Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989 SkáldsagaN GrænlendingarniR eftir Jane Smiley hefuR YakiÐ athygli GagnrýnendA Sem almenningS í BandaríkjunuM fjarar út smátt og smátt. Miðdeplar sögunnar eru fjölskyld- umar tvær á Gunnarsstöðum og Ketilsstöðum, nágrannar sem lengi hafa átt í illdeilum. Systkinin á Gunnarsstöðum, Margrét og Gunnar eru glæsilegt fólk, en lánlaust og svo virðist sem einhver æðri öfl séu þeim andvíg. Margrét giftist luran- um Ólafi til að bjarga ættarsetrinu, en fellur fyrir norska glæsimenninu Skúla og hrekst í útlegð eftir að eiginmaður hennar og bróðir drepa elskhugann. Gunnar er lítill búmaður og missir Gunnarsstaði í hendurnar á erkióvinunum Vigdísi og Erlendi á Ketilsstöðum eftir að hafa drepið tvo af sonum þeirra. Hann flyst ásamt konu sinni, Birgittu Lavrans- dóttur, að föðurleifð hennar og þar búa þau í þrjátíu og tvö ár áður en ættarsetrið Gunnarsstaðir er endur- heimt. Saga þeirra systkina, Margrétar og Gunnars, verður um leið saga hnignunar norrænnar byggðar á Grænlandi og undir lok sögunnar segir gamall frændi þeirra við Gunn- ar: „Gunnar Ásgeirsson, þú hefur smitað allt Grænland af lánleysi þínu.“ En um leið er það Gunnar sem heldur til haga gömlum sögnum og skráir atburði líðandi stundar. Hann er í raun síðasti afkomandi víking- anna á Grænlandi, tragísk hetja og venjulegur breyskur maður í bland. Og þótt dauðinn blasi við honum og öðrum Grænlendingum í sögulok, lifir Gunnarsstaðaættin áfram á Is- landi því elsta dóttir Gunnars, Gunn- hildur, giftist Einari Bjömssyni, ís- lendingi, og fluttist með honum til íslands. Samskipti barna Gunnars við íslendinga eru þó tvíbent því ástarsamband sonarins Kollgríms við íslensku konuna Steinunni Hrafnsdóttur leiðir til þess að Koll- grímur er brenndur á báli fyrir gald- ur og verður það upphaf mikilla hræringa í Grænlensku samfélagi sem leiddar eru af spámanninum Lárusi og enda með morði síðasta lögsögumannsins og upplausn þings- ins. Stór hluti sögunnar fjallar um lífið á biskupssetrinu Görðum þar sem hnignunin speglast hvað gleggst, bæði í andlegu ástandi prestanna og niðurníðslu staðarins. Eftir að síðasti biskupinn fellur frá er þar enginn sem hefur bolmagn til að halda uppi reisn staðarins og hægri hönd biskups, séra Jón, bugast und- an þunga ábyrgðarinnar og sturlast. Biskupinn í Niðarósi skiptir sér ekki lengur af þessum útkjálka, prestarn- ir hljóta æ minni menntun og slakna bæði í siðgæðinu og latínunni, Lárus spámaður nær á þeim tökum og svo langt gengur að guðspjöllunum er breytt eftir hans fyrirsögn. Endalok Garða eru þau að breskir sjómenn jafna staðinn við jörðu og verður það fyrirboði þess sem bíður annarra norrænna manna á Grænlandi. Mitt í allri eymdinni skýtur svo upp skrælingjunum, sem kunna að lifa við þessar aðstæður, stunda sínar veiðar jafnt vetur sem sumar og þekkja ekki hungrið sem hijáir hina norrænu þegar líða tekur á vetur. En þeir eru heiðingjar og út- sendarar djöfulsins og nánast dauða- sök að eiga við þá samneyti, hvað þá læra af þeim. I norrænu byggðun- um horfa menn til Evrópu eftir leið- sögn, halda fast í gamlar hefðir og neita að aðlaga sig þeim aðstæðum sem þeir búa við nema að litlu Ieyti. Ofsatrúarmaðurinn Lárus, sem kall- ar sig spámann, prestarnir og allir sem einhvers mega sln hamra á djöf- um vik að halda þræði í fyrstu, en við nánari kynni öðlast þær sín sér- stöku