötun- um mínum og hef engan áhuga á því, að hlusta á ruglið úr markaðs- fræðingunum sem telja sig geta skipt fólki upp í vel skilgreinda hópa. Engin hagfræðiformúla getur sagt fyrir um hvað verður eftirsótt vara. Það sem mér er efst í huga er að búa til föt sem eru svo góð og falleg að fólk sé tilbúið að færa nokkrar fórnir til að eignast þau. Ég vil ekki standa að fjöldafram- leiðslu á flíkum sem allir eiga og meta lítils. Helst af öllu vildi ég ekki vera háður einu landi fremur en öðru, vera með sanni alþjóðlegur. Enda stendur á vörumerkinu í Davidson fötum, í gríni og alvöru: „Fabric- ated on Planet Earth“. Búið til á plánetunni jörð,“ segir Jan. Þarf að þekkja markaðinn „Ég kom í fyrsta skipti til Banda- ríkjanna árið 1983 og varð strax frá mér numinn. Það er sérstök ögrun að koma vöm á framfæri í Bandaríkjunum, þvi ef vel gengur þar eru allar leiðir færar. Á næstu árum mun ég leggja mikla áherslu á þennan markað. Þar dugar enginn göslaragangur. Til þess að ná ein- hveijum árangri þarf maður að verða samdauna þessu landi, anda að sér því andrúmslofti sem þjóðin þrífst í. Davidson-fatnaður er þegar seld- ur í mörgum verslunum í Banda- ríkjunum, til dæmis í Aspen í Klettafjöllunum þar sem auðjöfrar og kvikmyndastjörnur koma til að skíða niður brekkurnar. Marshall- Fields og Barney’s stórverslanirnar eru tilbúnar að selja fötin sem koma á markað í haust. Nýlega vorum við á forsíðu Skiing-Magazine sem er eitt af stærstu skíðatímaritunum vestra.“ Nú gerist Jan fram úr hófi hóg- vær og blaðamanni tekst að draga upp úr honum að fyrirmyndarfaðir- inn hugljúfi, Bill Cosby, hafi í vetur sést spranga um í sjónvarpsþætti í Davidson-fötum. Hann kveðst ekki hafa neinn áhuga á að nýta sér þá auglýsingu sem svo þekkt persóna geti fært honum. Það stríði gegn hugsjónum hans að telja fólk á að klæðast fötum til að líkjast frægum mönnum. Samstarf við Álafoss Jan segir að honum hafi þótt það sjálfsagt að leita eftir samstarfi við stærsta íslenska útflytjanda til Bandaríkjanna á sviði fatnaðar, Álafoss. Til skamms tíma hafi þó sviptingar innan fyrirtækisins kom- ið í veg fyrir að það samstarf bæri fijóan ávöxt. Með nýjum stjórnanda hefðu vonir hans glæðst um árang- ur í sölumálum. „Ég hef tröllatrú á Ólafí Ólafs- syni, framkvæmdastjóra Álafoss í Bandaríkjunum, og tel að hann gæti spjarað sig hvar sem er. Það skiptir mestu máli að eiga samleið með þeim sem maður þarf að vinna með og við Ólafur höfum náð mjög vel saman,“ segir Jan. Fagmennska í Hong Kong Jan fer nokkrar ferðir til Hong Kong á ári, þegar verið er að leggja síðustu hönd á fötin fyrir fram- leiðslu. Það liggur því beinast við að spyija af hveiju hann hafi kosið að sauma fatnaðinn í svo Qarlægu landi? „Ég valdi Hong Kong ekki vegna þess að þar væri ódýrt vinnuafl að fá. Þeir tímar eru liðnir, nú er eftir- spurn eftir starfsfólki í fataiðnaði þar langt umfram framboð. Kín- veijar hafa sína galla eins og aðrir menn, en þann ótvíræða kost að þeir reyna alltaf að uppfylla óskir þínar, í stað þess að troða skoðunum sínum upp á þig. Kínvetjar eru harðir í horn að taka í viðskiptum, en standa alltaf við allar skuldbindingar upp á punkt og prik. Þeirra aðall er áreiðan- leiki, fagmennska og stöðug gæði. í Hong Kong býr fólk sem hefur orðið að beijast fyrir þvi sem það hefur. Þetta er borg þeirra sem komust af. Vinnan hefur annað og meira gildi fyrir þá en Norður- landabúa. Við. höfum glatað þessari tilfinningu, það er einn af fylgifisk- um félagshyggjunnar.“ Jan ber félagshyggju landa sinna ekki góða söguna. Segir að þegar kreppt hafi skórinn í fataiðnaði í Svíþjóð hafi margir kennt kerfínu um og leitað ásjár hjá því. Hann segist vantrúaður á að ríkisvaldið eigi nokkurt erindi í atvinnulífi, þótt það megi gjarnan skapa grund- völl fyrir blómlega starfsemi. Því líti hann atvinnurekendur sem leiti á ríkisjötuna hornauga. „Ég er auðvitað sænskur að uppruna og verð það alla ævi, en það má segja að ég hafi flúið Svíþjóð út af sósíalismanum," bætir hann við. Aldrei steftit að því að græða „Ég tel mig almennt mjög lán- saman mann. Hversu margir eru ástfangnir af starfinu sem þeir hafa valið sér? Slíka hamingju getur enginn keypt fyrir peninga. Heim- urinn er fullur af fólki sem kann að græða peninga. Þeir eru færri sem hafa ánægju af því sem þeir eru að gera og gefa eitthvað af sjálfum sér í vinnuna sem þeir inna af hendi. Ég hef aldrei stefnt að því að verða ríkur enda getur það ekki verið markmið í sjálfu sér, því þá fórnar maður öllu því stórkostlega sem lífið hefur að bjóða. Þeir sem tala mest um að græða og telja sig vita best hvemig á að gera það komast aldrei í verulegar álnir. Efnisleg gæði koma hinsvegar af sjálfu sér, ef maður stendur sig á þeim sviðum sem skipta máli,“ seg- ir Jan Davidson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.