einkenni hver um sig og tengsl þeirra innbyrðis skýrast. Fremst í bókinni er listi yfir persónur þar sem þær eru flokkaðar eftir búsetu og ef mann rekur í vörðurnar yfir ein- hveiju nafninu er ekkert auðveldara en að fletta til baka og fá staðfest- ingu á því hvern um er að ræða. Smátt og smátt sogast lesandinn inn í andrúmsloft sögunnar og rólega hrynjandi sem stefnir hægt en mark- visst að hámarkinu; endalokunum. Og þrátt fyrir að tímasetning at- burða sé frá 1345-1425 vekur sagan upp ýmsar spurningar um aðstæður vestrænna manna í nútímanum, fall- valtleika siðmenningar sem ekki tek- ur tillit til aðstæðna, óstöðugleika mannlegra tilfinninga og síðast en ekki síst: höfum við virkilega ekkert lært á öllum þessum öldum? RUSTIR GARÐA Upphaf endalokanna má ef til vill rekja til þess er breskir sjómennjöfnuðu biskupssetrið Garða við jörðu í upphafi 15. aldar. eftir Friðriku Benónýs HVERNIG VILDI það til að byggðir norrænna manna á Grænlandi liðu undir lok? Og hvernig leið fólkinu, einangruðu á hjara veraldar, án samskipta við umheiminn? Útrýmdu menn hver öðrum eða sáu skrælingjarnir um þá hlið mála? Við þessum spurningum og ýmsum öðrum reynir Jane Smiley að fínna svör í skáldsögunni Grænlendingarnir, sem kom út á síðasta ári. Grænlendingarnir er mikið verk, tæplega 600 síður í stóru broti, skrifað í stíl íslend- ingasagnanna og segir sögu nokkurra íjölskyldna á Græn- landi á 14. öld. Hálfgert upplausnar- ástand rikir í landinu, Noregskon- ungur er nánast hættur að senda þessum þegnum sínum yfirvöld,' eng- inn biskup kemur í stað þess sem fellur frá, hungursneyðir ganga yfir og sú skoðun verður sífellt útbreidd- ari meðal Grænlendinga að Guð hafi yfirgefið þá. Menn taka lögin í sínar hendur, enda enginn lengur sem veit nákvæmlega hvað í þeim stendur. Þingið kemur saman á hveiju ári en er nánast valdalaust, þar gildir meira að vera duglegur, að ná hylli lýðsins en að hafa mál- stað að veija. Prestarnir reyna að sinna andlegum þörfum fólks, en eru vanmáttugir og missa smám saman trúna á rétt sinn og völd. Mann- dráp, hórdómur og hefndir verða daglegt brauð og siðmenningin ullegu eðli skrælingjanna og veifa kyndli siðmenningar til að halda fólki frá samskiptum við þá. Alltaf eru þó einhveijir sem láta freistast og ganga til liðs við innfædda, en þeir eru um leið útskúfaðir úr hinu nor- ræna samfélagi. Einu sinni enn birt- ist hér hroki hins hvíta kynstofns gagnvart öðrum kynstofnum, hroki sem leiðir til falls hans sjálfs. En Iíf Grænlendinganna er ekki eintómar hörmungar. Einstaka sinn- um koma skip frá Noregi eða Is- landi og haldnar eru miklar veislur. Menn gleðjast yfir börnum sínum og búfénaði, fegurð náttúrunnar og fullum hlöðum. í anda íslendinga- sagnanna eru litlu atvikin máluð jafn sterkum dráttum og hin stóru, daglegum búverkum, veiðiferðum, barnsfæðingum, morðum, nauðgun- um og misþyrmingum er öllu lýst á sama hátt og inn í söguna fléttast aðrar sögur sem persónumar segja, draumar, fyrirboðar og sýnir, allt er ofið í sama refil með sama munstri og kaflaskipti eru ekki nema þrisvar í þessari löngu bók. Gagnrýnandi The New York Times, Howard Nor- man, segir söguna best til þess fallna að vera húslestrabók á hundrað löngum vetrarkvöldum, þar sem textinn sjálfur endurspegli hægfara hnignun hinnar norrænu nýlendu. Fjöldi persónanna gerir líka erfitt i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.